Dagblaðið - 17.03.1978, Blaðsíða 2

Dagblaðið - 17.03.1978, Blaðsíða 2
DAGBLAÐIÐ. FÖSTIJDAGUR 17. MARZ 1978. Endurskoðendur minnihlutans skorti tíma eða áhuga að Ijúkaverkinu Magnús Magnússon fyrrv. bæjarstjóri skrifar: I Dagblaðinu 4. marz sl. er nokkuð rætt um bókhald bæjar- sjóðs Vestmannaeyja og gefið i skyn, að þar hafi ekki allt verið með felldu um nokkurt árabil. Vegna þessara ummæla (sem byggð eru á grein í Fréttum) og ýmissa annarra, sem sett hafa verið fram á undanförnum árum og ganga í sömu átt og eru til þess ætluð að sverta mig og samstarfsmenn mina, langar mig til að koma eftirtöldum athugasemdum og skýringum á framfæri. 1. Allt fram að gosi var bók- hald bæjarsjóðs og stofnana hans fært og sett upp með algerlega eðlilegum hætti, endurskoðað af löggiltum endurskoðanda, tekið fyrir í bæjarstjórn til fyrri umræðu og visað til kjörinna endur- skoðenda. Jafnframt voru reikningarnir gefnir út fjöl- ritaðir. 2. Aftur á móti dróst vinna kjörinna endurskoðenda mjög á langinn og það svo, að í gosbyrjun var ekki búið að ganga endanlega frá reikn- ingum allt frá árinu 1968. Éðlilegt er að spurt sé, hvort þessi dráttur sé alfarið bæjarstjóra að kenna, eins og reynt er að halda fram. Kjörnir endurskoðendur eru ekki ráðnir af bæjarstjóra, heldur kosnir af bæjarstjórn (annar af meirihluta, hinn af minnihluta bæjarstjórnar) og bæjarstjóri hefur ekkert húsbóndavald yfir þeim. Hann getur einungis óskað þess, að þeir flýti störfum, og það var ótæpilega gert. í reynd getur minnihluti bæjarstjórnar kosið í þetta starf mann eða menn, sem engan áhuga hafa fyrir því, eða engan tíma til að sinna því, og getur þannig dregið endanlega og formlega af- greiðslu reikninga von úr viti, og það var einmitt þetta, sem gerðist i Vestmanna- eyjum. Það sýnir svo dreng- skap þessa sama minnihluta að vera sýknt og heilagt að ásaka mig og samstarfsmenn mína fyrir störf, eða réttara sagt starfsleysi, þeirra eigin — aldrei verið nein óreiðaábókhaldi Vestmannaeyja- kaupstaðar fulltrúa. 3. Meðan gosið stóð yfir var lítið unnið við bókhald, nema hvað reikningar ársins 1972 voru gerðir upp. Tilfallandi fylgiskjöl ársins 1973 voru ekki færð jafnóðum, en vand- lega geymd. Strax og unnt var að flytja bókhaldsgögnin aftur til Eyja, seint á árinu 1973. var tekið til við bók- haldið. Erfiðleikar voru miklir. Fylgiskjöl ársins 1973 að mestu ófærð og umsvif bókhaldsins höfðu margfald- ast frá því sem var fyrir gos, fyrst og fremst vegna upp- byggingarinnar. Samtímis var tekin upp tölvuvinnsla bókhalds. 4. Það sem á mig má með réttu deila í þessum efnum er að hafa ekki, þegar hér var komið, séð bókhaldinu fyrir nægilegum starfskröftum. Ég (og aðalbókari bæjar- sjóðs) ofmat hagræðinguna af tölvubókhaldinu og vanmat byrjunarörðugleika, sem því fylgdu, og ekki var tekið nægilegt tillit til þeirrar gífurlegu aukningar í bókhaldi, sem uppbygging- unni fylgdi. Ég vil taka það skýrt fram, og undirstrika það, að þótt dráttur yrði á fullnaðarfrágangi bók- halds fyrstu árin eftir gos, þá var þar aldrei um neins konar óreiðu að ræða. I tilvitnaðri grein í DB segir, að kjörnir endurskoðendur bæjarsjóðs hafi gert fjölda at- hugasemda við reikninga ársins 1976. Það er ekki rétt. Þeir settu fram hugleiðingar um bókhaldið almennt og tillögur til endurbóta. Um beinar athugasemdir var ekki að ræða. Magnús H. Magnússon f.vrrv. bæjarstjóri Vestmannaevjum. > Fermingarskór, margirlitir Opið á laugardag fyrirpáska kl.9-12 Póstsendum Kr. 10.980.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.