Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 17.03.1978, Qupperneq 10

Dagblaðið - 17.03.1978, Qupperneq 10
10 Útgefandi Dagblaftið hf^ _ ^ Framkvæmdastjori: SveiVin R. Evjólfsson. Ritatjóri: Jonas Kristjánsson. Frottastjori. Jón Birgir Póturnson. Ritstjórnarfulltrúi: Haukur Helgason. Skrifstofustjóri ritstjórnar: Jóhannes Reykdal. íþróttir: Hallur Símonarson. Aðstoðarfróttastjóri: Atli Steinarsson. Handrit: Ásgrimur Palsson. Blaðamenn: Anna Bjarnason, Ásgeir Tomasson, Bragi Sigurðsson, Dóra Stefánsdóttir, Gissur SigurAsson, Hallur Hallsson, Helgi Pótursson. Jónas Haraldsson, Ólafur Geirsson, Ólafur Jónsson, Ómar Valdimarsson, Ragnar Lár. Ljósmyndir: Árni Páll Jóhannssön. Bjarnloifur Bjarnloifsson, HörAur Vilhjálmsson, Ragnar Th SigurAsson, Sveinn Þormóðsson. Skrifstofustjóri: Ólafur Eyjólfsson, ' Gjaldkeri: Þráinn Þorleifsson. Dreifingarstjóri: Már E.M. Halldórsson. Ritsporn SíAumúla 12. AfgreiAsla Þverholti 2. Askriftir, auglysingar og skrifstofur Þverholti 11 AAalsimi blaðsins 27022 (10 línur). Askrift 1700 kr. á mánuði innanlands. I lausasölu 90 kr. eintakiA. Setning og umbrot: DagblaAið og Steindórsprent hf., Ármúla 5. Mynda-og plötugerö: Hilmir hf, Síðumúla 12. Prentun: Árvakur hf. Skeifunni 19. AframmeðKröflu Þekking og tækni íslenzkra sér- fræðinga var takmörkuð, þegar byrjað var að bora eftir orku á Kröflusvæðinu. Hér á landi hafði tíminn nánast staðið í stað, frá því að Hitaveita Reykjavíkur var lögð. Annars staðar hafði orðið ör þróun, sem okkar menn vissu lítið um. Alvarlegast við boranir á Kröflusvæðinu var, að þar skorti margvíslegan búnað og þekk- ingu til að beita slíkum búnaði. Menn töldu sig geta notað hitaveituborana með venjulegum hætti. En sú varð alls ekki raunin. Bormenn höfðu ekki tök á að halda borhol- unum nákvæmlega lóðréttum. Það leiddi til þess, að borarnir skemmdu fóðrið í ofanverð- um holunum. Nú hafa menn hins vegar náð tökum á þessari tækni. Bormenn höfðu ekki hinn hefðbundna öryggisbúnað olíubora. Það leiddi til þess, að þeir áttu erfitt með að hafa hemil á holunum, þegar illa fór. Nú hafa þeir hins vegar þennan búnað. Bormenn höfðu ekki sagir til að saga sundur ónýtar fóðranir. Það leiddi til þess, að við- gerðir voru erfiðleikum bundnar. Nú hafa þeir hins vegar aðgang að slíkum sögum. Bormenn höfðu ekki nógu öruggan búnað til að koma steypu á samfelldan hátt í holurnár. Það leiddi til galla á steypuskilum. Nú hafa þeir hins vegar öruggan búnað til þessa verks. Bormenn höfóu ekki myndavélar til að leita að göllum í holunum. Nú hafa þeir hins vegar fengið slíkar vélar til myndatöku í iðrum jarðar. Við frágang holanna töldu sérfræðingarnir sig geta náð gufu í holurnar á mismunandi dýpi. Reynslan sýndi, að það leiddi til sam- keppni milli efra og neðra orkusvæðis í holun- um og hindraði stöðuga og samfellda nýtingu þeirra. Nú vita menn hins vegar, að fóðra verður þessar holur alveg niður að því svæði, þar sem menn vilja taka orkuna. Þannig má rekja ótal dæmi um dýrmæta reynslu, sem íslenzkir sérfræðingar hafa öðlazt við boranir á Kröflusvæðinu. Sú reynsla er að vísu líka dýrkeypt, en það rýrir ekki gildi hennar. Hinir íslenzku sérfræðingar kunna nú nokk- urn veginn lagió á tækni þeirri, sem beitt er við borun eftir olíu. Þeir hafa þar að auki verið í Nýja-Sjálandi, þar sem borun eftir jarðvarma hefur víða verið sömu erfiðleikum bundin og á Kröflusvæðinu. Vegna alls þessa er full ástæða til að vona, að nýjar boranir á Kröflusvæðinu muni leiða til þess, að orkuverið fái næga orku til að skipta úr fyrsta gír í fjórða gír. Milljarðar kunna að hafa farið fyrir lítið við Kröflu. Það er hins vegar engin afsökun fyrir því, að þjóóin gefi þetta orkuver upp á bátinn á lokastigi. Orkuverið hefur reynzt gangfært og skortir bara gufuna. Milljarðana, sem sökkt hefur verið við Kröflu, má nýta með því að verja nú þegar nokkrum hundruðum milljóna til að hefja skynsamlegar boranir á svæðinu. Engin ástæða er til að gefast upp, þótt á móti hafi blásið. r ________________DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 17. MARZ 1978. Hagkerfið utan við hagkerfið í þessum dálkum hefur áður verið minnzt á bók eftir banda- ríska blaðamanninn Hedrick Smith, The Russians. Smith dvaldi sem blaðamaður um nokkurra ára skeið í Sovétríkj- unum, og í bók sinni lýsir hann hvers hann varð áskynja um daglegt líf, siði, venjur og lífs- hætti fólksins sem þar býr. Bók Smiths er manneskjuleg og á engan hátt svo ofsafengin sem slíkar bækur gjarnan viíja verða. Hann eyðir löngu máli i það að lýsa spillingunni sem þrífst á bak við hið opinbera hagkerfi í Sovétríkjunum, bæði í smáu og stóru. Hagkerfi Sovétríkjanna er auðvitað al- gert haftakerfi, vöruskortur al- gengur og fólki stórlega mis- munað þegar vörurnar þó eru til. En hið ,,ólöglega“ hagkerfi, Counter Economy, í Sovétríkj- unum virðist vera gríðarlega umfangsmikið. Þá er átt við þau viðskipti og þá eignaaukn- ingu sem fram fer utan við hið opinbera hagkerfi. Smith hefur það eftir andófsmanninum Andrei Sakharov, að neðan- jarðarhagkerfið nemi um tíu af hundraði af þjóðartekjum. Aðrir gizka á, að neðanjarðar- hagkerfið í Sovétríkjunum sé jafnvel miklum mun meira. Það eru háar tölur. RÚSSLAND — ÍSLAND Það er fróðlegt fyrir íslend- ing að lesa þessar lýsingar á hagkerfinu í Sovétríkjunum. Það er bæði gamall sannleikur og nýr að höft og óhóflegar leyfisveitingar leiða gjarnan til spillingar og misnotkunar. Það er líka gamall sannleikur og nýr að hætta er á að ofsköttun leiði til virðingarleysis fyrir skattalögum og skattsvika eða til dæmis smygls. Og vera má að við gætum dregið af því mikla lærdóma að líta nánar á Sovét- ríkin. Það er auðvitað öllum ljóst að upp úr 1970 misstu stjórnvöld hér öll tök á verðbólgu og þar með öllu efnahagskerfinu. Óða- verðbólgan hefur allan þennan tíma verið langt fyrir ofan út- lánsvexti sem þýðir í reynd, að lán eru ekki til í efnahagslíf- inu, aðeins mismunandi hag- stæðir styrkir. Þetta hefur gert banka- og yfir höfuð allt lána- kerfið að einni allsherjar fyrir- greiðslustofnun, sem raunveru- lega hefur allan atvinnurekstur og jafnvel afkomu fólks í hönd- um sér. Efnahagslífið er þess vegna meira og minna háð leyfisveitingum misviturra og misspilltra bankafursta. Það gefur auðvitað auga leið hversu Kjallari á föstudegi VilmundurGylfason óheilbrigt þetta kerfi er, svo dýpra sé ekki tekið i árinni. Þetta þýðir til dæmis að iðulega eru allar hugmyndir um rekst- ur fyrirtækja meira og minna skynvilltar. Það er meira virði fyrir reksturinn að eiga greiðan aðgang að einhverri lánastofn- un heldur en að reka fyrirtæki sitt vel. Og áhrif þess eru alls staðar að koma í ljós. Fólk og fyrirtæki hafa aðlagað sig þessu kerfi og það verður sárs- aukafullt að brjótast út úr því á ný. Stjórnmál snúast að veru- legu leyti um þessar leyfisveit- ingar, með óskemmtilegum af- leiðingum. Siðskyn í fjármálum villist — fólk fer í æ ríkari mæli að haga sér eftir þeim frumskógalögmálum sem boðið er upp á. Það er víða dansaður línudans á mörkum þess heiðar- lega og þess óheiðarlega, á mörkum þess löglega og ólög- lega. Og þá hefst samanburðurinn við Sovétríkin. Utan við okkar opinbera hagkerfi er annað hagkerfi. Hversu umfangsmik- ið það er veit auðvitað enginn. Það er samt vist að það er stórt og að það er alltaf að stækka. NEÐANJARÐARHAGKERFIÐ Yfir okkur flæðir nær á degi hverjum talnaflóð um afkomu þjóðarbúsins, afkomu fyrir-' tækja og afkomu launþega. Þjóðhagsstofnun reiknar og reiknar og leggur þá alls konar afkomuskýrslur, sem viðkom- andi aðilar leggja fram, til grundvallar. En utan við þetta opinbera hagkerfi, sem til dæmis Þjóðhagsstofnun leggur til grundvallar sínum dæmum, er óvart annað hagkerfi, sem engin tölfræði nær ennþá til. ÞAÐ SEM FÓLK BÍÐUR EFTIR í lýðræðisríkjum, þar sem fólk kýs sér ríkisstjórn eða aðrá handhafa löggjafar- og fram- kvæmdavalds, verður ekki komizt hjá minni- og meiri- hlutahópum sem afstöðu taka til þeirrar ríkisstjórnar sem situr hverju sinni. Þannig hefur stjórnarand- staða og þeir flokkar, sem hana mynda, ávallt -tilhneigingu til að gagnrýna hverja þá ráðstöf- un sem ríkjandi stjórn stuðlar að og er slíkt einungis eðlislæg- ur þáttur stjórnmála og rétt- mætur í frjálsum rikjum. ALLIR SAMMÁLA AÐGERÐUM Svo mjög sem gagnrýnisþátt- urinn á rétt á sér í orði þá er hann hvorki það náttúrulögmál né sú nauðsyn að honum sé beitt á borði með þeim af- leiðingum að það þjóðskipulag, sem allur almenningur kýs að halda uppi, riði til falls. Ríkisstjórnir koma og fara hér á landi sem annars staðar. Fáar íslenzkar ríkisstjórnir hafa fengið góð eftirmæli og þótt stundum hafi verið vitnað til svokallaðrar „nýsköpunar- stjórnar“, sem mynduð var 1944 með þátttöku sjálfstæðis- manna og kommúnista og eigi að vera dæmi um það að þessir tveir flokkar geti unnið saman og ,,ráðið við vandann“t>á hafa aðstæður, þjóðlíf og atvinnu- hættirbre.vtzt svo mjög síðan þá að þess er engin von að slík stjórnarmyndun geti tekizt aftur, hvað þá stjórriarsam- starf. Það má einnig minna á að samkvæmt málefnasamningi nýsköpunarstjórnarinnar var aðalverkefni hennar það að ráð- stafa meginhluta hinna erlendu innstæðna, sem þjóðin hafði eignazt á styrjaldarárurium, til aukningar á framleiðslutækj- um landsins. En árangurinn varð minni en skyldi og gekk gjaldeyriseign þjúðarinnar til þurrðar á til- tölulega skömmum tíma en hins vegar var komið á fræðslu- og félagsmálalöggjöf þeirri sem við enn búum við, samræmdri og stjórnað af kommúnistum allar götur síðan, enda svo um hnútana búið að við þessari lög- gjöf varð ekki hreyft þótt aðrir héldu um stjórn þessara mála. Núverandi ríkisstjórn hefur um margt verið gagnrýnd en þó helzt fyrir það sem hún hefur ekki gert eða ekki tekizt. Ef grannt er skoðað er þó talsverð rök hægt að færa fyrir því að núverandi ríkisstjórn hefur tekizt, þrátt fyrir markvissa andstöðu og í sumum tilfellum eyðileggingarstarfsemi and- stöðuflokkanna, að taka stór skref fram á við, skref sem eiga eftir að koma þjóðarbúinu að notum um ókomin ár. Má þar til nefna lokaáfangann í land- helgisbaráttunni og uppbygg- ingu orkuveitu í stærri mæli en áður hefur þekkzt. Staðreynd er það og að fáum ríkisstjórnum íslenzkum, sem setið hafa heilt kjörtímabil, hefur tekizt að tryggja atvinnu fyrir alla landsmenn um svo langan tíma og má segja að þótt ekkert annað markvert hefði verið á stefnuskrá hennar en að halda uppi fullri atvinnu lands- manna og takast það, er meira en gild ástæða fyrir almenning til að viðurkenna að slík ríkis- stjórn markaði þáttaskil í þjóð-' lífi íslendinga frá stríðslokum. Margt hefur verið r.eynt til þess að koma núverandi ríkis- stjórn frá, ótímabærar vinnu- deilur, verkföll og mótmæli verkalýðsforystu hafa dunið yfir og nú síðast var hún þving- uð til þess að eiga aðild að og undirrita launasamninga, sem í raun voru ekki nema bráða- birgðasamningar. Varaði ríkis- stjórnin enda við því og ítrek- aði að hvers konar samningar, sem gengju í berhögg við þjóð- artekjur, væru ekki annað en bráðabirgðasamningar í raun. Það kom því engum á óvart að meirihluti almennra laun- þega í landinu spyrnti við fótum gegn boðum og eggjan verkalýðsleiðtoga sem telja sig sjálfskipaða til að ráða afkomu og atvinnuháttum landsmanna. Segja má að almenningur hafi slegið skjaldborg gegn yfir- gangi forystu ASÍ og BSRB og virt þannig að vettugi fyrirskip- anir verkalýðsforkólfanna um að mæta ekki til vinnu.

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.