Dagblaðið - 28.11.1977, Qupperneq 6
6
DACBI.AfMt) MANUIJACUR 28. NÓVKMBKR 1977.
Vegg- og loftklæðningar
á ótrúlega hagstæðu verði
K0T0 KR. 1.990.-
GULLÁLMUR KR. 2.590.-
0REG0N PINE KR. 3.150.-
EIK KR. 3.370.-
TEKK KR. 3.370.-
HNOTA KR. 3.440.-
PALISANDER KR. 3.580.-
STRIG AÁFERÐ KR. 1.410.-
ÖLL VERÐ PR. FERMETRA — MEÐ SÖLUSKATTI.
Ennfrcmur eigum viö
furu- og grenipanei
i 6 mismunandi geröum.
Gerirt verrtsamanburð
— þart borgar sig.
^Z3i|iTípHí?.3i’örui'erxíuHÍH^,
BJÖRNINNr
Skúlatúni 4. Sími 25150. Reykjavik
NILFISK
sterka rvksusan... &
Afborgunarskilmólar
Nýr hljóð-
deyfir:
Hljóðlótasta
ryksugan.
Traust þjónusta
Styrkur og dæmalaus ending hins þýðgenga,
stillaniega ogsparneytna
mótors, staðsetning
hans oghámarks
orkunýting, vegna
lágmarks loft-
mótstöðu í
stóru ryksíunni,
stóra. ódýra
pappírspokanum
og nýju kónísku
slöngunni,
afbragðs sog-
stykki og varan-
legt efni, ái og
stál. Svona er
NILFISK:
Vönduð og
tæknilega ósvik-
in, gerð til að
vinna sitt verk
fljótt og vel, ár
eftir ár, með lág-
marks truflunum
og tilkostnaði
Varanieg: til lengdar
ódýrust.
ETHMRY HÁTÚN6A
rvlllA SÍMI 24420
Raftækjaúrval — Næg bílastæði
Flokksráðsfundursjálfstæðismanna:
„BURT MEÐ VERÐ-
LAGSHÖFT 0G
VIÐSKIPTAHÖMLUR”
„Flokksráðsfundurinn ætlast
til þess af þingflokki Sjálfstæðis-
flokksins að við gerð fjárlaga
verði jafnan við það miðað að
setja ríkisútgjöldunum þær
skorður uð hvorki stefni í aukna
skattlapningu né erlenda skulda-
söfnun“, segir efnislega í stjórn-
málayfirlýsingu flokksráðsfundar
Sjálfstæðisflokksins, sem haldinn
var sl. föstudag og laugardag.
Efnahagsmál, þar með talin
ríkisfjármál, og varnarmál, voru
þeir málaflokkar sem hæst bar á
fundinum.
Geir Hallgrímsson lagðist gegn
gjaldtöku vegna varnarliðsins í
nokkurri mynd. Gunnar Thorodd-
sen taldi, að í máli manna um
hugmyndir um þau mál kæmu um
of fram öfgar á báða bóga. Jón
Sólnes tók undir þá skoðun.
Halldór Blöndal sagði meðal
annars, að ef einhverjir hefðu
hagnazt óeðlilega mikið á dvöl
varnarliðsins, þá þyrfti að athuga
það mál og stöðva þá þróun. Ragn-
hildur Helgadóttir var á sama
máli og Geir. Bað hún menn aðlítá
á óhjákvæmilega kosti og galla,
sem af dvöl varnarliðs hér leiddu
og yfirleitt fjölþjóðlegri sam-
vinnu. Yrðu menn að taka súrt
með sætu.
„Því strangari og almennari
sem verðlagshöft eru, því meiri
verður verðbólgan. Því lengur og
því meir sem gjaldeyris- og við-
skiptahömlum er beitt, því meiri
verður hallinn í viðskiptum við
önriur lönd“, segir í stjórnmála-
yfirlýsingunni.
„Verðlagshöft og viðskipta-
hömlur voru upphaflega settar til
að sporna gegn verðbólgu og
draga úr viðskiptahalla. Reynslan
hvarvetna í heiminum sýnir ljós-
lega, að afleiðingar þeirra eru
þveröfugar við tilganginn", segir
þar ennfremur. Loks: „Skýringin
á þessu er hvort tveggja, að höft
draga úr framleiðslu og afköstum
og beina viðleitninni til að ráða
við verðbólgu og greiðsluhalla frá
orsökum til afleiðinga".
Flokksráðið telur að ekki séu
lengur fyrir hendi þær ástæður,
sem lágu til grundvallar hlutverki
ríkis og annarra opinberra aðila í
íslenzku þjóðfélagi. Segir í álykt-
un fundarins:
„Þessar ástæður eru ekki
lengur til staðar, og koma þá einn-
ig berlega í ljós þeir miklu ágallar
alls opinbers rekstrar og þjón-
ustu, sem fólgnir eru í skorti á
samkeppni og fjárhagslegri
ábyrgð.
Það er nú kominn timi til að
flytja undirbúning og byggingu
opinberra mannvirkja til verk-
fræðistofa og verktaka, er starfa í
fullri samkeppni og á eigin
ábyrgð.
Jafnframt er kominn tími til að
leggja niður opinberan atvinnu-
rekstur eða breyta skipulagi þess
rekstrar á þá lund, að hann
byggist á sama grundvelli og
ábyrgðar og einkarekstur gerir.
Svipuðu máli gegnir um marg-
víslega og vaxandi þjónustu, sem
opinberir aðilar inna af hendi.
Kanna verður nauðsyn þessarar
þjónustu og með hvaða hætti hag-
kvæmast er, að hún sé í té látin,
svo að unnt sé að stöðva útþenslu
og fækka stofnunum og starfs-
mönnum."
Fundurinn rakti þann árangur,
sem náðst hefur í landhelgismál-
inu. „Munu Islendingar því á
næsta ári nýta að heita má allan
þorskafla við strendur landsins
samanborið við aðeins rúman
helming á undanförnum árum“,
segir í ályktuninni.
- BS
Ný snyrtivöruverzlun
RAKEL
Heiena Rubinstein hefur fengið nýjan umhoðsmann á Islandi. Til að sýna og selja þessar frægu
snyrtivörur hefur verið opnuð ný snyrtivöruverzlun að Skóiavörðustíg 2 í Reykjavík, Rakel. Mvndin sýnir
búðina. Stúlkurnar á myndinni heita Guðbjörg Eyjólfsdóttir og Ragnhildur Gottskálksdóttir. —
DB-mynd Sv. Þormóðsson.
Kútur
og
vinir
hans
VIÐ ISLeKlDrN&AR ERUM
! OR0NIR SYO SKULDUCIR AÐ
PA-0 N-€R ENORI XTT LEM60R.
SAMKv'ÆMT OtREIKNiNGUM
I SKOLPaR >6 T-D.
} MILLJÓH - VIP 5KULOUM
HEILA MILLJÓN SAMAM. í*