Dagblaðið - 14.02.1978, Blaðsíða 1

Dagblaðið - 14.02.1978, Blaðsíða 1
4. ÁRG. — ÞRIÐJUDAGUR 14. FEBRÚAR 1978 — 38. TBL. RITSTJÖRN SÍÐUMÚLA 12. AUGLÝSINGAR OG AFGREIÐSLA ÞVERHOLTI 11. — AÐALSÍMI 27022. irjálst, úháð datjkhð Það ofhitnaði Slökkviliðið var í gær kaiiað að stjórnarráðshúsinu við Lækjargiitu. I skrifstofu Geirs Hailgrímssonar forsætisráðherra hafði hitaskynjari brostið af einhverri undariegri ástæðu. Þegar slökkviliðsmenn réðust inn á skrifstofuna, vígaiegir mjög, reyndist þar hvorki reykur né eldur. Viðstaðan þar var því stutt. Myndin er af slökkviliðsmönnum ástaðnum. — DB-m.vndir Sv. Þorm. ármann vann sinnfyrsta siguríl. deild Meistarar Vals misstu stig gegn ÍR — sjáíþróttiríopnu hjá Geir — slökkviliðið kallað til f orsætisráð- herra—en þar var þó enginn eldur né reykur Starf Alþjóðabankans í hættu vegna þrýstings frá Bandaríkjaþingi — einn bankastjóranna, Einar Magnussen á fundi á Sögu í gær — sjáfréttá bls. 5 G jaldeyriseign Sólness í Finansbanken: „ÉG ÁTTIPENINGANA Á NAFNIFORELDRA MINNA” — segir prófessor JúlíusSólnes. „Þannigvarhægfað taka þáút hvenær semvarogíhvaða gjaldeyri semvar” „Eg svara því hiklaust ját- andi,“ sagði Július Sólnes, prófessor, sonur Jóns alþingis- manns á Akureyri, í morgun þegar DB spurði hann hvort hann væri sá „nákomni ætt- ingi“ er átt hefði peningana á reikningum foreldra sinna í Finansbanken í Kaupmanna- höfn. „Það væri léleg eftirtekja að eiga ekki meira en þetta eftir ailan þennan tíma í Dan- rnörku," bætti Július við. „Ég var búsettur og starfandi í Dan- mörku meira og minna frá 1961-1974 — kom þó aðeins heim í milli — og hafði góð laun mestallan þann tíma.“ • Prófessor Júlíus benti á, að í Danmörku giltu . nokkuð strangar reglur um útflutning á gjaldeyri. Sú væri ástæðan fyrir því að þessir peningar hefðu verið á nafni foreldra sinna. „Ég var bara eins og hver annar Dani," sagði Július, „en með þvi að hafa þetta á nafni foreldra minna var hægt að taka þarna út peninga hvenær sem var, í hvaða gjaldeyri sem var og til að flytja það hvert sem var. Það kom fram í samtali fréttamanns DB við Sigurð Jóhannsson, forstöðumann gjaldeyriseftirlits Seðlabank- ans í morgun, að Jón G. Sólnes og kona hans eru meðal tiltölu- legra fárra, sem enn hafa ekki gefið skýringar á gjaldeyris- eign sinni erlendis. Fresturinn sem reikningseigendurnir I Danmörku ferigu til að svara rennur út á mánudaginn, 20. febrúar. S.igurður Jóhannsson vildi ekki svara því í morgun hvort þau hjón hefðu haft undan- þáguleyfi til að eiga gjaldeyri í útlendum banka og' rerðist alveg undan því a<} ra-ða má! þingmannsins úr samhengi 'v önnur hliðstæð mái. - ÓV Þangfundir til kl. 5 i morgun Alþingi sat á fundum til klukkan fimm í morgun. Agreiningur kom upp í stjórn- arliðinu í gær. í fyrsta lagi vildu framsóknarmenn og sum- ir sjálfstæðismenn fá skýrari ákvæði um niðurgreiðslur samþykkt í tengslum við efna- hagsfrumvarpið, en þeirra hefur aðeins verið getið í grein- argerð. í öðru lagi kom upp Agrðningur í STJÓRNARUMNU áhugi hjá sumum stjórnarliðum á að koma nokkuð til móts við launþegasamtökin og breyta 3. grein frumvarpsins, þar sem kveðið er á um að óbeinir skatt- ar skuli ekki hafa áhrif á kaupvísitölu frá næstu ára- mótum. Fundum var frestað um miðjan dag f gær, meðan málin voru þæfð i stjórnarflokkunum. Niðurstaðan var að í nefndar- áliti meirihluta fjárhags- og viðskiptanefndar, það er áliti stjórnarsinna, sem loks kom fram klukkan nfu í gærkvöldi segir, að lagt sé til, að frum- -varpið verði samþy.kkt en rétt sé „að fela Kauplagsnefnd að meta sérstaklega þátt niður- greiðslna í vöruverði, svo og aðra þætti í tengslum við — envar lægðuraneð málamiðlun óbeina skatta." Þessi athugun fari fram „í samráði við sam- tök atvinnuveganna og Iaunþegasamtökin.“ Var þetta látið gott heita og stjórnarliðið beitti sér fyrir framgangi frumvarpsins. Stjórnarandstæðingar reyndu hins vegar að tefja málið. Lúðvík Jósepsson (AB) og Gylfi Þ. Gíslason (A) báru fram tillögu um, að málið yrði beinlínis tekið út af dagskrá meðan viðræður færu fram við launþegasamtökin um ráðstafanir í efnahagsmálum. Tafirnar voru í samráði við ASl og BSRB en komu nokkuð seint til sögunnar því að þegar þær hófust var búið að ákveða að þriðja um'ræða yrði þegar í kvöld og yrði útvarpað. -HH.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.