Dagblaðið - 19.11.1977, Blaðsíða 6

Dagblaðið - 19.11.1977, Blaðsíða 6
6 DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 19. NOVEMBER 1977. Opið til hádegis í dae ^ WÖW&» Lokað mánudag til kl. 2 vegna breytinga IX iatha nn Búdargerði 10 nJOTBORG Símar 34945-34999 Dömurathugið Leikfimi—sauna — Ijós og nudd Vigtun og kúrar fyrir þær sem vilja. Hressið ykkur upp fyrir jólaannirnar. Sími42360 eftir kl. 2 e.h. alla virka daganema föstudaga Innritun fyrir janúarnámskeiðin hafin — Símar86178 og 43724 efea Heilsurœktin HEBA Auðbrekku 53 sími 42360 Snyrtiborð á lager # sé'T.míðtim: Kiimgleg hjSia úm öll husgög i, klœðaskána oq baðskáoa. Sérhúsgögn IngaogPéturs Braularholti 26 — Sími 28220. Ávallttilleigu BröytX2Bgrafaístærri ogsmærri verk. tltvega einnig hvers konar fyll- ingarefni. Uppl. í simum 73466 og 44174. Hilmar Hannesson. Brábum koma btessub jótin. Jólasveinninn er kominn i glugga Rammagerðarinnar til að minna á að ... nú er rétti tíminn til að láta Rammagerðina ganga frá jólasendingum til vina yðar og ættingja erlendis I Rammagerðinni er mikið úrval af fallegri gjafavöru viö allra hæfi. m.a. silfur, keramik, skinna- og ullarvörur, moccakápur- og jakkar, bækur, hljómplötur og þjóölegir, útskornir munir. Komið tímanlega. Sendum um allan heim! Þér veljið gjafirnar. Rammageróin pakkar og sendir. Allar sendingar eru fulltryggðar RAMMAGERD1N Hafnarstræti 19. Sparisjóðurinn í Keflavík 70 ára á byltingarafmæli: FYRSTIGÚMMÍTÉKK- URINN KOM EFTIR 25 ÁRA STARF Bragi Halldórsson var að sjálfsögðu einn vinsælasti maður afmælishátíðarinnar, minna má núsjá. „Sparisjóðurinn í Keflavík er sá fyrsti sem setur á stofn útibú í þau rúm hundrað ár sem. sparisjóðir hafa þjónað lands- mönnum,“ sagði Páll Jónsson, annar tveggja sjóðsstjóra, er við tókum hann tali við opnun útibúsins i Njarðvíkunum á föstudagskvöldið, „og við höfum fullan hug á að veita fleiri byggðarlögum hér á Suðurnesjum sömu þjónustu og höfum reyndar lagt fram beiðni þar að lútandi, bæði í Grindavík og Gerðahreppi, en fólkið á báðum stöðunum hefur verið tryggir viðskiptavinir frá fyrstu tíð, sérstaklega Garðmenn, sem eru hlutfallslega hæstir. Vonandi getum við orðið við óskum þeirra hundraða sem hafa beðið okkur um að opna útibú í þessum tveimur byggðar- lögum.“ Það voru fleiri en byltingin í Rússlandi sem áttu merkisafmæli 7. nóvember. Sparisjóðurinn í Keflavík fagnaði þá að 70 ár voru liðin frá stofnun hans. Hann var eina lánastofnunin á Suðurnesj- um í hálfa öld og hefur haldið áfram að eflast þrátt fyrir að stóru bankarnir hösluðu sér völl á Suðurnesjum þegar byggð og umsvif fóru að aukast eftir árið 1950. „Ástæðan til þess að við höfum haldið velli f sam- keppninni," sagði Páll, „er sú, að Suðurnesjamenn hafa ávallt sýnt sjóðnum mikla velvild, enda var og er markmið hans að ávaxtá sitt fé eingöngu á Suðurnesjum og í þágu heimamanna. Sparisjóðurinn hefur einnig ávallt haft góðu starfsfólki á að skipa sem borið hefur hag sjóðsins fyrir brjósti.“ Fyrsta reikninginn í sparisjóðs- útibúinu í Njarðvíkunum opnaði Ingvar Jóhannsson forseti bæjar- stjórnar en forráðamenn sveitar- félaga á Suðurnesjum voru viðstaddir opnunina, svo og ábyrgðarmenn, starfsfólk og þeir sem unnu að innréttingum, á neðri hæð hússins nr. 15 við Hóla- götu sem sparisjóðurinn keypti undir starfsemi sína í Njarðvíkunum. 1 forföllum Þor- gríms Eyjólfssonar stjórnar- formanns rakti Marteinn Árnason sögu sparisjóðsins í stuttu máli og komþarfram að aðalhvatamenn að stofnun hans voru Þorgrínjur Þórðarson læknir í Keflavík og Mia Knstinn Dameisson prestur að Utskálum. Fyrstu árin var sjóðurinn hluti úr starfi eins manns og var starfsemi hans rekin í heimahúsum sparisjóðs- stjóranna allt til ársins 1955, eða þar til ráðizt var í húsbygginguna að Suðurgötu 6. Þorgrímur Þórðarson veitti sjóðnum for- stöðu fyrstu 25 árin — Lúðvfk sonur hans f nokkra mánuði — sfðan Stefán Björnsson í 12 ár, Guðmundur Guðmundsson í 23 ár, Jón sonur hans í 5 ár. Frá 1974 hafa þeir Páll Jónsson og Tómas Tómasson veitt honum forstöðu. Til gamans má geta þess að innstæður árið 1918 voru 97 þúsund krónur og júkust f 6 milljónir árið 1948. Arið 1955, byggingarárið, kom mikill fjörkippur f starfsemina — innstæðan fór í 25 milljónir, svipað og sjóður gjaldkera í dag. Innstæðuféð er núna 1600 milljónir, en veltan fyrir árið 1976 varð 47 milljarðar — fer sennilega í 60 milljarða á þessu ári. Þá tilkynnti Marteinn að spari- sjóðurinn hefði ákveðið að gefa Starfsmannafélagi sjóðsins hálfa milljón króna, Styrktarfélagi aldraðra á Suðurnesjum sömu upphæð, en af tilefni opnunar útibúsins í Njarðvíkum sagðist hann vera með gjöf til hinnar nýju kirkjubyggingar f Njarðvfk — bankabók með einni milljón króna frá sparisjóðnum. Bað hann sfðan formann sóknarnefnd- ar, Oddberg Eiríksson, að veita henni viðtöku. Oddbergur þakkaði með nokkrum orðum en einnig tóku til máls Ingvar Jóhannsson, sem fagnaði stofnun útibúsins f 13. stærsta byggðar- lagi á íslandi, með urmul fyrir- tækja, og Jósep Borgarsson, odd- viti í Höfnum, sem vonaði að Sparisjóðurinn gæti þjónað sem flestum byggðarlögum hér í grennd og gæti þá borið nýtt heiti, Sparisjóður Suðurnesja. I lausu spjalli yfir ýmsum góðgjörðum rifjuðust upp ýmis at- vik úr sögu sjóðsins. Það var t.d. ekki fyrr en eftir 31 starfsár að tekin var sú stóra ákvörðun að kaupa í einu bæði rit- og reiknivél til að þurfa ekki að fara út í bæ til að vélrita tryggingarbréf. Arið 1932 varð stjórninni mikill vandi á höndum er hún var kölluð saman vegna mjög alvarlegs máls. Innistæðulaus ávísun hafði borizt sjóðnum í fyrsta sinn og stjórnin vissi hreint ekki hvernig átti að bregðast við slíkum vanda, svo að vissara var að ræða málið ýtarlega í von um að slíkt kæmi ekki fyrir í bráð. Sparisjóðurinn heiðraði tvo í afmælishófinu 7. nóv., Þorgrfm St. Eyjólfsson fyrir stjórnarstörf frá 1934 og Braga Halldórsson aðalgjaldkera fyrir 22 ára starf. „Það var einhver sem benti Gúðmundi á að fá mig til starfa f sparisjóðnum. Ég sló til, enda yfirhlaðinn f kaupfélaginu," sagði Sparisjóðsstjórar Sparisjóðsins f Keflavfk, þeir Páll Jónsson og Tómas Tómasson. Nýja byggingin hjá Sparisjóðn- um í Keflavík — fyrsta útibú sparisjóðs hér á landi — DB- myndir emm. Bragi þegar við spurðum hann um hvaða drög hefðu legið að því að hann réðst í að handfjatla peninga allan daginn, „en mér féll starfið strax vel þótt ég væri hálfóstyrkur fyrstu dagana, með öll þessi firn af peningum, sem ég átti ekkert f — en núna finnst mér þetta ósköp svipað og bara að hausa þorsk — ég vann líka við sjóinn áður fyrr — allt eru þetta verðmæti sem okkur er treyst fyrir og við verðum að standa skil á.“ Bragi, sem var f hófinu umkringdur starfskonum sparisjóðsins, fræddi okkur á að um hendur hans færu daglega milli 150 og 200 milljónir króna — mest á föstudögum — og við skulum vona að það aukist heldur á meðan Sparisjóðurinn í Kefla- vík, eins og hann heitir, heldur áfram að ávaxta fé Suðurnesja- manna og styrkja okkar heima- byggð. -emm.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.