Dagblaðið - 25.11.1977, Page 8

Dagblaðið - 25.11.1977, Page 8
8 DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 25. NÖVEJMBER 1977. Forval Alþýðubandalagsins íReykjaneskjördæmi Endanleg uppstilling væntanleg á næstunni Síðari áfangi forvals Alþýðu- bandalagsins í Reykjaneskjör- dæmi til alþingiskosninga fer fram sunnudaginn 27. nóvember næstkomandi. Þegar niðurstöður fyrri áfanga lágu fyrir samþykktu 34 menn að taka þátt í síðari áfanganum. 11 þeirra hlutu til- nefningu fleiri en eins flokks- félags. Hlutverk síðari áfangans er að alþýðubandalagsmenn í kjördæminu segi sína skoðun á því hvernig stilla eigi upp á lista í alþingiskoningunum. Þeir skrifa nöfn þeirra 10 manna úr þessum 34 manna hópi sem þeir vilja fá á list- ann. Eru nöfnin rituð í þeirri röð sym menn vilja hafa þá á listanum. Uppstillingarnefnd athugar síðan hvað hver og einn hefur hlotið mörg atkvæði í hvert sæti. Hefur hún þá niðurstöðu til hliðsjónar þegar að uppstill- ingu kemur. Niðurstöður forvalsins verða birtar félögum Alþýðubanda- lagsins á þeim fundi kjör- dæmisráðsins, sem ákveður endanlega skipun listans. Forvalsstaðir á sunnudaginn verða sem hér segir: Garðabær: Gagnfræðaskólinn við Lyngás. Hafnarfjörður: Skúlaskeið 20, efri hæð (hjá Sigrúnu). Kjósarsýsla: Gerði (hjá Runólfi). Kópavogur: Þinghóll. Seltjarnarnes: Félagsheimilið (niðri). Keflavík: Vélstjórasalurinn. Forvalsstaðir verða opnir kl. 11—22. Utankjörstaðaval verður fimmtudaginn 24. nóv. í Þing- hól í Kópavogi eða föstudaginn 25. nóv. í Vélstjórasalnum í Keflavík kl. 18—22 báða dagana. U;>[js*illifiga ' lef'id Eftirtaldir aðilar hlutu til- nefningu en gáfu ekki kost á sér til þátttöku í síðari áfanga: Anna S. Gunnarsdóttir — tilnefnd í Kj. Benedikt Davíðs- son — Kó, Se, Su, Bera Þóris- dóttir — Se, Bjarki Bjarnason — Kj. Eggert Gautur Gunnars- son — Kó, Finnur Torfi Hjörleifsson — Kó, Friðrik Sveinsson — Kj. Gísli Ól. Pétursson — Kó, Hallgrímur Hróðmarsson — H. Helga Sigurjónsdóttir — Kó, Hrafn- hildur Kristbjarnardóttir — H, Ölafur Ragnar Grímsson — G, H, Kj, Kó, Se, Ölafur Jónsson — Kó, Ragna Freyja Karls- dóttir — Kó, Þórður Hauksson — Kj, Þorgeir Sigúrðsson — G, Ægir Sigurgeirsson — H. Upplýsingalisti fyrir síðari áfanga forvals AB i Reykjanes- kjördæmi hinn 27. nóvember 1977. Nöfn í stafrófsröð og tilnefningaraðilar: Aibína Thordarson, Reynilundi 17, G. G,Kó. Arni Einarsson, Hlíðartúni 10, Mosfsv. Kj. Ásgeir Danieiss., Drápuhiið 28, Rvík. Su. Astríður Karlsd. Blikan 18, G. G. Auður Sigurðard. Bergi Se. Se. Bergljót Kristjánsd., Holtsg. 20, Hf. H,Su. Birgir Jónass., Vallarg. 21, Ke. Su. Björn Arnórss., Grensásv. 60, Rvík. Su„ Björn Óiafss., Vogat. 10, Kó. Kó. Geir Gunnarss., Þúfub. 2, Hf. G,H, Kj,Kó,Se,Su, Gils Guðmundss., Laufásv. 64, Rvík. G,H,Kj,Kó,Se,Su„ Guðm. H. Þórðars., Smáraflöt 5, G. G. Guðrún Bjarnad., Álfaskeiði 78, Hf. G.H. Guðsteinn Þengilss., Alfhv. 95, Kó, Kó.' Gunnlaugur Astgeirs., Sæbóli, Se. Haligrímur Sæmundsk., Goðatún 18, G. G.H. Hilmar Ingólfss., Heiðarl. 19, G. G.H.Kó. Ingimar Jónss., Víghólast. 22, Kó , Kó. Jóhann Geirdal, Faxabr. 34c, Ke. Su Karl Sigurbergss., Hólabr. 11, Ke. H.Kj. Kó, Se,Su. Kjartan Kristóferss., Heiðarhr. 49,- Gr. vík. Su. Magnús Láruss., Markholti 24, Mosfsv. Kj. Njörður P. Njarðv. Skerjabr. 3 Se. Se. Oddbergur Eiríkss., Grundarv. 17a, Y-Njarðvík H. Ólafur R. Einarss, Þverbr 2, Kó. G, H, Kj. Kó, Se. Runólfur Jóns., Gerði Mosf. Kj. Sigr. Jóhannesd. Ásgarði 1, Ke. H.Se. Sig. Gíslas., Setbergi v. Hf. G. Sig. Hallmannss., Heiðarbr. 1 Garði Su. Sig. T. Sigurðss., Suðurg. 9, Hf. H. Stefán Bergmann, Tjarnarb. 14, Se. Se. Svandis Skúlad., Bræðrat 25, Kó, H.Kj.Kó, Se. Ulfur Ragnars., Lágh. 7 Mosf. Kj. Þorbj. Samúelsd. Skúlask. 26, Hf. H. Beðið eftir eggjunum í jólabaksturinn Eftir hverju skyldi fólkið vera að biða? Jú, það er að bíða eftir eggjum! Hagkaup fær vanalega eggjasendingar á þriðjudögum og fimmtudögum og í gærmorgun, um leið og opnað var, myndaðist strax löng biðröð fólks sem ætlaði að kaupa egg. Eggjunum hafði seinkað og þeir sem fyrstir komu voru búnir að bíða á þriðja klukkutíma þegar ljósm. DB kom., — Það var heilmikil stemmning í Hagkaupi í gær, fólk var greini- lega í óða önn að kaupa í jóla- baksturinn — og þá er ekki gott að vera eggjalaus. Eggin vorr skömmtuð, tveir bakkar á mann tuttugu egg. — DB-mynd Bjarn leifur. A.Bj Magnús Gíslason skrifar um leiklist: K0NAN SEM VILL FA — Góð leiksýning íGrindavík SINN MANN inn hjá Grindvíkingum núna. í það heila tekið tókst honum fremur vel þótt hnökrar væru á sýningunni, sérstaklega i þriðja þætti, þar sem hraðinn fór niður fyrir eðlileg mörk vegna texta- erfiðleika. Bæði í Grindavík og annars staðar á Suðurnesjum koma fram ný andlit í hverri uppfærslu, meira að segja í aðalhlutverkum. Karlkynið endist ekki til lengdar á fjölunum, hvernig sem á því stendur, en hitt gegnir furðu hvað nýliðarnir skila hlutverkum sinum vel. Að þessu sinni vöktu athygli þeir Sævar Oskarsson, sem leikur síra Arthur Humprey, ókvænta prestinn sem auglýsir eftir eiginkonu og verður lands- frægur, og Ástbjörn Egilsson í hlutverki Péturs frænda — sjón- varpsstjörnunnar Hjarðjaxlinn sem allar konur á Bretlands- eyjum elska. Sævar nær hinum barnslega og klaufalega drottins þjóni meistaralega vel. Astbjörn var léttur og öruggur í fasi á sviðinu en framsögnin mátti vera örlítið skýrari á köflum. Þjónustustúlkuna, frú Carter, leikur Ingeburg Guðmundsson Wholer. Eins og nafnið ber með sér er hún af þýzkum ættum fluttist til Grindavíkur fyrir all- mörgum árum. Svo létt og skemmtilega lék hún hispurs- lausu og ráðríku þjónustustúlk- una að manni býður í grun að hún hafi eitthvað komizt i snertingu við leiklist á sínum uppvaxtar- árum ytra. Hinn ötuli formaður LG, Guðveig Sigurðardóttir, lék Harriettu Humprey, systur prestsins, sem hefur öll ráð í hendi sér á heimilinu — eða vill að minnsta kosti hafa þau. Og eins og flest sem Guðveig tekur sér fyrir hendur skilaði hún hlut- verki sínu vel. Framsögn var til fyrirmyndar og látbragð eðlilegt. t minni hlutverkum voru þau Olöf Ólafsdóttir sem ekkjan Winnie, Guðbjörg Ásgeirsdóttir sem Jósefína de Brissac, Kolbrún Ólafsdóttir sem Pixie, konan sem vildi fá sinn mann, sjónvarps- stjörnuna Pétur, en hann var strokinn út í sveit, — Jóhann Ölafsson sem biskupinn af Lax, sem hittir ekkjuna, gömlu kærustuna, með eðlilegum afleiðingum. Yfirleitt skila þau hlutverkum sínum vel. Leikfélag Grindavíkur á lof skilið fyrir framlag sitt til menn- ingar á Suðurnesjum á undan- förnum árum en nú er komið að krossgötum. Félagið getur tekizt á við erfiðari verkefni en eins og ritað er í leikskrána af Ernu Jóhannsdóttur, „kalla vanda- samari verkefni á nýtt leikhús. Því verður að vona að af því geti orðið með sameiginlegu átaki þeirra sem áhuga hafa á leiklist." Undir þessa frómu ósk taka áreiðanlega margir syðra en sannast mála er hlutskipti áhuga- fólks um leiklist á Suðurnesjum ömurlegt í húsnæðismálum. emm Fræðsluskrifstofa tekur til starfa í Garðabænum Miðvikudaginn 16. nóvember var Fræðsluskrifstofa Reykja- nesumdæmis opnuð í fyrsta sinn að Lyngási 12 í Garðabæ. Skrifstofan verður opin á venjulegum skrifstofutíma og er símanúmér skrifstofunnar 54011. A fræðsluskrifstofunni starfa Heigi Jónasson, fræðslu- stjóri, Margrét Sigrún Guðjóns- dóttir og Örn Helgason, sál- fræðingur. Fræðslustjóri tók til starfa 1 Reykjanesumdæmi 15. febrúar 1976, en hefur ekki opnað skrit- stofu fyrrennú. Starfsaðstaða embættisins hefur til þessa verið á heimili fræðslustjóra en auk þess hefur embættið fengið inni í litlu herbergi í mennta- málaráðuneytinu. Sálfræði- þ'jónusta barnaskóla í Reykja- nesumdæmi var stofnuð árið 1969. örn Helgason sálfræðing- ur hefur frá upphafi verið for- stöðumaður sálfræði- þjónustunnar, en hún starfaði á vegum Samtaka sveitarfélaga í Reykjanesumdæmi þar til fræðslustjóri tók við yfirstjórn sálfræðiþjónustunnar á sl. hausti. Vonir standa til að hægt verði að bæta fljótlega við öðrum sálfræðingi. Verkefni fræósluskrif- stofunnar sem eru ákveðin í lögum um grunnskóla eru aðal- lega umsjón og eftirlit með skólahaldi, kennslu og rekstri skólanna í umdæminu — þ.m.t. áætlanagerð og fjármál — auk ýmissar þjónustu við skólana og skólahverfin. Loikfclay Grindavíkur, Ég vii fá minn mann. Höfundur Philip King. Leikstjóri Magnús Jónsson. Leikfélag Grindavíkur hóf sitt þriðja leikár með sýningum á Ég vil fá minn mann eftir brezka höfundinn Philip King og sýnir í Kvenfélagshúsinu og viðar á Suðurnesjum eftir því sem aðstæður leyfa. Þetta er léttur gamanleikur, eins og mörg önnur verk höfundar og með sömu persónum — meðal annars koma þær fram í Klerkum í klípu sem Leikfélag Keflavikur æfir um þessar mundir. Magnús Jónsson, sem leikstýrði Gasljósi hjá LG í vetur með prýðisgóðum árangri, lagði einnig hönd á plóg- Turninná heimsenda — eftir William Heinesen Ut er komin hjá Máli og menningu skáldsagan Turn- inn á heimsenda eftir færeyska rithöfundinn William Heinesen. Er hér um að ræða nýjustu skáld- sögu höfundarins en hún kom út í fyrra samtímis á dönsku, norsku, sænsku og færeysku. Þorgeir Þorgeirs- son þýddi bókina. Umgerð atburðanna í bók- inni er gamalkunn úr verk- um Heinesens, Þórshöfn á fyrstu áratugum aldarinnar: ungur drengur og skynjun hans á umhverfinu frá því hann kemst fyrst í snertingu við heim hlutanna — og orð- anna — og fram til óróa- fullra unglingsára. Bókin er fyrsta sagan i ritsafni þeirra sagna Heinesens sem enn hafa ekki komið út á íslenzku.

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.