Dagblaðið - 21.01.1978, Page 10

Dagblaðið - 21.01.1978, Page 10
10 DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 21. JANUAR 1978. fijálst, nháð dagblað Utgefandi Dagblaðifrhf. Framkvæmdastjóri: Sveinn R Eyjolfsson. Ritstjori: Jonas Kristjansson. Frettastjori: Jón Birgir Petursson. Ritstjornarfulltrui: Haukur Helgason. Skrifstofustjori ritstjórnar: Jóhannes Reykdal. íþrottir: Hallur Simonarson. Aðstoðarfrettastjori: Atli Steinarsson. Handrit: Ásgrimur Palsson. Blaðamenn: Anna Bjarnason, Asgeir Tomasson, Bragi Sigurðsson, Dora Stefánsdottir, Gissur Sigurðsson, Hallur Hallsson, Helgi Petursson, Jonas Haraldsson, Ólafur Geirsson, Ólafur Jonsson, Ómar Valdimarsson, Ragnar Lar. Ljosmyndir: Árni Pall Johannsson, Bjarnleifur Bjarnleifsson, Hörður Vilhjalmsson, Ragnar Th. Sigurðsson, Sveinn Þormoðsson. Skrif stof ustjóri: Ólafur Eyjolfsson. Gjaldkeri: Þrainn Þorleifsson. Dreifingarstjóri: Már E.M. Halldórsson. Ritstjórn Siðumula 12. Afgreiðsla Þverholti 2. Askriftir, auglysingar og skrifstofur Þverholti 11. Aðalsimi blaösins 27022 (10 linur). Askrift 1600 kr. a manuði innanlands. Í lausasölu 90 kr. eintakið. Setning og umbrot: Dagblaðið og Steindórsprent hf., Armuia 5 Mynda-og plötugerö: Hilmirhf. Siðumula 12. Prentun: Arvakurhf. Skeifunni 19. „Redding” til bráðabirgða? ,,Reddingar“ til bráðabirgða eru efst á baugi hjá ríkis- stjórninni á þessu stigi at- hugana á aðgerðum í efnahags- málum. Helzt er talið koma til greina að láta gengi krón- unnar falla og þá frekar með því að auka til mikilla muna hraða gengis- sigsins en gengisfellingu meö einu pennastriki. Þessi staða getur enn breytzt og aðrar aögerðir orðið ofan á, en rétt er að líta nánar á þessa leið. Ríkisstjórnin og sérfræðingar hennar telja, að ,,hratt gengissig“ hafi ýmsa kosti umfram aðrar leiðir. í fyrsta lagi gerir hún sér vonir um, að þá muni verkalýðshre.vfingin ekki rísa upp. Samningum verði ekki sagt upp, þótt gengið falli verulega, ef það gerist ekki á einum degi heldur fáum vikum. En vafalaust mun verkalýðshreyfingin setja það skilyrði fyrir slíkri hlífó, að ekki komi til kaupbindingar og kaupið hækki bæói fyrsta marz og fyrsta júní. í öðru lagi geti gengissigið gengið sinn gang, án þess að þaö komi beinlínis til kasta Alþingis. Við beina gengisfellingu, sem Seðlabankinn ákveður, verður Alþingi að samþykkja ákveðnar hliðarráðstafanir. Stjórnin telur sem sagt, að minni hávaði verði gerður, ef gengis- fellingunni verður dreift á nokkurn tíma. En auðvitað verður niðurstaðan hin sama, hvort sem gengið er fellt á einum degi eða fleirum. Hvert mundi þessi stefna leiða? Augljóst er, að gengisfelling veldur veröhækkunum á innfluttum vörum. Verði kaupið ekki bundið eða vísitöluhækkanir felldar niður, valda þess- ar verðhækkanir kauphækkunum, næst þegar kaup á að hækka vegna vísitölubreytinga. Stjórnendur frystihúsa eru efins um kosti gengisfellingar. Augljóst er, að það er einvörðungu ,,redding“ til bráöabirgða, sem felst í framangreindum hugmyndum. Nær lagi væri að fella niður vörugjaldið samfara gengis- lækkun og halda verðbólgu ískefjum með því. Allir munu sjá, hvaöa áhrif umrædd ,,leið“ hefur á verðbólguna, sem nú þegar stefnir langt yfir 40 af hundraói á ári. Með þessu yrði vandanum enn einu sinni kastað út í verðbólguna. ' .. Dauði Humphreys markar þáttaskil Síðasti fulltrúi frjálshyggju kalda stríðsáranna Með dauða Huberts Humphreys fyrrum varaforseta Bandaríkjanna í síðustu viku urðu kaflaskipti í bandarískum stjórnmálum. Með honum er genginn síðasti fulltrúi frjáls- byggju kalda stríðsáranna. Enginn túlkaði betur en hann þá málamiðlun sem vinstriöflin í Bandaríkjunum gerðu við erkifjendur sína. Sumir telja þó að Humphrey hafi svikið hefðir i bandarískum stjórn- málum. Aðrir telja að hann hafi með stjórnkænsku sameinað íhaldssama utanríkisstefnu og félagslegar framfarir innan- lands. En hvað sem líður póli- tísku mati á Humphrey, eru flestir þó sammála um að þeir pólitisku straumar, sem Humphrey stóð fyrir, hafi verið alls ráðandi frá stríðslokum og hafi mótað hið bandaríska sam- félag. Pólitískur ferill Huberts Humphreys hófst í ríkinu Minnesota þar sem sósíalistar náðu meiri styrk á millistríðs- árunum en nokkru öðru riki Bandaríkjanna bæði fyrr og síðar. Á fjórða áratugnum var bænda- og verkalýðsflokkur þar allsráðandi og það varð eitt af fyrstu pólitísku verkum Humphreys að sameina þennan flokk Demókrataflokknum snemma á fimmta áratugnum. Á flokksþingi Demókrata- flokksins 1948 lagði hann síðan fram frjálslynt frumvarp, sem gekk gegn kynþáttastefnum, sem náði fram að ganga vegna ræðusnilldar Humphreys og skipulagsgáfu. Frumvarp þetta Hubert Humphrev fyrrum varaforseti Bandaríkjanna. vakti mikla gremju hjá þing- mönnum suðurríkjanna. KALDA STRÍÐIÐ — KR0SSFERÐIN GEGN KOMMÚNISMANUM Kalda stríðið brauzt einnig út árið 1948. Áhrifamiklir fram- farasinnaðir stjórnmálamenn voru þar með settir í mikinn vanda. Atti að fylgja kross- ferðinni gegn kommúnis- manum, sem studd var af stórkapitaliskum og hernaðarlegum öflum, jafnvel framfarasinnaðir stjórnmála- menn voru á móti þessari múg- æsingu. Humphrey ákvað að vera með í baráttunni gegn kommúnismanum. Hann var fyrst kjörinn öldungadeildar- TIMI SVARTA- GALDURS Tvær aðrar leiðir hafa nokkuö verið. á döfinni í þessum umræðum stjórnvalda. Að svo stöddu telja ráöherrar og sérfræðingar þeirra þær síður koma til greina. Annars vegar er sú leió að lækka verðlag og kaupgjald og þá að sjálfsögðu með samningum við verkalýðs- forystuna. Með því mætti mjög draga úr kostnaði útflutningsatvinnuveganna og bæta stöóu þeirra. En stjórnvöld hika við að reyna þessa leið. Ráðherrar vilja ekki leita slíkra samninga við fulltrúa stjórnarandstöðu- flokkanna í verkalýðsfélögunum svo skömmu fyrir kosningar. Hins vegar er sú leið að hækka skatta. Flest- um mun þ.vkja skattahækkunin, sem samþykkt var rétt fvrir jól, ganga of langt og megi ekki höggva frekar í þann knérunn. Því kann svo að fara að næsta skrefið verði léleg reddi-ng til bráðabirgða, svo sem til að fleyta þjóðarskútunni yfir kosningar. Á seinni áratugum hefur þjóðfélagsgerð okkar islend- inga stöðugt orðið flóknari. Lífsstíll fólksins er orðinn þannig að fyrir mörgum er or- sök og afleiðing nánast ein rök- laus benda sem fólk virðist hætt að reyna að skilja. Við fljótum áfram eins og eftir óþekktu náttúrulögmáli. Orsakir fyrir þessu almenna ástandi eru sjálfsagt margar. Hér verður ekki gerð tilraun til að skilgreina þessa flækju, en leitast við að benda á örfáa þætti úr ysta laginu. Ilér verður fullyrt að ein or- sök þeirrar þjóðfélagsgerðar sem við búum við, sé sú hömlu- lausa vinna 'sem viðgengist hefur. Þessi þáttur í lifsstílnum er ekki aðeins tilgangslaus heimska, heldur er þarna um þjóðfélagslegan glæp að ræða, sem nær langt út fyrir okkar tíma. Það er ekki aðeins að sú v kynslóð, sem nú er i blóma, sé að keyra sig í gröfina, heldur bitnar þetta einnig á börnum hennar og vísast á þjóðfélagið eftir að líða fyrir þetta geð- veikitímabil um ófyrirsjáan- lega framtíð. FALSKENNINGAR ■ Það eru tvær kenningar sem íslendingar fá oft að heyra. Annars vegar er sú fullyrðing að við búum á mörkum hins byggilega heims. Hins vegar, að svo lítil þjóð þurfi að vinna miklu meira en aðrar þjóðir. Fyrri fullyrðingin er byggð á- gömlum þekkingarskorti, en sú síðari á heimsku sem hver etur eftir öðrum. Þrátt fyrir kaldranalegt veðurfar er island staðsett þar á hvelinu að í fáum löndum er byggilegra fyrir manneskjuna. Stór hluti af þeim umhverfis- vandamálum sem aðrar þjóðir glíma við eru ekki fyrir hendi á íslandi. Loftið er ómengað og sjórinn er tær. Landið er meira en nógu frjósamt til að sjá landsmönnum fyrir grunnmat- vælum og auðlindir í fossum og sjó eru meira' en nógar til að afla gjaldeyris og brauðfæða íslendinga um ófyrirsjáanlega framtíð. Þessar fullyrðingar eru ekki úr lausu lofti gripnar. Þær styðjast við þekkingu síðari tíma á landinu og efnahagsleg- um staðreyndum síðustu ára. Tækniþekking íslendinga er meiri en nóg til þess að nýta og vernda auðlindir landsins þannig að næg framfærsla væ.'i fyrir þjóðina þó að hún yrði helmingi fjölmennari f náinni framtið. Það er ekki landsgæðum að kenna að þjóðin rambar nú á barmi gjaldþrots, heldur er það vegna dæmalausrar skammsýni landsmanna. Þar skilur ekki j

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.