Dagblaðið - 19.11.1977, Blaðsíða 7
DW'.BI.AOIÐ LAUr.ARDAC.UR
Nýr þátturféll
niður „af
óviðráðanlegum
orsökum”:
19. NÖVEMBER 1977.
Ráðherra vildi ekki
karpa við fiskifræðing
—og seðlabankastjórinn hafði ekki tíma
„Þeir sem ég vildi ræöa viö
máttu ýmist ekki vera aö því aö
koma í þáttinn eöa vildu það
ekki af öðrum ástæðum. Og þar
sem ekki var hægt að fá þá
menn til viðræöna sem ég taldi
æskilegasta til að ræða þau mál,
sem ég tel efst á baugi, var það
með fullu samkomulagi og í
góðu gert að fella þáttinn
niður," sagði Einar Karl
Haraldsson fréttastjóri sem á
fimmtudagskvöldið átti að
rileypa af stokkunum nýjum
þætti í útvarpinu: „Rætt til
hlítar“.
Síendurteknar tilkynningar
um að þessi nýi þáttur félli
niður „af óviðráðanlegum or-
sökum“ eins og það hét, komu
hlustendum I opna skjöldu.
Einar sagðist hafa ætlað að
taka fyrir vaxtamál og bjóða til
þeirra umræðna Jóhannesi
Nordal og Lúðvík Jósefssyni.
Seðlabankastjórinn hafði ekki
tíma.
Þá kvaðst Einar hafa ætlað
að fá til viðræðna sjávarútvegs-
ráðherra og fiskifræðing og
ræða um fiskveiðimál. Ráðherr-
ann kvaðst ekki vilja karpa
opinberlega við fiskifræðinga.
Loks kvaðst Einar Karl hafa
ætlað að ræða um síldveiðimál
og þá aðallega um stjórnun
þeirra. Þá var tími orðinn naum-
ur og viðmælendur á förum úr
bænum.
Einar Karl kvað allt óráðið
hvað sig snerti varðandi
þennan þátt I framtfðinni.
Öljóst væri enn hvert form
hann fengi. Sjálfur kvaðst hann
telja fastmótaðan reglulegan
þátt í þessum dúr líklegri til
vinsælda og til að ná tilgangi
sínum en breytilegan þátt með
mörgum stjórnendum. -ASt.
7
Fjörugar umræður
þremenninganna og
herstöðvaandstæðinga
Eins og komið hefur fram í
fréttum gáfu þrír ungir menn,
Hannes H. Gissurarson, Kristján
Hjaltason og Skafti Harðarson,
nýlega út blað sem nefndist Sam-
vinna Vesturlanda, sókn til
frelsis. Blaðið ætla þeir ungu
fólki til umræðna um utanríkis-
mál íslendinga. Blaðið er gefið út
í 30 þúsund eintökum og hefur
verið dreift meðal framhalds-
skólanema og inn á heimili.
Þá hafa þeir íélagar skorað á
herstöðvaandstæðinga til
rökræðna í framhaldsskólum og
hafa þegar verið haldnir fundir í
MH, MR og Ml og fyrirhugaðir
eru fundir i fjölbrautaskólunum í
Breiðholti, á Suðurnesjum og í
Flensborg, auk Háskóla íslands.
Fundirnir hafa verið
skemmtilegir og fjölsóttir að sögn
þeirra félaga og umræður harðar
og fjörugar. Tveir framsögumenn
hafa verið frá hvorum aðila og
síðan fyrirspurnir og athuga-
semdir.
Framhald blaðaútgáfu og starfs
þeirra þremenninganna fer eftir
undirtektum, en þeir hafa engin
samtök myndað, heldur er starf
þeirra miðað við að koma af stað
umræðu eins og áður sagði.
Hannes Gissurarson vildi taka
það fram að það væri rangt, sem
komið hefði fram í Þjóðviljanum
nýlega í frásögn frá umræðum i
Ml, að hann væri fylgjandi kjarn-
orkusprengjum á Keflavíkurflug-
velli. Hann hefði ekki viðhaft þau
ummæli. -JH.
►
Hannes H. Gissurarson og
Kristján Hjaltason.
DB-mynd Bjarnleifur.
HUSEIGENDA FELAG
Stofnaö 23. febr. 1923
Félagsmenn eru nú um 3000
REYKJAVIKUR
Tilgangur félagsins er m. a. að stuðla að því, að fasteignir í lögsagnarumdæmi Reykjavíkur verði sem tryggust eign og
hafa vakandi auga með öllum lögum og samþykktum, er snerta fasteignir í Reykjavík, og út kunna að vera gefin af
bæjarstjórn eða Alþingi.
Húseigendur!
Með þvíað ganga ífélagiðfáið þið rétt til ókeypis leiðbeiningar ogýmis konar
upplýsinga hjá skrifstofufélagsins, aukþess sem þið styrkið aðstöðu ykkar
almenntíbaráttufyrir margvíslegum hagsmunamálum húseigenda.
Formaður: PÁLL S. PÁLSSON hæstaréttarlögmaður
Meðstjórnendur: ALFREÐ GUÐMUNDSSON, BIRGIR ÞORVALDSSON,
GUÐMUNDUR KARLSSON og LÁRUS HALLDÓRSSON
F ramkvæmdastjóri: SIGURÐUR H. GUÐJÓNSSON
Skrifstofa félagsins, að Bergstaðastræti 11, Reykjavík, er opin alla virka daga kl. 16 -18.
Þar fást m. a. eyðublöð fyrir húsaleigusamninga, og sérprentanir af lögum og reglugerðum um fjölbýlishiís