Dagblaðið - 28.04.1978, Síða 8

Dagblaðið - 28.04.1978, Síða 8
8 DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 28. APRlL 1978. Bylting í Afghanistan — Herinn tekur völdin— Mohammad Daout forseti drepinn Singapore: Hinnfyrsti f gálgann fyrir heróínsmyglið í morgun var fyrsti heróinsölumaður- inn tekinn af lífi í Singapore i samræmi við lög sem sett voru þar árið 1975. Samkvæmt opinberri tilkynningu var malasiskur verkamaður, tuttugu og átta ára að aldri. fyrsta fórnardýr hinna nýju laga fyrir að vera handtekinn með rúm- lega fjórðung kílós af efninu í fórum sín- um. Verjendur hans höfðu reynt sitt itrasta til að fá dómnum breytt eða frestað bæði með náðunarbeiðnum til Elisabetar Bretadrottningar og forseta Singapore en án árangurs. Singapore er eilt af rikjum Brezka samveldisins. Lögin sem sett voru árið 1975 gera ráð fyrir dauðarefsingu fyrir að hafa í fórum sínum meira en 15 grömm af hreinu heróíni. Til þessa hafa fjórtán einstaklingar verið dæmdir til dauða samkvæmt þeim en enginn tekinn af lífi fyrr en I morgun. Þremuii hefur tekizt að fá dóma sína mildaða. einum dómi var hrundið og níu bíða eftir að beiðnir þeirra um náðun verði afgreiddar. Forseti Afghanistans, Mohammad Daout var skotinn til bana í byltingu í gær. eftir að neita að gefast upp, að því er Kabulútvarpið sagði i gær. Hin nýja byltingarsljórn. sem náði völdum í gær eftir bardaga. þar sem skriðdrek- um, flugvélum og stórskotaliði var beitt, sagði að hinn 68 ára gamli for seti hefði verið skotinn eftir að hafa margsinnis neilað uppgjöf. Þá sagði útvarpið einnig að bróðir forsetans. Mohammad Naim. hefði einnig verið skotinn. Útvarpið gaf ekki frekari skýringar og sagði ekki hvar eða hve- nær forsetinn hefði verið skotinn. í gær gerðu herdeildir árás á forseta- höllina með skriðdrekum og flugvélar studdu árásina með skothríð. Einnig var ráði/t á flugvöllinn i Kabul og aðalstöðvar flughersins urðu einnig fyrirárás. Heimildir greindu að höll forsetans hefði staðið í Ijósum loguni, og lik hefðu verið á við og dreif á götunum umhverfis eftir hin miklu átök. Hinn nýi leiðtogi er Dagarwal Abdul Khadir herforingi og hefur hann verið út- nefndur yfirmaður byltingarráðs hers- ins. Hin nýja byltingarstjórn virtist nokkuð trygg I sessi í morgun. Undan- farið hafði Mohammad Daout forseti verið gagnrýndur fyrir einræðistil- hneigingar og tilraunir til þess að koma á eins flokks kerfi i Afghanistan. Landamæri Afghanistan liggja að Sovétríkjunum, Pakistan. Iran og Kina. Átökin brutust út um nónbilið I gær og eftir skörp átök náði hin nýja bylt- ingarstjórn völdum. í tilkynningu hinnar nýju stjórnar sagði að hún myndi byggja á múhameðstrú, frelsi og komið yrði á lýðræði, sem stuðla myndi að framþróun í Afhanistan. Utanríkisstefnan byggðist á hlutleysi, sem styddi frið, hvar sem væri í heim- inum. Muhammad Daout forseti komst til valda með byltingu árið 1973. er hann steypti frænda sinum Zahir konungi af stóli. Flugstjóri og siglingafræðingur s-kóreónsku Boeing 707 farþegaþotunnar sem nauðlenti á isilögðu vatni i Sovétrfkjunum eru enn i haldi þar. Þeir hafa verið fluttir til Leningrad til frekari yfirheyrslna. Það er þvf enn ekki Ijóst hvaö olli hinni miklu villu vélarinnar, en hún var komin 1600 km af áætlaðri flugleið. Bandarikjastjórn hefur lagt hart að Sovétstjórninni að sleppa flugmönnunum hið fyrsta og skýra frá rannsókn málsins. Þessa mynd tók einn farþega hinnar nauðlentu vélar þar sem hún var á isnum, en vatnið er f námunda við sovézku borgina Kem f norðurhluta Sovétrfkjanna. Tékkneski geimfarinn Vladimir Remekfyrsti útlendingurinn sem þotið hefur um himingeiminn f sovézku geimfari, kom til Prag f gær. Var hann ásamt hinum þremur sovézku félögum sfnum og fagnaði Husak forsetis Tékkóslóvakiu þeim á flugvellinum við borgina en siðan óku þeir um götur Prag þar sem þúsundir manna fögnuðu þeim. Hér er Remek með svoézkum félögum sfnumumborðf Salyut 6 geimstöðinni. Kappinn John Wayne eins og flestir kannast við hann. Kvikmyndaleikarinn John Wayne er kominn heim af sjúkrahúsi því í Boston þar sem hann gekkst undir hjartaskurð- aðgerð í byrjun þessa mánaðar. - Kappinn sagðist vera bráðhress og Erlendar fréttir óþreyjufullur að byrja aftur störf. Hann var að sögn grennri en áður en læknar segja hann við fulla heilsu og skjótur batinn sé vegna þess hve Ijónfjörugur og lífsþyrstur hinn sjötugi leikari sé. John Wayne sem hefur leikið í um það bil 200 kvikmyndum um ævina var skorinnupp við lungnakrabbameini fyrir fjórtáti árum en læknar fullyrða að skurðagerðin núna sé á engan hátt tengd þeirri meinsemd. Vestur-Virginía: MISSTIFJÓRA SYNIOG FJÓRA AÐRA ÆTTINGJA ER VINNUPALLARNIR HRUNDU — Fimmtíu og einn fórst í miklu vinnuslysi Aðeins tveimur þeirra fjörutíu og tveggja manna sem voru við störf sin á vinnupöllum utan á kæliturni við orku- ver I Vestur-Virginíu í Bandarikjunum í gær tókst að stökkva að turninum og halda sér þar. Hinir hröpuðu til jarðar og létust ásamt ellefu öðrum verka- mönnum sem voru við vinnu sina fyrir neðan. Atburður þessi varð við lítið þorp St. Marys þar sem aðeins búa um þrjú þúsund og fimm hundruð manns. Flestir hinna látnu munu þvi hafa verið tengdir eða skyldir á einhvern hátt og meðal annars er getið eins manns, Lee Steel, sem sjálfur lenti að visu ekki í slysinu en missti fjóra syni sína og fjóra aðra ættingja. Varð slysið er vinnupallarnir hrundu skyndilega, án nokkurra skýringar enn sem komið er. John Wayne kom- inn af sjúkrahúsi

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.