Dagblaðið - 18.01.1978, Blaðsíða 8

Dagblaðið - 18.01.1978, Blaðsíða 8
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 18. JANUAR 1978. 8. Þar var eitt sinn stærsta bú á íslandi: Nú eru þar bækur og skjöl í fjósi og lista- menn vinna í haughúsinu Blm. lét sig dreyma um skemmtilegan útiveitingastað og sá fyrir sér í anda smá- borð undir súlna- göngunum í portinu, innan um blómaker og listamenn sem máluðu Esjuna og sundin af fullum krafti á túninu. A sínum tíma var byggingin á Korpúlfsstöðum einhver sú reisulegasta á landinu og jafnvel þótt víðar væri leitað. Byggingin stendur enn vel fyrir sínu en er náttúriega farin að láta á sjá þegar grannt er skoðað. DB-myndir Hörður Yilhjálmsson. Flestir íbúar þess hluta lands- ins sem nefnt er í daglegu tali suðvestur-hornið vita hvar Korpúlfsstaðir í Mosfellssveit eru. En fæstir hafa líklega komið þangað heim. Þeir sem ungir eru að árum vita ekki að þarna var einu sinni rekið eitt stærsta bú ekki aðeins á íslandi heldur á öllum Norðurlöndunum. Það var þegar Thor Jensen hinn mikli at- hafnamaður hafði sem mest um- svif á búinu á Korpúlfsstöðum á árunum eftir 1930. „NÚ ER HÚN SNORRABÚÐ STEKKUR“ Nú má með sanni segja að „Snorrabúð sé stekkur" því nú eru þarna aðeins húsvörðurinn Ragnar Guðmundsson og kona hans, auk sjö listamanna sem þarna hafa vinnuaðstöðu. Nokkur hluti hinna glæsilegu bygginga, sem í sjálfu sér eru ekki illa farnar, eru notaðar undir gamla muni sem Arbæjarsafn á. Einnig eru þarna nokkrir munir frá Þjóð- minjasafninu. Skjalasafn Reykja- víkur hefur þarna prýðisgóða að- stöðu fyrir skjalageymslu í gamla fjósinu og er verið að lagfæra þar allt og gera klárt til þess að taka á móti starfsfólki. Sögusafnið hefur einnig nokkur geymsluherbergi til umráða fyrir bækur og skjöl. Blm. og ljósmyndari DB lögðu leið sína að Korpúlfsstöðum á dögunum en það var einmitt dag- inn sem sólin skein og snjór var yfir öllu. Fyrsti góðv-iðrisdagur vetrarins. Ragnar húsvörður tók á móti okkur og leiddi okkur um húsin. TILVALINN ÚTIVEITINGASTAÐUR A meðan við biðum eftir Ragnari úti í portinu var ekki hjá því komizt að láta hugann reika. Bæði aftur í tímann þegar starfs- fólk Korpúlfsstaða var hvorki meira né minna en fjörutíu og sjö manns fyrir utan bústjórann, Lorenz Thors, en það var árið 1935. Þá var ekki kyrrð og ró yfir öllu. Eiginlega það eina sem heyrðist nú var í hundum Ragn- ars sem lokaðir voru inni f einni gamalli vistarveru. Þá mætti einnig hugsa sér að staðurinn yrði á ný hafinn til vegs og virðingar með því að opna þarna veitingastað. A góðviðris- dögum væri hægt að sitja úti undir beru lofti. Nú þegar eru þarna nokkrir listamenn sem hafa vinnuaðstöðu, i gömlu haug- húsbyggingunni. Það væri ekki amalegt fyrir ólistfróða borgar- búa að fá að fylgjast með vinnu listamannanna utan húss. Þarna er útsýni til fjalla með fádæmum fagurt og sagði Ragnar að kvöld- fegurðin væri rþmuð þannig að ekki skortir mótífin fyrir listmál- arana. Þarna efra er ótrúlega frið- sælt og þótt staðurinn sé rétt við Vesturlandsveginn og skammt frá höfuðborginni sést ekki til borgarinnar. Þéttbýliskjarnarnir í Mosfelissveitinni sjást ekki heldur, aðeins að Blikastöðum og svo auðvitað upp á Alfsnes handan við Leirvoginn og upp á Kjalarnes. Umhverfið speglaðist í sundunum. Það væri kannski synd að fara að spilla náttúrunni með því að hleypa borgarbúum þarna upp- eftir. Þar að auki yrði trúlega svo dýrt að innrétta þarna veitinga- stað með öllu sem þvi tilheyrir hér á landi, að það yrði ófram- kvæmanlegt. En óneitanlega er skemmtilegt að gæla við tilhugs- unina. HÁTT TIL LOFTS Nú var Ragnar kominn og fyrst lá leiðin upp á loft, upp brattan steinstiga. Þar uppi voru níu her- bergi á einum ganginum og voru þau meira og minna full af dóti frá skjalasafni Reykjavíkur og Sögufélaginu. Þarna var einnig rúmgott baðherbergi. Síðan fór- um við i eldhúsið í kjallaranum. sem notað hefur verið á vel- mektardögum búsins. Það minnti einna helzt á eldhúsið sem við þekkjum úr sjónvarpsmynda- flokknum Húsbændur og hjú. Frú Bridges hefði sómt sér vel þarna við maskínuna, sem var enn á sínum stað, gríðarlega stór tvíeld- hólfa, með tveimur bakarofnum. Ragnar sagði að eldavélin væri eiginlega eini forngripurinn sem væri enn á staðnum. Þarna inni var líka eldgömul rafmagnseldavél sem greiniiega hefur munað fíf il sinn fegri. Rauðar flísar voru á gólfinu og taldi Ragnar að þær væru hinar upphaflegu. f kjallaranum voru einnig mörg íveruherbergi, og auk þess rúm- gott þvottahús, frágangsherbergi og stórt miðstöðvarherbergi. Þar var gamla kolamiðstöðin og stór baðvatnstankur. Auk baðher- bergjanna f húsinu var sérstök snyrtiaðstaða fyrir vinnumennina við hliðina á hlöðunni, þar sem voru fjórar sturtur og búnings- klefar með skápum. Þar var nú aðeins rusl og engu haldið til haga. Á íbúðarhæðinni þar sem Ragnar húsvörður hefur íbúð var áður íbúð bústjórans. Þar er allt með öðrum hætti en í geymslu- húsnæðinu þar sem fornminjarn- ar eru geymdar. Sagði Ragnar að reynt væri að halda þar öllu með svipuðu sniði og það var upphaí- lega. Mjög hátt er til lofts, her- bergin bæði björt og rúmgóð. I loftunum eru rósettur og út- skornir gipslistar í kverkunum. Það er nú reyndar komið í tizku aftur að hafa þannig gengið frá loftunum. En óvíða eða líklega hvergi er jafnhátt til lofts í nýjum húsum og var í reisulegum húsum í „gamla daga“. FULLKOMIÐ FJÓS Þegar við höfðum lokið við að skoða íbúðarhúsið héldum við í gripahúsin með smávegis við- komu í hlöðunni eða öllu heldur súrheysgeymslunni. Þar gat heldur en ekki á að líta, gamalt dót og drasl í haugum. Meirihluti þess tilheyrir byggða- safni borgarinnar í Árbæ en varla er hægt að ímynda sér að nokk- urntíma verði hægt að vinza nýti- lega hluti úr dótinu. Nokkrir skemmtilegir munir voru þó þarna innan um hálfgert skran. Vera má að þetta sé aðeins skran í augum þeirra sem hafa ekki forn- minjar sem sérgrein. Fornminja- fræðingar líta sennilega allt öðrum augum á dótið í súrheys- geymslunum gömlu. Það sýnist að minnsta kosti vera ógurlegt verk sem bíður þess sem fer í gegnum þessa hluti. Þá héldum við í fjósið. Þar var allt öðruvísi umhorfs.þvi búið var að leggja í gólfið og snyrta allt til. Komið hefur verið fyrir skjala- geymslum og allt var þarna í röð og reglu. Starfsmenn Skjalasafns- ins hafa unnið að því að koma þarna öllu fyrir sem haganlegast og er verið að skapa þarna að- stöðu fyrir starfsmenn. Þegar litið er yfir ,,fjósið“ er næsta ótrúlegt að þarna hafi ein- hverju sinni verið hátt í tvö hundruð kýr undir einu og sama þakinu. 1 bókinni Minningar Thor Jen- sen sem Valtýr Stefánsson rit- stjóri skráði og út kom árið 1955 er m.a. birt skýrsla sem Sigurður Sigurðsson búnaðarmálastjóri samdi um hvernig umhorfs var á Korpúlfsstöðum árið 1930. 1 henni segir m.a.: „Mesta bújörð á Islandi er nú Korpúlfsstaðir í Mosfellssveit. Ekki vegna þess að landrými og Iandkostir séu þar svo miklir heldur vegna hinna miklu um- bóta sem þar hafa verið fram- kvæmdar hin síðari árin, svo nú er aflað þar meiri jarðargróðurs og meiri búpeningur er á fóðrum en á nokkurri annarri jörð á landi hér.“ Á aðalbyggingunni á Korpúlfs- stöðum var byrjað árið 1925 og var byggingaframkvæmdum lokið árið 1930. í skýrslu búnaðarmála- stjóra segir svo um þær: Þessi bygging er einstæð í sinni röð, eigi aðeins hér á landi heldur og á öllum Norðurlöndum eða þótt víðar væri leitað. Til bygg- inganna er vandað mjög og undra- vel séð fyrir öllu jafnt smáu sem stóru. Grunnflötur byggingarinn- ar er 30x80 m = 2400 ferm, eða nær 4/5 úr vallardagsláttu. Bygg- ingarnar eru tvær hæðir og loft- rými mikið. Á neðstu hæð er áburðarhús í miðju, undir fjósinu. í öðrum enda er vélasalur, verkstæði og geymsla fyrir kjarnfóður. í hin- um endanum er miðstöð, eldhús, borðstofa o.fl. í báðum endum ganga votheysgryfjur og hey- hlöður niður að gólfi. Á annarri hæð er fjósið í miðju og armar þess ganga út með tveimur opnum portum, sem eru sitt hvoru megin við fjósið. Fjósið er nú fullgert og hið vandaðasta að öllum frágangi. Básarnir eru í sex röðum, með þremur fóðurgöngum og liggur eftir þeim sporvegur að hey- hlöðum og votheysgryfjum. Fjósið rúmar 160 kýr. Það er lýst með rafmagnsljósum og er tala ljósastæða þar 168. Skilrúm er á milli allra bása, jötur steyptar og sjálfbrynningu mjög haganlega fyrir komið. Loft- ræsla er ágæt í fjósinu. Þar eru mjaltavélar notaðar. Að öllu leyti er fjcsið hið vand- aðasta og alls þess gætt sem hægt er að gera með nýtízku f jós. í öðrum enda byggingarinnar er mjólkurvinnslustöð. Þar eru áhöld og húsrými fyrir smjörgerð, skyrgerð, gerilsneyðingu, barna- mjólkurhreinsun, niðursuðu rjóma, ískrem o.fl.“ Þessi upptalning sýnir að ekk- ert hefur verið til sparað að mjólkurbúið á Korpúlfsstöðum væri sem bezt úr garði gert og mjög nýtízkulegt í alla staði. I bók Valtýs segir ennfremur að mjólkurstöðin hafi kostað full- búin með öllum áhöldum 100 þús- und kr. árið 1930. TÚNIÐ LEIGT ÚT Mjög athyglisvert var að hvergi nokkurs staðar var hinn minnsti raki eða rakalykt og vel heitt var alls staðar í húsinu. Þannig liggja ekki hlutir sem þar eru geymdir undir skemmdum. Ragnar sagði að gluggarnir væru orðnir dálítið slæmir en þeir eru úr járni með einföldu gleri. Þegar við gengum með Ragnari suður fyrir húsið sagði hann að ætlunin væri að reyna að halda túninu í ræktun að svo miklu leyti sem það væri hægt. Nú hefur Fákur á.leigu Geldinganesið og svokallað vesturtún og heyjar þar á sumrin. Þá eiga borgarbúar garð- lönd sín í Korpúlfsstaðalandi og skammt frá húsinu eru til- raunagróðurhús frá tilraunastöð landbúnaðarins. Ragnar húsvörður er Austur- Skaftfellingur að ætt og uppruna. Foreldrar hans voru Ingibjörg og Guðmundur sem þekkt eru frá Nesi í Selvogi. Ragnar sagðist vera þremenningur við Þórberg Þórðarson og vera fæddur að Borgum í Hornafirði. Hann var ekki nema sex ára gamall þegar hann kom til Suðurlands, en Ragnar bjó og sótti sjóinri í fjöru- tíu ár í Arnessýslu. Sagðist hann hálfskammast sfn fyrir að segja frá því að hann hefði aldrei komið á æskustöðvarnar síðan hann fór þaðan barn að aldri. Þótt daginn sé nú farið að lengja var sólin komin á vestur- himininn þegar þessari Korpúlfs- staðaheimsókn lauk. Esjan og ná- grannafjöll hennar voru purpura- rauð í síðdegissólinni og Ulfars- fellið kastaði skuggum sínum á nágrennið. Nokkrir óskilahestar voru á beit í túninu og hundarnir hans Ragnars voru enn lokaðir inni. - A.Bj. Gamla kolaeldavélin er senniiega eini „forngripurinn" sem eftir er á Korpúffsstöðum. Þetta er mjög svipuð eldavél og frú Bridges notar í sjónvarpsþáttunum Húsbændur og hjú.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.