Dagblaðið - 18.01.1978, Blaðsíða 5

Dagblaðið - 18.01.1978, Blaðsíða 5
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 18. JANÚAK 1978. 5 ■\ Matarholur kerfisins MNGMENN HAFA ALLT AÐ 200 MJS. SKATTFRJÁLSAR TEKJUR Á MÁNUÐI Kerfið veitir skattgreiðend- um mismunandi smugur til að komast hjá að greiða skatta af öllum tekjum sínum. Þingmenn utan Reykjavíkur hafa til dæmis nálægt 200 þúsund krónur á mánuði í ýmis fríð- indi, sem eru tekjuskatts- og útsvarsfrjáls, auk sinna föstu launa. Þingmenn Reykjavíkur og nágrennis hafa nokkru minna af slíku. DB fékk staðfestingu^á þessu hjá Friðjóni Sigurðssyni skrif- stofustjóra Alþingis og Gesti Steinþórssyni varaskattstjóra. Að sögn Friðjóns hafa allir þingmenn aðrir en ráðherrar 375 þúsund krónur á ári í ferða- kostnað til að halda sambandi við kjósendur. Þetta eru rúmar 30 þúsund á mánuði. Auk þess greiðir Alþingi samkvæmt reikningi ferðakostnað þegar þingmenn, jafnt Reykjavíkur- þingmenn sem aðrir, ferðast út á land, svo sem á stjórnmála- fundi. Utanbæjarmenn fá svo 39 þúsund á mánuði í „húsa- leigu“-kostnað, einnig þeir sem eiga íbúðir í borginni, eigi þeir lögheimili annars staðar. Auk þess fá þingmenn lands- byggðarinnar um 90 þúsund á mánuði í „dvalarkostnað". Þeir sem búa í nágrenni Reykja- víkur fá helming þeirrar upp- hæðar. Friðjón Sigurðsson sagði að þetta allt mætti ekki líta á sem hlunnindi heldur væru þessar greiðslur til að mæta útlögðum kostnaði. Sama máli gegndi um símakostnað þingmanna sem þeir fá greidd- Þarna eru greinilega alls komnar allt að um 200 þúsund krónur á mánuði, sem skattar eru ekki greiddir af. Varaskattstjóri sagði að á þessi ferðalög væri litið eins og ferðalög starfsmanna „á vegum vinnuveitanda“, sem draga mætti frá tekjum áður en skattur er lagður á þær. Um húsaleigu taldi Friðjón að giltu svipaðar reglur og um hús- næðiskostnað starfsmanna, sem væru frá heimili sínu vegna vinnu sinnar. — Þessar upp- fiæðir koma ekki fram í brúttó- tekjum þingmanna í skattfram- tali. - HH Útbreiddasta bókin á íslandi — símaskráin 1978: Nú er jólabókaflóðið afstaðið en sú bókin sem gefin er út í langstærstu upplagi hérlendis kemur aldrei í aðalflóðinu — en það er nefnilega símaskráin! Hún er gefin út í 100 þúsund eintaka upplagi og slagar upp í upplög á erlendum bókamörk- uðum. Hafsteinn Þorsteinsson ritstjóri símaskrárinnar sagði í samtali við DB að hún væri væntanleg í marz/apríl eins og venjulega. „Nú er verið að vélrita upp kort sem síðan eru mynduð en stefnt er að því að símaskráin verði unnin í tölvu eins og farið er að gera víðast hvar erlendis," sagði Hafsteinn. FÆRISTIV0XT AÐ BÆÐIHJÓNIN LÁTI SKRÁ NAFN Sin Símaskráin verður með sama sniði og undanfarin ár en broti skrárinnar var breytt árið 1975 í A-4. Hvert símanúmer í landinu fær eina skrá ókeypis en síðan eru fjölmörg fyrirtæki sem fá fjeiri en eitt eintak. Einnig óska jafnan mörg erlend fyrir- tæki eftir að fá skrána keypta. Sömuleiðis eru símaskrár í öll- um skipum og hjá erlendum símstjórnum. Ekki vissi rit- stjórinn um hvert yrði verð hinnar nýju símaskrár. Nú er orðið alltof seint að koma breytingum í skrána eða aukanöfnum enda rann' fresturinn út 1. des. Hafsteinn sagði að mjög hefði færzt í vöxt að hjón létu skrá sig bæði í skrána. Hver símnotandi fær sig skráðan ókeypis á einum stað en skráning á aukanafni kostar 1150 kr. t atvinnu- og viðskiptaskránni — gulu síðurnar aftarlega í skránni — fær hvert fyrirtæki eina ókeypis skráningu en hver skrásetning fram yfir þá fyrstu kostar 600 kr. og með breiðu eða breyttu letri kr. 1200. Auglýsingalinan í skránni kostar 600 kr. Sagði Hafsteinn að unnið væri að því að síma- skráin stæði undir kostnaði með auglýsingum og aukaletri. - A.Bj. Páll R. Magnússon: Aukum lóðaúthlut- anir og fjölgum verkamanna- bústöðum GuðmundurG. Þórarinsson: „STEFNIHIKLAUST A FYRSTA SÆTIÐ...” ekki væri hann aðili að kosninga- bandalagi. „Ég get hins vegar sagt að ég styð Eirík Tómasson í próf- kjörinu fyrir borgarstjórnarkosn- ingarnar." - HP „Ég er nú ekki með neina fast- mótaða stefnuskrá svona á hrað- bergi en hitt er víst að nji ég kjöri mun ég einkum beita mér fyrir auknum lóðaúthlutunum og fyr- ir lausn húsnæðisvandamálanna yfirleitt," sagði Páll R. Magnús- son húsasmíðameistari í viðtali við Dagblaðið en Páll er í fram- boði til prófkjörs framsóknar- manna í Reykjavík fyrir borgar- stjórnarkosningarnar í vor. „Það er að vísu stórt vandamál en ég tel að það megi leysa með aukinni byggingu verkamannabústaða og eins úthlutun lóða til almenn- ings.“ Sagði Páll vandamálin fjölmörg sem blöstu við hvarvetna en nefndi fjölgun útivistarsvæða og vandamál í sambandi við tóm- stundastörf fyrir unglinga. „Ég verð ekki með neinn áróður í frammi, hvorki funda- höld né annað,“ sagði Páll enn- fremur. „Ég vil að fólk fái að gera upp við sig kosninguna með sjálfu sér en ég get sagt að ég sækist eftir stuðningi í fjórða sæti á list- anum.“ Páll var í sjötta sæti á lista framsóknarmanna í síðustu Páll R. Magnússon borgarstjórnarkosningum en hann hefur lengi starfað innan flokksins og hefur gegnt trúnaðarstörfum í launþegahreyf- ingunum. Þá hefur hann verið í stjórn Verkamannabústaðanna frá árinu 1971 og hefur verið settur forstöðumaður leikmynda- deildar Sjónvarpsins. - HP Guðmundur G. Þórarinsson „Aðaláhugamál mín í sambandi við þjóðfélagsmálefni- eru efna- hagsmálin og ég mun fyrst og fremst snúa mér að þeim mála- flokki nái ég kjöri,“ sagði Guð- mundur G. Þórarinsson verkfræð- ingur sem er í framboði til próf- kjörs Framsóknarmanna vegna alþingiskosninganna í vor. Próf- kjörið fer fram um næstu helgi samhliða prófkjöri vegna borgar- stjórnarkosninganna. „Það er ekki hægt að taka neitt vandamál þar fram yfir annað í stuttu rabbi en efnahagsmálin í heild eru mitt aðaláhugamál, eins og ég sagði.“ „Ég keppi að því að hljóta fyrsta sætið' á þinglistanum," sagði Guðmundur ennfremur. „Ég hafði ekki hugsað mér það í upphafi en nú er leið að prófkjöri mynduðu nokkrir frambjóðenda^ bandalag, sem sumir kalla „hræðslubandalagið". Það stefnir að því að reyna að útiloka alla aðra frá einhverjum árangri í prófkjörinu og eftir að það gerist ákvað ég að stefna hiklaust á fyrsta sætið.“ Guðmundur sagði að hann hygði ekki á neina beina kosn- ingabaráttu eða fundahöld og Sölubom vantar í eftirtalin hverfí íReykjavík: Smurbrauðstofan BJORNINN Njálsgötu 49 - Simi 15105 Hverfi 24 Héðinsgata Köllunarkiettsvegur Brekkulœkur Rauðalœkur Bugðulœkur Leirulœkur Laugalœkur Dalbraut Hverfi 25 Kirkjusandur Laugarnesvegur Otrateigur Sundlaugavegur frá Laugalœk að Laugav. Hrísateigur Sími27022 Vikan Hverfi 27 Sporðagrunn Selvogsgrunn Jökulgrunn Brúnavegur Dvalarheimili ald. sjóm. Hverfi 28 Kleifarvegur Vesturbrún Laugarásvegur Laugarás

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.