Dagblaðið - 18.01.1978, Blaðsíða 24

Dagblaðið - 18.01.1978, Blaðsíða 24
Engin mótmæli við 82.6% hækkun dísilskatts — Lægsti skattur fyrir að eiga dísilbfl er nú 170.600 krónur á ári Hinn svokallaði ,,dísilskattur“ á bifreiðum hækkaði um 82.6% um ára- mótin og hefur ýmsum skilvís- um greiðendum sem komið hafa í Tollstjóraskrifstofuna til að greiða sinn skatt brugðið illi- lega við þetta rosastökk á einu ári. • Hækkun þessa skatts var ákveðin i fjárlögunum sem samþykkt voru skömmu fyrir jólin. í tekjulið fjárlaganna er gert ráð fyrir sömu hækkun svokallaðs mælagjalds, en með því er ,,dísilskattur“ stærri bíla ákveðinn. Mælagjaldið er ákveðið með reglugerð, en sú reglugerð ráðherra hefur enn ekki séð dagsins ljós, þó fyrsta mælaskoðun eigi að hefjast 20. janúar og standa til 10. febrúar. Gunnlaugur Sigmundsson fulltrúi í fjármálaráðuneytinu sagði að þessi hækkun fasta- gjalds dísilbila væri miðuð við sömu hækkun og orðið hefði á vegasjóðsgjaldi bensinlítra. Vegasjóðsgjald í hverjum bensínlítra var um áramótin 76/77 19.96 krónur en er nú 36.50. Hækkunin nemur 86.6% eða örlitlu meira en hækkunin á fastagjaldi dísilbíla. Fastagjald af. minnsta bíl, þ.e. að 2000 kg að eigin þyngd hækkar úr 93.408 krónum 1 170.600 krónur. Skatturinn hækkar síðan um 9750 kr. fyrir hver 200 kíló af eigin þyngd bifreiðarinnar. Eigendur dísilbfla sem eru að eigin þyngd bílanna undir 4000 kílóum mega ráða hvort þeir borga fastagjald eða mæla- gjald. En séu bílar yfir 4 tonn greiða þeir gjald eftir mæli, visst á hvern ekinn kilómetra. Lægsta gjald fyrir bíl að 4 tonna þunga var í : fyrra 3:74 kr. á hvern ekjnn kílómetra. Það verður nú 6.83 kr. á kílómetra samkvæmt tekjuáætlun fjárlaga. En reglugerð ráðherra vantar enn hér um. Gunnlaugur sagði að hann hefði ekki orðið var við óánægju vegna þessarar hækkunar. Enginn hefði hreyft andmælum við hækkuninni þá er hún koma fram í fjárlaga- frumvarpinu. Nú væri hún orðin að lögum. Hæpið væri að mælagjaldið hlyti annars konar afgreiðslu. -ASt. Söng í rám og reiðum íEyjum: „Það er töluvert langt að sækja fyrir nemendur, bæði gagnfræðaskólans og' barna- skólans og þar að auki beint á móti veðrinu, þannig að kennslu var aflýst í báðum skólunum í dag. I fyrstu átti það aðeins að gilda til hádegis en ég get ekki séð að það sé Nemendur í óveð- ursf rfl í dag neinna breytinga að vænta á veðrinu," sagði Vigfús Ölafsson skólastjóri Gagnfræðaskólans í Vestmannaeyjum í samtali við DB í morgun. Þá voru 12 vind- stig á Stórhöfða og komin rigning og færð þvf afleit. „Þetta er í fyrsta sinn í vetur sem við höfum orðið að aflýsa skólunum. í hittifyrra var þetta sérlega slæmt, en þá var kaldara en nú í ár, oft austan- rok og blindbylur og kom nokkrum sinnum fyrir að loka varð skólunum vegna veðurs. Mér finnst janúar einna versti mánuðurinn," sagði Vigfús. f gagnfræðaskólanum eru í kringum'250 nemendur en yfir 700 í barnaskólanum. í -nótt losnuðu bátar f Vest- mannaeyjahöfn en þeim tókst að bjarga áður en skaðar urðu af. í morgun var bræla á miðunum og enginn bátur komst á sjó. A.Bj. I morgun var margs konar veður í gangi A landinu svona rétt eins og gengur og gerist. A Akureyri, vár f@rið að anda , sunnan, hiti urn frostmark. Hafði hann þá.stigið um fjórtán gráður á einum sólarhring, en þar var 14 Stiga frosf í gær- morgun. A Suðvesturhorninu var hávaðarok, mikill skaf- renningur í Reykjavik og. nágrenni, þannig að ekki varð komizt á milli húsa nema með varfærni. Spáð er rigningu f höfuðborginni og nágrenni í dag. Myndin sýnir vetrardag eins og vetrardagur ætti að vera, með drifhvítum snjó yfir öllu og vetrarsólin vermir visin strá og skepnur. Kn því tniður — svoleiöis veður kemur ekki nema dag og dag 1 senn suð.vesturhorninu. Þeir eru oft' heppnari með það norðan heiða! -A.Bj. DB-mynd Hörður Vilhjálms- son. HLÁNAR 0G HLÝNAR UM ALLT LAND: Tveir hand- teknir Tveir ungir menn sátu í fangageymslu í morgun og biðu afgreiðslu sinna mála. Höfðu þeir f nótt verið hand- teknir f verzlun að Hverfis- götu 117. Þangað inn fóru þeir með aðstoð innbrota- áhalda-og voru við iðju sfna örskammt frá lögreglu- stöðinni er lögreglumenn stóflu þá að verki. -ASt. Fulltrúaráð sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík: Ellert B. Schram formaður, Björn Þórhallsson í stjórn Ellert B. Schram var kosinn formaður f stjórn fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna I Reykjavfk f gærkvöldi. Gunnar Helgason, fráfarandi form. gaf ekki kost á sér. Björn Þórhallsson er nýr maður f stjórn fulltrúaráðsins. Hlaut hann ásamt Gunnari Thor- oddsen flest atkvæði við stjórnar- kjör, eða 147. Auk þeirra voru kosnir: Sigurður Hafstein, 140 atkv., Hannes Þ. Sigurðson, 123 atkv., Valgarð Briem, 117, og Kristín Magnúsdóttir, 94 atkv. Auk þeirra, sem kjörnir voru eiga 16 formenn sjálfstæðis- félaganna f Reykjavík sæti f stjórn fulltrúaráðsins. -BS. PRÓSENTUTALAN SNERIST VID: t fréttinni um smjörfjallið f DB í gær snerist prósentutalan á niðurgreiðslunni við. í fréttinni stóð að niðurgreiðslan væri 74,7 %, en á að vera 47,7 %. frjálst, óháð daghlað MIÐVIKUDAGUR 18. JAN. 1978. Þolanleg færð austanfjalls — Hellisheiði rudd ímorgun í morgun var ófært yfir Hellis- heiði vegna snjókomu þar f nótt og skafrennings. Snemma í morgun fóru starfsmenn Vega- gerðarinnar af stað með snjóruðningstæki; Samkvæmt upplýsingum lögreglunnar var búizt við sæmilegri færð yfir heiðina þegar liði á daginn. Færð var mjög þolanleg í sveitunum fyrir austan fjall í morgun. Veður var þar frekar stillt, allt að því logn, sagði lögreglan á Selfossi; -A.Bj. Ennögramenn hálkunni og dimmum éljum —tveirfslysadeild Allt gekk vel á Reýkjanes- brautinni í morgun, en f gær urðu þar fjórir árekstrar. Varð hinn fyrsti kl. 16.12 ofan við Innri- Njarðvík. Þar var einn f framúr- akstri sem misreiknaði aðstæður og lenti-á bfl sem kom á móti. Farþegi í bflnum sem framúr ók og ökumaður hins voru fluttir f sjúkrahús en meiðsli voru ekki alvarleg. Meðan unnið var að þessum árekstri. lögðu lögreglu- menn bíl sfnum þvert á brautina með blikkandi rauðum ljósum. 1 þvf bar að bfl úr Reykjavík sem fór of hratt miðað við hálku og dimm él. Renndi hann beint í hlið lögreglubílsins. Ekki urðu slys á mönnum. Tveir aðrir árekstrar urðu á brautinni en ekki slys á fólki. -ASt. Einar Bollason f ellur f rá meiðyrðamáli á hendur skólanefndar- mönnum íHafnarfirði Einar Bollason hefur fallið frá kröfum sínum á hendur þremur skólanefndarmönnum í Hafnar- firði vegna ummæla sem þeir létu falla í garð Einars eftir að hann losnaði úr gæzluvarðhaldi vegna Geirfinnsmálsins. Einar sat saklaus í varðhaldi vegna þess máls í 105 daga, eins og kunnugt er. Þegar Einar var látinn laus úr varðhaldinu, lét hann falla um- mæli f viðtali við Vfsi, sem urðu tilefni til þess að skólanefndar- mennirnir þrír sömdu ályktun þar að lútandi. Taldi Einar um- mælin ærumeiðandi og höfðaði meiðyrða- og skaðabótamál. Þegar rannsókn málsins hófst fyrir bæjarþingi Hafnarfjarðar komust aðilar að þeirri niður- stöðu, að ummæli Einars f Vfsi hefðu verið rangtúlkuð. Drógu skólanefndarmennirnir ummæli sfn þvf til baka og var málið látið niður falla f gær, að sögn Steingrfms Gauts Kristjánssonar, héraðsdómara, sem fór með málið. -ÖV.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.