Dagblaðið - 28.11.1977, Page 29
I)ACBI.AÐIÐ. MANUDAdl’R 2K NOVKMBKK 1977
.33
Úrval Ijóða Hannesar
Péturssonar í einni bók
Kvæðasafn 1951-1976 nefnist
bók sem Iðunn sendi .nýlega á
bókamarkaðinn. Þar eru birt
ljóð Hannesar Péturssonar á 25
ára skáldaferli. Valin hafa
verið ljóð Hannesar úr öllum
fyrri Ijóðabókum hans, kvæði
úr bókinni Hugskot og nokkur
sem einungis hafa birzt í tíma-
ritum. Þá eru í bókinni nokkur
áður óbirt Ijóð.
Jóhannes Geir listmálari
myndskreytti kvæðasafn
Hannesar.
í fréttatilkynningu út-
gáfunnar um kvæðasafnið segir.
að Hannes Pétursson hafi hlot-
ið óumdeilanlegt sæti á skálda
bekk 22ja ára gamall er Ijóð
birtust eftir hann í safnritinu
Ljóð ungra manna 1954. Þá er
haft eftir Steini Steinarr að
Hannes væri vonarstjarnan í
bókinni og að aldrei hafi hann
vitað íslenzkan mann á hans
aldri yrkja jafn vel.
Kvæðasafn Hannesar er 317
bls. að stærð, mnbundið. Það er
prentað í Odda og bundið í
Sveinabókbandinu.
18. bók Alistair
McLean:
Skáldsagan Jakob og ég:
Ólíkleg til að valda telj-
andi slysum í hjónarúmum
Gunnar Gunnarsson rit-
höfundur hefur sent frá sér
nýja skáldsögu , Jakob og ég.
Útgefandi hennar er bókaút-
gáfan Iðunn.
Gunnar hneigðist snemma að
ritstörfum og varð blaðamaður
á unga aldri. Á kápu
bókarinnar rekur Flosi Ólafs-
son rithöfundur og leikari feril
Gunnars nokkuð og segir þar
meðal annar:
...Fór þá fljótlega að örla á
hans innri manni. Greinar hans
vöktu strax athygli landsmanna
vegna alls kyns ótímabærrar
hótfyndni og ótuktarskapar og
kom þessi iðja hins ótínda
blaðasnáps oft illa við blásak-
lausa samborgara."
Jakob og ég segir frá
miðaldra bankaútibússtjóra,
sem skyndilega verður sér þess
meðvitandi að hann lifir ekki
því lífi sem hann þráir. Hann
skiptir um umhverfi og vini og
umfram allt viðhorf.
Jakob, og ég er prentuð i
Setberg og bundin í bókbandi
prentsmiðjunnar Eddu. Hún er
í pappírskiljuformi, eða eins og
Flosi Ölafsson kemst að orði á
kápu:
„Þá má einnig geta þess að í
hjónarúmi er hún ekki líkleg til
að valda teljandi slysum á les-
endum, þar sem hún er mun
léttari í meðförum en sumir
doðrantar aðrir.
-AT-
.... UGGVÆNLEGA
SPENNANDI, ÓTRÚ-
LEGA HUGVITSSÖM
Aðdáendur Alistair McLean
verða ekki sviknir fyrir þessi
jól frekar en sautján þau
síðustu. Nýjasta bók hans, For-
setaránið, er nýkomið út hjá
bókaútgáfunni Iðunni. Þýðandi
bókarinnar er Anna Valdimars-
dóttir.
Blaðið Sunday Express segir
um Forstaránið að hún sé „ugg-
vænlega spennandi, ótrúlega
hugvitssöm, lestrarefni, sem
grípur mann heljartökum....
Bezta bók eftir McLean um
langt skeið.“
Söguþráður Forsetaránsins
er i stuttu máli sá að forseti
Bandaríkjanna hittir að máli
tvo arabíska olíufursta og ætlar
að semja við þá um olíu-
viðskipti. Er þeir aka yfir Gold-
en Gatebrúna við San Francisco
er bílalest þeirra stöðvuð
og mannræningjar taka
höfðingjana í gíslingu. Peter
Branson, foringi mann-
ræningjanna, krefst fimm
hundruð milljón dollara lausn-
argjalds og allt virðist komið í
óefni. — En auðvitað fæst
lausn á vandanum, eins og í
öllum hinum McLeanbókunum
sautján, sem hafa verið þýddar
á íslenzku.
Gunnar
Gunnarsson.
LEIKFANGAHÚSK) SKÓLAVÖRDUSTÍG10 - SÍMI14806
vörurnar komnar
Barbie og Ken dúkkur — Tjöld — Bílar —
Bátar — T öskur — Baðker — Hestar — Föt —
Todd — Tutti — Barbie fjölskylda —
Brúðuhús— ~ Barbieafiogamma
FISHER PRICE
Hin heimsf rægu
þroskaleikföngfri
FISHER PRICE
Bóndabýli
Brúðhús
Bensínstöð
Leikskóli
Þorp
Sjónvörp
Peningakassi
Sjúkrahús
Tennisspil
eru komin ímiklu úrvali
Takmarkaðarbirgðir
Sendum í pöstkröf u um
alltland
FISHER PRICE-HÚSIÐ
Skólavörðustfe 10
Sími 14806