Dagblaðið - 25.11.1977, Síða 3

Dagblaðið - 25.11.1977, Síða 3
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 25. NðVKMBKR 1977 N 3 Skýlislausir hestar á Nesinu: Hlynnið að gæludýrunum ykkar Auðvitað þurfa hestar að vera úti undir beru lofti en þeir þurfa nauðsynlega að hafa eitthvert athvarf til þess að geta leitað skjóls i óveðrum. — DB-mvnd Sveinn Þormóðsson. Skúli Helgason prentari hringdi: Hann sagðist daglega hafa fyrir augunum úti á Seltjarnar- nesi um eins hektara svæði þar sem fjórir hestar eru á beit. Hestarnir hafa verið þarna í allt sumar algjörlega skýlis- lausir. Það er dálítið ömuriegt, sagði Skúli, að vera að skemmta sér við að eiga hesta og fara svona með þá. Aðeins í austanátt geta þeir staðið undir húsgafli. Hestar hafa gott af þvi að ganga úti en þeir þurfa eitthvert skýli. Hestar þessir eru þó ekki illa haldnir að sjá en svæðið sem þeir eru á er orðið rótnagað og því hlýtur þeim að vera gefið eitthvað, sagði Skúli, þótt hann yrði ekki var við það. Ekki sagðist Skúla verða var við að hestar þesstr væru notaðir. Hann sagðist oft koma út á Nes um helgar en hann hefði aldrei séð nokkurn mann nálægt þessum skepnum. Skúli sagðist hafa kvartað undan þessu við Ingimund yfir- lögregluþjón á Nesinu en ekkert er víst hægt að gera í málinu. Maður er alinn upp í sveit við skepnur, sagði Skúli. Maður myndi ekki fara svona illa með köttinn sinn og ég er hræddur um að hundavinir byðu ekki hundunum sinum upp á svona meðferð. Menn eru að gera sér til gamans að hafa skepnur og skyldi maður þá ætla að þeir vildu hlynna að blessuðum skepnunum. MÆUKVARÐIMAMMONS - FJÓRIR HRÚTAR, MIKIÐ TJON Ásgeir Guðmundsson iðnskóla- kennari hringdi og bað DB að birta eftirfarandi vísu: Vísan er ort í tilefni fréttar í DB 22. nóv., þar sem sagt var frá fjórum hrútum sem brunnu inni í hrútakofa á Svinafelli í Öræfum. Mikil er sorg fyrir mammons þjón, minnst ef er á hrútatjón. Hitt ég tel að hugsi fleiri, hrúta teljist kvölin meiri. „Alltaf gengið áhlut ungling- anna” —segir bréf ritari sem mótmælir styttingu Laga unga fólksins Unglingur skrifar: Þetta er nú ekki hægt. Nú er ennþá búið að skera niður tíma Laga unga fólksins í út- varpinu. Það eina sem hlustandi hefur verið á. Og það á meðan umsjónarmaðurinn segir í viðtali við Dagblaðið að hann fái um 200 bréf á viku og komist ekki yfir að lesa þau nærri öll. Ef það væri fullorðna fólkið sem væri farið svona með er ég hræddur um að hljóð heyrðist úr horni. Það skal alltaf verið gengið á rétt okkar unglinganna og talið að við getum enga rönd við reist. En ég vil bara minna á að einhvern tíma verðum það við sem fáum að greiða afnota- gjöldin fyrir útvárp jafnt og annað og þá skulið þið sko fá að hlusta á það sem við viljum heyra. NY EIGULEG HLJOMPLATA JJPMllt Á þessari vönduðu hljómplötu syngur Bergþóra við undirleik nokkurra helstu hljómlistarmanna landsins, eigin lög við ýmiss ljóð valinkunnra íslenskra skálda. EIGNIST EINTAK MEÐ BERGÞÓRU ÁRNADÓTTUR FALKINN Spurning dagsins Kvíðirðu fyrir jólunum? Bjarni Vilhjálmsson þjóðskjala- vörður, 62 ára: Nei, það geri ég ekki. Jú, ég hlakka frekar til jólanna. lúlius Hafstein verzlunarmaður, 30 ára: Nei, ég hlakka alltaf til jólanna. Þórunn Green Lands- bankamær,33 ára: Nei, alls ekki. Eg hlakka frekar til jólanna. Bjargmundur Albertsson, starfar við ýmislegt, aldur leyndarmál: Nei, nei. Eg hlakka frekar til jólanna. Aðalbjörg Zophonfasdóttir síma- mær, 59 ára: Nei, ég hlakka til jólanna. Annað væri óeðlilegt! Sigriður Vilhjálmsdóttir hús- móðir, sent vinnur hlutastarf á Thorvaldsensbasarnum, 67 ára: Nei. það er frekar að ég hlakki til þeirra.

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.