Dagblaðið - 17.03.1978, Blaðsíða 29
DAGBLAÐIÐ. FÖSTIJDAGUR 17. MARZ 1978.
29
Safnhaugar
Safnhaugar ættu að vera til í
hverjum garði. Hve oft er ekki
kvartað yfir þvi að það vanti
gróðurmold i sáðkassa eða í
nokkra hlómapotta. Að vísu má
kaupa mold í blómaverzlunum.
En garðræktendur ættu að hafa
ánægju af því að búa gróðurmold-
ina til sjálfir. fvrir utan hvað það
sparar af peningum.
Hafið1 þið nokkurn tíma hug-
leitt að ef þið brennið laufi og
ýmsum öðrum úrgangi úr garðin-
um eða hendið því i sorptunnurn-
ar. eruð þið ekki eingöngu að
fle.vgja verðmætum heldur er það
orkulind sjálfrar náttúrunnar.
sem þannig fer forgörðum.
Margir bera því við að þeir hafi
ekki rúm fyrir safnhaug í garðin-
um. Hjá flestum er það líklega
orðum aukið. Þannig haugur þarf
ekki að vera mjög fyrirferðarmik-
ill. smástia úti í einu horni garðs-
ins. jafnvel að einhverju eða öllu
leyti niðurgrafin. Síðan má h.vlja
hana með runnum eða hávöxnum
blómum.
Eg þekki mann nokkurn sem
hefur stevpta þró í innkevrslunni
og hlera yfir.
t stað stíu úr timbri eða vírneti
má hlaða þökum eða grashnaus-
um utan með haugnum. Það
fellur alltaf eitthvað til af slíku
efni. t.d. afskurður af köntum og
þéss háttar.
Ef einhverra hluta vegna er
ekki hægt að koma svona haug
f.vrir má hreinlega grafa ruslið
niður. Enginn vandi er að losna
við moldina sem upp úr grvfjunni
kemur. Víðast hvar vantar mold f
trjá- og blómabeð. Ef um illgresi
með þroskuðu fræi er að ræða
verður að grafa það svo djúpt að
það berist ekki upp á yfirborðið
við vinnslu jarðvegsins.
Þegar rabarbarinn er tekinn
upp má dreifa blöðunum milli
raða og kringum plönturnar.
Blöðin kæfa illgresið. halda rak-
anum i moldinni og ummvndast á
tiltölulega skömmumtímai svarta
gróðurmold. Um leið koma blöðin
i veg fvrir moldarbletti á stilkun-
um. A sama hátt má nota grasið af
blettinum og ýmsan annan úr-
gang. sem er prýðilegt fóður fvrir
ánamaðka.
Þegar búa á til safnhaug er bezt
að láta eitthvert gróft efni neðst
til að mvnda afrennsli. t.d. smá-
greinar og kvisti. Að öðru leyti er
allur tilfallandi úrgangur úr garð-
inum látinn í hauginn. Afklippur
af limgerði. gras af blettinum og
ekki sízt afskurður af köntum.
Einnig má nota sag og spæni.
Spýtur og sverar greinar er bezt
að brenna og láta svo öskuna i
hauginn. En forðizt að láta ill-
gresi með fullþroskuðu fræi og
fjölærar illgresisrætur i hauginn.
Til þess að flýta f.vrir moldar-
myndun er gott að láta dálítið af
húsdýraáburði eða þangi á milli
laga. eða köfnunarefnisáburð og
kalk. 2-4 kg pr. rúmm. Sé notaður
kalksandur verður að nota heldur
meira eða um 10 kg.
Eftir árið þarf svo að saxa efnið
í haugnum með beittri stungu-
skóflu og láta efsta lagið neðst og
öfugt. Árið eftir ætti haugurinn
að vera tilbúinn til notkunar
Bezt er að sigta safnhaugamold-
ina áður en hún er notuð, i gegn-
um gróft sigti til þess að losna \ ið
kvisti og gróft rusl.
Eins og minnzt var á í upphafi
er svona safnhaugámold prýðis-
góð i sáðkassa og blómapotta og
má þá blanda hana með sandi.
mómold eða áburði eftir þörfum.
Oft vill jarðvegurinn siga i
blómabeðum og er þá tilvalið að
láta lág af safnhaugamold ofaná í
beðin. Ef hnaus er tekinn upp úr
blómabeði er nauðsvnlegt að láta
góða mold i staðinn áður en
gróðursett er á ný. Einnig ef
hlvnna þarf sérstaklega að ný-
fengnum pliintum. Þá er tilvalið
að eiga góða gróðurmold á lager
sem hiegt i'i' að gripa til.
H.L./A.Bj.
Garðagróðurhúsin
tilvalin til
sumarsáningar
A seinni árum hefur færzt í
vöxt að garðeigendur komi sér
upp gróðurhúsum á lóðum sín-
um. Hægt hefur verið að kaupa
slík hús hér á landi. Húsin eru
ósamansett og kaupandinn
setur þau saman sjálfur. Húsin
eru ýmist með ál- eða trégrind.
Vmist eru húsin með gler-
rúðum eða plast strengt yfir
uppistöðugrindina.
Gefur auga leið að mikla
ánægju má hafa af
slikurn húsum. Ef hitaleiðslum
er komið f.vrir í þeim iná að
sjálfsögðu nýta þau miklu
betur en ella og þá yfir allan
veturinn. Viða hagar svo til að
hægt er að nota afgangsvatn frá
hitaveitu íbúðarhússins til þess
að hita upp gróðurhúsið en er
það þó varla talið nóg yfir kald-
asta tímann. Einnig er algengt
að gróðurhús séu hituð upp
með rafnragni.
A hverju vori er nauðsvnlegt
að hreinsa gróðurhúsið vel.
Langhezt er að sótthreinsa það
hátt og lágt. Þar til gerður sótt-
hreinsunarvökvi fæst hjá Garð-
vrkjufélaginu. Síðan verður að
skipta um moldina í gróður-
húsinu. Tilvalið er að nota safn-
haugamold. Ef hún er ekki
fvrir hendi má vitaskuld kaupa
moldina í blómaverzlunum. þar
sem bæði fæst innlend og út-
lend mold.
Gróðurhúsin eru tilvalinn
staður til þess að sá til sumar-
blómanna. Einnig til þess að
koma dalium og begóníulauk-
um til i. Ekki má láta dalíurnar
út í garð f.vrr en komið er fram
í miðjan júní, því þær þola alls
ekki frost. Ekki þarf nema rétt
að hylja dalíu- og begóníulauka
með moldinni. Gróðurhúsin eru
einnig tilvalin fyrir laukblóm
af öðrum tegundum.
í Re.vkjavík má m.a. fá
gróðurhús hjá Sölufélagi garð-
vrkjumanna. Þau eru með
plastyfirbreiðslu á trégrind.
2,5x2,5 metrar á stærð og kosta
33.560 kr. — Hjá Gísla .Jónssvni
í Sundaborg fást gróðurhús
með glerrúðum og áluppistöð-
um. Þau eru til af sta?rðinni
1.94x1.92 og kosta um 115
þúsund kr.. af stærðinni
3.17x1.92 kosta þau 150-160
þúsund.
A.Bj.
Ofurlitil gra'nmetisrækt í hakgarðinutn er skemmtilegt tómstunda-
gaman. A markaðinum eru fjulmargar tegundir af fræjum. Nutið
ekki gamalt fræ. — því það missir mjng fljntt hæfileikann til
spirunar.
Skrifborðsstólar styðja i/el
við bakið á skólafólkinu.
8 gerðir. s
Verð frá kr. 17.400.- N
LUXO lampar, 4 gerðir
Verð frá kr. 3.222.-
Bakpokar.
Nýja „línan“
í skólatöskum
Verð frá
kr. 5.750.-
Jarðlíkön.
Margar stœrðir
Verð frá \
kr. 1.409.-
Vasatölvur.
Margar gerðir.
Verð frá kr. 3.800
Taflmenn
WINSOR &
NEWTON
olíulitasett.
4 gerðir.
Verð frá kr. 3.702
OLIVETTl skólaritvélar.
4 gerðir.Verð frá kr. 26.800