Dagblaðið - 19.11.1977, Blaðsíða 1

Dagblaðið - 19.11.1977, Blaðsíða 1
ItjálSÍy nháð dagMað 3. ARG. LAUGARDAGTJR 19. NÓVEMBER 1977 — 258. TBL. RITSTJÓRN SÍÐUMULA 12. AUGLÝSINGAR ÞVERHOLTI 11. AFGREIÐSLA ÞVERHOLTI 2. — AÐALSÍMI 27022. 70 ára sparisjóður . Fyrsti gúmmítékk- E I Seljum við kinda- urinn kom eftir 25 ár kjötið of ódýrt — bls.6 —bls.4 Ráðherravill ekki karpa við fiskifræðinga -bis.7 VEL KLÆDD FYR- IR ÞOTUSPRETT Bretar mjög klofnir uiff löndunarbannið f Hafnar- verkamenn aflétta í raun banninu: Mikill klofningur er kominn upp hjá Bretunum i afstöðu til löndunarbannsins á íslenzkan fisk. Samtök brezku hafnar- verkamannanna hafa í raun aflétt banninu fyrir sitt leyti, að sögn Ágústs Einarssonar, fulltrúa hjá Landssambandi íslenzkra útvegsmanna í gær. Yfirmenn og útvegsmenn brezkir standa enn með bann- inu og stundum tekst að æsa hafnarverkamennina upp á fundum. Fiskkaupendur vilja ólmir aflétta banninu. „Þessi markaður skiptir miklu minna máli en áður,“ sagði Agúst. „Við höfum aðra markaði, seljum í Þýzkalandi fyrir gott verð og möguleikar opnast á írlandi. Þetta leysist þegar tímar líða.“ Verkalýðssambandið, sem hafnarverkamenn eru í, sam- þykkti nýlega að mæla með niðurfellingu hins óopinbera löndunarbanns, „ef íslendingar samþykktu að skipta löndunum jafnt milli Hull, Grimsby, Fleetwood og Aberdeen," eins og komizt var að orði. Ágúst sagði að engin afstaða hefði verið tekin til slíkra hugmynda hérheima. HH Já, það er jafngott að vera vel klæddur þegar maður ætlar út að renna sér á snjóþótu. Hún Jenný litla Sigurgeirsdóttir var á leiðinni upp á Rauðavatn þár sem hundurinn Snati hugðist draga hana á snjóþotu. Jenný, sem er sex ára, smeygði sér því í úlpu af honum pabba sínum og setti upp húfu og gleraugu svona til vonar og vara. Auðvitað gat Snati ekki horft upp á það án þess að fá einhver föt á kroppinn líka. Myndina tók Sigurgeir.Sigurjónsson. DS. Islendingar útvíkka flug„netið”: Ráðgert að fljúga milli London og Bahamaeyja Það er á döfinni að Air Bahama hefji flug á milli London og Bahamaeyja næsta sumar en samkvæmt upplýsing- um Helgu Ingólfsdóttur blaða- fulltrúa Flugleiða hafa enn ekki fengizt tilskilin leyfi til flugsins. Að sögn Helgu er þetta einn þáttur í stefnu Loft- leiða, Flugfélags íslands og Air Bahama, að bæta við nýjum lendingastöðum og má nefna flug til Parísar og Dusseldorf í því sambandi. Air Bahama hefur verið í miklu leiguflugi á milli Bahamaeyja og meginlands Evrópu og á tímabilinu frá nóvember til maí eru fyrirhuguð 30 flug, aðaliega á rnilli Bahamaeyja og Zúrich í Sviss, og einnig til Frankfurt i Þýzkalandi. Það er því augljóst að félagið er að hasla sér völl á þessum flugleiðum. Þá standa yfir athuganir á flugi Flugleiða til staða við Arabaflóa og er það einnig liður í viðleitni félagsins að leita að nýjum leiðum. Leyfi sem félagið fékk á sínum tíma til flugs til Bahrein var aftur- kallað en þetta mál er í athugun og er alls ekki dautt mál. Félagið hefur góð markaðssambönd á þessum slóðum, þar sem Cargolux flýgur reglulega til landa við Arabaflóann. Ef af þessu flugi verður er gert ráð fyrir að flogið verði samkvæmt áætlun einu sinni í viku til Araba- flóans og gist eina nótt og flogið í gegnum Luxemborg og síðan til íslands. Þess má geta að lokum að Flugleiðir hafa gert samniþg við hollenzka flugfélagið KLM á Heathrowflugvelli við London um afgreiðslu á vörum til flutnings með vélum Flug- leiða. -JH. J

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.