Dagblaðið - 05.05.1978, Page 3

Dagblaðið - 05.05.1978, Page 3
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 5. MAÍ 1978. 3 „MENN VERÐA DÆMDIR AF VERKUM SÍNUM EN EKKI ORÐUM” segir bréfritari til forystumanna verkalýðshreyfingarinnar Bcnedikt Kristjánsson, Hverfisgötu 98A, hringdi: Hann vildi gjernan koma með at- hugasemd vegna ummæla Guð- mundar J. Guðmundssonar í sjón- varpinu að kvöldi 1. mai: „Guðmundur hafði orð á að hann vildi gera verkalýðshreyfinguna lýð- ræðislegri og auka vald hinna einstöku félagsmanna. Mig langar til þess að það komi fram að almennur félags- fundur hefur ekki verið haldinn i Dagsbrún síðan sl. haust. Það er enn ekki búið að halda aðalfund i félaginu en lögum samkvæmt á að halda hann ekki síðaren 15. febrúar. í sambandi við fræðslustarfið vil ég taka fram að neitað var að birta grein í félagsblaðinu þrátt fyrir að um hafi verið að ræða svargrein við árás Eð- varðs á framboðstilraun i félaginu. Á fé|agsfundi 21. nóv. 1976 samþykktu tæplega tvö hundruð verkarnenn að Akureyrarhöfn: Burt með flökin Akureyringur hringdi: Heldur er leiðinlegt að sjá skipaflot- ann sem að staðaldri liggur við bryggju í höfninni hér neðan undan Kaupvangsstræti. Gamall og kolryðgaður ný- sköpunartogari, Snæfellið, hið gamla og farsæla síldarskip að þvi komið að sökkva og gamla Akra- borgin. Allt voru þetta farsæl og aflasæl skip á sinum tima en sú ágæta tímans tönn hefur sett á þau sitt mark og því er fullkomlega tímabært að fjar- lægja þau. í því ásigkomulagi sem þessi þrjú skip eru nú eru þau engum til gagns eða ánægju. Þau setja ljótan svip á bæinn og því skora ég á þá sem um málið eiga að fjalla að fjarlægja skipin hið bráðasta. PUNKIÐ EKKERT PRUMP H. Rottcn skrifar: Ég las það þann 24.4. i DB að ein- hver fröken ABBENSTEIN var að lofa ABBA sem rosalega hljómsveit. En þú (frk. Abbenstein) sagðir: „Ég held því fcam að ABBA sé helmingi betri en allar punkhljómsveitir sem eru að reyna að þenja sig með litlum árangri.” Ég tel það ekki litinn árangur t.d. meðlima Sex Pistols að eiga alltaf litlar og eða stóru hljómplötuna mörgum sinnum á lista þegar rætt er um vin- sældakosningar. Ég man að ég las i DB seint á árinu 1977 að Johnny Rotten hafi verið 4. vinsælasti söngvari ársins i heiminum og annar í Bretlandi og hljómsveit hans, Sex Pistols, hafi verið í 2. sæti. Svo voru 3 litlar plötur Sex Pistols í 2„ 3. og 8. sæti yfir litlar plötur. Einnig má nefna að Stranglers, Television, Clash og Damned voru allar á einhverjum lista í einhverju tíu .efstu sæta. Þarna tel ég punkið ekki vera að þenja sig með litlum eða engum árangri. þetta blað skuli vera öllum opið, þá er ekkert tillit tekið til þess. Einnig var mjög athyglisvert að blaðið kom ein- mitt út strax eftir að mótframboðið kom fram. Á þingi Verkamannasambandsins í byrjun desembermánaðar á sl. ári var samþykkt að halda fundi með forystu- mönnum verkalýðshreyfingarinnar á vinnustöðum til þess að verkamenn hefðu einhver tök á að -hafa áhrif á gang mála. Enginn slíkur fundur hefur verið haldinn svo vitað sé i Dagsbrún. Að lokum vil ég taka fram að menn munu verða dæmdir af verkum sínum en ekki orðum og lýðskrumi.” Bréfritari telur forystumennina sjálfa eiga sökina á doða verkalýðshreyfing- arinnar. Spurning dagsins Borðar þú morgunmat? Helga Finnbogadóttir afgreiðslustúlka: Stundum, það fer eftir þvi hvenær ég vakna. Ég legg mikla áherzlu á að það sé jorðaður morgunmatur. \ 'V <9 Oft skiptast á skin og skúrir ífjármálum fólks. Tekjur og gjöld eru breytileg frámánuðitilmánaðar.Kannski ererfið afborgun framundan, en fjármunir af skornum skammti. Útiitið virðist ekki of bjart. Fyrirhyggja er lausnarorðið í slíkum vanda. Við bendum á IB-lán okkar. Þau byggjast á reglubundnum sparn- aði sem gefur rétt til lántöku. IB-lánin gætu lyft mörgum yfir erfiðan hjalla, en það krefst fyrirhyggju. Leitið upplýsinga um IB-lán, fáið bækling. Banki þeirra sem hyggja að framtíðinni Iðnaðarbankinn Aðalbanki og útibú Jóhann Hclgason verzlunarmaður: Já, það geri ég svo sannarlega. Morgun- maturinn hjá mér er te og tvær ristaðar brauðsneiðar. Stundum borða ég afganga frá kvöldinu áður, ef þeir eru einhverjir. Óvissa framundan i fjármálunum? Guðný Snorradóttir, vinnur I Faco: Já, það geri ég. Það eru nú aðallega ávextir, kornflex eða eitthvað létt. Einar Pétursson, vinnur i Karnabx: Já, ég fæ mér eina kók. Bjarni Jónsson verkamaður: Já, é| borða kornflex. Ég legg mikla áherzlu i að fólk borði morgunmat áður en þa( fer i skóla eða til vinnu. Anton Reinoldbeck: Það er nú misjafnt, það eru þá helzt ávextir.

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.