Dagblaðið - 18.01.1978, Blaðsíða 4

Dagblaðið - 18.01.1978, Blaðsíða 4
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 18. JANUAR 1978. Gjörbylting löggæzlumála á Seyðisfirði: Lögregluþjónn þar var í þremur störfum og einna launahæstur manna á íslandi — Nýir lögreglumenn taka nú við og nýskipan gerð á lögreglustjórninni Gjörbylting cr aö verða á lög- gæzlumálum á Seyðisfirði. Fylgir byltingin i kjölfar könn- unarferða sem fulltrúar dóms- málaráðuneytisins hafa farið austur þangað, óánægju bæjar- stjórnar Seyðisfjarðar með framgang dómsmála austur þar og stjórn lögreglumála, óánægju fjármálaráðuneytisins vegna óhóflegra kaupgreiðslna til löggæzlumanna og fjölda kvartana i blöðum varðandi lög- gæzlumál austur þar, m.a. all ítarlega úttekt sem Dagblaðið gerði þar snemma á sl. sumri. Ahrif byltingarinnar eru að dómsmálaráðuneytið býður nú öðrum löggæzlumanninum starf i Reykjavík og telur það uppsögn áf 'han's hálfu þiggi hann ekKt dooio. Htnn fastráðni löggæzlumaðurinn leitaði að fyrra bragði eftir starfi í Reykjavík og hefur hafið það. Sonur sýslumanns og bæjar- fógeta, sem verið hefur fulltrúi föður síns við embættið, hverfur aftur til starfa í Reykjavik en við er tekinn nýr fulltrúi sem fær stjórn lög- gæzlumála að miklu leyti i sinn verkahring. ,,Ég fór eina könnunarferð austur í sumar,“ sagði Baldur Möller ráðuneytisstjóri í viðtali við DB. „Aður höfðu fulltrúarn- ir Hjalti Zophaníasson og Þor- leifur Pálsson kannað málið. I öllum skoðunum komu í ljós þeir erfiðleikar og vandamál sem stafa af fámennislögreglu í stórum umdæmum. Nefnd bæjarstjórnar bar sig einnig upp undanástandimála við ráð- herra i sumar. Lýstu þeir á- hyggjum út af daufri löggæzlu sem þeir töldu sýna sig í meiri uppivöðslusemi á staðnum, en góðu hófi gegndi,“ sagði Baldur, Bæjarstjórnarnefndin benti á þá sérstöðu Seyðisfjarðar að þar væri áfengisútsala og þar ‘ væri gerður út togari sem að mestu væri mannaður utan- bæjarmönnum. Af því leiddi vissan ,,extra“-vanda. Aðal- áhyggjuefnið var þó vegna landlægrar uppivöðslusemi unglinga og um var kennt linku Iöggæzlunnar við útivist ung- linga í sambandi við dansleiki. Baldur Möller sagði síðan: ,,lnn í þetta blandast umkvart- anir vegna óheyrilegs kostn- aðar við löggæzluna. Reyndust löggæzlumenn á Seyðisfirði einna tekjuhæstir þjóna Is- lenzka ríkisins.“ Baldur neitaði'þvi ekki að sú fræga saga sem Dagbl'aðið opin- beraði að tölva sú sem reiknar út laun ríkisstarfsmanna hafi „spýtt" frá'sér korti lögreglu- manna á Seyðisfirði ásamt einu eða tveimur öðrum frá æðstu embættísmönnum ríklsins og á þann hátt „neitað" að reikna út svo öfgafullt launakort. * „Það er vandmeðfarið fyrir stjórn lögreglu að setja mörk. Um er að ræða mat á v'erkefn- um ,og erfitt að segja eftir á hvað rétt hefði verið að gera.En fjármálaráðuneytið kvgrtaði. Eftir könnunarferðir austur í sumar brá heldur í -átt til úr- bóta," sagði Baldur. ,,í ábendingarbréfi eftir skoðunarferð var fundið að framkvæmd löggæzlu. Bent var á ófullnægjandi skýrslugerð. •. ■ ■ Ilér er st jórnsvslumiöstöö þeirra Seyöfiröinga. Þar sitja hæjarstjöri og hæjarfógeti. . ÞORBJÖRN ÞORSTEINSSON - st.vr hefur staöiö um á Sevðisfirði. Bókun á kærum og bókun á vinnu á reglulegum vöktum og vegna útkalla væri MJÖG ábótavant. Skýrslugerð væri lítil sem engin. Inn í þetta at- riði blandast stjórnunarmál lögreglunnar. En allt þetta og hve lítil breyting varð á við aðfinnslur leiddi til þess að æskilegt þótti ,,að skipt yrði um blóð í skepnunni". Var sú ákvörðun tekin eftir miklar vangaveltur," sagði Baldur. Annar lögreglumannanna á Seyðisfirði sagði upp og fékk starf í Reykjavík. Taldi Baldur ljóst að hann hyrfi hér að miklu , lægri tekjum en hann hafði haft. „Hinum lögreglumanninum hefur verið boðið starf í Reykjavík. Þiggi hann það ekki skoðast það sem uppsögn hans hjá lögreglunni. Hann hefur auk óvenjulegra lögreglustarfa einnig verið fiskmatsmaður ríkisins á Seyðisfirði í allmö.rg ár. Það starf hans hefur líka farið fyrir hjartað á okkur vegna hinnar gífurlegu auka- vinnu hans í lögreglunni. Fisk- matsstarfinu hefur hann sam- einað skoðunar- og vottorðsgerð vegna útflutnings frá fisk- vinnslustöðvum. í 3. starfi var hann svo sem útkeyrslumaður fyrir Kaupfélagið á staðnum. Það starf mátti vinna á þeim tímum sem hann átti lausa. - lögreglumaðurinn sem mikill — DB-mvnd R.Th.Sig. . Afköst lögreglumannsins hafa verið með ólíkindum, enda um þrekmann að ræða,“ sagði Baldur. Baldur sagði að ýmis að- finnsluatriðin vörðuðu einnig stjórn sýslumanns á lögreglu-' málunum. Ráðuneytið teldi ekki æskilegt að fulltrúar sýslu-' manna í svo miklum annríkis- embættum sem sýslumanns- embættið á Seyðisfirði og bæjarfógetaembættið þar er, væru þeim nákomnir. Því hefði sonur sýslumannsins sem verið hefði fulltrúi hans að undan- förnu aftur tekið við störfum í Reykjavík og var það að eigin ósk. Fulltrúarnir hefðu verið tveir um tíma, en sá sem áfram starfaði myndi hafa mun meiri afskipti af stjórn lögreglumála en verið hefði til þessa. Þessi breyting á málum hefði einnig haft nokkur áhrif á þá ósk ráðu- neytisins að skipt yrði um menn í stöðum lögreglumanna. Skoðun ráðuneytisins var að af- skiptaleysi í stjórn lögreglu- mála hefði verið of mikið. Ekki- vildu menn taka upp lögreglu- harðstjórn og var því milliveg- urinn farinn með nýjum tökum á stjórn lögreglumálanna. Þessa breytirigu af ráðuneytis- ins hálfu féllst sýslumaður á, að sögn Baldurs Möllers. - ASt.. Styður Albert tillögu minnihlutaflokka? —Sundlaugarmál Grensásdeildar Borgarspítalans fékkbyríborgarráði k'járframlag Reykjavíkur- borgar til sundlaugarbyggingar við Grensásdeild Borgarspítal- ans bar á góma á fundi borgar- ráðs í gær. Það var Björgvin. Guðmundsson (A) sem málinu hreyfði þar með þvi að leggja fram tillögu um að borgin legði fram 20 milljón króna stofn- framlag til þess að bygging laugarinnar gæti hafizt. Tillögu Björgvins var vísað til borgarstjórnarfundar á fintmtudaginn. Sundlaugarbygging þessi varð að allfrægu máli á síðasta Alþingi. Báru nokkrir þing- menn fram tillögu um fjárfram- lag af hálfu Alþingis til sund- laugar á þessum stað. Flutn- ingsmenn voru m.a. Jóhann Hafstein, Magnús Kjartansson, Einar Ágústsson og Eggert G. Þorsteinsson. Varð niðurstaðan á Alþingi sú að samþykkt var að veita 20 milljónir til sund- laugarinnar ef á móti kæmi jafnhátt framlag frá Reykja- víkurborg. Meirihluti borgarstjórnar hefur látið í það skína að órétt- látt væri að borgin legði fram jafnháa upphæð og ríkið. En á borgarráðsfundinum í gær tók Albert Guðmundsson undir til- lögu Björgvins um 20 milljón króna framlag frá borginni og í sama streng tók Sigurjón Pétursson fulltrúi Alþýðu- bandalagsins. Það er því engan veginn út- séð um að tillaga Björgvins fái ekki hljómgrunn I bæjarstjórn og vera má að þar ráðist hvort 40 milljónir fáist á árinu til framkvæmda við sundlaugina við Grensásdeildina. - ASt.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.