Dagblaðið - 17.03.1978, Blaðsíða 12

Dagblaðið - 17.03.1978, Blaðsíða 12
/V 12 r DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 17. MARZ 1978. STJORNMALAFLOKK- URINN atvinnumAl Þörfin til þess aö vera og vita hver maður er byggist á þrá mannsins eftir því að láta eitt- hvað til sín taka á einhvern hátt. Flest fólk þráir líkamlega áreynslu ásamt nokkurri íhugun, það er að starfa að þeim verkefnum sem hugur þess stendur til. Eftir því þurfum við að byggja og höfum byggt okkar þjóðfélag. Atvinnulíf Islendinga er fjór- þætt í dag: 1. Sjávarútvegur. 2. Iðnaður. 3. Landbúnaður. 4. Opinber stjórnsýsla, þar með talið hið hrikalega mennta- kerfi. I þeim heimi sem við lifum í, ráðum við mjög litlu um okkar hag, i stórum dráttum, en við getum samt nokkuð, ef vel er að gáð, haft áhrif á þjóðlíf okkar og hvernig við stillum okkur upp við hliðina á þeim stóra heimi sem við lifum 1. Hver þessara fjögurra liða, sem áður er greint frá um at- vinnulíf okkar, hefur tvö höfuð. Annað er það sem skapar atvinnuna en hitt er það sem gerir kröfuna um hvað þeim beri. Kröfuvængurinn er ekki nægilega upplýstur um hvernig verðmæti myndast og hvað þurfi til þess að skapa þau, og er það illa farið. I öllum tilfellum held ég að grundvallaratriðið sé að menn viti nákvæmlega hver um annan svo hægt sé að tala sama mál. Það er geigvænleg staðreynd að það skuli vera búið að rugla svo gjörsamlega bæði vinnu- veitandann og launþegann að þeir vita ekkert hvar þeir standa og hvað þeir mega gjöra hvor fyrir annan, þótt þá langi til þess. Vinnuveitandinn er ár eftir ár látinn gera kaupgjalds- samninga sem hann veit að ekki er hægt að uppfylla á nokkurn hátt. Haldið þið, gott fólk, að það þyrfti sáttasemjara, flokk manna, ef hægt væri að hækka laun hins almenna manns um 50-60% á ári. Haldið þið að það fólk, sem starfaði hjá svo fjárhagslega sterkum fyrir- tækjum, væri í einhverjum vandræðum með sína afkomu? Nei, aldeilis ekki. Þá væri það •eins og í þeim löndum, þar sem bezt er búið að starfsfólki. Það fengi yfirdrátt hjá fyrirtækinu og mætti þar af leiðandi fara mjög frjálslega méð sfn laun. Ég þekki þess dæmi i öðrum löndum að starfsfólk má taka út laun sín allt að þrjá mánuði fram í tlmann. Það er kátbroslegt að vera Kjallarinn Vinnuveitendasamband ís- lands og Vinnumálasamband samvinnufélaganna hafa tekið á málunum með sína 8 ög- fræðinga sér við hlið og þeim til aðstoðar nokkra háskóIa’Tv. i>nt- aða menn til viðbótar. Nú langar mig til að sýna fram á með tölum hvernig skiptingin er á einni klukkustund sem unnin er í vélsmiðju eftir síðustu kjara- samninga. á klst. Laun ..............kr. 807.00 Fæðis- og flutningsg. Orlof.............. Helgidagar......... Veikindadagar ... Verkfæragjald ... Vinnuföt ’ 38.00 ’ 96.00 ’ 38.00 ’ 38.00 ’ 29.00 ’ 20.00 Kristmundur Sörlason vitni að því hvernig stefna launþegasamtakanna er mótuð og ennþá hlægilegra hvernig Samtals eru þetta kr. 1.066.00 Sjúkrasjóðsgjald, orlofs- heimilasjóðsgjald, lífeyrissjóðs- gjald og tryggingargjald er samanlagt kr. 95.00, sfðan kemur launaskattur kr. 37.00, iðnaðargjald kr. 3.00, atvinnu- leysistryggingasjóðsgjald kr. 5.00, lífeyristryggingargjald kr. 11.00, slysatryggingagjald kr. 3.00, iðnaðargjald kr 7.00, aðstöðugjald er kr. 12.00 og söluskattur kr. 309.00. Þessi þáttur gjalda er kr. 498.00 samanlagt, þá eru þeir gjaldliðir sem fyrirtækið á að standa skil á orðnir 19 talsins. Nú skulum við halda pínulít- ið áfram og koma að þeim þætti sem snýr að fyrirtækinu sjálfu og þeim auðæfum sem því eru ætluð í kerfinu, við skulum taka það í einn lið og það flokkast þannig: Húsnæði, hiti, ljós, laun á skrifstofu, stjórnun, pappír, póstur og sími, afskrift'ir og fjármagnskostnaður. Þetta gerir samanlagt kr. 291.00. Nú getur hver maður séð eftir. þessa upptalningu hversu björgulegt það er fyrir hinn al- menna mann að gera kröfur á hendur fyrirtæki, sem er svo skömmtuð svo naum álagning, því heildarverð á útselda klst. er samkvæmt þessu kr. 1.855.00, sem er staðfest af hinu opinbera. Það hlýtur að vera niður- drepandi fyrir hvern einasta starfsmann að sjá ekki árangur af sínu erfiði. Þessu viljum við bre.yta hjá Stjórnmálaflokkn- um með því að minnka ríkis- búskapinn og allt það svinarí sem honum tilheyrir. Kristmundur Sörlason iðnrekandi. Dr. Jónas Bjarnason efna- verkfræðingur skrifaði kjall- aragrein í Dagblaðið hinn 27. febr. þ.á. og er nokkur hluti greinarinnar ætlaður sem and- svar við grein minni um auð- lindaskatt, sem ég skrifaði fyrir nokkru í þetta blað. Dr. Jónas heldur því fram í grein sinni, að ég hafi minni- máttarkennd gagnvart háskóla- menntuðum mönnum. Ég sé nú ekki hvað það kemur auðlinda- skatti við, og í öðru lagi er þetta rangt hjá dr. Jónasi. Eg hefi setið átta ára á bekk, sem háskólamenn sátu áður, og kenndi mér einskis meins í þeim efnum og geri ekki enn. Þó Jón Hreggviðsson hafi sagt að enginn væri neitt nema það sem hann hefði bréf uppá, þá ætti dr. Jónas ekki að taka það of alvarlega, því það eru líka til menn sem segja að ekki séu allir menn í reynd eins óg bréf þeirra segja til um. Annars er svona viðhorf stundum kall- að menntahroki og þykir ekki stórmannlegt. LAND 0G SJÓR Dr. Jónas B.jarnason gerir samanburð á skóglendi í Noregi og hafinu i kringum löndin. og gerir það að jöfnu eignarréttar- lega séð. Um aldir hafa ein- staklingar helgað sér landspild- ur til eignar. þar á meðal skóg- lendi. en enginn einstaklingur hefir eignað sér ákveðinn hluta af hafinu, svo þessi saman- burður er fráleitur, enda hefir hvorki norska stjórnin né st.jórnir annarra landa inn- heimt auðlindaskatt af sjó- mönnum sínum. En Norðmenn hafa skipulagt veiðar sínar við strendur lands- ins f.vrr en tslendingar. og getur það verið til eftirbreytni, ekki sist nú þegar við erum að mestu lausir við útlendinga úr landhelgi okkar. HVAÐ ER BYGGÐASTEFNA? Dr. Jónas vekur athygli á því, að ég minnist ekkert á Faxa- flóasvæðið í sambandi við góð- an árangur af framkvæmd byggðastefnu og fiskveiðum i öðrum landshlutum. En hvað er þá svonefnd byggðastefna, er Auölindaskattur og byggöastefna hún ekki einfaldlega hugsuð sem mótvægi við ofvöxt og veldi höfuðstaðarins, þar sem ráðamenn landsins eru búsettir og virðast gleyma því, nema um kosningar, að annars staðar á landinu býr fólk, sem líka vill lifa mannsæmandi lífi? Það er næstum hlægilegt þegar Re.vkvíkingar tala um það að þeir eigi að njóta sömu réttinda og aðrir úr Bvggða- sjóði. FAXAFLOASVÆÐIÐ 0G FISKIBÆIR SUNNANLANDS Undanfarna áratugi hafði ríkt mikil de.vfð vfir atvinnulífi og framförum byggða við sjávarsíðuna. allt frá Vestfjörð- um til Austurlands, að Akur- eyri undanskilinni. Öðruvísi var þessu farið með suðvesturhorn landsins, að Vestmannaeyjum meðtöldum. Allir vita um vöxt og viðgang Revkjavíkur, allt frá stríðsbyrj- un til þessa dags, og sama er um aðra bæi á þessum slóðum. Fiskveiðar eru nú orðið lítill þáttur i atvinnulífi Reykvík- inga. Þar er fjölbreytt þjón- usta. svo sem verslun, samgöng- urs nokkur smátðnaður, skólar og '-allar rikisstofnanir. sem verður snar þáttur-í atvinnulífi fólks. Akranes hefir sements- verksmiðjuna, nokkurn iðnað og nú á næstunni járnblendi- verksmiðjuna. Hafnarfjörður hefir álverksmiðjuna og fl„ Keflavík flugvöllinn og her- mangið, og aðrir smærri staðír á þessum slóðum njóta góðs af ÓlafurÁ. Kristjánsson nærveru Re.vkjavikur og taka þátt í vaxandi umsvifum öðrum en fiskveiðum. Grindavík og Þorlákshöfn eru ný^byggðarlög, sem eiga allt undir fiskveiðum, en báðir þessir staðir fengu væna ,,blóð- gjöf“ út á Vestmannaeyjagosið, þó ótrúlegt_sé. Hafnarbætur fyrir milljarð og tugi íbúðar- húsa. Vestmannae.vjar hafa alltaf staðið fyrir sinu. Þar þróaðist útgerð og byggð og fólkinu . fjölgaði jafnt og þétt, þar til ógæfan skall yfir með gosinu. En þar er nú allt á réttri leið, þrátt fyrir mikla erfiðleika, með uppb.vggingu og fólksfjölg- un. Sem dæmi um mismun á vel- gengni hér sunnanlands á undanförnum áratugum og t.d. á Vestfjörðum, skal þess getið, að um 1950 var ekkert íbúðar- hús i smíðum á ísafirði, en t.d. í Vestmannaeyjum voru á sama tíma milli 60 og 70 íbúðarhús í smíðum auk fjölda atvinnu- húsa. Sama er að segja frá b.vggðum við Faxaflóa og víðar sunnanlands. Ut frá þessum forsendum varð bvggðastefnan til. sem er kannski eini ljósi punkturinn i óstjórn undanfar- inna ára. HAGFRÆÐI 0G EIGNA- RÉTTUR Á FISKI Dr. Jónas Bjarnason talar um i grein sinni ,,að veiða fisk frá öðrum," kannski átti dr. Jónas nokkra merkta þorska, sem horfið hafa í vörpur sjó- manna?? Það veiðir enginn fisk úr sjó frá öðrum. Allir íslendingar hafa sama rétt til veiða 1 ís- .lenskri landhelgi, og um per- sónulegan eignarétt er ekki að ræða, fyrr en fiskurinn hefir verið veiddur. Dr. Jónas kvartar yfir þátt- tökuleysi hagfræðinga í um- ræðum um fiskveiðimál. Bættur sé skaðinn. Ekki hefir stjórnsýsla í landinu batnað við fjölgun þeirra, nema síður sé. Ekki kæmi mér á óvart þó þessi hugmynd um auðlindaskatt á sjávarútveg væri frá þeim kom- in, svo vitlaus sem hún er. Það geta fleiri stjórnað fyrir- tækjum en hagfræðingar. Einu hinna best reknu frystihúsa landsins er t.d. stjórnað af manni, sem fór beint úr vélar- rúmi lítils vélbáts í forstjóra- stólinn. Hans bréf eru barna- skólapróf og skfrteini um vél- stjóraréttindi eftir þriggja mánaða ngmskeið. Hann hefir þann hæfileika að velja sér úr- vals aðstoðarmenn, sem sjá um hinar ýmsu greinar rekstursins með þeim árangri. sem raun ber vitni um. Einni afkastamestu fiski- mjölsverksmiðju í landinu er stjórnað af trésmíðameistara af miklum myndarskap. SÆTTIR Við dr. Jónas Bjarnason erum sammála um það, að land- inu sé illa stjórnað af þeim menntamönnum. sem nú ráða ríkjum í landi voru. Grein hans endar þannig: „íslenskt þjóð- félag er eins og fjölskylda af ribböldum, sem engin lög ná yfir. Er það furða þótt fulltrúar f.vrir nýjar atvinnugreinar fái tæpast orðið, hvað þá fjármagn til uppbyggingar.” Tilvitnun lýkur. Að síðustu þetta: Inn á Al- þingi vantar fagfulltrúa fvrir hinar ýmsu atvinnugreinar, svo sem sjávarútveg, fiskvinnslu, landbúnað, iðnað og fl. og fækka þarf lögfræðingum á þingi, sem nú eru um 20 talsins eða þriðji hluti þingmanna og þar af um helmingur frá Sjálf- stæðisflokknum, og þeir bera höfuðábyrgð ásamt heildsölum á vanstjórn landsins undan- farna áratugi. Þá þurfa raunverulegir full- trúar launþega að vera það margir, að ekki verði hægt að mynda ríkisstjórn án þátttöku þeirra. s Ef kjósendur skildu svona einfalda hluti, mundi fljótt verða breyting til hins betra með stjórn landsmáia. Olafur A. Kristjánsson.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.