Dagblaðið - 19.11.1977, Blaðsíða 22

Dagblaðið - 19.11.1977, Blaðsíða 22
I 22 DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 19. NÖVEMBER 1977. STJÖRNUBÍÓ Sími 18936 Serpico Heimsfra;g amerísk stórmynd um lögreglumanniniiSerpico með Al Pacino. Endursýnd kl. 7,50 og 10. Pabbi, mamma, börn og bíll Bráðskemmtileg ný norsk litkvik- mynd. Sýnd kl. 4 og 6. AUSTURBÆJARBÍÓ D Simi 11384 íslenzkur texti. 4 Oscarsverðlaun. Ein mesta og frægasta stórmynd aldarinnar. Ban'y Lyido i Mjög íburðarmikil og vel leikin, ný, ensk-amerísk stórmynd i lit- um. Aðalhlutverk: Ryan O’Neal og Marisa Berenson. Sýnd kl. 5 og 9. HÆKKAÐ VERÐ. Simi 5018« Mannaveiðar Hörkuspennandi og vel gerð kvikmynd Aðalhlutverk Clint Eastwood, George Kennedy. íslenzkur texti. Sýnd kl. 5. Svarta Emanuelle Sýnd kl. 9. Tataralestin Hörkuspennandi Panavision- litmynd eftir sögu Alistair MacLean, með Charlotte Rampl- ing og David Birney. íslenzkur texti. Bönnuð innan 12 ára. Endursýnd kl. 3, 5, 7, 9 og 11.15. GAMLA BÍÓ I Slmi 11475 Ástríkur hertekur Róm Bráðskemmtileg teiknimynd gerð eftir hinum víðfrægu mynda- sögum René Goscinnys. íslenzkur texti. Sýnd kl. 3, 5, 7, og 9. Sama verð á öllum sýningum. Mynd fyrir alla fjölskylduna. Kópavogs- leikhúsið Snædrottningin eftir Jewgeni Swartz. Sýningar í Félagsheimili Kópavogs, laugardaga kl. 15, sunnudaga kl. 15. Aðgöngumiðasala í skipti- stöð SVK við Digranesbrú, sími 44115 og í Félags- heimili Kópavogs sýningar- daga kl. 13-15 — Sími 41985. IAUGARÁSBÍÓ M Cannonball Det illegale Trans Am bilmassakre Vmderen far en halv million Taberen ma beholde bilvraget lé\ Cánnðlibáll lll.o.16ar» Ný hörkuspennandi bandarísk mynd um ólöglegan kappakstur þvert yfir Bandaríkin. Aðalhlut- verk: David Carradine, Bill McKinney og Veronica Hammel. Leikstjóri: Paul Bartel. Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. íslenzkur texti. Bönnuð börnum innan 12 ára. Sírri 31182 Ást og dauði (Love and death) „Kæruleysislega fyndin. Tignar- lega fyndin. Dásamlega hlægi- leg.*' — Penelope Gilliatt, The New Yorker. „Allen upp á sitt bezta.“ — Paul D. Zimmerman, Newsweek. „Yndislega fyndin mynd.“ — Rex Reed. Leikstjóri: Woody Allen. Aðalhlutverk: Woody Diane Keaton. íslenzkur texti. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Allen', Alex og sígaunastúlkan JACK GENEVIEVE tEMMON BUJOLD ALEX&- THE GYPSY Gamansöm, bandarísk litmynd með úrvalsleikurum, frá 20th Century Fox. Tónlist Henry Mancini. Sýnd kl. 5, 7 og 9. tslenzkur texti. Sími 22140 -sýnir stórmy.ndina Maðurinn með jórngrímuna (The man in the iron mask) sem gerð er eftir samnefndri sögu eftir Alexander Dumas. Leikstjóri: Mike Newell. Aðalhlutverk: Richard Chamber- lain, Patrick McGoohan, Louis Jourdan. íslenzkur texti. Bönnuð börnum. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Síðasta sýningarhelgi. Sunnudagur: Maðurinn með járngrímuna Sýnd kl. 5, 7 og 9. Allra síðasta sinn. Boxkeppnin mikla litli og stóri leika Sýnd kl. 3. Mánudagsmyndin: Frumsýning Mannlíf við Hesterstrœti Frábær verðlaunamynd. Leikstjóri: Joan Micklin Silver. Aðalhlutverk: Carol Kane, Steven Keats. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Útvarp Sjónvarp Sjónvarp ídag kl. 18.30: Katy Afleiðingar óhlýðni Framh’ldsmyndaflokkurinn um Katy heldvr áfram i dag klukkan hálfsjö. Þá verður sýndur annar þáttur af sex. í fyrsta þættinum var sagt frá fjölskyldu Katy. Faðir hennar er læknir í litlum smábæ og stendur uppi með 4 móðurlaus börn. Móðursystir barnanna hjálpar þó til við uppeldið. Katy er elzt barnanna. Þau faðir hennar og frænka vilja að hún hagi sér sæmilega og sé með því fyrirmynd hinna barnanna. Katy vill þó anzi oft gleyma orðum þeirra og ana út í ein- hverja vitleysu. 1 þættinum í dag sést að það hefur hinar alvarlegustu af- leiðingar fyrir Katy er hún brýtur gegn boði föður síns um að róla sér ekki í uppáhaldsrólunni. Þýðandi þáttanna er Jóhanna Jóhannsdóttir. Þeir eru í litum og byggðir á sögu Susan Coolidge. -DS. Ur myndaflokknum um Katy. Sjónvarp íkvöld kl. 21.40: Leikið tveim skjöldum PRÓFESSORINN TEKUR UPP MANNASMYGL Bíómynd sjónvarpsins í kvöld er brezk og gerð árið 1941. Hún fær lof í kvikmyndahandbókinni okkar og þrjár og hálfa stjörnu sem þýðir að hún sé mjög sæmileg. Hún er sögð afar fyndin og spennandi melódrama og mjög góð. I myndinni er greint frá prófessor einum sem alla tíð hefur verið afskaplega lítill fyrir mann að sjá og afar kurteis og tillitsamur. í stríðinu gerist hann svo leiðtogi gegn nasistum og fer að fást við að smygla vísinda- mönnum út úr Þýzkalandi. Stjórnvöld geta ómögulega áttað sig á því hvað af þessum mönnum verður því þeir virðast hverfa sporlaust. Mikið er lagt upp úr að upplýsa málið og hafa hendur í hári þess eða þeirra sem fyrir hvarfinu standa. Leslie Howard er bæði leik- stjóri myndarinnar og leikur eitt aðalhlutverkið. A móti honum leikur svo Mary Morris ásamt Francis Sullivan. Þýðandi myndarinnar sem er svört/hvít er Dóra Hafsteinsdóttir. -DS. Sjónvarp íkvöld kl. 20.30: Undir sama þaki Felíur þakið niður? íslenzka framhaldsmynda- flokknum, Undir sama þaki, lýkur í kvöld. Þjóðviljinn sagði nýlega að þetta væri versta sápuó pera i neiminum og þó víðar væri leitað, þó ekki nefnt hvar. Flestir sem undirrituð hefur hitt eru þó á annarri skoðun og telja að Útvarp Laugardagur 19. nóvember Til- 12.00 Dagskráin. Tónleikar. kynningar. 12.25 Veðurfregnir og fréttir. Til- kynningar. Tónleikar. 13.30 Vikan framundan. 15.00 Miödegistónleikar 15.40 íslenzkt mál. Gunnlaugur Ingólfs- son cand. mag. talar. 16.00 Fréttir. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Vinsœlustu popplögin. Vignir Sveinsson kynnir. 17.00 Enskukennsla (On We Go); fimmti þáttur Leiðbeinandi: Bjarni Gunnars- son. 17.30 Framhaldsleikrit barna og unglinga: „Sámur" eftir Jóhönnu Buggc-Olson og Merotu Lie Hoel Sig- urður Gunnarsson þýddi. Leikstjóri: Guðrún Þ. Stephensen. Þriðji þáttur. Jónas frændi. Persónur og leikendur: Erlingur / Sigurður Skúlason, Magni /Sigurður Sigurjónsson, Faðir- inn/Guðmundur Pálsson, Lilla/Sig- ríður Stefánsdóttir, Andersen skip- stjóri/Flosi ölafsson, Andri sonur hans/Randver Þorláksson, Bóndi/Gísli Rúnar Jónsson, Jónas frændi/Jón Sigurbjörnsson, Júlía frænka/Jóhanna Norðfjörð, þulur/Klemenz Jónsson. 18.00 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fróttaauki. Tilkynningar. 19.35 „Hún Constanza". smásaga eftir Coru Sandel Valdís Halldórsdóttir les þýðingu sfna. 20.15 Á óperukvöldi. Guðmundur Jóns- son’kynnir óperurnar „Leikhússtjór- ann" og „Blekkta brúðgumann" eftir Wolfgang Amadeus Mozart. Flytjendur: Ruth Welting, Ileana Cotrubas, Felicity Palmer, Anthony Rolfe Johnson, Clifford Grant, Robert Tear og Sinfóníuhljómsveit Lundúna. Stjórn andi: Colin Davis. 21.10 TeboA. Spjallað um rómantík. Stjórnandi: Sigmar B. Hauksson. Gestir þáttarins: Jóhanna Sveins- dóttir, Jóhann G. Jóhannsson og Snjólaug Bragadóttir. Auk þess les .Valgerður Dan. 21.55 Finnski sellóleikarinn Arto Noras leikur tónverk eftir Sarasate og Paganini. Tapani Valsta leikúr á píanó. 22.10 Úr dagbók Högna Jónmundar Knútur R. Magnússon les úr bókinni „Holdið er veikt*' eftir Harald A. Sigurðsson. 22.30 Veðurfregnir. Fréttir. 22.45 Danslög. 23.50 Fréttir. Dagskrárlok. Sunnudagur 20. nóvember 8.00 Morgunandakt. Herra Sigurbjöm Einarsson biskup flytur ritningarorð og bæn. 8.10 Fréttir. 8.15 Veðurfregnir. Otdrátt- ur úr forustugr. dagbl. 8.35 Morguntónleikar. 9.30 Veiztu svaríö? Jónas Jónasson stjórnar spurningaþætti. Dómari: ólafur Hansson. 10.10 Veðurfregnir. Fréttir. 10.30 Sinfónía nr. 8 í h-moll (Ófullgeröa hljómkviðan) eftir Franz Schubert. Fíl- harmoníusveitin í Vín leikur; Istvan Kertesz stjórnar. 11.00 Messa í Selfosskirkju (hljóðr. 9. f.m.). Séra Sigurður Pálsson vígslu- biskup predikar. Séra Sigurður Sig- urðarson þjónar fyrir altari. Organ- leikari: Glúmur Gylfason. 12.15 Dagskráin. Tónleikar. 12.25 Veðurfregnir og fréttir. Tilkynn- ingar. Tónleikar. 13.20 Staöa íslands í alþjóðaviðskiptum. Guðmundur H. Garðarsson viðskipta- fræðingur flytur fyrra hádegiserindi sitt: Þýðing frjálsra viðskipta fyrir íslenzkan þjóðarbúskap. 14.00 Miödegistónleikar- 15.15 Dagskrárstjóri í klukkustund. Guð- mundur Sæmundsson bólstrari ræður dagskránni. 16.15 Veðurfregnir. Fréttir. 16.26 Á bókamarkaðinum. Umsjónarmað- ur: Andrés Björnsson. Kynnir: Dóra Ingvadóttir. 17.30 Otvarpssaga barnanna: „Útilegu- bömin í Fannadal" eftir Guömund G. Hagalín. Sigríður Hagalín leikkona les - (7). 17.50 Harmonikulög. Grettir Björnsson og Reynir Jónasson leika. Tilkynn- ingar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fróttir. Tilkynningar. 19.25 I Rangárþingi. Jón R. Hjálmarsson ræ’ðir við Harald Einarsson á Hólum. 20.00 „Vorblót", balletttónlist eftir Igor Stravinsky ''lutt á tónleikum Sinfóníu- hljómsveiiar æskufólks í Lundúnum (Y.M.S.O.) i sumar. Stjórnandi: James Blair. Þorsteinn Hannesson flytur formálsorð. 20.30 Útvarpssagan: „Silas Mamer" eftir George Eliot. Þórunn Jónsdóttir þýddi. Dagný Kristjánsdóttir les (4). 21.00 íslenzk einsöngslög: ólöf K. Haröar- dóttir syngur lög eftir Ingibjörgu Þor- bergs. Guðmundur Jónsson leikur á píanó. 21.25 Úr lífi Þóru Gunnarsdottur. Jenna Jensdóttir flytur skáldlegan söguþátt. (Aður útvarpað í september 1974). 21.45 Pianótónlist eftir Saint-Saens. Cecile Dusset leikur Valsaetýðu op. 52 og Tokkötu op. 111. 22.10 iþróttir. Hermann Gunnarsson sér um þáttinn. 22.30 Veðurfrognir. Fréttir. 22.45 Kvöldtónleikar. 23.30 Fréttir. Dagskrárlok. þátturinn sé ágætur. En hvað um það, góður eða slæmur, honum iýkur í kvöld. Það hlýtur að hafa verið erfitt fyrir þá Hrafn Gunnlaugsson, Egil Eðvarðsson og Björn Björnsson að skilja við þessar per- sónur sínar og biokkina sem þær búa í. Sú tillaga hefur komið fram hér á blaðinu að eiginlega hljóti þakið að hrynja niður eða eitthvað álíka „drastískt" að ske ,til þess einfaldlega að hægt sé að ljúka þættinum. En það er líklega tóm tjara því síðasti þátturinn heitir Veizlan. Hann hefst klukkan hálfníu í kvöld. -DS. 9 ^ Sjónvarp Laugardagur 19. nóvember 16.30 fþróttir Umsjónarmaður Bjarni Felixson. 18.15 On We Go Enskukennsla. 18.30 Katy (L) Breskur myndaflokkur í sex þáttum, byggður á sögu eftir Susan Coolidge. 2. þáttur. Efni fyrsta þáttar: Carr læknir er ekkjumaður, sem býr i bandarískum smábæ ásamt fjórum börrtum sínum, og móðursystir barnanna er ráðskona. Katy er elst. Hún er hinn mesti æringi og lendir stöðugt í vandræðum. Izzie frænka hamrar sffellt á því, að hún eigi að vera fyrirmynd systkina sinna. Þess vegna ætlar Katy að gera góðverk og heimsækja Gamla konu, sem faðir hennar stundar, en allt lendir i handa- skolum. Þýðandi Jóhanna Jóhanns- dóttir. 18.55 Enska knattspyrnan. Hló. 20.00 Fróttir og veöur. 20.25 Auglýsingar og dagskrá. 20.30 Undir sama þaki íslenskur fram- haldsmyndaflokkur. Lokaþáttur. Veislan. Þátturinn verður endur- sýndur miðvikudaginn 23. nóvembcr. 20.55 Hugleiöingar um hátískuna Þýsk mynd um st-arfsemi tiskuhúsanna í París. Þýðandi og þulur Kristrún Þórðardóttir. 21.40 Leikiö tveimur skjöldum (Pimpernel Smith) Brezk bíómynd frá árinu 1941. Leikstjóri Leslie Howard. Aðalhlutverk Leslie Howard og Mary Morris. Myndin gerlst i Þýzkahindi skömmu áður en heims- Ntvijoidm siðari brýst út. Allmargir vísindamenn hverfa úr landi á dular- fullan hátt. og stjórnvöld, sem vildu gjarnan hafa hendur i hári þessara manna. eru gersamlega ráðþröta. Þýð- andi Dóra Hafsteinsdóttir. 23.30 Dagskrárlok.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.