Dagblaðið - 17.03.1978, Blaðsíða 3

Dagblaðið - 17.03.1978, Blaðsíða 3
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 17. MARZ 1978. Raddir lesenda BIFREIDIR GETA VERIÐ NAUBSYN Hver er það sem ákveður þjóðarvilj- ann hverju sínni? Guðrún Jacobsen skrifar: „Staðfastur lesari reykvískra blaða lendir í margri raun, bæði andlegri og líkamlegri.“ Ég vil taka undir þessi orð Þor- geirs Þorgeirssonar rithöf- undar og kvikmyndagerðar- manns í pistli hans í Dagblað- inu 13. febrúar. Já — þetta er sannkölluð harmsaga ævi okkar — sem lesum hverja grein sjálfskipaðra frelsara mannkynsins og annarra skrif- finna, sem sí og æ eru að heimta nafnabirtingar sekra manna, eða annars konar sýningu, fyrir sín heimabökuðu lífsþægindi. — Og alltaf er vísað til þjóðarviljans. Nú er ég, eins og hverjar aðrar plöntur í þjóðarheildinni, orðin hálfþreytt á að eitthvað sé full- yrt í mínu nafni, hvort svo er um fleiri sem þegja, veit ég ekki — þeir svara fyrir sig sjálfir eins og andinn blæs þeim í brjóst. Núnú — ég vil fyrst og fremst neita því að ákveðinn hópur manna (konur eru líka menn) hvort sem er til þess lærð kommúna í Cannes, úthlutunarnefnd Óskarsverð- launa í Hollívúdd eða lífssadd- ir, náttúruvana kvikmynda- gerðarmenn segi mér um, hvað er list eða ekki list! Við uppalendur og vegfarendur götujinar erum hætt að brosa Börn breytast í skrimsli. — Þau laga sig eftir kynferðistil- þrifum fullorðna fólksins í sjónvarpi og bíó! Unglingarnir breytast í verra en skepnur í framkomu sinni við kennara og annað skyldulið. Eigendur söluturna hér á íslandi eru^ orðnir samdauna frelsis- hreyfingunni. Bókmenntirnar, sem blasa við sex ára barni á leið i skóla að læra að lesa, eru forsíður nútíma tímarita — klof! Um leið og ég þakka Vigdísi Finnbogadóttur og Kristni Hallssyni söngvara, vil ég segja þetta: Ég hef ekki séð umdeildar myndir, enda óhnýsin manneskja. — En þótt ég hefði séð listræna töku tveggja rasskinna, hugsar maður sjálfur líkt og óvarin borgari. Hvers eðlis er það sem á milli flýtur? Ég vil ekki spá fram í tímann fremur , en Völva Vikunnar ónafngreind. — Sumir eru vandir í vali á áhangendum. — Þó er eitt víst, að þann dag, þegar upplausnin er orðin slík, að bræður berjast og kvikmyndaframleiðendurnir fara að ganga sjálfir í statista- stykkin, með því að drulla uppí hver annan á ,,listrænan“ hátt á kvikmyndatjaldinu, í stað þess að spilla ungum leikarasálum, þá er allt fullkomnað! Hringið í síma 27022milli kL13ogl5 eðaskrifið L skrifar: Ég vil gjarnan benda göngu- manni, sem skrifaði í DB 9. marz sl., á að bíll getur verið nauðsyn. Hvernig fyndist þér að taka sex strætisvagna á dag úr og í vinnuna og þar af fjóra með lítið barn með þér, hvernig sem viðrar? Mundir þú í því tilfelli 'segja að bifreiðin væri nauðsyn en ekki munaður? Við skulum taka raunveru- legt dæmi: Ég bý 1 Breiðholti, þarf að fara með barnið á barnaheimili á Dyngjuvegi og vinn nálægt Hlemmtorgi. Þetta ferðalag kostar sex ferðir með strætis- vagni, þar af fjórar með barnið. Jú, ég er sammála því að vist er oft hollara að ganga eða jafn- ,vel hjóla heldur en að fara í bifreið en það er alls ekki alltaf hægt. Og síðan er þeim sem nauðsynlega þarfnast bifreiða gert eins erfitt fyrir og hægt er á öllum sviðum. Dýrar trygg- ingar, hátt bensíverð og óskap- legur rekstrarkostnaður. Nei, göngumaður góður, þótt þú eigir gott með að ganga eða taka strætisvagna í þínum ferðum, geta það ékki allir. i i * Styður ÞÚ á réttu hnappana? / \ Þessir hnappar tilheyra DTS DTS er greiðslureiknir. DTS sýnir sjáhvirkt Ö(með því að styðja á réttan hnapp) hve mikið gela skal til baka. DTS léttir atgreiðslustörf. ÖDTS hefur öruggan leiðréttingarbúnað. DTS er sannarlega nalni sínu samkvæmur. MÖGULEIKAR VÉLA T. D. DTS OG MEKANlSKRA VÉLA Lyklaborð 10 lyklar 63 lyklar Verð pr. kg. eða meter. Já Nel Verð mlðað vlð einingaljölda og hluta úr elnlngu. Margföldun og endur- tekning. Nel (stundum endurt.) Vlllu lelðréttlng. Já. Nei Vörn gegn straumrofl S|f; ■■;./■ Já, rafhlaða tekur vlð sem hægt er að vinna á í elna klukkustund. Nei Hllðargluggl fyrlr vlðskiptavlni Já Nel Afsláttur Já, sjálfvirkur með skráningu Nei Frádráttarreikniverk fyrlr t. d. innleggs- relkninga, keyptar flöskur og margt annað. Já Nei Talning á hve oft at- greltt og hve oft skúflan er opnuð án þess að sala fari fram Já Nei - Brúttó uppgjör og nettó uppgjör. Já, — dregur sjálfvirkt frá gjaldaliði: Nei greiðslu úr kassa, skllaðri vöru, inn- leggsnótur, o. s. Irv. ,Með DTS styður þú á réttu hnappana" Skrifstofutækni hf. J Tryggvagötu— Reykjavík Box 454 — Síml 28511 Spurning dagsins HVAÐ EIGUM VIÐ AÐ GERA VID GRJÓTAÞORPID? Kjartan L. Pálsson blaðamaður: Við eigum að reyna að halda þeim gamla svip. sem er á húsunum þar. þó sum af þeim megi vafa- 1 mst rífa. Þórarinn Gunnarsson gullsmiður: Við eigum að rífa þessi gömlu hús óg reisa önnur ný á þessum dýru lóðum. Viðar Sigurjónsson, starfar á Kópavogshæli: Það á að varðveita og reyna að endurbyggja sem mest af gömlu húsunum. Einar Guðmundsson rafverktaki: Mér finnst við ekki hafa efni á að evða peningum i endurnýjun gantalla húsa. sem lítið gagn er af, þegar við eigum í nógu miklu basli fvrir. Sigríður Jónsdóttir frá Stöðum: Mér finnst sjálfságt að halda gömlu húsunum við. Þau eru ómetanleg menningararfleifð. sem komandi kynslóðir mundu álasa okkur fvrir að tortima. .Steingrimur Aðalsteinsson, fvrrv. alþingismaður: Ég hef nú ekki mvndað mér neina heildarskoðun á því en geri ráð fyrir að einhver hús á þessu svæði séu þess virði að varðveitast, þó kannski ekki öll.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.