Dagblaðið - 18.01.1978, Blaðsíða 23

Dagblaðið - 18.01.1978, Blaðsíða 23
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 18. JANUAR 1978. 23 I Utvarp Sjónvarp Sjónvarp íkvöld kl. 22.25: Sekt og refsing ÞEIM UTLU STUNGIÐ ÞEIR STÓRU SLEPPA „Þetta er dálítið góð mynd og kannski meira en dálítið góð því hún er mjög athyglisverð," sagði Bogi Arnar Finnbogason er hann var spurður um sjón- varpsmynd sem er á dagskrá i kvöld. Nefnist sú Sekt og refsing, cr dönsk að gerð og greinir frá þessúm hlutum þar í landi. „Þessi mynd á ekki síður erindi til okkar en Dana. Talað er við fyrrverandi og núverandi refsifanga. Þetta eru aðallega eiturlyfjaneytendur og menn sem hafa framið auðgunarbrot. Svo er leitað álits hjá ýmsum merkum mönnum í Danmörku og þeir setja fram jákvæðar skoðanir. Einn þeirra, sem reyndar er hæstaréttarlög- maður, kemur inn á það að í nútimaþjöðfélagi hvar sem er hugsa í rauninni allir um það eitt að auðgast sem fljótast og mest án nokkurs tillits til nágrannans. Auðæfi eru fengið án umhugsunar um það hvað þau kosta aðra og á hverjum M (Jr myndinni Sekt og refsing. hefur verið traðkað í leit að þeim. Einnig er bent á að lögregian og raunar allt dómskerfið beitir mjög gamaldags vinnu- brögðum. Það er yfirleitt þannig að þeir sem fremja litlu afbrotin eru teknir og þeim stungið inn á meðan hinir stóru sleppa. Eg held til dæmis að það hafi verið lögmaðurinn er nefndi dæmi um það að ef gjaldkeri stelur peningum úr skúffunni hjá sér er hann tekinn og honum stungið í fang- elsi. En ef lyfjaverksmiðja setur á markaðinn lyf sem veldur stórum hópi manna skaða er hún í mesta lagi dæmd í smásekt og fórnarlömbin fá fjárhagslegar skaðabætur. Enginn er settur í fangelsi. Það er einnig athyglisvert að í Danmörku eru 50 manns myrtir árlega og allt er í háa- lofti við að ná morðingjunum eins og sjálfsagt er. En á sama tíma deyja kannski þúsund manns í umferðarslysum og enginn gerir neitt í því að reyna að koma í veg fyrir slíkt. Það er engu likara en menn séu búnir að sætta sig við þessi óhöpp og telji að ekkert verði við þeim gert,“ sagði Bogi. DS Útvarp íkvöld kl. 22.05: Kvöldsagan, Sagan af Dibs litla BARNIÐ VARD SKRÝTIÐ ÞVÍ FORELDRARNIR HÖFÐU EKKI TÍMA TIL AÐ TALA VIÐ ÞAÐ Sjónvarp í kvöld kl. 19.00: On We Go SVÖR VIÐ ÆFINGUM ÚR11. KAFLA Þórir S. Guðbergsson félagsráð- gjafi hefur í kvöld lestur nýrrar kvöldsögu í útvarpinu. Nefnist hún Sagan af Dibs litla og er eftir Virginíu M. Alexine. Sagan kom út í Bandaríkjunum fyrir nokkrum árum en hefur síðan verið þýdd á öll Norðurlanda- málin. Sagan af Dibs litla styðst að miklu leyti við eigin reynslu Virginíu að sögn Þóris. Hún er sálfræðingur og uppeldisfræð- ingur sem fékk 5 ára dreng til meðferðar. Með leyfi foreldranna fékk Virginía að taka samtölin við drenginn upp á segulband og skrifa um reynslu sína og hans með því þó að breyta nöfnum og staðháttum. Þegar Dibs litli kom til með- ferðar var hánn 5 ára og kom af leikskóla. Hann virtist hvorki geta talað né hegðað sér eðlilega innan um önnur börn. Meðferð Virginíu gekk óvenjulega vel því Dibs var mjög vel greindur að upplagi. Þórir sagði að margir sál- fræðingar hefðu fyllzt nokkrum ugg yfir þvi að segja frá svona mikilli velgengni þar eð hún er alger . undantekning. En þetta gerði Virginía til þess að vekja athygli fólks á því hvað hægt er að gera ef nógu fljótt er gripið til þess. Trúin á svona meðferð er ekki alltaf mikil og því vill dragast úr hömlu að fólk leiti ráða og þá er ef til vill allt um seinan. Sagan er að sögn Þóris skrifuð á óvenjugóðu og alþýðlegu máli og þannig að hvaða maður sem er ætti að geta skilið það algerlega, jafnvel þó hann viti ekkert um sálfræði. Endirinn sagði hann að væri þó allra beztur og væri hann hreint út sagt stórkostlegur. Þórir sagði að við íslendingar mættum draga nokkurn lærdóm af því að Dibs litli varð svona eins og hann varð af því að foreldrar hans höfðu hreinlega ekki tíma til að tala við hann. Þau voru bæði mjög vel menntuð, faðirinn þekktur vísindamaður og móðirin læknir, þannig að það hefði ekki átt að koma i veg fyrir að þau vissu hvernig bezt væri að ala upp börn. Þau hreinlega höfðu ekki tíma til þess. Og hvað skyldu margir foreldrar á íslandi vera í sömu sporum? Exercise 1. Svörin eru i textanum. Exercise 2. Dæmi: Will you fetch the cups? I’ll fetch the cups. Exercise 3. 1 g. 2i. 3a. 4j. 5h. 6f.7e. 8c. 9b. lOd. Exercise 4. Orðin sem á að nota í hverri setningu eru þessi. 1. answer. 2. mend. 3. play. 4. read. 5. buy. 6. wash. 7. drink. 8. eat. 9. open. 10. cook. Exercise 5. Dæmi: George is learning to drive a train. He’ll be a train-driver one day. Exercise 6. Dæmi: He’ll go to church. Exercise 7. Dæmi: This evening my friend is ^going to read a book. Exercise 8. Dæmi: The man is going to drive the car. Exercise 9. Svarið fyrir ykkur sjálf. Exercise 10. Dæmi: The man is trying to lift the stone. Exercise 11. iÞarfnast ekki skýringa. Exercise 12. Dæmi: I am hoping to go on holiday soon. Exercise 13. Þarfnast ekki skýringa. Exercise 14. Dæmi: At ten o’clock he’s going to see Mr. Brown. Exercise 15. 1.1 go 2.1 know. 3. liking. Börn þurfa á þvi að halda að fullorðið fólk tali við þau og leiðbeini þeim. En það ef báðir foreldrarnir vinna myrkranna á milli? STYRKIR TIL HÁSKÓLANÁMS í GRIKKLANDI Grísk stjórnvöld hafa tilkynnt að þau bjóði fram í löndum sem aðild eiga að Evrópuráðinu fimm styrki til háskólanáms f Grikklandi háskólaárið 1978-79. — Ekki er vitað fyrirfram hvort einhver þcssara styrkja muni koma í hlut Islendinga. Styrkir þessir eru eingöngu ætlaðir til framhaldsnáms við háskóla og skulu umsækjendur hafa lokið háskólaprófi áður en styrktímabil hefst. Þeir ganga að öðru jöfnu fyrir um styrkveitingu sem hyggjast leggja stund á grísk fræði. Styrkfjárhæðin er 8.000 drökmur á mánuði auk þess sem styrkþegar fá greiddan ferða- kostnað til og frá Grikklandi. Til greina kemur að styrkur verði veittur til allt að þriggja ára. Umsóknir um styrki þessa skulu sendar til: State Scholarships Foundation, 14 Lysicrates Street, Gr 119 ATHENS, Greece, fyrir 30. apríl 1978 og lætur sú stofnun jafnframt í té umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar. Menntamálaráðuneytið, 12. janúar 1978. STYRKIR TIL HÁSKÓLANÁMS í FRAKKLANDI •Franska sendiráðið í Reykjavík hefur tilkynnt að boðnir séu fram sex nýir st.vrkir handa íslendingum til háskóla- náms í Frakklandi háskólaárið 1978-79. Umsóknum um st.vrki þessa, ásamt staðfestum afritum prófskírteina og meðmælum, skal komið til menntamála-' ráðuneytisins, Hverfisgötu 6, Reykjavík, fyrir 14. febrúar nk. — Umsóknareyðublöð fást í ráðuneytinu. Menntamálaráðuneytið, 12. janúar 1978 Blaðburöarböm óskaststrax STÓRH0LT STANGARH0LT Upplýsingarísíma27022 ‘BIAÐIB

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.