Dagblaðið - 14.02.1978, Blaðsíða 24
Uppsögn samninga um kaup og kjör:
Stóru félögin
w'ghúast
—BSRB-ráðstefnan
í dag en ASÍboðar
tilráðstefnu
á morgun
Formannsráðstefna BSRB
hefst i dag. Alþýðusamband ts-
lands hefur boðað til formanna-
ráðstefnu næstkomandi mið-
vikudag. Fyrirhugaðar og
þegar ákveðnar ráðstafanir
ríkisstjórnarinnar verða til um-
ræðu á þessum ráðstefnum.
Sérstaklega verður fjallað iim
brostnar forsendur fyrir kjara-
samningum, sem ríkisstjórnin
stóð að við Bandalag starfs-
manna ríkis og bæja.
Dagsbrún hélt stjórnarfund í
gær. Fjölmörg aðiidarfélög ASl
hafa haldið stjórnarfundi þessa
dagana. Eins og fram kom í DB
í gær hafa þrjú félög þegar
ákveðið að segja upp samning-
um. Þau eru Eining á Akureyri,
Vaka á Siglufirði og Verkalýðs-
félag Borgarness.
Flest aðildarfélög ASt biða
þess að taka ákvarðanir um við-
brögð við efnahagsráðstöfunum
ríkisstjórnarinnar þar til for-
mannaráðstefnan hefur verið
haldin.
Formannaráðstefna BSRB er
smækkað bandalagsþing! Þar
mæta formenn aðildarfélag-
anna auk fleiri fulltrúa í félög-
um sem í eru 400 menn eða
fleir. Starfsmannafélag ríkis-
stofnana hefur þar 9 fulltrúa og
Starfsmannafélag Reykjavíkur
6 fulltrúa.
Þessar ráðstefnur og raunar
fleiri hafa verið boðaðar með
örstuttum fyrirvara vegna
þeirra ráðstafana, sem þegar
hafa verið gerðar, svo sem
gengisfelling íslenzku krónunn-
ar, og þeirra sem felast í
stjórnarfrumvörpum, sem nú
liggja fyrir Alþingi. A BSRB
ráðstefnunni verða um 200
manns. A ASt ráðstefnunni
verða um 70 manns.
Ljóst er að mikið þykir liggja .
við og að uppsögn samninga
verður aðailega á dagskrá. Þá
er og ljóst að samráð verður
náið milli allra meginstofna
launþegasamtakanna f landinu
um viðbrögð og aðgerðir. - BS
VIÐ FAUM NYJAN „HEILA”
fijálst, úháð dagblað
ÞRIÐJUDAGUR 14. FEB. 1978
Lélegar
pésfsamgöngur?
Bréf sent
29. júní
barst ríkis-
skattstjóra
ekki fyrr en
25. ágúst
— ogþrjú
innskriftarborð
— Dagbiaðiðmun
núannastsjálft
umsetningu
blaðsins
Hægt og rólega eykst Dag-
blaðinu nauðsynlegur vélakostur
til að gefa út ört vaxandi dagblað.
í gær fengum við góða sendingu í
Síðumúla 12. Þar voru AKI-
innskriftaborð, þrjú talsins, — og
rafeindaheilinn, sem les sig f
gegnum gatastrimlana úr inn-
skriftarborðunum og breytir
þeim f ritmál, færir það upp f
lögulega dálka, og kann jafnvel
það mikið fyrir sér f fslenzku að
hann kann að skipta orðum milli
lína. Heilinn er af Compugraphic-
gerð.
Næstu daga mun Dagblaðið
hefjast handa um að setja blaðið f
hinum nýju vélum, og þá lýkur
hinu ágætasta samstarfi, sem ver-
ið hefur við Steindórsprent um
setningu á blaðinu.
-JBP-
sem haldið Hilmis, Jóhannes Reykdai, skrlf-
til ur Sigurbjörnsson,
iru hefur uppi „loftbrú“ milli DB og stofustjóri ritstjórnar DB og
og Steindórsprents. Ólafur Halldór B. Kristjánsson, prentari
id- Brynjóifsson, prentsmiðjustjóri hjáDB. DB-mynd Bjarnleifur.
Lyf jaþ jóf naðurinn í Apóteki Kef lavíkur upplýstun
ÞJÓFURINN STAL MIKLU
MEIRA EN TILKYNNT VAR
Lyfjaþjófnaðurinn í Apóteki
Keflavfkur, sem framinn var 27.
desember, hefur verið upplýstur.
Jafnframt eru upplýst fjögur
önnur innbrot — eða öll sem
framin voru f Kefiavík um svipað
leyti. Hinn seki var einn á ferð f
öll skiptin og er nú kominn í 9
mánaða fangelsi, þvi hann átti
óafplánaðan dóm fyrir að sögn
John Hills rannsóknarlög-
reglumanns f Keflavík.
Lyfjaþjófurinn viðurkenndi
miklu meiri lyfjastuld en upp var
gefið f fyrstu. Kvað hann sig hafa
haft upp úr krafsinu 66 ampúlur
morffns, 30 ampúlur af opíum,
nokkur glös af opiumpillum eða
100-150 pillur alls, 100 töflur af
liberum og tvö glös af svefn-
piilum. Auk þess stal hann 40
þúsund krónum.
Allt sem hann átti eftir og gat
skilað voru 40 ampúlur af
morffni. Kveðst hann einn hafa
neytt allra lyf janna.
Kveðst einn hafa
neytt allra pillanna
og gat litlu skilað
I hinum innbrotunum stal hann
m.a. 60-70 kartonum af vindling-
um, fatnaði á öðrum stað og ýmsu
smádóti.
Maðurinn hefur áður gerzt
sekur um þjófnað f apóteki. Það
var f Reykjavik.
-ASt.
Stjórn Starfsmannafélags borgarinnar hélt velli
„Hörð barátta framundan”
—segir Þérhallur Halldórsson, endurkjörinn f ormaður
„Þessi úrslit eru ótvfræð.
Allir frambjóðendur uppstill-
jnganefndar Starfsmanna-
félags Reykjavíkurborgar hafa
verið kosnir," sagði Þórhallur
Halldórsson, formaður félags-
ins, í morgun þegar úrslit f
stjórnarkjöri lágu fyrir. „Nú
þegar þessar niðurstöður liggja
fyrir er mér efst f huga þökk til
þeirra, er tryggðu algeran sigur
þessa samhenta hóps. Laun-
þegasamtökin í landinu eiga
harða baráttu fyrir höndum til
að tryggja kjör sín. Það er
þýðingarmikið að geta gengið
til þeirra átaka með reyndu og
traustu liði samstarfsmanna,"
sagði Þórhallur.
Þórhallur var endurkjörinn
formaður með 796 atkvæðum,
en Gunngeir Pétursson, for-
mannsefni „Nýrrar hreyfing-
ar“ hlaut 600. Þá voru kosnir
fimm meðstjórnendur, og hlutu
frambjóðendur uppstillinga-
nefndar kosningu. Guðmundur
Eirfksson hlaut 1185 atkvæði,
en hann hafði einnig stuðning
„Nýrrar hreyfingar". Eyþór
Fannberg hlaut 836, Arndfs
Þórðardóttir 811, Ingibjörg M.
Jónsdóttir 783 og Ingibjörg
Agnars 758.
Frambjóðendur andstöðunn-
ar, það er „Nýrrar hreyfingar"
hlutu: Helgi Eggertsson 618,
Anna Karin Júlíussen 605,
Jónas Engilbertsson 539 og Þor-
gerður Hlöðversdóttir 528 at-
kvæði.
- HH
Garðar Valdimarsson, skatt-
rannsóknastjóri, sendi blaðinu i
morgun eftirfarandi athugasemd
vegna skrifa um innstæður
Islenzkra aðila hjá Finansbanken
f Kaupmannahöfn:
„í forsíðufrétt f blaði yðar
mánudaginn 13. febrúar 1978 er
vitnað í eftirfarandi ummæli
Jörgen Sandgren hjá rfkisskatt-
stjóráembættinu í Kaupmanna-
höfn: „Við sendum rfkisskatt-
stjóranum í Reykjavfk bréf 29.
júnf f ár (’77)...“
Af þessu tilefni vil ég taka það
fram, að gögn þau frá danska
ríkisskattstjóraembættinu er
varða innstæður íslendinga f
Finansbanken A/S, Kaupmanna-
höfn, bárust embætti ríkisskatt-
stjóra í Reykjavfk hinn 25. ágúst
1977,“______________
Óprúttinn
sölumaður
Einhverjir náungar hafa þann
starfa að ganga um milli húsa og
selja eftirprentanir af alls konar
málverkum og myndum. Sumir
þeirra hafa ekkert allt of gott orð
á sér og kona nokkur sem hringdi
til blaðsins f gær sagði okkur sögu
af viðskiptum við einn þeirra.
Hún býr við Ljósvallagötu f
Reykjavík og fékk heimsókn eins
þeirra á föstudaginn var.
Maðurinn sýndi henni varning
sinn, og hún ákvað að slá til og
kaupa tvær myndir. Tók hún þær
frá og fór til að ná í peningana.
Greiddi hún manninum, sem
hvarf síðan á braut. Þegar konan
ætlaði að fara að skoða myndirnar
kom í ijós að sölumaðurinn hafði
tekið aðra myndina með sér — en
tók greiðslu fyrir báðum.
Þótti konunni þetta f meira lagi
undarleg afgreiðsla og kvaðst
ekki hleypa sölumönnum sem
þessum inn f sín húsakynni fram-
ar.
-JBP-
Allt tiltækt lið
slökkviliðs
að Kleppi
Allir bílar og Iiðtækt lið
Slökkviliðsins þeysti siðdegis í
gær inn að Klep'psspítala Eld-
varnakerfi spftalahs hafði gefið
til kynna eldhættu f spftalanum
með hringingu á Slökkvistöðinni.
1 slikum tilfellum eru allir bflar
liðsins ásamt sjúkrabflum sem
lausir eru sendir á staðinn.
En þegar þangað kom reyndist
um enn eina platferð að sjúkra-
húsinu að ræða. Við athugun kom
f ljós að þar var verið að vinna að
húsabótum og við það notuð
naglabyssa. Rexkur frá skotinu
lagði að reykskynjara með þeim
afleiðingum að hann gaf merki
um eldhættu með sjálfvirkri
hringinu í Slökkvistöðinni. -ASt.