Dagblaðið - 14.02.1978, Blaðsíða 2

Dagblaðið - 14.02.1978, Blaðsíða 2
2 /* DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 14. FEBRÚAR 1978. ÞORSKVEIÐAR í NET ERU VILLIMENNSKA Magnús Guðmundsson sjó- maður Patreksfirði skrifar: Svona veróur illa gefnum formönnum og útvegsmönnum Suðurnesja við þegar óhrein samvizkan bítur þá, þegar þeir sjá sannleikann á prenti og í mynd. Þeir þjóðfélagsþegnar eru lítils virði sem seilast i skammvinnan gróða á kostnað fiskistofnanna og stofna um ieið efnahag og sjálfstæði þjóð- arinnar í hættu. Slíkir menn ættu að hafa vit á að skammast sin og segja ekki neitt, þvi það kemur að því að þeim verður refsað harkalega fyrir athæfi sem ég lýsti f harmleiknum i hafinu. Þorskveiðar i net eru villi- mennska, og færi ég rök fyrir því hér á eftir. Það er nefnilega vegna þess að ég er sjómaður að ég veit þetta. íslendingar hafa lokið harðri, langri og strangri bar- áttu fyrir sjálfstæðum eigna- rétti yfir auðlindum sínum í hafinu umhverfis landið og SIGRAÐ. Þeim var um leið trú- að fyrir miklu hlutverki varð- andi (okkar) dýrmætu matar- kistu og að sjálfsögðu ætlazt til þess að við réttum dauðvona fiskistofn við, en ekki öfugt. ÞAÐ UNDIRSTRIKA SVELT- ANDI ÞJÓÐIR. Við vorum ekki að berjast fyrir 200 sjómilna fiskveiðilögsögu til þess eins að hafa sjálfir frið til þess að drepa síðasta ÞORSKINN. EÐA VAR ÞAÐ?? Það er því furðulegt, þegar sjávarútvegsráðherra hr. Matthias Bjarnason auglýsir eftir leyfum til veiða í þorska- net í stað þess að banna neta- veiðar alls staðar við tsland. Ég hef sjálfur kannað hvað gerist þegar þorskur er veiddur í net og færi ég hér rök að því, að netaveiði er villimennska. ERUM VIÐ VILLIMENN???? Um leið og þorskurinn festist í netinu byrjar hann að berjast við dauðann og um leið byrjar hann að skemmast, verða að lélegri, ónýtri vöru. Við það að festast í netinu truflast öndun- in og blóðrásin líka, hjarta fisksins berst við það ómögu- lega, blóðið sezt því til hér og þar í fiskinum og þá helzt undir roðinu. Ég hef tekið hjarta úr lifandi blóðguðum þorski veiddum i net og getað látið það slá í 5 mínútur, ég hef líka tekið hjarta úr linufiski og botn- vörpufiski og hefur mér tekizt að láta þau slá í 17 mínútur. Þetta sýnir glöggt hvað er að gerast. — Hinn svokallaði lif- andi blóðgaður fiskur er að dauða kominn en línufiskurinn er bráðlifandi þar til hann kemur inn í bátinn og blæðir út við blóðgun. Línufiskur á því ^ð vera minnst helmingi dýrari en ónýtur gúanó netafiskur. Með þorskanetaveiðum út- rýmum við íslendingar þorsk- stofninum, það hlýtur hver meðal skynsamur maður að sjá, þegar forráðamenn þjóðarinn- ar leyfa að kasta netatrossum í sjóinn fyrir þorskinn þegar hann gengur til þess að hrygna. Það eru heldur engar smá- ræðis netagirðingar sem Islendingar varpa í sjóinn, vegalengd þeirra næði 5 til 6 sinnum á milli Færeyja og Is- lands. Þetta er voði, sem barizt verður fyrir í næstu alþingis- kosningum. Eg hef þá trú að við eigum unga, harða, skynsama menn til að takast á með festu við þetta lífshagsmunamál þjóðarinnar. Læt hér staðar numið að sinni. StS6' Við þurfum alvöru- wS banka en ekki póli- tíska ríkisbanka ALVÖRUBANKAR Fyrir nokkrum dögum var um það frétt í dagblöðunum, „að HÆGT hefði verið á af- greiðslu á erlendum gjaldeyri hjá gjaldeyrisdeildum bank- anna“. Þetta var talið nauðsynlegt vegna þráláts orðróms um að yfirvofandi væri gengisfelling. Það er býsna mikið vald sem „seðlabankinn" tekur sér svona fyrirvaralaust og í tilkynningu sama banka á „sunnudag" 5. þ.m. var tilkynnt að skráning erlends gjaldeyris myndi ekki fara fram mánudaginn 6. þ.m. nema með einhverjum kúnstum, svo sem tryggingu viðkomandi um að hann gengist undir að greiða hærra verð gjaldeyris EF ný gengislækkun skyldi nú verða samþykkt. Ég held að bankarnir íslenzku séu ekki alvörubankar og allra síst Seðlabankinn. Svona ráðstafanir eru beinlínis til þess fallnar að rýra stöðu krónunnar okkar sem má varla við því að verða verðminni. Þessar aðferðir um skráningu gjaldeyris erlendis eru að sjálfsögðu ekki óþekktar en slíkt er venjulega undanfari mikilla tíðinda, svo sem stjórnarskipta, styrjaldaryfir- lýsingar o.þ.h. Hér var þessu ekki til að dreifa, heldur sú óvissa sem ríkir í herbúðum peningavalds þjóðarinnar, en almenningur er fyrir löngu hættur að treysta núverandi ríkisstjórn (og reyndar ýmsum áður) og reynir að krafsa i bakkann og bjarga sér. Áður en seðlabankinn, illu heilli, var settur á stofn myndaðist oft skuld ríkissjóðs við Landsbanka Islands, sem að sjálfsögðu varð að borga. Nú er öldin önnur, ríkissjóður skuldar Seðlabankanum hverju sinni himinháar upphæðir, en nú þarf ekki að borga heldur bara að „prenta nýja seðla“. Með þessu eykst verðbólgan a(5 sjálfsögðu, því hið svokallaða opinbera kann sér ekki hóf í nokkrum sköpuðum hlut og eyðir í vitlausar framkvæmdir, eins og ekkert þurfi annað heldur en að prenta seðla. Eini alvörubankinn sem íslendingar hafa kynnzt var stofnaður árið 1904, en það var íslandsbanki. Þegar hann var stofnaður, að vísu með erlendu fé, var enginn batiki í landinu, því Landsbankinn var aldrei alvörubanki, og fer máske ekki enn. Hinu erlenda fé var varið til ýmissa framkvæmda svo sem útgerðar o.fl., og má með sanni segja að íslandsbanki hafi verið fyrsta lyftistöng atvinnuvega okkar. Eftir fyrri heimsstyrjöldina fór ýmislegt úr hömlu á megin- landi Evrópu, og fórum við ekki varhluta af því. Hér harðnaði í ári, mikil dýrtíð skall á, og að sjálfsögðu fór íslandsbanki heldur ekki varhluta af þessu. Nokkrir menn sem kölluðu sig „vormenn Islands" höfðu horn í síðu íslandsbanka, og þegar kom að því, að hann komst í fjárþröng sáu þessir „vormenn" svo til að bankinn var gerður gjaldþrota í stað þess að endurreisa hann, og stofnuðu Útvegsbankann, sem varð annar ríkisbankinn á eftir Landsbankanum. Síðan þetta varð hafa íslenzku bankarnir ekki starfað sem alvörubankar, heldur sem pólitískir ríkisbankar, og allt bankakerfið dansandi eftir pípum „pólitikusa". Það er ákaflega óheillavæn- legt þegar almenningur hættir að trúa á gjaldmiðil sinn en þetta varð í Þýzkalandi eftir fyrri heimsstyrjöldina, þegar menn höfðu milljónir, eða trill- jónir milli handanna, eða guð veit hvað. Að lokum sprakk svo allt saman, en gömlu seðlarnir voru alveg verðlausir. Nýtt mark hélt innreið sína, sem var skráð á isl. kr. 1.08 hvert Reichsmark. Því miður held ég að við séum á góðri leið með að kalla þetta sama yfir okkur ef ekki verður snarlega kúvent. Mér datt þetta (svona) i hug Siggi flug 7877-8083

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.