Dagblaðið - 18.01.1978, Blaðsíða 7

Dagblaðið - 18.01.1978, Blaðsíða 7
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 18. JANÚAR 1978. 7 Enn deilt um herteknu svæðin Saudi-Arabía býðst til að kaupa hertekin svæði —af ísrael Utanríkisráðherrar ísraels, Egyptalands og Bandaríkjanna hefja í dag óformlegar viðræður um friðarsamkomu- lag í Miðausturlöndum. Skörp orðaskipti urðu í gær er stjórn- málaviðræður ráðherranna hóf- ust með því að Mohammed Ibrahim Kamel, utanríkis- ráðherra Egyptalands, lýsti því yfir að ekki yrði friður í Palestínu fyrr en Palestínu- Arabar hefðu fengió jafnan rétt og ísraelsmenn til búsetu og sjálfstjórnar. Begin forsætisráðherra svaraði Kamel á þann hátt að skilja mátti að Israel yrði ekki við kröfum Egypta um að hverfa að fullu og öllu frá her- teknu svæðunum í Sinaí og veita Palestínumönnum sjálf- stjórn. Þær fréttir hafa borizt frá Saudi-Arabíustjórn, að hún bjóðist til þess að kaupa her- teknu svæðin, vesturbakka Jórdan og Gaza svæðið, af ísrael, til þess að koma þar upp ríki Palestínumanna. Þessar fregnir eru hafðar eftir frétta- stofunni MER í Beirút en hún segist hafa það eftir ferðamönnum, sem komið hafi frá Jeddah. Þeir segja að tilboð Saudi-Arabíustjórnar hafi verið kunngert er Carter Bandarikjaforseti heimsótti Riyadh 3. janúar sl. Þá hafi Saudi-Arabar einnig boðizt til að hjálpa til við olíuframleiðslu ef sanngjörn lausn fengist á vandamálum. Palestínumanna. Þetta kauptilboð Saudi- Arabíustjórnar hefur ekki ver- ið staðfest opinberlega. Ekki eru allir jafn óhressir vegna snjóanna. Elgdýrin i Bronx snjókomuna enda eru þau vel búin til þess að mæta kuidum. dýragarðinum kunnu vel að meta Mikill snjór og frost hafa verið í Miðvesturrlkjum Banda- ríkjanna og frost var allnokkuð í Flórída og búizt var við flóðum í Kaliforníu þar sem þurrkar hafa verið að undan- förnu. Vandræðaástand hefur skapazt í mörgum borgum,. þar sem umferð hefur teppzt’ og loka hefur orðið skólum. I Flórída, þar sem venjulega er hlýtt á þessum árstíma, hafa orðið skemmdir á ávaxtaupp- skeru vegna frosta. Frausinni á kvenna- klósetti Iskaldir vindar sem gerðu mörgum bíleigendum í Bandaríkjunum gramt í geði nýlega fóru þó verr með einn meðbróður þeirra. Hann fékk að fara inn á kvennaklósett ígasstöðriokk- urri,.þar sem allar lagnir og pípur voru frosnar á prívati karlanna. En þar sem hann dvaldi á kvennaklósettinu skellti stormurinn kaldi hurðinni aftur og læsingin fraus föst. Þarna mátti mannauminginnn dúsa í klukkustund áður en tókst að losa hann úr prísundinni. Erlendar fréttir i REUTER i mSBIABlB frfálst, úháð dagblað Victor Kortsnoj stormeistari: Beittur dáleiðslu- áhrifum í einvíginu Stórmeistarinn Victor Kort- snoj sagði fréttamönnum við komuna til flugvallarins í Ziirich að hann hefði verið beittur dáleiðslubylgjum í ein- víginu við Spasský í Belgrad til þess að minnka baráttuþrek hans. Kortsnoj sagði að bylgjurnar hefðu annaðhvort komið frá Spasský sjálfum eða ein- hverjum í salnum. Þetta skýrði hvers vegna Spasský hefði notað sólgleraugu, sólskyggni eða sundgleraugu á hinum ýmsu tímum. Hann sagðist hafa gert sér grein fyrir því að eitthvað hættulegt væri að gerast þegar Spassky yfirgaf skákborðið á milli leikja. Áður en Kortsnoj vann ein- vígið 12. janúar sl. sagði hann New York: Óku inn íbúð Stálu milljónum Þrír menn óku í gegnum glerhurð á skartgripa- verzlun í New York nýlega á litlum bíl. I verzluninni létu þeir hendur standa fram úr ermum og óku út úr verzlun- inni bakdyramegin og höfðu á brott með sér skartgripi að verðmæti á sjöttu milljón króna. Lögreglan segir að menn- irnir hafi verið á bláum bíl og að þeir hafi farið í gegnum dyrnar kl. rúmlega sex að morgni. Siðast sáust bandíttar þessir stefna í norður. Ekki er vitað til þess að þeir hafi slasað sig þegar þeir óku í gegnum gler- hurðina en líklegt er að bíll- inn sé illa útleikinn. að sovézka leyniþjónustan KGB beitti sig „dauðageislum" eins og hann kallaði þá. Með sigri sínum í einvíginu öðlaðist Kortsnoj áskorenda- réttinn á heimsmeistarann Karpov seinna á þessu ári. Hann sagði'á fréttamannafundi í Belgrad fyrirfjói um dögum að hann væri að hugsa um að setja þau skilyrði fyrir keppninni að kona hans og sonur, sem eru í Sovétríkjunum, þaðan sem Kortsnoj flúði, fengju að koma til hans. I gær sagði hann hins vegar að hann setti þetta atriði ekki • sem skilyrði fyrir keppninni en ásakaði sovézk stjórnvöld fyrir það að leyfa ekki konu hans, Bela, og 18 ára syni þeirra, Igir, að yfirgefa Sovétríkin. Sovétríkin neita fyrir- hugaðri innrás f Sómalíu Sovétríkin hafa neitað fullyrðingum Sómalíustjórnar þess efnis að Sovétríkin og Eþíópía séu að undirbúa árás inn í Sómalíu. Tass fréttastofan sagði í gær að ásakanirnar sem forseti Sómalíu, Mohamed Siad Barre, bar á hendur Sovétríkjunum væru uppspuni frá rótum. Barre forseti Sómaliu varaði vestræn ríki við væntanlegri innrás í Norðvestur Sómalíu. Maharishi Mahesh Yogi KERFIÐ INNHVERF ÍHUGUN TRANSCENDENTAL MEDITATION PROGRAMME Almennur kynningarfyrirlestur um tæknina Innhverf ihugun verður haldinn í kvöld kl. 20.30 í Norræna húsinu. Tæknin er auðlærð, auðstunduð, losar um streitu og spennu og eykur sköpunargreind. Þetta staðfesta vísindarannsóknir. Öllum heimill aðgangur. Sími 16662 ÍSLENZKA ÍHUGUNARFÉLAGID fyrir ungbörnin • Tannkrem i 3 brögðum • Shampoo og freyðibað • Olía • Barna- krem og smyrsl & Sápa • Púður Heildsölubirgðir: Heildverzlun Júlíusar S veinbjörnssonar Borgartúni 23 — Sími 20480.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.