Dagblaðið - 14.02.1978, Blaðsíða 7
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 14. FEBRUAR 1978.
7
Sadat kominn heim úr heimsreisunni:
ALMENNINGSAUTIÐ
ARÖBUM í VIL EFT-
IR FÖR FORSETANS
kreppa í samskiptum USA og Israels
Egyptar fögnuðu forseta sín-
um er hann sneri heim í gær
eftir merka ferð til Banda-
ríkjanna og Evrópu, þar sem
hann reyndi að vinna málstað
Araba og friðartillögum sínum
fyigi.
Dagblaðið Al-Akhbar sagði
að Sadat hefði snúið til baka úr
átta landa för sinni enn
ákveðnari að vinna að friði i
Miðausturlöndum. Dagblaðið
Al-Gomhouria sagði að auk póli-
tísks og hernaðarlegs ávinnings
hefði för Sadats, sem stóð í 11
daga, breytt miklu hvað varðar
almenningsálitið í heiminum.
Málstaður Araba ávann sér
skilning og stuðning sagði
blaðið.
Er Sadat kom heim í gær
tóku ráðherrar, þingmenn og
sendimenn erlendra ríkja á
móti honum á flugvellinum og
margir föðmuðu forsetann að
sér. Sadat brosti breitt en gaf
enga yfirlýsingu við heim-
komuna. En áður en hann fór
frá Róm, sem var síðasti
viðkomustaður hans, sagðist
hann vera fullkomloga
ánægður með þær viðræður
sem hann hefði átt við þá
þjóðarleiðtoga sem hann ræddi
við. Sadat ræddi einnig við Pál
páfa áður en hann hélt
heimleiðis í gær.
í för sinni hefur Sadat skýrt
ástæður þess að Egyptar slitu
friðarviðræðunum við ísraels-
menn í.síðasta mánuði. Hann
kenndi israelsmönnum um or-
akir slita samningavið-
ræðnanna, vegna óbilgjarnrar
afstöðu þeirra til búsetu á her-
teknum svæðum Arab'a og
framtíðar sjálfstæðs Palestínu-
ríkis.
Hið hálfopinbera málgagn
egypzku stjórnarinnar. Al-
Ahram, sagði í-gær að í kjölfar
heimsóknar Sadats til Banda-
ríkjanna hefði komið upp
kreppa í samskiptum Banda-
ríkjamanna og israelsmanna og
átti blaðið við viðbrögð ísraels-
manna við gag írýniBandaríkja-
manna á frekari ltúsétu Israels-
manna á hernumdu svæðununt.
Hvíta húsið gaf út yfir-
lýsii gu i gærkvöldi þess efnis
að Carter forseti hefði gert af-
stöðu Bandaríkjastjórnar ljósa
í desember í viðræðum við
Begin. Þessu hefur israels-
stjórn neitað.
För Sadats Egvptalandsforseta til Bandarikjanna og Evrópu virðist
ætla að marka tímamót. Greinileg brevting hefur orðið á al-
menningsálitinu í heiminum, með Aröbum en gegn ósveigjanleika
ísraelsmanna.
Mikill hótelbruni varð fyrir skömmu í Kansas Cit.v í Bandaríkjunum. Tuttugu og átta manns týndu lífi
er hótelið, sem var sex hæðir, brann til ösku. 140 manns tókst að bjarga úr hótelbrunanum, en flestir
hótelgestirnir voru eldra fólk. Hótel þetta var gamalt, bvggt fyrir 110 árum.
Sómalía:
WJSUNDIR SJÁLFBODALIÐA
HÓFU HERÆFINGAR í GÆR
Sómalfustjórn segir Sovétmenn halda námsmönnum
f rá Sómalíu í gfslingu f Sovétríkjunum
Þúsundir sjálfboðaliða í Sóma-
líu hófu heræfingar í gær eftir að
almennt herútboð var látið út
ganga í síðustu viku frá forseta
Sómalíu, Mohamed Siad Barre.
Forsetinn sagði í herútboðinu að
Sómalar stæðu einir gegn herjum
Eþíópíu, sem væru studdir af
Sovétmönnum og Kúbumönnum í
baráttunni um Ogaden eyði-
mörkina.
Sómalíustjórn hefur ásakað
Sovétmenn um að halda 373
námsmönnum frá Sómalíu i
gfslingu í Sovétríkjunum. í yfir-
lýsingu sem sendiráð Sómalíu i
París sendi frá sér í gær sagði að
námsmennirnir hefðu verið
reknir úr skóla og farþegaflugvél
frá Sómalíu, sem ætlaði að sækja
námsmennina, fékk ekki lending-
arleyfi í Moskvu.
Melbourne:
Eyru saumuð á mann
— eftiráð hann hafði skorið þau af sér
Eyru voru saumuð á mann
nokkur í Melbourne í Ástralíu í
gær en hann hafði skorið af sér
eyrun með rakvélarblaði í fang-
elsi. Að sögn lögreglunnar tók að-
gerðin níu klukkustundir.
Maður þessi, sem er 23 ára og
heitir Mark Brendon Read, var
handtekinn í síðasta mánuði eftir
að hafa brotizt inn í dómsal og
ógnað dómara með byssu I þeim
tilgangi að fá lausan fanga.
Eftir að Read hafði gripið til
þessa óyndisúrræðis var hann
drifinn á sjúkrahús og eyrun með
í ís. Læknar vita ekki enn hvort
aðgerðin ber tilætlaðan árangur.
„Gamaldags”
hurðir
Nýjar hurðir með gamaidags útiiti.
Breytum gömiu hurðunum í
„gamaldags" með fullningum að
yðar óskum. Munstur ogviðarliki 42
tegundir.
Sýnishorn á staðnum.
EGILSTÖÐUM
FORMCD SF
Skipholt 25 — Reykjavík —
Sími 24499 Nafnnr. 2367-2057.
Blaðbuiðarböm óskast strax:
LANGHOLTSVEG1-120
SUNNUVEG
LAUGARÁSVEG
Uppl, i síma27022
•rjt M
LBMsystem32
Götun—
Operation
Öskum eftir að ráða stúlkur í
tölvudeild, æskilegt er að viðkomandi
hafi reynslu í tölvuvinnslu eða götun.
Göð enskukunnátta.
Góð vélritunarkunnátta alger
nauð.yn.
Uppl. er tilgreini aldur, menntun og
fyrri störf sendist Dagblaðinu merkt:
„Tölvudeild 307“ fyrir 17. febrúar
næstkomandi.