Dagblaðið - 18.01.1978, Blaðsíða 13

Dagblaðið - 18.01.1978, Blaðsíða 13
12 DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 18. JANÚAR 1978. 19 ára sigurvegari frá minnsta ríki Evrópu Andreas Wenzel sigraði Ingemar Stenmark í gær „Mér tókst vel upp í báðum umferðum og það er eina aðferðin til að sigra Stenmark,*1 sagði Andreas Wenzel frá minnsta ríki Evrópu, Lichten- stein, eftir að hann hafði hiotið sinn fyrsta sigur í keppni heims- bikarsins í gær. Það var í stór- svigi í Adelboden í Sviss og Wenzei, sem er 19 ára, var háifri sekúndu á undan Ingemar Sten- mark. Svíinn náði beztum tíma í síðari umferðinni en tókst ekki að vinna upp 0.73 sek. mismun, sem Wenzel hafði náð í fyrri um- ferðinni. Við sigurinn skauzt Andreas Wenzel úr tíunda sæti Cindy Nelson, Bandaríkjunum, náði beztum æfingatíma í bruni í Bagdastein í Austurríki í gær, þegar stúlkurnar í keppni heims- bikarsins voru að undirbúa sig fyrir brunkeppnina, sem verður háð i dag. Hún er talin hafa góða sigurmöguleika ásamt Berna- dette Zurbriggen, Sviss, sem einnig sýndi góða takta í braut- inni í gær. Mest verður þó fyigzt með Önnu-Maríu Moser-Pröll, Austur- ríki, og Hanni Wenzel, Lichten-i stein, sem skipa tvö efstu sætin í stigakeppninni. Anna-María keppir þó hún geti ekki unnið tii fleiri stiga í bruninu — en hún getur með þátttöku sinni iækkað stigatölu annarra. Hanni Wenzel er níu stigum á eftir Önnu-Maríu samanlagt og þó hún sé bezt i sviggreinunum, hefur hún komið á óvart í bruni í vetur. upp í það fimmta í stigakeppni heimsbikarsins. Systir hans, Hanni Wenzel, sem er 21 árs, sigraði í stórsvigi í Les Mosses fyrir viku og er í öðru sæti í stigakeppni kvenna í heims- bikarnum. Ingemar Stenmark, sem nú hefur tvívegis tapað keppni eftir 12 sigra í röð, sagði eftir keppnina. „Mér finnst ég vera þreyttur núna auk þess, sem ég er með hálsbólgu. Mér tókst ekki nógu vel upp i fyrri umferðinni en ég er ánægður með annað sæti. Það er erfitt að renna sér alltaf á nær fullkominn hátt i jafn tæknilega erfiðyi grein og stór- .svigið er. Ég held til Kitzbuehel í lAusturríki innan skamms og keppi þar í svigi heimsbikarsins á sunnudag. Síðan fer ég heim til Svíþjóðar til hvíldar og hressing- ar fyrir heimsmeistarakeppnina. Það er greinilegt, að hún verður mjög erfið“, sagði Stenmark — en |þess má geta að honum hefur aldrei lekizt að sigra í keppni í Adelboden. Stenmark er enn langefstur í stigakeppni heimsbikarsins með 150 stig og bætti ekki við-sig stig- um þar í gær, þar sem hann hefur þegar hlotið hámarksstigafjölda bæði í svigi og stórsvigi eftir þeim reglum, sem nú er keppt. í stór- sviginu bætti hann hins vegar við sig 20 stigum og þar er staða efstu manna nú þannig. 1.1. Stenmark, Svíþjóð 95 2. A. Wenzel, Lichtenst. 55 3. Heini Hemmi, Sviss 51 4. Phil Mahre, USA 5. J. Fournier, Frakklandi 6. K. Heidegger, Austurr. 7. Piero Gros, Ítalíu 8. L. Stock, Austurríki 9. B. Krizaj, Júgóslavíu 10. G.Thoeni, Italíu j Sigurvegarinn í gær, Andreas Wenzel, hefur tvívegis orðið I þriðja sæti í keppni heims- bikarsins í vetur — og er nú að komast í hóp beztu skíðamanna heims í alpagreinum. Hann náði beztum tíma í fyrri umferðinni í gær 1:17.72 mín. og þeim næst bezta í þeirri síðari, 1:16.44 mín., en Stenmark var þá beztur á 1:16.22 mfn. Samanlagður tími Wenzel var 2:34.26 mín. en Sten- mark fékk 2:34.89 mín. Italski Olympiumeistarinn í svigi Piero Gros náði sínum bezta árangri i vetur. Varð þriðji á 2:35.07 mín. eftir að hafa verið með annan bezta tímann eftir fyrri umferðina. Olympiumeist- arinn í stórsviginu, Heini Hemmi, Sviss, varð fimmti á 2:36.31 mín. Hann keppti nú í fyrsta sinn síðan hann meiddist í baki um miðjan desember. t fimmta sæti varð Phil Mahre á 2:36.40 mín. — en Klaus Heidegger tókst ekki að vinna stig á Stenmark í keppninni samanlagt þar sem hann varð aðeins í niunda sæti. Hann er í öðru sæti með 90 stig. Phil Mahre er þriðji með 76 stig og í fjórða sæti er brunmeistarinn italski, Herbert Plank, með 70 stig. „Þetta er bara gott“, segir Skúli Nielsen, rakarameistari og fyrrum landsliðsmaður í knattspyrnu, þegar hann athugar pinnana i hári Jóns H. Karlssonar, fyrirliða landsliðsins. Björgvin, Kristján og Þorlákur Kjartansson fylgjast með ásamt starfsstúlku á Rakarastofu Austur- bæjar, sem setti pinnana í Jón DB-mynd Bjarnleifur. Miller Barber Miller Barber, sem er 45 ára, sigraði á opna golfmótinu í Phönix í Bandaríkjunum í gær. Lék á 273 höggum hoiurnar 72. Var höggi betri en Jay Pate og þriðji varð Lee Trevino. Gr.mli meistarinn Arnold Palmer var mjög sigurstranglegur um tíma í siðustu umferð- inni. Lék sex holur í röð á „birdie“ og náði forustu i keppninni. Hins vegar tókst honum ekki eins vel upp í lokin og varð þvi af sinum fyrsta sigri á stórmóti um árabil. Palmer varð f jórði á 276 höggum. Tennisleikarar fá miklar tekjur Þeir Jimmy Connors og Guilemro Vilas, Argentinu, urðu langtekjuhæstir tennisleik- ara á siðasta ári — og eiginkona Jimmy Connors, Chris Evert, varð langtekjuhæst kvenna. Connors vann sér inn rúmlega 900 þúsund dollara — upphæð sem nemur um 180 milljónum króna. Annar Varð Guilermo Vilas frá Argentínu með rétt rúmlega 800 þúsund dollara, um 160 milljónir króna. Þriðji varð. Svíinn Björn Borg með tæplega 500 þúsund dollara — eða um 100 milljónir króna. Tekjur tennisleikara eru gífurlegar — og hafa stöðugt vaxið undanfarin ár. Þær hafa farið langt fram úr tekjum golfmanna. Chris Evert varð langtekjuhæst kvenna með rúm- lega 500 þúsund dollara — eða sem nemur um 100 milljónum króna. Næst Evert varð tékkneska stúlkan Martina Navratilova með um 60 milljónir króna. DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 18. JANUAR 1978. M'íMíSt’ífsgáfigp| Mæta krullaðir íkveðjuleik- inníkvöld Þeir verða fínir um hárið í kvöld, lands- liðskapparnir í handknattleiknum, þegar þeir leika við pressulið á fjölum Laugardals- hallarinnar kveðjuleikinn fyrir HM- keppnina. í gær voru þeir hjá Skúla Nielsen, landsliðskappa í knattspyrnunni hér áður fyrr, á Rakarastofu Austurbæjar þar sem þeim öllum var boðið upp á klippingu. Margir fengu krullur í hárlð —þar á meðal fyrirliðinn Jón H. Karlsson, nákvæmlega éins og í B-keppninni i Austurríki í fyrra. Kveðjuleikur landsliðsins hefst um níu- leytið í kvöld eftir að ýmsir frægir kappar hafa sýnt Iistir sínar i knattspyrnu á fjölum hallarinnar. Sú skemmtun hefst kl. 20.30 og þar verður Albert Guðmundsson i farar- broddi. Vmsir yngri stjórnmálamenn lands- ins honum til aðstoðar gegn Ómari, Bessa, Halla og Ladda — að ógleymdum Rúnari Júlíussyni, poppara úr Keflavík, sem eitt sinn var í hópi snjöllustu knattspyrnumanna landsins. Evrópumeistarar Liverpool og Nottm. Forest í undanúrslit — enska deildabikarsins eftir sigra gegn liðum úr 3. deild í gærkvöld Munurinn á beztu liðunum í 1. deild, Evrópumeisturum Liver- pool og Nottingham Forest, efsta liðinu í Englandi, og liðum úr 3. deild kom vel í ljós í gærkvöld, þegar þessi tvö stórlið enskrar knattspyrnu tryggðu sér rétt í undanúrslit enska deildabikars- ins. Liverpool sigraði Wrexham 3-1 í Wales og Nottingham Forest sigraði Bury 3-0, einnig á útivelli. Kenny Dalglish, dýrasti leik- maðurinn í ensku knattspyrn- unni, skoraði öll mörk Liverpool í Wrexham. Hann kostaði félagið 440 þúsund sterlingspund sl. sumar frá Celtic. Dalglish skoraði fyrsta markið snemma leiks eftir undirbúning Terry McDermott en rétt fyrir lok fyrri hálfleiksins jafnaði John Lyons fyrir 3ju deildarliðið. I síðari hálfleiknum skoraði Dalglish tvívegis og tryggði öruggan sigur Evrópu- meistaranna. í Bury skoraði Ian Bowyer fyrsta mark Forest en hann er venjulega varamaður hjá liðinu. í siðari hálfleik skoraði irski lands- liðsmaðurinn Martin O’NeilI frá- bært mark fljótlega og John Robertson skoraði 3ja mark Forest á 80. mín. I kvöld verða tveir leikir í deildabikarnum. Leeds-Everton og Manch.City- Arsenal. Tveir leikir voru í 3. deild á Englandi. Sheffield Wednesday sigraði Exeter 2-1 í Sheffield og er nú aðeins að rétta við á botni deildarinnar. Þá gerðu Walsall og Tranmere jafntefli 0-0 í Walsall. Tranmere náði þar með forustu í deildinni — komst upp fyrir Wrexham, en hefur leikið premur leikjum meira. Allur ágóðinn af skemmtikvöldinu rennur til landsliðsins — og ekki veitir af, því undirbúningurinn og HM-keppnin kosta HSl 15 milljónir króna. I kvöld er því tækifæri til að styrkja landsliðið í verki með því að mæta í LaugardalshöII — og enginn ætti að verða svikinn af því, sem þar fer fram. Benfica hefur ekki tapað I 13. umferðinni i 1. deild í Portúgal urðu úrslit þessi. Braga-Setubal 5-0 Benfica-Oporto 0-0 Boavista-Sporting 3-1 Academico-Estoril 1-0 Boavista-Sporting 3-1 Portimonense-Feirense 5-1 Espinho-Riopele . 2-1 Varzim-Belenenses 0-0 Varzim-Belenenses 0-0 Martimo-Guimaraes 1-1 Staða efstu liða er nú þannig: Benfica 13 9 4 0 27-6 22 Oporto 13 8 4 1 28-10 20 Braga 13 8 2 3 24-12 18 Sporting 13 7 3 3 24-15 17 Belenenses 13 7 3 3 11-8 17 vann íPhönix

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.