Dagblaðið - 17.03.1978, Blaðsíða 8

Dagblaðið - 17.03.1978, Blaðsíða 8
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 17. MARZ 1978. Canon Ef þér kaupið Canon- vasavél, þá er ekki tjaldað til einnar nætur. Fjölbreytt úrval af Canon vasavélum, til fermingargjafa. Sendum í póstkröfu. Einkaumboð, varahlutir, ábyrgð og þjónusta. Skrifvélin Suðurlandsbraut 12, sími 85277. FERMINGAÚR Qvarts rafeindaúr fyrir dömur og herra. öll með dagatali og sekúnduteljara (1/100 sek.l — Fáanleg með venjulegri sklfu. Teg. Pierpont — Century — Tissot — Omega og fl. Vasaúr — Hjúkrunarkonuúr — Stoppúr — Kafaraúr í stærri húáakynnum bjððum við fjölbreytt úrval af eldhús- klukkum, veggklukkum, gólfklukkum, skrautgripum og mynja- gripum. r Garðar Olafsson ÚRSMIÐUR Eyðing búða Palestfnumanna haldið áf ram: ísraelsstjórn hvött til að draga herlið sitt f rá Ubanon Alþjóðlegurþrýstingurá stjórnina stöðugtaukinn m.a. f rá Bandaríkjastjórn Israelski herinn hélt áfram evðingu sinni á búðum Palest- inuaraba i Suður-Líbanon í nótt, þrátt fyrir það að alþjóð- legur þr.Vstingur á fsraelsst.jórn ykist stöðugt. þar sem hún er hvött til þess að draga herlið sitt til baka. Skæruliðar veittu her tsraelsmanna mótstöðu á ein- staka stað og Palestínumenn komust inn á 10 km varnar- heltið. sem tsraelsmenn hafa markað sér innan líbönsku landamæranna. Búizt er við því að yfirvöld i ísrael hitti sendi- menn Sameinuðu þjóðanna að máli i dag til þess að ræða frekar kröfu ísraelsmanna um að skæruliðar verði ekki í Suður-Líbanon. Þá er einnig líklegt að sendi- menn S.Þ. itreki kröfu Carters Bandaríkjaforseta frá því í gærkvöldi, þar sem hann skorar á ísraelsmenn að draga herlið sitt til baka frá Ltbanon. Carter lagði til að gæzlulið Sameinuðu þjóðanna kæmi þess í stað og gætti landama'ranna. En ísraelska herliðið virðist a»tla að vera í Líbanon um óákveðinn tima og gætir nú .•arnarbeltisins á landamærun- um. Talsmaður tsraelshers sagði í gær að herinn hefði drepið 150-200 skæruliða í bar- dögunum. Hann sagði að tsraelsmenn hefðu misst 14 menn á fvrsta degi árásarinnar. Hann neitaði orðrómi. sem gengið hefur. um að skæruliðar hefðu tekið ísraelska hermenn til fanga. tsraelskar herþotur réðust i gær á vígi Palestfnumanna i hinum fornu kastalarústum á fjallinu Beaufort. eftir að Palestínuarabarnir skutu eld- flaugum að tsrael og kristnum þorpum i Líbanon. Ahrifamikill leiðtogi stjórnarandstöðunnar í tsrael, Yossi Sarid i Verkamanna- flokknum. hvatti tsraelsstjórn til þess að hætta loftárásum á búðir skæruliða. til þess að forðast dráp á konum og börn- um. Hann sagði i ísraelska út- varpinu. að þrátt fvrir nákvæmni loftárásanna. væri aldrei hægt að koma í veg fvrir að þær bitnuðu á óbrevttum borgurum. konum og hörnum. Loftárásir ættu að vera síðasta aðgerð sem ísraelsmenn gripu til. sagði hann. Sarid var einnig óánægður með þá ákvörðun stjórnarinnar að hafa herlið i Libanon um óákveðinn tíma. ..Við kunnum að hafa glevpt sta>rri bita. en við getum kvngt“. Sadat forseti Egvptalands sagði í Kairó, er hann fordæmdi árásina: ..Ef ísraelsmenn hafa herstvrk. höfum við hann einnig". Sadat hefur verið -harðlega gagnrýndur af öðrum leiðtogum Araba. að revna að semja við tsraelsmenn Ymis ríki múhaineðstrúarmanna. eins og tran. Pakistan. Indó- nesía og Malavsía hafa slegizt i hop þeirra ríkja sem fordannt hafa ísrael. Hið satna hafa stjórnir .lúgóslavíu. Indlands. Kýpur og Uganda gert. Landamæri tsraels og Líbanon. Búðir skæruliða. sem ísraels- menn réðust á á fvrsta degi eru fvrir miðri mvnd. skammt innan iandamæra Líbanons. EINN LEIÐT0GIFRANSKRA SÓSÍAUSTA TÝNDIST MEÐ UTILLIFLUGVÉL í GÆR Frönsk og v-þýzk yfirvöld leita nú litillar flugvélar. sem týndist í «ær á flugi yfir austanverðu Frakklandi. Með vélinni var einn af áhrifamestu leiðtogum franskra sósíalista. Andre Boull- oche. fv. menntamálaráðherra Frakklands. Gert var ráð fyrir því að Boulloche. sem er 62 ára að aldri. tæki við embætti fjármála- ráðherra. ef vinstri flokkarnir sigruðu í seinni umferð frönsku þingkosninganna nú á sunnudag og mynduðu stjórn. Boulloehe. sem er gömul hetja úr andspyrnuhrevfingunni. á nokkuö vísaendurkosningu í kjör- dæmi sinu. ef hann er enn á lifi. Frönsk stjórnvöld skipulögðu mikla leit í gær á á;etlaðri flugleið vélarinnar á milli Alsatian flug- vallar i Mirecourt og Mulhouse. Þá leituðu V-Þjóðverjar sín megin landamæranna fram i myrkur. en frestuðu þá leit. þar til hirti á ný. Verslunin flutt í Hafnarstræti 21 (við hliðina á Ziemsen). Sími 10081. Tjáningarfrelsi er ein mcginforsenda þe a<) frelsi geti vidhaldi/i * í samfélagi. ' Hjallafiskur Msrkið s«m vann harðflsknum nafn Forsthjd: kjötbCðin borg Laugavegi. Hjallur hf. - Sölusími 23472 RISAOLÍUSKIP STRANDAÐ VIÐ FRAKKLANDSSTREND- UR— STÓRHÆTTA Á 0LÍU- MENGUN Risaolíuskip Amoco-Cadiz. strandaði við strönd Bretagne í Frakklandi í gær. Skipið er 109 þúsund tonn að stæ>rð og skráð i Líberíu. Þvrlur frá franska flotanum björguðu 42 mönnum úr áhöfn skipsins, en eftir um borð urðu skipstjórinn og stýri- maður. Um borð í skipinu eru 230 þúsund tonn af olíu. Skipið er illa farið og frönsk yfirvöld biðu í nótt eftir að birti. til þess að sjá hve mikil olíumengun væri frá skipinu. Tveir v-þýzkir dráttarhátar biðu hjá hinu strandaða skipi. Eftir þvi sem næst varð komizt hafði ekki orðið vart við út- breidda mengun í nótt. Skipið var smiðað á Spáni 1973. Pólskur ráð- herra fórst í f lugslysi Sjötiu og þrir fór'ust í flugslysi er Tupulev 134 þota frá búlgarska flugfélginu Balkan fórst i ga>r, skömmu eftir flugtak frá Sofia. Vélin var á leið til Varsjá. Sextiu og sex farþegar voru með vélinni <)g sjö manna áhöfn. Meðal farþega. sem fórust var menningarmálaráðherra Póllands, Janusz Wilhelmi. Þá fórust einnig tveir af fremstu kvikmvndaleikstjórum Pólverja. Halina Micikowska og Jerz.v Tabor. Nýkomnir HÖGGDEYFAR T eftirtaldar bifreidir:'” “ BR0NC0, BLAZER, CHER0KEE, L. R0VER, RANGE R0VER, HUNTER, C0RTINA, MINI, MOSKVITCH, MAZDA, ESC0RT, AVENGER, TAUNUS 17M, C0MET, V0LGA, V01V0, VW, RAMBLER, D0DGE, M. BENZ CHEVR0LET, VIVA, FIAT, 0.FL. G.S. qhiutir Ármúla24—Sími36510 Póstsendum

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.