Dagblaðið - 19.11.1977, Blaðsíða 3

Dagblaðið - 19.11.1977, Blaðsíða 3
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 19. NÓVEMBER 1977. MEISTARIJAKOB - TÆPLEGA EFNI VIÐ BARNA HÆFI Brynja Baldursdóttir kennari sendir okkur langt bréf um sýningu Leikbrúðu- lands á Meistara Jakob sunnu- daginn 6. nóvember. Ræðir Brynja um efni leiksins urri meistara Jakob, sem vinnur 5 þúsund kr. í happdrætti. Hanni skuldar húseiganda þessa upphæð í leigu en þykist ekkert eiga þegar húseigandinn kemur og krefur hann um leiguna. Þegar húseigandinn kemur í annað sinn að innheimta leiguna þykist Jakob vera dauður en eftir nokkurt þóf myrðir meistari Jakob hús-- eigandann og grefur hann i húsagarði. Þetta var allt gert til þess að hægt væri að fara með alla fjölskylduna í brúðuleik- hús og kaupa pylsur. Síðan segir Bry-nja: „Þegar við komum út af sýningunni sagði sonur minn: Þetta var ljótt. Það á að borga leigu ef maður er i húsi annars manns. Mig langar til að spyrja aðstandendur Leikbrúðulands fáeinna spurninga: í fyrsta lagi: Hvað starfa þeir að aðalstarfi? 1 öðru lagi: Hver semur þættina, og þá sérstaklega þennan nýjasta um meistara Jakob? í þriðja lagi: Hvers vegna gengur nýja'sti leikþátturinn um þennan mikla mann út á lygar og samvizkulaust morð? í fjórða lagi: Gætu þættirnir ekki fjallað um eitthvað sem höfðar til barnanna, t.d. umferð og umferðarreglur? Það er margt í daglegu lífi, sem hægt er að setja skemmti- lega fram. Það hlýtur að vera hægt að sýna börnum eitthvað annað en morð og lygar. Ég minnist ekki á aðra leikþætti Leikbrúðulands, þeir voru sæmilegir.“ Svar: Bryndis Gunnarsdóttir svarar fyrir hönd Leikbrúðu- lands. ,,Ég vil gjarna svara starfs- systur minni, Brynju, fyrir hönd okkar í Leikbrúðulandi. Við erum fjórar, allar hús- mæður og mæður, sem stöndum að Leikbrúðulandi. Tvær okkar eru kennarar og efni það sem við flytjum er bæði frumsamið og þýtt. Þættirnir um meistara Jakob eru þýddir úr dönsku og ekki ætla ég mér þá dul að verja hinn óprúttna Jakob. Hann hefur sitt fram með illu eða góðu. Það bætir ef til vill ekki umdeilanlega framkomu hans, þó ég minni á ævintýrin og ýmsar þjóðsögur, þar sem hetj- urnar beita öllum brögðum til að ná settu marki. Meistara Jakob á ekki að taka alvarlega en sé það hins vegar gert, þá er hann gott víti til varnaðar. Meistari Jakob er börnum engu að síður kær vegna þess hve kátur og úrræðagóður hann er. Þá fá börnin að taka þátt í ráðabruggi hans. Þetta leiðir hugann að því hversu erfitt það er fyrir okkur í Leikbrúðulandi að komast yfir leikrit, sem henta í brúðu- leikhúsi. Hér á landi eru fáir sem kunna til verka, bæði hvað uppsetningu og texta snertir. Leikrit flutt í brúðuleikhúsi þurfa fyrst og fremst að miðast við aðstæður, það er flutning í brúðuleikhúsi, að flytjendur eru brúður en ekki mann- eskjur. Þá þarf efnið að vera skemmtilegt, fróðlegt og flytja góðan boðskap. Þættirnir um meistara Jakob uppfylla að Meistari Jakob og bróðir hans Kaper — ekki við hæfi barna? minnsta kosti tvö af þessum atriðum, þ.e. þeir eru skrifaðir fyrir brúður og börn kunna að meta skemmtanagildi þeirra. Raunar eru nú síðustu forvöð á sjá vin okkar meistara Jakob, því á morgun lýkur sýningum Meistara Jakobs og við taka Grýla, Leppalúði og synir þeirra, jólasveinarnir. Að lokum. Ekki er laust við þá áráttu í okkur uppalendum, að börnin komi heim full af speki af skemmtun. Af hverju mega börn ekki fara út til þess eins að skemmta sér? HVERS VEGNA ÞESSI „HYSTERIA"? VElTINQAtíÚSLÐ 1^06022 1 ÁRMÚIA 21 Eins og segir í upphafi þessara orða, þá hef ég undrazt, hvað valdið hafi öllum látunum gegn þessum eina frambjóð- anda, þegar hinir fá að vera í friði. Ég hef líka velt þvi fyrir mér af hverju þeir menn, sem líklega saklausir, hafa með ein- hverjum hætti tengzt óhróðurs- skrifunum, annaðhvort vegna þess að óhróðurinn hefur verið tengdur hóli um þá sjálfa, eða þeir á einhvern hátt verið í tengslum við óhróðurs- meistarana, hafa ekki opinber- lega þvegið hendur sínar af óhróðursmeisturunum og óhróðrinum. Ég hef ekki komizt að neinni óyggjandi vissu'pm orsakir, en einhver hræðilegur ótti virðist hafa náð tökum á miirgum mikilsmegandi öflum, ótti vió vinsældir þessa eina frambjóð- anda, Alberts Guðmundssonar. í grein eftir einn meðframbjóð- anda hans, Björgu Einars- dóttur, i Dagblaðinu í dag (16. nóv). felst sterk vísbending um, hvað liggi að baki og til hvers refirnir séu skornir. Það eru sjálfsagt fleiri en ég, sem undrazt hafa þann mikla hamagang, sem verið hefur að undanförnu í sambandi við Albert Guðmundsson alþingis- mann. Mér skilst að milli 40 og ðO.manns bjóði sig fram eða séu boðnir fram í prófkjör um það hverjir eigi að vera í framboði fyrir Sjálfstæðisflokkinn í alþingiskosningum i Reykjavik f í vor. Litið er skrifað um fram- bjóðendur og það sem það er í hinni mestu kurteisi, að undan- skildum skrifum um einn mann, Albert Guðmundsson. Varla hefur liðið svo dagur að ekki hafi birzt einhver óhróður um Albert, allt frá dómi herra Sigurðar Georgssonar til með- mælaskrifa Baldurs Hermanns- sonar með ferska gustinum, sem blæs nú á Reykvíkinga úr aðalbækistöðvum heimsmenn- ingarinnar, en sú grein er að minnstu leyti um ferska gustinn, Ernu Ragnarsdóttur, en að mestu leyti óhróður um Albert Guðmundsson. Öttinn við vinsældir Alberts Guðmundssonar virðist hafa heltekið svo sumt fólk, að engu er líkara en að það sé að tapa sálarró sinni, svo sem með því að reyna að bera það á borð fyrir kjósendur, að kosning eins frambjóðanda þýði það, að verið sé að steypa undan flokks- forystunni, sem löglega hafi verið kosin á landsfundi. Minna mátti nú ekki gagn gera. Með þessari grein virðist ljóst, að um einhverskonar „hysteriu" sé að ræða vegna óttans við vinsældir Alberts Guðmunds- sonar, „hysteriu", sem líklega eykur enn á þann meðbyr sem Albert hefur í þessu prófkjöri, en sem mér a.m.k. þykir ekki líkleg til þess að auka veg flokksins, sem kemur til með að bjóða þetta fólk fram til. baráttu þar sem á nokkurn bratta verður að sækja. Kópavogi, 16. nóv. 1977 Sigurgeir Jónsson orð % 3 Spurning dagsins „Ertu ónœgð/ánœgður með flokkinn þinn?“ (á landsþingi Alþýðubanda- lagsins): Eðvarð Sigurðsson, Revkjavík: „Ég er mjög ánægður með hann. En auðvitað vilja menn hafa flokkinn sinn betri — er það ekki svo með alla flokka?" Rósmundur Númason, Hólmavík: „Já, ég er ánægður með hann og vil hafa hann eins og hann er. Hjá okkur á Hólmavlk má hann teljast öflugur." Sigurjón Erlingsson, Selfossi: „Hvers vegna heldurðu að ég væri að taka þátt I landsfundi flokksins ef ég væri ekki ánægður með hann?“ Garðar Sigurðsson, Vestmanna- eyjum: „Það er auðvitað ekki neinn flokkur sem ekki er hægt að breyta í einhverju. Samt er ég ánægður með flokkinn minn. Auðvitað mætti hann vera stærri." Guðmunda Helgadóttir, Reykjavík: „Ég er ánægð með flokkinn innan vissra takmarka. Ert þú ánægður með þinn?“ tJlfar Þormóðsson, Reykjavik: „Nei, það er ég ekki. En ég ætla mér að vera það. Við gerum hér nokkrar breytingar og þá verð ég ánægður.*1

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.