Dagblaðið - 18.01.1978, Blaðsíða 1

Dagblaðið - 18.01.1978, Blaðsíða 1
4. ARG. — MIÐVIKUDAGUR 18. JANUAR 1978 — 15. TBL. ‘ RITSTJÖRN SÍÐUMULA 12. AUGLÝSINGAR OG AFGREIÐSLA feVERHOLTI 11. — AÐALSÍMI 27022. Þingmenn með allt að 200 þúsund krónur attfrjálsar ámánuði -ms Betri er mínútubið en mánaðalega Göturnar þaktar endalausum röðum af bílum — það er hin daglega sjón í Reykjavík og of- raun margra ökumanna. Þeir þola sumir hverjir enga töf þegar undir stýrið er komið, fara í svigi milli akreina og stofna sjálfum sér og öðrum í hættu. Hættan lúrir í hjólförunum á þessum árs- tíma og í þessu tíðarfari. Hálir hryggir og launhálir blettir í förunum. Varfærnin er bezt og sekúndu eða mínútutöf á götunni er betri en mánaðadvöl í sjúkra- húsi eða ónýtur bíll. Farið þvi varlega. A.St. DB-mynd Hörður. Fínt skal það vera Sjaldan «ða aldrei hefur landsliðið okkar i handknatt- leik verið eins rækilega undir- búið undir keppni og nú. Það var jafnvel farið í hárgreiðslu með liðið. Þessi mynd var tekin við það tækifæri. Jón H. Karls- son fær þarna krullupinna- meðferð hjá - hárgVeiðslu- konunni. — Sjá íþróttir í OPNU. Sundlaugarnar í Laugardal verðskulda betri umhirðu Sjá kjallaragrein Gísla Jónssonar á bls. 11 Þarsem einu sinni var stærsta bú landsins: Bækurífjósi — listamenn íhaughúsinu — skyggnztumá Korpúlfsstöðum — Sjábls. S-9 Flug í lamasessi Ófært í Reykjavík Sækið miða í dag Þeir sem enn eiga eftir að sækja miða sína á STJÖRNUMESSU Vikunn- ar og Dagblaðsins eru minnt- ir á að gera það í dag. Ósótt- ar pantanir verða seldar á morgun. Enn eru nokkrir miðar óseldir í hliðarsal, þar sem fylgzt verður með skemmtiatriðum og verð- launaafhendingu á sviðinu í innanhússjónvarpi. Sækið miða ykkar á rit- stjórn Dagblaðsins og Vik- unnar í Síðumúla 12 í dag til kl. 17 en á Hótel Sögu í dag kl. 17-19. Allt flug til og frá og yfir landinu hefur gengið stirðlega síðan i gærkvöldi vegna veðursins. í morgun var ófært á Reykjavíkurflugvelli og búizt við því að svo yrði fram eftir degi en innanlandsflug gekk sæmilega í gær. Fella varð þó niður síðustu ferð til Akur- eyrar i gærkvöldi. Utanlandsflugið hefúr gengið mun verr, bæði vegna veðursins hér heima og er- lendis. Þannig varð önnur tveggja þotna Flugleiða, sem fóru til Luxemborgar í gær, að lenda í Frankfurt vegna þoku yfir Luxemborg, en vélin sem lenti þar varð innlyksa. Var far- þegum ekið frá Luxemburg til Frankfurt í gær og lenti þotan á Keflavíkurflugvelli um miðnætti í nótt. Hélt hún þaðan til New York eins og fyrirhugað var. Þotu, sem var að koma frá Kaupmannahöfn síðdegis í gær var snúið frá lil Glasgow og var hún væntanleg fyrir hádegi i dag. Mun hún siðan fara um Glasgow til Kaupmannahafnar um hádegisbilið. HP Hof sjökull bilaður í höf n með nærri 2 milljarða farm varð að snúa við eftir sólarhrings siglingu Hofsjökull, 9. stærsta Bandaríkjanna. Eftir unt sólar- kaupskip íslendinga, hefur hrings siglingu varð bilunar- legið í Reykjavíkurhöfn síðan innar vart og var þá snúið til um helgi með bilaða ljósavél, baka. Eyjólfur ísfeld Eyjólfsson, forstjóri Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna sagði í sam- tali við DB í morgun að væntan- lega lyki viðgerð á skipinu í kvöld og gæti það þá haldið úr eina af þremur. Um borð er 3.800 tonna freðfiskframur fyrir 1.7 milljarða króna, eða 8.150.000 Bandaríkjadali. Hofsjökull lét úr höfn um síðustu helgi og stefndi til höfn aftur á morgun. ,,Nei, þetta liggur alls ekki undir skemmdum," sagði Eyjólfur i morgun. „Þetta veldur hins vegar óþægindum og gæti hugsanlega valdið ein- hverju sölutapi en þetta eru dýrustu farmarnir sem við sendum frá okkur." -ÓV. i

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.