Dagblaðið - 25.11.1977, Síða 12
12
Fulham þénaði
50 millj. króna
— þegar Teddy Maybank var
seldur til Brighton ígær
Lundúnaliðið, Fulham, sem á við mikla
fjárhagsörðugleika að stríða, rétti sig að
mikiu leyti við í gær á því sviði, er félagið
seldi Teddy Maybank, hinn snjalla fram-
herja, til Brighton fyrir 200 þúsund
sterlingspund.
Fyrir tæpu ári keypti Fulham Maybank
frá nágrannaliði sínu, Chelsea, og greiddi 75
þúsund steriingspund fyrir leikmanninn.
Fulham fékk því 125 þúsund pundum meira
fyrir leikmanninn frá Brighton en það
greiddi Chelsea. Fulham græddi því tæpar 50
miiljónir á þessum viðskiptum, auk þess,
sem Maybank hefur leikið mjög vel með
Fulham og unnið inn mörg stigin fyrir
félagið. Hins vegar er áreiðanlegt, að for-
ráðamenn Chelsea naga sig nú í handar-
bökin. Það félag er með langan skuldahala
eftir miklar framkvæmdir á velli félagsins
Stamford Bridge.
Það er nú greinilegt, að Brighton ætlar sér
stóra hluti og stefnir í 1. deild. í síðustu viku
keypti félagið leikmann frá Southend fyrir
50 þúsund sterlingspund — og nú Maybank.
Brighton ásamt útborginni Ilowe, þar sem
völlur félagsins er, telur um 300 þúsund íbúa
og hefur því möguleika á góðri aðsókn eins
og gerist hjá liðum í 1. deild. Alan Mullery,
framkvæmdastjóri Brighton, fyrirliði
Tottenham um langt árabil og einnig enska
landsliðsins, hóf feril sinn hjá Fulham og lék
þar 199 deildaleiki áður en hann var seldur
til Tottenham. Þar lék hann 312 deildaleiki
en fór síðan aftur til Fulham. Lauk ferli
sínum þar — eftir að hafa leikið hátt í 200
deildaleiki þar í síðara skiptið með frægum
köppum eins og Bobby Moore og George
Best.
Hann þekkir því vel til Teddy Maybank og
stcfnir greinilega hátt með sitt nýja félag.
Mesta aðsókn áhorfenda hjá Brighton,
þessari frægu skemmtilborg á suður-
ströndinni, er 36.747 einmitt gegn Fulham.
Það var 27. desember 1958.
Russi mætir
Klammer á
„heimavelli"
— Þegar fyrsta stórmót
vetrarins íalpagreinum
verður háð í Sviss á sunnudag
Fyrsta stórmót vetrarins i skíðaíþróttun-
um verður háð í Crans-Montana í Sviss á
sunnudag. Þá verður keppt í bruni karla og
kvenna í The World Series. Þar keppa átta
beztu skíðamenn hverrar þjóðar í sinni sér-
grein — og er undanfari heimsbikarsins,
sem hefst í Val D’lsere í Frakklandi að venju-
7. desember.
Keppnin á sunnudag átti í fyrstu að vera í
Schladning en þar var ekki nægur snjór og
brunkeppnin því flutt til Crans-Montana.
Það er „heimavöllur” hins kunna svissneska
brunkappa Bernhard Russi. Austurríkis-
maður Franz Klammer, heimsmeistarinn í
bruni, lendir því í harðri keppni í fyrstu
brunkeppni vetrarins. í kvennakeppninni
verður Anna-Maria Moser-Pröll enn einu
sinni á ferðinni — og í svigi og stórsvigi
karla keppir heimsmeistarinn Ingemar Sten-
mark, Svíþjóð, ásamt helztu keppináutum
sínum Heini Ilentmi, Sviss, Gustavo Thoeni
og Piero Gros, ítalíu.
Stórsigur
Real Madrid
Tveir leikir voru háðir í Evrópukeppni
meistaraliða í körfuknattleik í gærkvöld. í
Ankara í Tyrklandi vann sænska liðið Alvik
góðan sigur á tyrkneska liðinu Eczacebasi —
eða með 95 stigum gegn 85. Staðan í hálfleik
var 48-43 fyrir Alvik.
i Madrid léku Real Madrid og TUS 04
Bayern frá Vestur-Þýzkalandi og spánska
liðið vann þar stóran sigur. Skoraði 116 stig
gegn 70 stigum þýzka liðsins. Munurinn því
46 stig Real Madrid í hag. Staðan í hálflcik
var 58-42 fyrir Real Madrid.
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 25. NÖVEMBER 1977.
MÖGULEIKAR FH Á SIGRI í
30. EVRÓPULEIK FÉLAGSINS
—en engir möguleikar á áf ramhaldi í keppninni. FH leikur við Vorvárts,
Austur-Þýzkalandi, á laugardag. Vinnur FH þar sinn 14. Evrópusigur?
Josef Rose, gamli lands-
liðskappinn hjá Vorvárts var FH-
ingum mjög erfiður í fyrri leik
liðanna í Austur-Þýzkalandi.
Talsverðar líkur eru nú á að
FH ráði til sín pólskan þjálfara
fyrir næsta kcppnistímabil. Hann
er ekki af verri tegundinni,
Arthur Zbylicky, en hann er yfir-
maður handknattleikskennslu við
íþróttaháskólann í Gdansk.
Don Megson hefur sagt starfi
sínu lausu sem framkvæmda-
stjóri Bristol Rovers í 2. deildinni
ensku. Liðinu hefur gengið mjög
illa í haust — og er í næst neðsta
sæti. Megson, sem áður fyrr var
kunnur leikmaður með Sheff.
Wed., mun taka við bandaríska
liðinu Portland.
Bikarkeppni HSÍ i meistara-
flokki karla hefst á næstu dög-
um en alls keppa lið frá 21 félagi.
Liðin átta í 1. deild sitja yfir í 1.
umfcrðinni t-í og auk þess þrjú
önnur, Grótta, Fylkir og Þór,
Vestmannaeyjum.
í fyrstu umferðinni verða því
fimm leikir og eftirfarandi lið1
leika saman:
UMFN — Þór, Akureyri.
ÍA — Stjarnan
KA — Týr, Vestmannaeyjum
UMFA — UBK
Leiknir — Þróttur, Rvík.
Það lið, sem talið er á undan á
heimaleik. Félögin eiga að koma
sér saman um leikdag og leikstað.
Ef það tekst ekki setur móta-
FH leikur sinn 30. Evrópuleik í
Laugardalshöll á morgun og and-
stæðingarnir eru engir aðrir en
Vorwárts frá Frankfurt am Oder,
a-þýzku bikarmeistararnir. Róður
bikarmeistara FH verður erfiður
— FH tapaði stórt í A-Þýzkalandi,
14-30. Það er því við snillinga að
etja, þrautþjálfaða atvinnumenn
er æfa tvisvar á dag.
Möguleikar FH til að komast í
næstu umferð eru hverfandi —en
sigurmöguleikar í leiknum gegn
a-þýzku bikarmeisturunum eru
vissulega fyrir hendi. Geir Hall-
steinsson og ^élagar hafa áður
mætt Vorwárts. Það var 1974 í
Evrópukeppni meistaraliða. Fyrri
leikurinn fór fram í Reykjavík,
fyrir fullu húsi áhorfenda í
Laugardalshöll. Geir Hallsteins-
son byrjaði glæsilega fyrir FH —
skoraði fyrsta mark leiksins en
skömmu síðar meiddist Geir illa,
nefbrotnaði. Við áfallið virtist FH
ekki ná sér á strik — og Vorwárts
sigraði 21-17. Síðari leikinn vann
Zbylicky mun koma hingað um
mánaðamótin febrúar-marz og
kynna sér aðstæður og leikmenn.
íðan kemur Zbylicky aftur
væntanlega um mánaðamótin
ágúst-september og mun hefja
þjálfun hjá FH, þá alkominn fyrir
næsta keppnistímabil.
Birgir Björnsson formaður
landsliðsnefndar HSÍ ræddi við
Zbylicky er hann var með ís-
lenzka landsliðið í Póllandi. Zby-
licky lýsti miklum áhuga við Birgi
á að koma til íslands og þjálfa hér
og ef af verður mun hann væntan-
lega þjálfa meistaraflokk FH, svo
og hafa umsjón með þjálfun yngri
flokkanna.
nefnd HSÍ leikina á. Leikjum í
þessari umferð á að ljúka fyrir 31.
desember í ár.
Bika'kepp ii kve'Via
14 félög tilkynnti lið til þátt-
töku í bikarkeppni meistara-
flokks kvenna.
í fyrstu umferð sitja yfir lið KR
og FH en saman keppa eftirtalin
lið:
Ármann — UBK
Valur — Víkingur
ÍR — Þór, Ak.
Þróttur — KA
Haukar — Fram
UMFK — UMFG
Það lið sem talið er á undan á
heimaleik.
Vorwárts síðan 30-18 — og vann
Evrópukeppni meistaraliða,
sigraði Gummersbach í úrslitum.
„Við gerum okkur ljóst að
möguleikar okkar til áframhalds í
keppninni eru nánast úr sögunni,
en sigurmöguleikar gegn a-þýzku
bikarmeisturunum eru vissulega
fyrir hendi,“ sagði Ingvar Björns-
son, formaður handknattleiks-
deildar FH.
Hvorki fleiri né færri en sjö
leikmenn Vorwárts eru a-þýzkir
landsliðsmenn — en þeirra erfið-
astir í Þýzkalandi voru Walter
Smuch sem skoraði sjö mörk,
Klaus Gruner með 6 mörk — og
Joachim Pietsch, sem skoraði 5
mörk.
Leikurinn gegn Vorwárts
verður eins og áður sagði 30.
Evrópuleikur FH — þar af hefur
FH sigrað 13 sinnum, einu sinni
hefur orðið jafntefli en það var
gegn St. Otmar í Sviss 1974. FH
hefur 15 sinnum tapað Evrópu-
leikjum, vissulega góð frammi-
staða. Meðal liða sem FH hefur
sigrað má nefna Fredensborg,
Honved, núverandi mótherjar
Vals í Evrópukeppni meistara-
liða. Franska liðið Ivry, Saab frá
Svíþjóð, Oppsal frá Danmörku.
Vissulega athyglisverð frammi-
staða og því verður fróðiegt að sjá
hvort Vorwárts verður fjórtánda
fórnarlamb FH í Evrópukeppni.
Kostnaður af Evrópukeppni
FH er gífurlegur — þannig áætla
forráðamenn FH að kostnaður af
Eftir sigur á fimm tennis-
mótum kom að því í gær, að Sví-
inn snjalli, hinn 21 árs Björn
Borg, tapaði. Það var á Grand prix
móti í Oviedo á Spáni. Hinn
hávaxni Sherwood Stewart frá
Félögunum ber að hafa sam-
vinnu um að setja leikina á.
Þessum leikjum á að vera lokið
fyrir 31. des. 1977.
2. fl. karla
Til þátttöku í Bikarkeppni ann-
ars flokks karla voru tilkynnt 15
lið.
Í fyrstu umferð situr lið Fram
yfir en eftirtalin 14 lið keppa sem
hér segir:
UMFA — Þróttur
Grótta — Stjarnan
UBK — FH
Valur — HK
KR — ÍR
Haukar — Ármann
Víkingur — Leiknir
leikjunum við Vorwárts verði um
1750 þúsund krónur.
Fyrirliðinn
annast
dráttinn
Hinn þekkti fyrirliði ítalska
landsliðsins í knattspyrnu,
Giacinto Facchetti, mun annast
dráttinn, þegar dregið verður i
Evrópukeppni landsliða í Róm á
miðvikudaginn. Frá þessu var
skýrt í Róm í gær.
Dregið verður í riðla fyrir
Evrópukeppnina 1980 en úrslit
hennar verða háð á ítaliu það ár.
Leikirnir í riðlunum hefjast að
einhverju leyti næsta haust.
Urslitin verða 5.-20. júní 1980 og
ítalir fara beint í úrslit sem gest-
gjafar. Það verður spennandi að
frétta á miðvikudag með hvaða
þjóðum ísland lendir — og
margir gera sér vonir um, að við
lendum í riðli með Eng-
lendingum. Sleppum nú einu
sinni við Belgiumenn.
Facchetti, sem er 35 ára og
hefur leikið 94 landsleiki fyrir
Ítalíu, hefur hlotið samþykki
UEFA til að draga nöfn landanna
úr hattinum.
Bandaríkjunum gerði sér þá lítið
fyrir og sigraði Björn örugglega
6-1 og 7-6.
Stewart, sem er 31 árs frá Texast
hafði yfirburði í fyrri lotunni —
og virtist einnig ætla að vinna þá
síðari örugglega. Björn Borg
virkaði mjög þreyttur. En
Wimbledonmeistarinn tók sigtals-
vert á, þegar líða tók á Iotuna og
virtist um tíma ætla að jafna. En
honum tókst það ekki og Banda-
ríkjamaðurinn stóð uppi sem
sigurvegari.
„Það hlaut að koma að því að ég
tapaði,“ sagði Björn eftir leikinn.
Á síðustu tveimur mánuðum
hefur hann sigrað á mótum í
Madrid, Barcelona, Basel, Köln og
Lundúnum.
íþróttir
Pólskur þjálfari
FH næsta vetur?
LIÐ FRÁ 21FÉLAGI
í BIKARKEPPNIHSÍ
Þá kom að því að
Björn Borg tapaði
Schutz. Segðu .
Sigfinni að koma. Ætla
að kvnna hann.
Baróninn spjallar við hina ungu fanga sína eins og þeir væru geslir hans
Herra Barón
[iycHÖ
OUvtRft-
6-5
málefni glimunnar
—á ársþingi Glímusambands íslands
Arsþing Glímusambands fs-
lands var haldið að Hótel Loft-
, leiðum 30. október sl. Þingið
sóttu um 30 manns. Gestir1
þingsins voru Gísli Halldórsson
forseti fSÍ, Þorsteinn Einarsson
iþróttafulltrúi, Valdimar Oskars-
son fyrrverandi formaður GLf og
Hermann Guðmundsson fram-
kvæmdastjóri ÍSf, en hann var
jafnframt þingforseti.
f skýrslu stjórnar fyrir síðasta
starfsár kom m.a. fram að:
1. Reglur um gráðun glímu-
manna tóku gildi á árinu.
2. Tækninefnd var skipuð í fyrsta
skipti á árinu og hún er tekin til
starfa.
3. Fyrsta landsmót í glímu með
útsláttarfyrirkomulagi fór fram á
árinu.
Miklar umræður urðu um
málefni glímunnar. Snerust þær
einkum um ýmis keppnistilbrigði
bæði að fornu og nú á dögum. f
því sambandi má nefna að mjög
voru skiptar skoðanir manna á
því hvort taka beri upp útsláttar-
keppni á fslandsglímunni en
sigurvegarinn í þeirri keppni
hlýtur sæmdarheitið Glímukappi
fslands.
f stjórn voru kosnir: Ólafur
Guðlaugsson var endurkjörinn
formaður. Meðstjórnendur: Sig-
tryggur Sigurðsson, Sigurður
Jónsson, Þorvaldur Þorsteinsson
og Erlingur Sigurðsson.
RITSTJORN:
HALLUR
SIMONARSON
FJÖLBREYTT HUSGAGN AÚRVAL A 2 HÆÐUM
- LÍTIÐINN 0G GERID GÓÐ KAUP - ___
hf.
Sími11940
tilkl.7
íkvold,
Feðgarnir Guðmundur Sveinsson og Sveinn Guðmundsson voru
snjallir í skíðagöngunni á síðasta keppnistimabili. Þeir fengu
verðlaun nú í vikunni. Guðmundur varð Reykjavíkurmeistari í 15 km
göngu og Sveinn sigraði í 5 km göngu unglinga. Agúst Björnsson tók
myndina að ofan, þegar þeir veittu verðlaunum sínum móttöku á
heimili Ellenar Sighvatsson við Amtmannsstíg. Þeir halda til Noregs
til æfinga nú um helgina — og Ingólfur Jónsson er nýlega farinn
þangað í sama tilgangi. Síðar fer svo Halldór Matthíasson.
Miklar umræður um
SLOPPABÚDIN
Sérverzlun með shppa
FR0TTÉSL0PPAR
VELÚRSL0PPAR
VATTSL0PPAR
ÞUNNIR SL0PPAR
HERRASL0PPAR
BARNASL0PPAR
Komiöogsjáið
SL0PPABÚDIN
VERZLANAHÖLUNNI
Laugavegi26 2. hæð — Sími 15186
Lrtil frægðarför Dana,
en Spánn kom á óvart
—á miklualþjóðlegu móti íhandknattleik íRúmeníu
Austur-Þýzkaland sigraði á
miklu stórmóti í handknattleik,
sem nýlega var háð í Karpater í
Rúmeníu, á betri markatölu en
sovézku olympíumeistararnir.
Spánverjar komu mjög á óvart í
þessari keppni og sigruðu Sovét-'
ríkin — en danska landsliðið
gerði þangað litla fræðgarför.
Lenti í lakari riðlinum í úrslita-
keppninni. Alls tóku átta lið þátt
í keppninni. Rúmenía var með A-
og B-lið — en hin löndin vóru
Ungverjaland, Austur-Þýzkaland,
Sovétríkin, Spánn, Danmörk og
Búlgaría.
Löndunum var upphaflega
skipt í tvo riðla. í A-riðli léku
Austur-Þýzkaland, Rúmenía A,
Danmörk og Búlgaria. í B-riðli
léku Sovétríkin, Spánn, Rúmenía
B og Ungverjaland.
Strax urðu mjög óvænt úrslit.
Þannig sigraði Spánn Sovétríkin
24-22 en þessi lönd eru ásamt
íslandi og Danmörku í riðli
saman í heimsmeistarakeppninni.
Sovézku leikmennirnir höfðu þó
lengstum yfir, 12-10 í hálfleik, en
lokasprettur Spánverja setti þá út
af laginu. Þess er þó rétt að geta
að fáir af frægustu leikmönnum
Sovétríkjanna tóku þátt í
keppninni. Þeir Albizu og
Cascallana skoruðu flest mörk
Spánar eða 6 hvor. Hjá sovézkum
voru Gassij 8, Kidjajev 6 og Siuk
4/3 markhæstir. Ungverjaland og
Rúmeína B gerðu jafntefli 22-22
og hjá Ungverjum var Kovacs,
sem leikur með Honved gegn Val
í Laugardalshöll í kvöld, mark-
hæstur með 8 mörk.
í A-riðlinum sigraði Danmörk
Búlgaríu 32-25 í mjög grófum leik
eftir að Búlgaría hafði yfir í hálf-
leik 15-14. Tomas Pazyj skoraði
flest mörk Dana eða 8 en Thor
Munager og Jesper Petersen sex
hvor. Anders Dahl-Nielsen
skoraði aðeins eitt mark. Þá vann
A-Þýzkaland Rúmeníu A með 24-
21. Dreibrot var markhæstur
Þjóðverja með 10 mörk en hjá
Rúmenum skoraði Birta mest 6/4.
Sovétríkin sigruðu Rúmeníu B
með 17-15 — en Ungverjaland og
Spánn gerðu jafntefli 25-25.
Kenyeras var markhæstur Ung-
verja með 6 mörk og Albizu
skoraði mest fyrir Spán — einnig
sex. Rúmenía sigraði Búlgaríu 27-
21. í lokaleikjunum í riðlunum
komu Búlgarar á óvart og sigruðu
A-Þjóðverja með 26-22. Dreibrot
var aftur markhæstur hjá
Þjóðverjum með sjö mörk og
Gruner skoraði fjögur. Rúmenía
A sigraði Danmörku 23-20 eftir
11-5 í hálfleik. Michael Berg var
markhæstur Dana með 6 mörk.
Áður höfðu A-Þjóðverjar unnið
Dani með 28-21 eftir 12-11 í hálf-
leik fyrir Dani. Wahl skoraði flest
mörk Þjóðverja eða 7 en hjá Dön-
um var Michael Berg markhæstur
með 6/4 mörk.
Úrslitin frá undankeppninni
milli einstakra þjóða giltu i úr-
slitariðlunum. í A-riðlinum léku
A-Þýzkaland, Sovétríkin, Spánn
og Rúmenía A — en í B-riðlinum
Ungverjaland, Danmörk,
Rúmenía B og Búlgaría. Loka-
staðan í úrslitum var þessi.
3 63-56 4
A-Þýzkaland
Sovétríkin
Rúmenía A
Spánn
Sovétríkin
Þýzkaland 18-17
3 59-57 4
3 65-64 2
3 62-72 2
sigruðu A-
og Rúmeníu A
með 19-16 svo tapið gegn Spáni i
undanúrslitum hafði afgerandi
áhrif í úrslitunum. Rúmenía vann
Spán 28-21. og Austur-Þýzkaland
vann Spán 22-17.
1 B-riðlinum í úrslitum varð
lokastaðan þessi:
Ungverjaland 3 82-65 5
Danmörk 3 77-71 4
Rúmenía B 3 76-61 3
Búlgaría 3 62-89 0
Ungverjaland sigraði Dan-
mörku 28-24. 1 þeim leik skoraði
Anders Dahl-Nielsen 10 mörk fyr-
ir Dani —3 úr vítum. Bent Lar-
sen skoraði fjögur. Hjá Ung-
verjum var Kovacs markhæstur
með tólf mörk. Rúmenía B vann
Búlgariu 25-18, Ungverjaland
vann Búlgaríu 32-19 og Danmörk
vann Búlgaríu með 21-18. Heine
Sörensen var markhæstur Dana
með sjö mörk.
I keppninni skoraði Michael
Berg flest mörk Dana eða 22.
Anders Dahl-Nielsen var næstur
með 20 mörk. Erik Bue Petersen
skoraði 19, Thor Munkager 14 og
>Thomas Pasyj 12. Aðrir færri.
Niðursoðnir
ávextirá
hagstæðuverði
Símar 34648
og 23075
Heildverzlun
Á. A. Pálmasonar
Austurborg
Búðargeröi 10—Súni33205
vörutegundir
ágömlu,
góðu verði.
Opnum á morgun ínýju
húsrými jólamarkaö
MIKIÐ ORVAL AF LEIKFÖNGUM OG ÖÐRUM GJAFAVÖRUM. JÖLAKORT. JÖLA-
PAPPlR. JÖLASKRAUT. JÖLAKERTI. SKRAUTKERTI. JÖLASERVtETTUR.
EINNIG SNYRTIVÖRUR FYRIR KONUR OG KARLA.
AUSTURB0RG, Búðargerði 10\