Dagblaðið - 14.02.1978, Blaðsíða 4
4
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 14. FEBRUAR 1978.
Söf nun fyrirþá „gleymdu” í fullum gangi:
Ný tegund Kef lavíkurgöngu
— ognú hillir undir
sundlaugfyrir
Kópavogshælið
„Viðbrögðin hafa verið frekar
góð — 'sums staðar hefur mér
verið sérlega vel tekið en því
miður ekki alls staðar,“ sagði
John Lewis, diskótekarinn í
Öðali, sem er að safna til þess að
geta glatt þá sem hann telur vera
hálfgleymda í þjóðfélaginu, van-
gefna og þá sem minna mega sín.
Hann kom á ritstjórn Dagblaðsins
í gær með þrjátíu og niu þúsund
tvö hundruð og fimmtíu krónur,
sem honum hafa borizt. Fyrir
helgina hafði verið tekið á móti
nítján þúsund og fimm hundruð
krónum á afgreiðslu Dagblaðsins.
Peningar þessir verða allir lagðir
í bankann í dag.
John og félagar hans hyggjast
ganga til Keflavíkur, nánar til-
tekið frá afgreiðslu Flugleiða á
Reykjavíkurflugvelli til af-
greiðslu félagsins á Keflavíkur-
velli. Gangan fer fram miðviku-
daginn 22. febrúar. Öllum er
heimil þátttaka í henni. John
býður fyrirtækjum og einstakl-
ingum að borga fyrir ákveðna km-
fjölda i göngunni miklu.
Fjöldamargir hafa haft
samband við John og skýrt frá
söfnunum á vinnustöðum. Hann
biður DB að koma þeim skila-
boðum áleiðis til þeirra sem taka
vilja þátt í þessu með honum að
hafa samband við sig á Óðali.
John hafði samband við Kópa-
vogshæli vegna fyrirhugaðra
sundlaugarkaupa fyrir vistmenn,
en John hefur góða von um að það
geti orðið að veruleika í vor.
Eftir að John fer héðan af landi
vonast hann til þess að þessari
hreyfingu verði haldið áfram og
hún verði fastur liður i þjóðlífinu
hér í framtíðinni.
- A.Bj.
Þetta hjartnæma bréf barst til
John diskótekara. Það skýrir sig
sjálft og gladdi hann mjög mikið.
DB-mynd Bjarnleifur.
SÓKNARKONUR FORDÆMA
„EFNAHAGSAÐGERDIRNAR”
,,Eg skil bara ekki í hvað
þeim dettur í hug að ganga
langt þvi við alla samningagerð-
ina, lika hjá BSRB, voru sér-
fræðingar ríkisstjórnarinnar.
Og síðan nota þeir sterkan þing-
meirihluta, sem þeim hefur
aldrei dottið í hug að nota á
verðbólguna, til þess að ganga á
gerða samninga," sagði Aðal-
heiður Bjarnfreðsdóttir i sam-
tali við DB um nýjustu „efna-
hagsaðgerðir" rikisstjórnarinn-
ar.
„Ég hef ekki hitt eina ein-
ustu konu f mínu félagi sem
ekki fordæmir þessar
^ðferðir," sagði Aðalheiður.
Haldinn var í gær fundur með
stjórn Sóknar, trúnaðarráði og
trúnaðarmönnum á vinnu-
stöðum. A fundinum var eftir-
farandi tillaga einróma sam-
þykkt:
„Fundurinn varar Alþingi og
rikisstjórn við að skerða síð-
ustu kjarasamninga og stofna
þar með til ófriðar á vinnu-
markaðinum. Fundurinn vfsar
algjörlega á bug að sú leiðrétt-
ing á launum sem náðist með
samningum sl. vor eigi sök á
vanda atvinnuveganna. Sú sök
liggur fyrst og fremst hjá rikis-
stjórn og löggjafarvaldi."
- A.Bj.
-
l “■ ‘
FARÞEGAFJÖLDI
ARNARFLUGS
JÓKST UM 358,7%
Fjöldi farþega Arnarflugs jókst Spánar, Portúgals, Grikklands og
á síðasta ári um 358,73% frá Kanaríeyja.
árinu áður. Alls voru fluttir f Þá voru vélar Arnarflugs í tíðu
fyrra 80.360 farþegar, en 17.518 leiguflugi fyrir nokkur erlend
árið áður, þegar félagið var að flugfélög og er önnur þota félags-
koma undir sig fótunum á fyrsta ins enn í leigu fyrir Kenya Air-
starfsári sinu. ways. Sá samningur rennur út 1.
Arnarflug hefur vaxið mjög á apríl 1 vor' r
siðasta ári. í ársbyrjun 77 voru
fastir starfsmenn 12, en í árslok
hafði þeim fjölgað um 40.
A vegum íslenzkra ferðaskrif-
stofa og félagasamtaka voru far-
þegar fluttir á sfðasta ári til
Kanada, Norðurlanda, Bretlands,
írlands, Þýzkalands, Austurríkis,
Junior
Chamber
UNUVEIÐAR BANNAÐ-
AR VID SNÆFELLSNES
Vinstri villa
— eða Bakkus við
stjórnvölinn?
Harður árekstur varð á gamla
Hafnarfjarðarveginum, á móts
við Leynimýri, rétt fyrir klukkan
eitt’_-á laugardagskvöld. Tveir[
bílar rákust á og voru báðir öku-
mennirnir og þrír farþegar í
öðrum bílnum fluttir á slysadeild
Borgarspítalans.
Áreksturinn varð með þeim
hætti að annar bíllinn, sá sem var
á norðurleið, fór yfir á rangan
vegarhelming og lenti framan á
hinum bllnum sem var leigubíll.
Sá sem var á ranga vegarhelm-
ingnum var með þrjá farþega.
Meiddust allir talsvert samkvæmt
upplýsingum slysarannsóknar-
deildar lögreglunnar. Lék grunur
á að sá sem var á ranga vegar-
helmingnum hafi verið undir
áhrifum áfengis. -A.Bj.
Sjávarútvegsráðuneytið hefur
bannað lfnuveiðar á afmörkuðum
svæðum við Snæfellsnes frá og
með mánudegi og þar til annáð
verður ákveðið.
Samkvæmt reglugerð ráðuneyt-
isins eru allar lfnuveiðar bann-
aðar frá lfnu réttvísandi suður frá
Malarrifsvita að línu réttvisandi
vestur frá öndverðarnesvita og
innan linu, sem dregin er 4 sjó-
mílur utan viðmiðunarlínu.
Reglugerðin er sett samkvæmt
tillögum Hafrannsóknastofnunar-
innar, en við athugun á afla línu-
báta af þessu svæði kom í ljós, að
smáþorskur var verulegur hluti
aflans.
-ÓV
á Höfn
efla
eldvarnir
Junior Chamber í Reykja-
vik er ekki eina félagið sem
hyggst reyna að fækka elds-
voðum verulega með
fræðslu og sölu á eldvarnar-
tækjum. Nú gera félagar
þeirra á Höfn í Hornafirði
slíkt hið sama. Þeir hefjast
handa núna eftir mánaða-
mótin og hyggjast gefa út
bækling þar sem greint er
frá helztu atriðum sem
valdið geta eldsvoða og vörn-
um við þeim.
- DS
Bfl stolið
Cortina-bíl af árgerðinni 1970
var stolið frá Möðrufelli 15 að-
faranótt laugardagsins. Billinn er
brúnsanseraður og ber skrásetn-
ingarnúmerið R-47640. Þeir sem
orðið hafa bílsins varir ættu að
láta lögregluna vita.
H
Smurbrauðstofan
BJORNINN
Njólsgötu 49 — Sími 15105