Dagblaðið - 19.11.1977, Blaðsíða 23

Dagblaðið - 19.11.1977, Blaðsíða 23
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 19. NOVEMBER 1977. 23 Sjónvarp D fl Útvarp RÓMANTÍK AÐ HREINSA FISK- STYKKIHVORT FYRIR ANNAÐ — Teboð, anzi er það eitthvað brezkt. „Já, maður er orðinn svo brezkur af öllum þessum brezku framhaldsflokkum sem sjónvarpið sýnir. Maður er meira að segjafarinnað kalla á Hudson svona alveg óvart,“ sagði Sigmar B. Haukssson. Sig- mar sér í kvöld um útvarpsþátt sem hann nefnir Teboö og hefst hann klukkan tíu mfnútur yfir níu. „Ég bauð nokkrum vinum mínum í te í útvarpssal. Til þess lágu ýmsar ástæður. Þá má nefna að kaffi er orðið svo dýrt og útvarpið er alltaf að spara núna. Það er svo lítið til af peningum síðan þeir fóru að senda út í litum hjá sjónvarpinu.“ — Og þið ætlið að tala um rómantfk. Hvað er nú um það fyrirbæri að segja? „Ja, sko rómantfk hefur verið skilgreind á margan hátt. Fræg er skilgreining Halldórs Laxness í Brekkukotsannáli. Það var þannig að þeir Gúðmúndsen kaupmaður og Garðar Hólm alheimssöngvari komu f Brekkukot til afa. Og Gúðmúndsen segir sem svo að alltaf sé hún söm rómantfkin f Brekkukoti. „Hvaða tík er nú það“ spyr afi. Og þá segir Garðar Hólm, „nú það er sú tfk sem lætur rjóma.“ Eg er satt að segja ekkert viss um hvernig skilgreina á rómantfk og hef oft lent fvandí vegna þess. Svo ég ákvað að fá til liðs við mig einhverja sem gætu orðið til hjálpar. Eg fékk þau Jóhann G. fjöllistamann og Jóhönnu Sveinsdóttur til þess að koma og ræða um þetta. Jóhanna er nemi í bókmennt- um við Háskóla Islands. Þau ræða um þetta frá ýmsum hliðum, en sem betur fer komast þau ekki að neinni niðurstöðu svo fólk getur haldið áfram að leita að blessaðri rómantíkinni. Svo ræði ég við Snjólaugu Bragadóttur sem sögð er vera rómantískur höfundur þó að Jóhanna orði það svo að hún skrifi afþreyingarbókmenntir sem er neíkvætt orð. Svo fór ég niður í bæ og talaði við vegfarendur eins og þeir eru kallaðir hér á út- varpinu. Einn sagði til dæmis við mig og ég held að það hafi verið f fullri alvöru að rómantfk væri þegar hann og konan hans eða kærasta hreinsuðu fiskstykki hvort fyrir annað og gæfu hvort öðru í strætó. Ein gömul kona sagði að rómantfk væri að hugsa um gamla sénsa. Það er vfst svo að fjarlægðin gerir fjölfin blá og mennina mikla." — Hvernig er það með þig, Sigmar, ég hélt að þú hefðir ætlað til útlanda? „Ég er alltaf á leiðinni. Ég er á eilífu flakki út og inn úr landinu þvf að þó ég sé ekki að leita að rómantíkinni lengur leita ég að ýmsu öðru,“ sagði Sigmar B. Hauksson. -DS. Útvarp annað kvöld kl. 19.25: Dagskrárstjóri íeina klukkustund Kynning á landinu „Ég ætla nú bara að kynna landið okkar lítils háttar," sagði Guðmundur Sæmundsson bólstrari er hann var spurður um það hvað hann ætlaði að flytja af efni í þættinum Dagskrárstjóri í eina klukkustund sem er á dag- skrá undir hans umsjá annað kvöld eftir sjö fréttir. „Ég gerði mikið af því að ferð- ast'sjálfur og segi frá því. Svo les ég úr bók Hjálmars Bárðarsonar um ferðalög hans norður í land. Einnig verður lesið úr bókinni Landið þitt eftir Pálma Hannes- son og úr bókinni Odáðahraun eftir Ólaf Jónsson á Akureyri. Smávegis verður lesið af ljóðum og söngvar leiknir," sagði Guðmundur. Þess má geta að Guðmundur hefur áður komið fram í út- varpinu. Það var í þætti Guðjóns Friðrikssonar: í ævinnarrás. -DS. Ifr íslenzk náttúra er vissulega fögur og óhætt að ræða um hana. JWyndin er úr Minolta-keppninni og er hún tekin af Svíanum Lars Björk. Sjón varp annað kvöld kl. 21.45: Guð gaf mér eyra ÁUTIÐ AÐ ALUR HEYRIEITTHVAÐ „Þessar kennsluaðferðir eru uppgötvast oft ekki fyrr en of nýjar að því leyti að álitið er að seint og þá er um seinan að nota allir heyri eitthvað, með öðrum þessa aðferð. orðum að enginn sé alveg heyrnar- En ef byrjað er nógu fljótt er laus, og því er reynt að uppgötva vfst hægt að fá börnin til þess að heyrnardeyfðina nógu snemma tala. Reynt er að einangra þessi helzt að börnin séu ekki eldri en börn ekki frá öðrum með þvf að 3ja mánaða og þá eru sett í þau haf^ þau f sérstökum heimavistar- heyrnartæki og þeim kennt aðtala skólum heldur eru þau f skólum venjulegt mál f stað fingramáls," með venjulegum börnin. sagði Dóra Hafsteinsdóttir þýðandi og þulur kanadískrar Það undarlegasta við þessa fræðslumyndar sem er á dagskrá „nýju“ kenningu er það að hún er sjónvarpsins í kvöld klukkan alls ekkert ný. Það munu alltaf stundarfjórðungfyrirtíu. hafa verið uppi menn sem hafa „Það er fylgzt með nokkrum haldið henni fram. En með nýtfzku börnum sem fá svona kennslu. Það heyrnartækjum er f fyrsta sinn er einhver skóli þarna f Kanada mögulegt að sannreyna hana,“ er beitir þessum aferðum. En sagði Dóra Hafsteinsdóttir. gallinn er sá að heyrnardeyfðin -DS. I Sjónvarp i Sunnudagur 20. nóvember 16i)0- Húsbœndur og hjú (L) Breskur myndaflokkur Heimilisorjur Þýðandi Kristmann Eiðsson. 17.00 Þriflja testamentiö Bandarískur fræðslumyndaflokkur í sex þáttum um trúarheimspekinga, sem hafa haft djúpstæð áhrif á kristna siðmenningu. 2. þáttur. Blaise Pascal Þýðandi og þulur Gylfi Pálsson. 18.00 Stundin okkar (L að hluta) Þátturinn birtist nú f fyrsta skipti á þessum vetri í nýjum búningi. Ruth Reginalds syngur, litið er inn f dans- skóla Eddu Scheving og Eva María Jónsdóttir, 6 ára, les sögu eftir sjálfa sig. Sýnd er teiknimynd um stelpu, sem heitir Doppulína og fyrsti hluti kvikmyndar Óskars Gíslasonar, Reykjavfkurævintýris Bakkabræðra, sem verður framhaldsmynd i Stund- inni okkar. Umsjón Asdfs Emilsdóttir. Kynnir ásamt henni Jóhanna Kristín Jónsdóttir. Stjórn upptöku Andrés Indriðason. 19.00 Skákfræflsla (L) Þáttur f umsjá Friðriks Olafssonar stórmeistara. Rifjuð verða upp undirstöðuatriði og meginreglur skáklistarinnar. Hlé. 20.00 Fróttir og veflur. 20.25 Auglýeingar og dagskrá. 20.30 Samkór Vestmannaeyja Kórinn syngur undir stjórn Sigurðar Rúnars Jónssonar. Stjórn upptöku Egill Eðvarðsson. 20.55 Gæfa efla gjörvileiki Bandarfskur framhaldsmyndaflokkur, byggður á sögu eftir Irwin Shaw. 6. þáttur. Efni fimmta þáttar: Rudy hittir Julie að nýju, ogþaufara að sjá Tom f hnefa- leikakeppm. Það slær í brýnu með bræðrunum eftir keppnina, þegar Rudy hýður Tom atvinnu. Teresa, kona Toms, reiðist manni sínum þegar hann hafnar tilboðinu, fer frá honum og tekur son þeirra með sér. Tom á nú tveggja kosta völ: Að hefja leit að konu sinni og barni eða halda áfram hnefaleikum. Þýðandi Jón O. Edwald. 21.45 „GuA gaf mér eyra" Kanadísk fræðslumynd. Lýst er nýrri aðferð við talkennslu hcyrnarskertra barna og bent á nauðsyn þess, að skert heyrn sé uppgöiv'uð m iii allra fyrst. Þýðandi og þulur Dóra Hafsteinsdóttir. 22.15 AA kvöldi dags (L) Vilhjálmur Þ. Gíslason, fyrrverandi útvarpsstjóri, flytur hugvekju. 22.25 Dagakráriok. Eins og sjónvarpsáhorfendur á öllum aldri hafa tekið eftir, hefur barnatími sjónvarpsins verið byggður upp á endur- teknu efni að undanförnu og hefur það mælzt misjafnlega fyrir. Flostir hafa þó haft gaman af efninu sem sýnt hef- ur verið, enda berlega tekið til sýningar það bezta, sem tekið hefur verið upp fyrir barnatímann undanfarin ár. Annað kvöld verður Stundin okkar þó með „venjulegu" sniði og hefur Andrés Indriðason tekið að sér upptökustjórn. Hann hafði stjórn þessa þáttar á höndum á blómaskeiði þáttarins, er Hinrik Bjarnason og Rannveig og Krummi voru aðalpersónurnar og er ástæða til þess að fagna þessari þróun, að öllum öðrum ólöstuðum. Umsjón með þættinum hefur Ásdfs Emilsdóttir og Jóhanna Kristín Jónsdóttir. Röndóttir þœttir „Það er ákaflega gaman að fást við barnatímann að nýju,“ sagði Andrés í viðtali við DB. „Ég hef verið með Vöku í ein fimm ár, svo að tilbreytingin er kærkomin." Andrés sagði að nú væri verið að vinna efni í þættina fram að áramótum og þeir yrðu að líkindum byggðir upp á hefðbundinn hátt. „Töluvert af efninu verður’ Jóhanna Kristín, 11 ára. — „Ég bara kem og segi hvað kemur næst.“ kvikmyndað og kannski rétt að geta þess fyrir þá, sem hafa litsjónvarp, að þeir verða svnlítið röndóttir, þar eð efnið sem við tökum upp í sjónvarps- sal er i litum." 11 óra kynnir „Ég bara kem og segi hvað kemur næst,“ sagði Jóhanna Kristin Jónsdóttir (Sigurðs- sonar bassaleikara) í viðtali við DB. Hún verður kynnir ásamt Asdisi Emilsdóttur og athygli vekur að Hanna Stína er ekki nema ellefu ára. „Það sem við sýnum annað kvöld er m.a. viðtal við Rut Reginaids sem ég tók suður í Hljóðrita og Rut sýnir okkur hvernig það er að taka upp plötu og svoleiðis. Svo kemur ein sex ára stelpa sem les sögu eftir sjálfa sig. Sagan heitir Tommi feiti. Nei, ég er ekkert taugaóstyrk . núna, ég var það fyrst þegar ég þekkti engan. Jú, ég hef komið áður fram í sjónvarpi bæði með Didda bróðuroj svo lék ég einu sinni í leikriti." -HP. Sjdnvarp á sunnudag kl. 18.00: STUNDIN 0KKAR í NÝJUM BÚNINGI - KYNNIRINN AÐEINS ELLEFU ÁRA

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.