Dagblaðið - 14.02.1978, Blaðsíða 6
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 14. FEBRUAR 1978.
Sr KOLAVERKFALLIÐ
HELDUR ENN ÁFRAM
Kolanámumenn í Banda-
ríkjunum, sem verið hafa í
verkfalli undanfarinn 71 dag
höfnuðu tilboði um launa-
hækkun sl. sunnudag. Tilboðið
gerði ráð fyrir að tímakaup
kolanámumannanna hækkaði
frá 7.8 dollurum í 10.15 dollara
á þremur árum.
Verkfall þetta er orðið hið
lengsta sem um getur í Banda-
ríkjunum og nú reyna stjórn-
völd að koma samninga-
viðræðum af stað á nýjan leik.
Það sem einkum varð til þess að
tilboðið var fellt voru ákvæði
um lífeyrissjóði og hörð viður-
lög við ólöglegum verkföllum.
Atvinnumálaráðherra
Bandaríkjanna Ray Marshall
hitti fulltrúa atvinnurekenda
að máli í gær og í dag mun hann
ræða við fulltrúa kolanámu-
manna. Rfkisstjórn Carters for-
seta hefur forðazt að beita
þrýstingi á báða aðila í verk-
fallinu. Blaðafulltrúi Carters,
Jody Powell, sagði að forsetinn
hefði engar áætlanir um það að
skipa námumönnum, sem eru
160 þúsund talsins, aftur til
vinnu.
Lög gera ráð fyrir því að
Bandaríkjaforseti hafi vald til
þess að skipa verkfallsmönnum
til vinnu í neyðartilfellum í 80
daga, en á meðan skulu málin
rædd og reynt að ná sam-
komulagi.
Ástandið er víða orðið alvar-
legt og kolaskortur yfirvofandi,
bæði fyrir heimili og margvís-
legan iðnað.
BARÐIKONU SÍNA MEÐ HRÍSI0G FANN UPP SAUNA
Finni að nafni Vilho Vatan fann upp fyrsta saunabaðið þegar hann
lokaði konu >;ína inni í eldhúsi, kynti hressilega upp í hlóðunum og
barði síðan konu sína með hrisi og komst að því að henni þótti það
goti.
Þetta er texti í'auglýsingu sem finnska flugfélagið Finner hefur
notað til þess að k.vnna þjónustu sína og Finnland í New York.
Þessu vildu kvenréttindakonur þarí borg ekki una og tóku sér
mótmælastöðu fyrir utan skrifstofu flugfélagsins í New York, enda
töldu þær að í auglýsingunni fælist upphafning ofbeldis gagnvart
konum.
A mótmælaspjöldum kvennanna mátti m.a. lesa: „Ruddaskapur
er ekki kvnæsandi", „Konur elska ekki ofbeldi", og „Ofbeldi
gagnvart konum er ekki brandari".
Erlendar
fréttir
i
JONAS
^ HARALDSSON
8
REUTER
i
Burma:
30 manna
saknað eftir
ferjuslys
Þrjátiu manns er saknað eftir
að ferja sökk í á einni nálægt
Mayaungmya í Suður-Burma í
gær. Ferjan flutti 80 farþega er
hún valt og sökk og aðeins hafði
tekizt að bjarga 50 manns er
síðast fréttist.
Bandaríkin:
Óskaði
eftirað heita
1069
— fékk neitun
Michael Dengler í Minneapolis
í Bandaríkjunum hefur verið til-
kynnt að hann geti ekki breytt
nafni sínu í 1069. Dómari I máli
Denglers neitaði bón hans á þeim
forsendum að slík nafngift væri
gegn grundvallarreglum og venj-
um.
Dengler sem er fv. kennari i
félagsfræðum sagði að nafnið
1069 táknaði innri tengsl hans við
þjóðfélagið og gæfi til kynna per-
sónuleika hans og heimspekileg-
an þankagang. Hann sagði það
almenna reglu að fólki leyfðist að
skipta um nafn ef það væri ekki
gert I þeim tilgangi að svíkjast um
eða komast undan einhverju.
Dómarinn í réttinum taldi aftur
á móti nafngift þessa fráleita og
þar við sat.
1X2 1X2 1X2
24. leikvika — leikir 11. febrúar 1978.
Vinningsröð: 2x1 — x21 — 121 — 2x1
1. vinningur: 11 réttir — kr. 702.500.-
31871 (Re.vkjavík)
2. vinningur: 10 réttir — kr. 20.000.-
2663 30590 31756(2/10)+ 32516 33006+ 33267+ 33369
4761 30809 31757+ 32831 33162+ 33334 34867+
Kærufrestur er til 6. marz kl. 12 á hádegi. Kærur skulu
vera skriflegar. Kærueyðublöð fást hjá umboðsmönnum
og aðalskrifstofunni. Vinningsupphæðir geta lækkað ef
kærur verða teknar til greina.
Handhafar nafnlausra seðla verða að framvísa stofni eða
senda stofninn og fullar upplýsingar um nafn og heim-
ilisfang til Getrauna fyrir greiðsludag vinninga.
SNJÓPLÓGUR VAR
Á FLUGBRAUHNNI
Flugstjóri Boeing 737 þotu
flugfélagsins Pacific Western
Airlines, sem fórst í British
Colombia um helgina, var var-
aður við áður en hann reyndi að
lenda og tilkynnt að snjóplógur
væri á brautinni að hreinsa
snjó af henni.
Með vélinni fórust 41 maður
og er slysið hið mesta I Kanada
í átta ár. Líkur benda til að
flugmaðurinn hafi reynt að ná
vélinni upp aftur á síðustu
stundu en ekki tekizt.
Yfirvöld sem vinna að rann-
sókn málsins hafa greint frá því
að snjóplógur hafi verið á flug-
brautinni eða alveg við hana
þegar slysið varð og eru all-
ar líkur á því að flugmaður
vélarinnar hafi reynt að forða
vélinni frá árekstri við plóginn.
Sjö farþegar í vélinni lifðu
slysið af en þeir voru aftast I
vélinni. Afturendinn rifnaði af
er vélin skall á jörðina.
Síams-
tvíburar
aðskildir
Læknum i Sait Lake City I
Bandaríkjunum heppnaðist í gær
að aðskilja slamstvíbura. Tvíbur-
arnir, tvær stúlkur, fæddust 2.
febrúar sl„ fjórum vikum fyrir
tlmann. Þær voru samvaxnar á
brjósti og ofan til á maga. Þegar
stúlkurnar fæddust vógu þær
aðeins 3.6 kg báðar. I gærkvöldi
voru stúlkurnar enn I lífshættu
en heilsa þeirra fór þó batnandi.