Dagblaðið - 18.01.1978, Blaðsíða 9

Dagblaðið - 18.01.1978, Blaðsíða 9
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 18. JANUAR 1978. 9 Hagleiksmaður íhaughúsi: SLÍPAR ÍSLENZKA STEINA ÞANNIG AÐ ÞEIR VERÐA EINS OG DÝRASTI MARMARIOG EÐALSTEINAR „Blessuð vertu. Ég er fyrsti haughúsbóndinn hér á Korpúlfs- stöðum,“ sagði Marteinn Davíðs- son múrarameistari þegar blm. DB og ljósmyndari komu í heim- sókn til Korpúlfsstaða á dögun- um. Marteinn var að slípa grjót í stórri slípivél í gamla haughús- inu. Hann' var í gúmmíklæðum frá toppi til táar og allvígalegur á að líta. Annars staðar voru hrúgur af grjóti sem virtist nánast ekki ann- að en holtagrjót og hraunhnull- ungar. En þegar Marteinn var búinn að slípa það og saga það niður í 1-2 cm þykkar sneiðar var það sannarlega allt öðruvísi en venjulegt grjót. Steinarnir voru eins og fegursti marmari og dýrindis skrautsteinar í öllum regnbogans litum. „Mesta ánægjan við þessa grjót- vinnu er að safna grjótinu saman Marteinn sýndi okkur steinasafn sitt frá árinu 1938. Hann er múrara- meistari að atvinnu og hefur séð um byggingu og skreytingu á fjölmörgum b.vggingum víða um land. Þarna voru sýnishorn af áferð- um ýmissa húsa eins og bankabvgginga og Hallgrímskirkju í Reykjavík. <- DB-myndir Hörður Vilhjálmsson. Marteinn hefur nú látið af störfum sem múrarameistari. Hann hleður þó enn listafagrar vegghleðslur og eldstæði. Hann hefur haft vinnuaðstöðu í gamla haughúsinu á Korpúlfsstöðum nú í rúm þrjú ár. Þar unir hann sér vei ásamt öðrum listamönnum sem þar hafa aðstöðu, þeim Sverri Ólafssyni, Veturliða Gunnarssyni, Helga Gfslasyni, Gunnari Erni og Hallsteini Sigurðssyni. Þessir listamenn voru allir af bæ nema Gunnar Örn sem var við vinnu sína í vinnustofu sinni í einum hluta haughússins. Hjá Marteini var grjót í hrúgum og í einu horninu voru , staflarnir af stuðlabergi. uppi um fjöll og firnindi," sagði Marteinn. „Maður hittir svo margt skemmtilegt fólk á þessum ferðum. En þetta er mikið púl, manneskja, og það er líka rán- dýrt. Síðasti grjótfarmurinn kostaði mig hálfa milljón hingað kominn.“ Er við spurðum hvort ekki væri bannað með náttúruverndarlög- unum að taka stuðlabergið hristi Marteinn höfuðið. „Það er frostið og klakinn sem sprengja það upp og eftir vetur- inn liggur það laust,“ sagði hann. „Nú er ég að búa til borð. Eg nota stuðlabergið í lappirnar en ANDINN FÆÐIST MEÐ VINNUNNI — segir ungur listamaður sem unir sér vel í ró og næði á Korpúlf sstöðum „Það þýðir ekkert að vera að eltast við dagsbirtuna hér á íslandi. Maður verður hvort eð er alltaf að byrja á því að kveikja ljós þótt maður hafi vinnusal með stórum gluggum,“ sagði Gunnar örn listmálari. Hann er einn af listamönnunum í höfuðborginni sem fengið hefur vinnuaðstöðu i gamla haughúsinu að Korpúlfs- stöðum. Gunnar hefur verið að Korpúlfsstöðum í eina fjóra eða fimm mánuði. — Kemur andinn yfir þig hérna í gluggalausri vinnustof- unni? „Það þýðir nú ekkert að bíða eftir að hann komi yfir mann. Ég held nefnilega að andinn fæðist með vinnunni,” sagði Gunnar Örn. „Það er mjög gott að vinna hérna, alltaf ró og næði.“ — Hvernig telur þú að búið sé að ungum listamönnum á Islandi í dag? „Ég tel að þeir hafi mjög góða aðstöðu til þess að komast áfram, miðað við hvernig það er hjá öðrum þjóðum. Það er geipilegur áhugi á myndlist í landinu en mér finnst vanta kennslu um listir í skólum landsins og hingað til hefur frekar lítið verið um alþjóðlega list hér á landi. Við eigum líka áreiðanlega heimsmet, miðað við fólksfjölda, í hve margar listsýn- ingar eru haldnar hér á landi,“ sagði Gunnar Örn. - A.Bj. Gunnar Örn ásamt hundinum sin- um í vinnustofunni að Korpúlfs- stöðum. DB-mynd Hörður Vil- hjáimsson. platan verður samansett úr alla vega löguðum steinflísum. Mér datt þetta í hug fyrir einum fimm- tán árum en það hefur ekki unn- izt tími til þess fyrr en nú,“ sagði Marteinn. 1 haughúsinu hjá Marteini er fleiri en ein vistarvera. I innra herberginu hjá honum voru sýnis- horn af steinasafni hans allt frá árinu 1938. Þar voru líka sýnis- horn af áferð utan á hinum ýmsu byggingum sem Marteinn hefur gert, t.d. Hallgrímskirkju, hinum ýmsu byggingum Landsbankans úti á landi og Silla og Valdahús- inu í Austurstræti 17. í vinnustofu Marteins voru ýmsir gamlir munir, meðal ann- ars verkfæri frá tímum föður hans sem var hagleikssmiður. Marteinn er fæddur að Húsatóft- um á Skeiðum. Afi Marteins var einnig kunnur hagleikssmiður, Jón á Hlemmiskeiði. Áður en leiðir skildust sýndi Marteinn okkur fjölmargar lit- myndir af listilega fallegum hleðslum sem hann hefur gert í gegnum árin. „Þú getur sagt frá því að ég hafi í huga að búa til nýja tegund í einu horni haughússins sem hefur verið innréttað sem vinnustofa fyrir iistamenn voru k.vnstrin öll af stuðlabergi sem Marteinn Davíðs- son notar í steinlisfaverk sín. Þarna er Marteinn með Ragnari Guð- mundssyni húsverði á Korpúifsstöðum. af borðum sem ég ætla að kalla Hildiskvíguborð. Það verður selt með þar til gerðum dúk,“ sagði Marteinn er við kvöddum. Honum var augsýnilega skemmt og sýndi hann okkur kort sem hann fékk á bar einum á Kanaríeyjum en þaðan fékk hann hugmyndina að Hildiskviguborðinu sem áreiðan- lega vekur athygli þegar það kemur fullskapað frá hendi lista- mannsins. - A.Bj. GREIDENDUR vinsamlega veitið ef tirfarandi erindi athygli: Frestur til aö skila launamiöum stuðliö þér aö hagkvæmni í opin- rennur út þann 19. janúar. berum rekstri og firriö yöur Þaö eru tilmæli embættisins til óþarfa tímaeyðslu. yöar, að þér ritið allar upplýsingar rétt og greinilega á mióana og DII/IOOIZ ATXOXIflDI vandiö frágang þeirra. Meö þvi ílllVlddlVnl I O I JUIll

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.