Dagblaðið - 18.01.1978, Blaðsíða 2

Dagblaðið - 18.01.1978, Blaðsíða 2
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 18. JANUAR 1978. Varnarræða kynvillings — svar við grein EIM 30. desember sl. I DB 30. desember birtist eitt furðulegasta bréf sem ég hef lesið. Fyrirsögnin var „Kyn- villa vex hér við góð skilyrði" og undirskrift greinarinnar var EIM. Ég tel að þetta bréf sé ösku- haugaheimspeki frá upphafi til enda. Þetta bréf snertir mig mikið því sjálfur tilheyri ég þessum útskúfaða hópi og veit vel hvers konar áfall svona sleggjudómar eru fyrir táninga sem ef til vill eru að uppgötva lífstíðarvanda- mál sitt. EIM'byrjar bréf sitt á að lýsa áhyggjum yfir þessu vaxandi vandamáli hérlendis, það er kynvillunni, rétt eins og fólk sé nú í óða önn að læra að verða kynvillt. Hið hrottalega við bréf EIM' er að þrír fjórðu hlutar bréfs hans fara í að útlista hve guð hafi geigvænlegan viðbjóð á samlífi fólks af sama kyni. Vitnar EIM þar dyggilega í 3. Mósebók 20. kafla.: „Og leggist maður með manni sem kona væri, þá fremja þeir báðir viðurstyggð, þeir skulu líflátnir- verða.“ Eg fletti upp í Gamla testa- mentinu og í þessum köflum fann ég margt skrítið. Þar segir meðal annars: „Og leggist maður með konu sem hefir tíðir — þá skulu þau bæði upprætt verða úr þjóð sinni.“ Eg leitaði lengi í Gamla testa- mentinu og hef hvergi fundið að guð hafi kvittað undir að vera höfundur þessa furðulega hugsanagangs sem þar er sums staðar að finna. En EIM er sannarlega góð og göfug manneskja þvi hann (eða hún) lokar ekki dyrum himna-, ríkis alveg á okkur bersynduga; Ef við iðrumst er nokkur von ti) að allt fari vel að lokum. Því miður heldur EIM að lff okkar sé einhvers konar sam- felldur samfaralifnaður en ég get sagt honum (henni) að lff okkar er oftast lff í andlegri kvöl og einangrun. Við vitum að táningsárin eru tilfinningarfkur tími hjá okkur öllum. A þeim árum olli það mér miklum kvíðaköstum þegar ég gerði mér loks fulla grein fyrir því að ég mátti ekki elska þá sem ég þráði. Ef ég gerði það var ég allt f einu orðinn ógeðslegur, afbrigði- legur, öfugur, hlægilegur eða! hommi. Ég hefði s"em sagt breytzt úr því að vera vinsæll strákur i eitthvað hræðilegt, eitthvað verra en hið ósnertan- lega. Niðurstaða mín varð þvf sú að enginn skyldi nokhurn tima komst að mfnum réttu tilfinn- ingum. Eg gafst upp skilyrðis- laust. Ég er ekki kvenlegur (fáir hommar eru það) og ég hef haft ástarsambönd við kvenfólk, er: hafa þó ekki verið langlíf þar sem þrána vantaði af minni hálfu. Þetta hafa verið örvænt- ingarfullar tilraunir til að falla inn í hið almenna kerfi þar sem þið eruð búin að setja ástinni lög. — Þú mátt einungis elska manneskju af gagnstæðu kyni, anoars stimplum við ástarlíf þitt saurlifnað og sjálfan þig afbrigðilegan öfugugga. Orð geta svo sannarlega meitt mann og vita mátt þú það, EIM, að óeigingjörn ást á ann- arri mannveru er göfugasta' hræringin f okkar frosnu hjörtum og þú mátt einnig vita að ást er ekki bara í rúminú. Að fjötra ástina í lög og reglur er jafngamaldags og fár- ánlegt og að hneppa svertingja. í þrældóm. Eða var ástin kannski ætluð til að vera forréttindi hinna út- völdu? Þegar ég var 13 ára heyrði ég konu segja að hún mundi ekki fremur leggjast með svertingja en einhvers konar skepnu. í þessum anda hugsa margir um ástir fólks af sama kyni. — Villimannleg hræsni. Eg geri ráð fyrir að EIM sé af eldri kynslóðinni, sú yngri er yfirleitt betur menntuð og víð- sýnni í þessum málum. Þó dugir það ekki til, fordómarnir eru ennþá miklir, skilninginn vantar ennþá. Ég er ungur maður og lifið blasir við eins og sumir segja. Ég geri ráð fyrir að þessu lifi muni ég verja einn á báti. Það er ekki hægt að segja- að ég hlakki beint til þess en ég ætla ekki að láta forsmána mig og koma þar með misjöfnu orði á saklausa vini mína. Og þið vitið öll að ég er ekki' sá eini sem neyddur er til að bera svona leikaragrímu. Við erum fjölmörg. Siðan skulum við heyra næst 17. júní að við lifum í frjálsu og upplýstu sam- félagi. Sá yðar sem syndlaus er kasti fyrsta steininum. Mál er að grjótkastinu linni, sálir vorar eru aumar. Að lokum ætla ég að birta beina tilvitnun i bréf EIM til að öllum verði ljóst hversu skiln- ingsríkur og kristilegur andi hans er. Tilvitnunin er svöna: Það er vonandi að við íslend- ingar og allir aðrir kveði þenn- an ófögnuð niður sem allra fyrst og viðurkennum ekki svo augljósa syndara sem kyn- villingar eru, heldur reynum að hjálpa þeim og gera þeim ljóst hve hræðilegur glæpur þeirra er. Visvitandi synd er dauða- dómur. VORU LIST AHÁTÍÐARLEIK- RITIN 0F ÁDEILUKENND? Þorsteinn Gunnarsson hjá Skeljungi hf. hringdi og sagði að þeir vinnufélagarnir hefðu verið að ræða um úrslitin í leik- ritasamkeppni Listahátíðar. Samkvæmt úrskurði dóm- nefndar var ekkert leikrit hæft til verðlauna. Þeir vinnufélagar hafa aftur á móti frétt að mörg leikritanna hafi verið skemmtileg og jafn- framt ádeilukennd og því leikur þeim hugur á að þau verði birt opinberlega. Hafa þeir fregnað að sumum þeirra leikrita, sem bezt hafi þótt, hafi helzt verið fundið það til foráttu að sneiða of nærri orðstír einstaklinga eða stofn- ana. Vegna úrskurðar dóm- nefndarinnar verði að líkindum ekkert leikritanna birt opinber- lega af hennar völdum en vinnufélagarnir hjá Skeljungi vildu skora á höfunda leikrit- anna að gefa almenningi kost á að kynnast verkunum. Raddir lesenda Miklar annir ogfáirvið afgreiðslu á skrifstofu lögreglu- stjórans ÞK skrifaði: Oft heyrist að of margt starfsfólk sé á opinberum stofn- unum og er svo sumstaðar að maður hefur á tilfinningunni að ekki sé nóg fyrir mannskap- inn að gera. Þess vegna get ég ekki látið vera að minnast á sárgrætilega undantekningu. Ég á oft leið á almenna af- greiðslu á lögreglustöðinni hér í Reykjavík, yfirleitt siðdegis. Ekki er annað hægt að segja en að starfsfólkið þar vinni fyrir kaupinu sínu nema meira væri. Það er eins og að koma inn i stórverzlun rétt fyrir jól þar sem aðeins tvær manneskjur væru við störf. Annar eins þeysingur er vart sjáanlegur, fölkið er hlaupandi milli gjald- kerastúku, afgreiðslu og upp um allar hæðir að athuga ýmis mál fyrir kúnnann. Er ekki eðlilegast að yfir- maður hverrar stofnunar sé látinn ákveða hve margs starfs- fölks sé þörf en ékki einhverjir menn úti í bæ er koma varla inn á viðkomandi stofnanir? Er ekki kominn tími til að taka þessi mál til endurskoðunar? * Hringt hefur verið og skrifað til DB vegna greina Asgeirs Hannesar Eiríkssonar og hafa menn lýst yfir ánægju með þær. Við birtum tvö þessara bréfa í dag. Ekki hafa ailir þeir sem haft hafa samband við DB viljað láta nafns síns getið vegna viðskipta sinna við bankana. Ég vil lýsa yfir stakri, inni- legri og ævarandi ánægju minni með grein Asgeirs Hannesar Eiríkssonar um Landsbankahneykslið. Það er sannarlega tími til kominn að einhver þori að minnast á þessa háu herra sem dauðlegt fólk. Nógu margir hafa orðið að auðmýkja sig á biðstofum bankastjóranna. Af skiljanlegum ástæðum þori ég ekki að láta nafns míns getið þar sem ég er ennþá á víxlasakramenti bankanna. Lesandi Dagblaðsins Ég vil þakka Dagblaðinu fyrir greinar Ásgeirs H. Eiríks-

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.