Dagblaðið - 18.01.1978, Blaðsíða 14

Dagblaðið - 18.01.1978, Blaðsíða 14
14 DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 18. JANUAR 1978. Hlýtt í kuldanum Þó okkur finnist að nú fari vorið alveg að koma er samt tals- vert eftir af vetrinum og um að gera að klæða hann nógu vel af sér. Hið síbreytilega veður, sér- staklega sunnanlands, gerir þær kröfur til manna að þeir séu við öllu búnir hvað föt varðar. Líkaminn er sérlega næmur fyrir öllum hitabreytingum núna. A þetta ekki bara við þá sífelldu breytingu sem verður á hitanum úti heldur eru líka mikil viðbrigði að fara út úr húsum eða koma inn í þau. Margir krakkar, jafnvel fullorðnir líka, sjá þetta ekki fyrir og ganga klæddir í þunnar gallabuxur sem eiga að vera svo þröngar að ómögulegt er að vera i hlýjum ■ sokkabuxum eða Hægt er að vera klæddur nýtízku lega þó að vel sé. Þetta er nýjasta nýtt í Noregi. gammósíum innanundir. Það er mjög mikilvægt að næst sér séu menn i einhverju sem einangrar vel. Þetta á ekki sízt við um börnin sem eru oft mjög lengi í einu úti að leika sér. Börn sem leika sér af krafti svitna líka. Nærfötin verða að drekka í sig raka svo hann liggi ekki við húðina. Bómull er að þessu leyti bezt, fyrir nú utan hversu gott er að þvo hana. Næsta fatalag þarf aðeins að halda inni hitanum. Þar kemur íslenzka ullin að beztum notum. Ullar- peysur og gammosíur úr ull eru það albezta sem nokkurt barn er klætt í. Hægt er að nota þykk föt úr bómull eða akrýl fyrir þau börn sem ekki þola ull næst sér. Þessi efni er auðveldara að þvo en ullina en eru ekki eins hlý. Athuga þarf að betra er að klæða börnin í mörg lög af þunnum flíkum en fá af þykkum þvi loftið á milli laganna einangrar líka. Yfirhafnir eiga að vera vind- þéttar og einnig að halda úti bleytu. Þegar hvasst er eru vind- þétt föt yfir ullarflíkunum það albezta. Þessi föt verða að vera lipur og gott að smeygja sér úr þeim og í því annars upphefjast kveinstafir í hvert sinn sem barnið á að fara út að leika sér um að það sé svo mikið verk að klæða sig í. Auðvitað eru það ekki bara börnin sem verða að klæða sig vel. En þeir fullorðnu eru næmari fyrir þvi að vera klæddir sam- kvæmt tízkunni. Við því er víst ekkert að segja. Til dæmis er nú mikið í tízku í Noregi að klæðast frakka úr poplínefni utan yfir ullarflíkurnar góðu. Frakkinn nær niður á kné en er klofinn milli fóta og renndur upp innan- fótar. Um hnén eru bundnar reimar. Við þennan klæðnað verður að vera í leggháum stig- vélum með góðu fóðri. 1» Þetta fyrir er hinn rétti klæðnaður börnin ef þau eiga að komast hjá flensu og kvefi. Lausná smáhlutavanda Skrúfur og teiknibólur vilja oft fara út um allt og finnast sjaldan þegar á þeim þarf að halda. En á þessari mynd má sjá ágætt ráð til þess að hafa reglu á þeim hlutum og öðru smádóti. Á spýtu eru negld lok af litlum krukkum, t.d. undan barnamat, sultu eða einhverju sllku. Fjölin er svo fest á vegg einhvers staðar þar sem sæmi- legt pláss er. Krukkurnar eru svo einfaldlega skrúfaðar i og úr lokunum. Verzlun Verzlun GARDÍNUBRAUTIR Langholtsvegi 128.Sími 85605. Eigum ávallt fyrirliggjandi 'viðarfylltar gardínubrautir með eða án kappa, einnig ömmu- og smíðajárnsstangir og flest til gardínuuppsetningar. 'Qardinia sjrnii SKimm STUÐLA-SKILRÚM er léttur veggur, sem samanstendur af stuðlum, hillum og skápum, allt eftir þörfum á ‘ orjum stað. SVERRIR HALLGRÍMSSON Smfðastofa.Trönuhraunl 5. Slml: 51745. BIADID frjálst, áháð dagblað UTIHURÐIR BÍLSKÚRSHURÐIR SVALAHURÐIR GLUGGAR 0G GLUGGAFÖG ÚTIHURÐIR Dalshrauni 9, Hafnarfirði Sími 54595. Framleiðuni eftirtaldar gerðir: HRINGSTIGA, TEPPASTIGA, TRÉÞREP, RIFLAJÁRN, ÚTISTIGA ÚR ÁLI 0G PALLSTIGA. Marjíar gerðir af inni-'ojx útihand- riöum- VÉLSMIÐJAN JÁRNVERK AIOIULA .i2 — SÍMI 8-4t,.(„, KYNNID YDUR OKKAR HAGSTÆDA VERÐ Hollenska FAM Rafgeymamir fásl hjá okkur, einnlg Jtemiskt hreinsað rafgeymavatn til/áfyfnngar á rafgeyma. Smyríllhf. Armúla 7, símí 84450. ryksugan, endingargóð, 'öflug og ódýr, hefur allar kher úli við hreingerninguna." \erð aðeiris 43.100.. meðan birgðir endast. Staðgreiðsluafsláttur. HAUKUR & ÓLAFUR Armúla 32 Sínri 37700. ALTERNAT0RAR 6 — 12—24 volt 35 — 100 amper Teg: Deleo Remy, Ford Dodge, Motorole o.fl. Passa í : Chevrolet, ,Ford, Dodge, Wagoneer, Land-Rover, iTo.vota, Datsun og m.fl. VERÐFRÁ KR. 13.500, Varahluta- og viðgerðaþjónusta BÍLARAF H/F B0RGARTÚNI 19. SÍMI 24-700 FYRIR BARNAAFMÆLIÐ fallegar pappírsvörur, dúkar, diskar, mál, ser- víettur, hattar, blöðrur kerti o.fl. Mesta úrval bæjarins. BÖftA HUSIO IAUGAVEG 178. SÍMl 86780. ÉBIAÐiÐ frjálst, úháð daghlað án rfííisstyrks

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.