Dagblaðið - 21.01.1978, Blaðsíða 23

Dagblaðið - 21.01.1978, Blaðsíða 23
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 21. JANÚAR 1978. 23 Sjónvarp Utvarp Sjónvarp annað kvöld kl. 20.30: Eldeyjan Sjónvarp á morgun kl. 18.00: Stundin okkar Fjögurhundrað- asta stundin I Stundinni okkar á morgun kennir margra grasa: Farið er í heimsókn á dagheimilið Víðivelli í Hafnarfirði. Börnin á Víðivöll- um syngja, fara í leiki og gera margt skemmtilegt. Krakkar úr Alftamýrarskóla sýna nýjustu tízkuna, eins og hún kemur þeim fyrir sjónir, tvær tíu ára telpur sýna fimleika og talað verður við sjö ára gamlan dreng sem undan- farna þrettán mánuði hefur ferðazt um mörg Evrópulönd með foreldrum sínum og kann frá mörgu merkilegu að segja. Þá verður í Stundinni okkar mynd um sænska teiknistrákinn Albin og síðast en ekki sízt fara kátir krakkar í leiki, eins og títt er í afmælum, en Stundin okkar á einmitt nokkurs konar afmæli 22. janúar því að þá hefur hún verið sýnd í 400 skipti. Umsjónarmaður er Asdís Emilsdóttir en kynnir ásamt henni er Jóhanna Kristín Jóns- dóttir. Stjórnandi upptöku er Andrés Indriðason. Útvarp í fyrramálið kl. 9.30: Veiztu svarið? Mikið hlustað á þáttinn Jónas Jónasson og Ólafur Hans- son vekja okkur að vanda eld- hressir í fyrramálið með spurn- ingaþætti sinum Veiztu svarið? I þetta sinn verða þeir Páll Líndal og Jónas Guðmundsson spurðir spjörunum úr. Jónas sagði aðspurður að hann væri hreint ekkert viss um að þátturinn væri á svo afleitum tíma. Fjöldamargt fólk væri vaknað á sunnudagsmorgnum fyrir allar aldir og komið á stjá. Hann sæi þetta bezt á því að oft hefði hann verið með þátt f út- varpi en aldrei hefði verið eins mikið við sig rætt um nokkurn eins og þennan. Þeir sem hafa áhuga á þættinum láta sig víst ekki muna um að vakna þó snemma sé. - DS Jónas Júnasson stjórnandi þáttar- ins Veiztu svarið? Verðlaunamynd um Vestmannaeyjagosið Það gekk ekki lítið á fyrir réttum fimm árum er jörðin opnaðist fyrir fótum Vestmann- eyinga og byrjaði að spúa eldi og eimyrju. Um þá atburði og afleiðingar þeirra verður sýnd kvikmynd í sjónvarpinu annað kvöld. Ásgeir Long, Ernst Kettler, Páll Steingrímsson og fleiri tóku þessa mynd og fengu fyrir hana gullverðlaun á kvik- myndahátíð í Atlanta í Georgíu. Galli á þessari mynd er að ekki er hægt að njóta hinna stórkostlegu litbrigða sem alltaf fylgja eldgosi. En við því er víst ekkert að gera og svart- hvítt er betra en ekkert þegar um verðlaunamynd er að ræða. - DS Asdís ræðir við ungan svein í Stundinni okkar. lllfo Útvarp LAUGARDAGUR 21. JANÚAR 7.00 Morgunútvarp. Veðurfregnir kl. 7,00, 8.15 og 10.10. Morgunloikfimi kl. 7.15 og 8.50. Fréttir kl. 7,30, 8.15 (og forustugr. dagbl.), 9.00 og 10.00. Morgunban kl. 7.50 Tilkynningar kl. 9.00. Létt lög milli atriða. Óskalög sjúklinga kl. 9.15: Kristín Sveinbjörns- dóttir kynnir. Bamatimi kl. 11.10: Stjórnandi: Jónina H. Jónsdóttir. Heimsótt verður fjölskyldan að Sörla- skjóli 60, Troels Bendtsen, Björg Sigurðardóttir og tveir synir þeirra. — Jóhann Karl Þórisson (11 ára) les úr klippusafni sem helgað er Charles Chaplin i þetta skipti. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynn- ingar. 12.25 Veðurfregnir. Fréttir. Tilkynn- ingar. Tónleikar. 13.30 Vlkan framundan. 15.00 MiAdogistónlaikar. a. Pfanósónata nr. 24 í Fis-dúr op. 78 eftir Beethoven. Dezsö Ránki leikur. b. „Astir skálds- ins“ (Dichterliebe), lagaflokkur op. 48 eftir Schumann. Tom Krause syngur; Irwin Gage leikur á píanó. (Hljóðritun frá finnska útvarpinu). 15.40 íslonzkt mál. Jón Aðajsteinn Jóns- son cand. mag. talar. 16.00 Fréttir. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Vinssslustu popplögin. Vignir Sveinsson kynnir. 17.00 Enskukennsla (On Wo Go). Leið- beinandi: Bjarni Gunnarsson. 17.30 Framhaldsloikrit bama og unglinga: „Antilópusöngvarinn", Ingebrigt Davik samdi eftir sögu Rutar Under- hill. Þýðandi: Sigurður Gunnarsson. Leikstjóri: Þórhallur Sigurðsson. Fyrsti þáttur: Hver var Nummi? Persónur og leikendur: Ebeneser Hunt/ Steindór Hjörleifsson, Sara / Kristbjörg Kjeld, Toddi / Stefán Jóns- son, Malla /Þóra Guðrún Þórsdóttir Emma /Jónína H. Jónsdóttir, Jói / Hákon Waage, Nummi / Arni Bene- diktsson, Marta / Anna Einarsdóttir. 18.00 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fróttaauki. Tilkynningar. 19.35 Böm í samfélaginu. Ingi Karl Jóhannesson ræðir við dr. Matthias Jónasson. 20.00 Á óperukvöldi: „I Voaprí Siciliani" oftir Giuseppe Vordi. Guðmundur Jóns- son kynnir. Flytjendur: Martina Arroyo, Placido Domingo, Sherrill Milnes, Ruggero Raimondi, John Alldis-kórinn og hljómsveitin Nýja Philharmonia. Stjórnandi: James Levine. 21.25 TeboA. Sigmar B. Hauksson ræðir við séra Halldór S. Gröndal, Ólaf Jóhannesson dómsmálaráðherra o.fl um félagsleg og siðferðileg áhrif verð- bólgunnar. 22.10 Úr dagbók Högna Jónmundar. Knútur R. Magnússon les úr bókinm Holdið er veikt eftir Harald A. Sigurðsson. 22.30 Veðurfregnir. Fréttir. 22.45 Danslög. 23.50 Fréttir. Dagskrárlok. SUNNUDAGUR 22. JANÚAR 8.00 Morgunandakt. Séra Pétur Sigur- geirsson vígslubiskup flytur ritn- ingarorð og bæn. 8.10 Fréttir. 8.15 Veðurfregnir. Út- dráttur úr forustugreinum dagbl. 8.35 Morguntónleikar. 9.30 Veiztu svaríð? Jónas Jónasson stjórnar spurningaþætti. Dómari: ólafur Hansson. 10.10 Veðurfregnir. Fréttir. 10.30 Morguntónleikar — framh. 11.00 Mossa i Kópavogskirkju. Prestur: Séra Þorbergur Kristjánsson. Organ- leikari: Guðmundur Gilsson. 12.15 Dagskráin. Tónleikar. 12.25 Veðurfregnir og fréttir. Tilkynn- ingar. Tónleikar. 13.20 Um riddarasögur. Dr. Jónas Kristjánsson flytur fyrsta hádegiser- indi sitt. 14.00 MiAdegistónleikar: Frá ungverska út- varpinu. 15.00 Dagskrárstjórí í klukkustund. Eyvindur Erlendsson leikstjóri ræður dagskránni. 16.00 Sasnsk lög af léttara tagi. Eyjabörn syngjaog leika. ,16.15 Veðurfregnir. Fréttir. 16.25 Ríki skugganna. Dagskrá um undir- heima í forngrískri trú, tekin saman af Kristjáni Arnasyni. Meðal annars lesið úr verkum Hómers. Pindars, Platóns og Óvíds. Lesarar með Krist- jáni: Knútur R. Magnússon og Kristín Anna Þórarinsdóttir. (Aður á dagskrá annan jóladag). 17.30 Útvarpssaga bamanna: „Upp á líf og dauAa" eftir Ragnar Þorsteinsson. Björg Arnadóttir byrjar lesturinn. 17.50 Harmónikulög. Adriano, Charles Magnante og Jularbo-félagar leika. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Tilkynningar. Sjónvarp Laugardagur 21. janúar 16.30 Iþróttir. Umsjónarmaður Bjarni Felixson. 18.15 On We Go. Enskukennsla. Tólfti þáttur endursýndur. 18.30 Saltkrákan (L). Sænskur sjónvarpsmyndaflokkur. 3. þáttur. Þýðandi Hinrik Bjarnason. (Nord- vision —Sænska sjónvarpið). 19.00 Enska knattspyman. Hlé. 20.00 Fréttir og veAur. 20.25 Auglýsingar og dagskrá. 20.30 Gestaleikur (L). Spurningaleikur. Stjórnandi ölafur Stephensen. Stjórn upptöku Rúnar Gunnarsson. 21.10 Dave Allen Intur móAan mása (L). Breskur gamanþáttur. Þýðandi Jón Thor Haraldsson. 21.55 Dagbók stofustúlku. (Diary of a Chambermaid). Bandarísk bíómvnd í léttum dúr frá árinu 1943, byggð á skáldsögu eftir Octave Mirabeau. Leikstjóri Jean Renoir. Aðalhlutverk Paulette Goddard. Herbergisþernan Célestine ræður sig í vist hjá sér- stæðri aðalsfjölskyldu uppi í sveit. Hún er metnaðargjörn og ætlar sér að komast áfram I lífinu. Þýðandi Ragna Ragnars. 23.20 Degskráríok. SUNNUDAGUR 22. JANÚAR 16.00 Húsbnndur og hjú (L). Breskur mynaflokkur. A nýjum vettvangi. Þýð- andi Kristmann Eiðsson. 17.00 Krístsmenn (L). Breskur fræðslu- m.vndaflokkur. 5. þáttur. OrAsins makt. Þrenn meiri háttar trúarbrögð hafa orðið til í Austurlöndum nær. g.vðing- dómur. kristni og múhamcðstrú. Margt er sameiginlegt með þcssum trúarbrögðum og menning í þessum löndum að mörgu leyti af sömu rót sprottin. En undanfarin jmsund ár. eða frá dögum krossfaranna. hafa kristnir og múhameðstrúarmenn bor- ist á banaspjót. Þýðandi Guðbjartur Gunnarsson. 18.00 Stundin okkar (L að hl.). Um- sjónarmaður Asdis Emilsdóttir. Kynnir ásamt henni Jóhanna Kristín Jónsdóttir. Stjórn upptöku Andrés IndriðaSon. 19.00 Skákfr»Asla (L). Leiðbeiuandi Friðrik ólafsson. Hló. 20.00 Fréttir og veAur. 20.25 Auglýsingar og dagskré. 20.30 Eldeyjan. FVrir réttum fimm árum, eða aðfaranótt 23. janúar 1973, hófst eldgos í Heimaey. Mynd þessa tóku Asgeir Long, Ernst Kettler. Páll Stein- grímsson o.fl., og lýsir hún eynni, gos inu og afleiðingum þess. Mvndin hlaut gullverðlaun á kvikmyndahátíð í Atlanda í Georgíu. 20.55 Röskir sveinar (L). Sænskur sjón- varpsmyndaflokkur i átta þáttum, byggður á sögu eftir Vilhelm Moberg. 2. þáttur. Efni fyrsta þáttar: Gústaf er vinnumaður á bæ í Smálöndum. Eftir erfiða vinnuviku er upplífgandi að bregða sér á ball á laugardagskvöldi. Gústaf kemur heim einn morgupinn eftir viðburðaríka nótt og sinnast þá við húsbóndann og slær hann niður. Síðan flýr hann til skógar. Ilann er hungraður og illa haldinn. en hittir vinnustúlku, sem gefur honum að borða. Skömmu síðar fréttir hann, að Jagerschiöld kaptein vanti nýliða i herinn. Hann sýnir. hvers hann er megnugur. og kapteinninn tekur honum tveimur höudum. Þýðandi óskar Ingimarsson. (Nordvision — Sænska sjónvarpið). 21.55 Nýérskonsert í Vínarborg (L). FII- harmoníuhljómsveit Vinarborgar leikur einkum dansa eftir Strauss- feðga. Stjórnandi Willi Boskovsky. (Evróvision — Austurríska sjónvarp- ið). 23.05 AA kvöldi dags (L). Séra Skírnir Garðarsson. sóknarprestur I Búðardal. flytur hugvekju. 23.15 Dagskrárlok.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.