Dagblaðið - 03.02.1978, Qupperneq 11
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 3. FEBRUAR 1978.
11
|§ÍP
Wmm.
m
ANDORRA ER ENN EINHVER FRIÐSÆLASTI STAÐURINN A JARÐRIKI. ÞAR BÚA EKKI NEMA 26 ÞUSUND MANNS EN
ÞANGAÐ KOMA ÁRLEGA UM FIMM MILLJÓNIR FERDAMANNA.
á jöróu þar sem fjárhagsvand-
ræðin eru enn sem komið er
tiltölulega óþekkt fyrirbæri.
Gjaldeyrisspekúlantar hafa
fengið augastað á landinu og
bankayfirvöld í Sviss hafa
kippt að sér hendinni í sam-
bandi við alheimsfjármálin.
Einnig getur sá dagur komið að
furstarnir tveir vilji fá meira í
sinn hlut heldur en fáeinar
krónur, skinkur og egg.
I Andorra er verðlag á
byggingarlóðum orðið mjög
hátt, svipað og er inni á miðri
Manhattan í New York. En
skozka viskíið kostar ekki nema
sem svarar 40 krónum
íslenzkum!
Það væri kannski tilvalið að
senda einhvern af ráðamönn-
um Islendinga til Andorra til
þess að þeir mættu læra
hvernig stjórna á smáríki svo
vel sé.
Kjallarinn
PállV. Daníelsson
Atvinnuvegirnir ráða litlu um
afkomu sina og getu til þess að
mæta erfiðleikum. Þeir hafa i
litlum mælifengiðað byggja sig
upp. Það er næstum bannorð að
tala um hagnað, þó viljum við
öll hafa þénustu. Reýnt er að
ala á þeirri hugsun að fyrir-
tæki, einkum þau sem eru fjár-
hagslega sterk, séu arðræningj-
ar, sem engum góðum tilgangi
þjóni. F.vrir þessu hafa stjórn-
völd fallið og orðið þess vald-
andi með margskonar ráðstöf-
unum að nær ómögulegt er að
byggja upp traust og arðbær
fyrirtæki. En slík fyrirtæki
gætu staðið undir betri kjör-
um fólks jafnframt því sem
þau gætu mætt ýmsum áföllum
án þess þau þyrftu að lenda
með fullum þunga yfir á herðar
launþega.
Afleiðing alls þessa er að
fyrirtækin verða fjárhagslega
ósjálfstæð og neyðast til þess að
sækja flest til þess opinbera
með þeim afleiðingum að vax-
andi þörf er fyrir allskonar
sjóði og lánastofnanir til fjár-
mágnsskömmtunar svo að at-
vinnuvegirnir stöðvist ekki. Og
þá vill jafnan brenna við að
arðbærissjónarmiðin gleymist
með öllu.
Öll teljum við verðbólguna
bölvald, sem marga óáran megi
rekja til. En er ekki stefna
stjórnvalda gagnvart atvinnu-
rekstrinum, eins og hún hefur
verið um árabil, einn mesti
valdur verðbólgunnar? Að
byggja allt upp á lánsfé er hvati
til þess að greiða í smærri krón-
um aftur. Öll verðlagning undir
kostnaðarverði veldur verð-
bólgu og ég held að full ástæða
sé til þess, þegar leitað er að
verðbólguhvatanum, að skoða
opinberu stjórnunina undan-
farna áratugi og vita hvort
hann finnst ekki þar í stað þess
að einblína á launabreytirigar
sem aðalhvatann í þessu efni.
Ég tel að margir stórir mála-
flokkar eigi að flytjast frá rík-
inu til byggðarlaga, sveitar-
félaga og einstaklinga. Má m.a.
nefna framkvæmd grunnskóla-
laga, löggæzlu, ýmsa þætti heil-
brigðisþjónustu og félagsmála,
atvinnumál, samgöngumál o.fl.,
sem eru staðarleg málefni og
eigá að leysast þar af því fólki,
sem til þekkir af eigin raun. Að
sjálfsögðu þarf ríkið einnig að
skila fjármagninu, sem þá
mundi nýtast betur og verða
arðbærara. Peningastofnunum
í hinum einstöku byggðarlög-
um þarf að stjórna af heima-
mönnum og gæta þess að fjár-
magn byggðarlaganna sé ekki
flutt í burtu eða stjórnað utan
frá.
Eigi að takast að stjórna vel
bg viturlega verða þeir, sem til
þess eru valdir að vera til fyrir-
myndar og sýna ábyrgð og
heiðarleika í hvívetna. Glati
þeir trausti tekst þeim ekki að
leysa neinn vanda. Jafnframt
verður að sýna hinum almenna
borgara fullt traust og fá hann
til hjálpar. Við ráðum ekki við
verðbólguvandann án þess að
fá aðstoð almennings. En til
þess þarf hann að fara úr
spennitreyju kerfisins.
Reyrður vöðvi getur ekki tekið
á. Eins og fyrr segir verður að
skoða stjórnkerfið. Athuga
hvort löggjafinn er ekki búinn
að hrúga upp margvíslegri lög-
gjöf, sem er ekki í takt við
æðaslátt lífsins, heldur byggð á
nokkurskonar módelþjóðfélagi,
sem aldrei getur orðið til og
aðeins þjakar þegna sína og
leiðir óhamingju yfir þá.
Réttur okkar til þess að
ráðskast með náungann á að
vera sem minnstur. Samfélagið
verður að byggjast á traustum,
starfhæfum og umburðarlynd-
um einstaklingum. Við verðum
að hafa þrek til þess að verjast
hverskonar óáran og ógnun við
heilbrigða skynsemi og lýð-
ræðislegt hugarfar. Við viljum
vernda okkar land og styrkjá
okkar þjóð.
BARÁTTA GEGN
OFSTJÓRN
Hvert atkvæði, sem ég hlýt i
þessu prófkjöri, gefur mér
styrk til þess að halda áfram að
berjast gegn opinberri ofstjórn
og byggja upp traust á hinum
almenna manni, en það hlýtur
að vera markmið þjóðfélagsins
að honum geti liðið sem bezt,
ekki með því að segja honum
hvað honum sé fyrir beztu,
heldur að hann eigi þess kost
sem frjálsborinn maður að leita
sjálfur og skapa sínar ham-
ingjuleiðir.
Páll V. Daníelsson
forstjóri, Hafnarfirði.
Réttbetismál
Hvert prófkjörið rekur ann-
að hjá flokkunum og hætt er
við að fólki sé farið að leiðast
allt umstangið, greinaflóðið og
áróðurinn, sem prófkjörunum
fylgja. Ég skal ekki þreyta þig,
lesandi góður, með upptalning-
um á kosningaloforðum, sem
þú hefur enga tryggingu fyrir
að ég muni efna, ef ég kemst á
þing. En ég er frambjóðandi í
prófkjöri Sjálfstæðisflokksins i
Reykjaneskjördæmi, sem fram
fer dagana 4. og 5. febrúar nk.,
og ég skrifa þessar línur til þess
að biðja þátttakendur í prófkör-
inu að merkja við mig í öruggt
sæti á listanum.
En hvers vegna? Jú, ástáiðan
er fyrst og fremst sú, að ég hef'
áhuga á þjóðmálum og mig
langar til að hasla mér völl á
vettvangi þeirra. Ekki síst vildi
ég vinna að þvi. að gera hið
svokallaða kerfi manneskju-
legra og standa þannig að
málum, að traust almennings á
stjó nvöldum landsins mætti
vaxa á ný.
Annað mál er svo það, að ég
er sameiginlegur frambjóðandi
sjálfstæðisfélaganna á Suður-
nesjum í prófkjörinu. Um mjög
langt skeið hefur enginn Suður-
nesjamaður átt sæti á Alþingi
og ég og stuðningsmenn mínir
erum þeirrar skoðunar, að það
sé pólitísk nauðsyn og sjálfsagt
réttlætismál, að Suðurnesja-
maður komist á þing. Hinir
flokkarnir hafa nú birt fram-
boðslista sina í Reykjaneskjör-
dæmi. Þeir eru allir þannig
skipaðir, að enginn Suðurnesja-
búi á þar einu sinni vonarsæti.
Þetta er í hæsta máta óeðlilegt
ástand, og allir réttsýnir menn
eru þeirri skoðun sammála.
Þess vegna fjölgar þeim þátt-
takendum í prófkjörinu, sem
Kjallarinn
Eiríkur Alexandersson
fram fer um næstu helgi,
stöðugt, sem taka þá ákvörðun
að grípa nú síðasta tækifærið
sem gefst, til að bæta úr þessu
ranglæti.
Með þessu er ekki verið að
vekja upp gamlan draug,
hrepparíginn, enda eru ágrein-
ingsefnin i þjóðfélaginu yfrin
fyrir því. Hér er um að ræða
baráttu fyrir þeim sjálfsögðu
mannréttindum, að landshluti,
sem er álíka fjölmennur og
Vestfirðir, fái einn einasta for-
svarsmann úr heimabyggðum
inn á löggjafarsamkundu
þjóðarinnar.
Eg skora á ibúa Reykjanes-
kjördæmis að leggja þeirri bar-
áttu lið með því að veita mér
drengilegan stuðning í próf-
kjörinu sem framundan er.
Eirikur Alexandersson
bæjarstjóri, Grindavik.