Dagblaðið - 05.05.1978, Síða 13
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 5. MAt 1978.
13
innar. Oft Játa ráöamenn undan slík-
um kröfum, enda koma þær gjarnan
frá flokksbundnu fólki, og er það að
minni hyggju ein aðalástæðan fyrir
því stefnuleysi, sem einkennir íslenskt
stjórnmálalíf. Almennir kjósendur
úthúða stjórnmálamönnum heima í
stofum sínum meðan þrýstihóparnir
syngja kröfugerðarsönginn háum og
snjöllum rómi i fjölmiðlum.
Það verður að teljast óliklegt að al-
mennir kjósendur hefji í náinni
framtið virka þátttöku innan stjórn-
málaflokkanna og lög sem fyrirskip-
uðu slíkt stæðust ekki gagnvart
stjórnarskránni enda ótvírætt brot á
mannréttindum. Eina færa leiðin til
þess að auka áhrif kjósenda ágang
mála er þvi að taka upp persónu-
bundnar kosningar. Þá gætu
kjósendur að minnsta kosti ráðið ein-
hverju um það hverjir fara með
umboð þeirra á alþingi.
Ekki er i fljótu bragði hægt að
benda á heppilegri leið til virks
lýðræðis en þá að stjórnmálaflokkar
starfi i landinu. Það er hins vegar Ijóst
að sem stendur eru íslenskir flokkar
staddir í pólitískri blindgötu þar sem
örfáir einstaklingar stjórna ferðinni.
Óháð framboð og krafa um per-
sónubundnar kosningar er til þess
fallið að vega að rótum þess meins sem
nú hrjáir íslenska stjórnmálaflokka.
Æskilegt væri að slíkt framboð kæmi
fram í öllum kjördæmum landsins.
Gfsli K. Sigurkarlsson
lögfræðingur, Keflavík
\
landsins atómstilinn sem hinn eina
sanna i Ijóðlist á íslandi. Raunar er
Dagur Sigurðarson nú þegar orðinn
þekktari en Davið Stefánsson i
menntaskólum landsins.
Margir undrast að þetta skyldi hafa
gerzt meðan Vilhjálmur Hjálmarsson
var menntamálaráðherra — maður
vandur að virðingu sinni og
heiðarlegur. En nú er haft í flimt-
ingum, þegar talað er um afgreiðslu
mála í menntamálaráðuneytinu:
Talaðu við Birgi „sjálfan”. Slík er
niðurlæging ráðherrans. Skýringin er
ef til vill sú að á heimavigstöðvunum,
á Austurlandi, berst Vilhjálmur um
svipaðan skoðanahóp og Lúðvik
Jósepsson. Vilhjálmur hefur því ekki
efni á þvi að moka flórinn i sinu
ráðuneyti né skólunum. Til þess yrði
ramakvein Þjóðviljans og hatursher-
ferð of mikil. Við bíðum sannarlega
eftir einhverjum hugrökkum manni
sem vill taka ástandið i menntamálun-
um til bæna.
Hilmar Jónsson
bókavörður, Keflavik.
Ásmundur Bjarnason skrifar f rá Húsavík um leiklist:
Bitastæðara en
„menningarauki”
Þjóðleikhússins
Skjaldhamrar
á Húsavík
Leikfélag Húsavikur frumsýndi
Skjaldhamra eftir Jónas Árnason 31.
marz sl. Síðan hefur leikritið verið
sýnt 15 sinnum fyrir fullu húsi og
mjög góðum undirtektum. Það væri
að bera i bakkafullan lækinn að fara
að láta ljós sitt skina um leikritið þar
sem búið er að sýna það svo víða
hérlendis og erlendis og þar af leiðandi
margbúið að skrifa um það, og í
flestum tilfellum er farið um það
fögrum orðum.
Aftur á móti er það um sýninguna
hér að segja að hún er mjög vel upp-
færð. Leikstjórn Sigurðar Hallmars-
sonar er markviss og fagmannleg og
leikendur leggja sig alla fram við að
gera sina hluti vel. Snædís Gunn-
laugsdóttir leikur Katrinu Stanton
leftenant, Benedikt Sigurðsson
leikur Kormák vitavörð, en Snædís og
Benedikt eru nýliðar á sviði hér á
Húsavík, bæði nýflutt hingað, en það
er enginn nýliðabragur á leik þeirra.
Jón Fr. Benónýss. leikur Stone major
korporállinn er leikinn af Ólafi
Straumland, Einar Njálsson leikur Pál
Daniel Nielsen, sem allt farganið
stendur um og Maria Axfjörð leikur
Birnu. Ég verð að segja það að mér
þótti þetta bitastæðara verk heldur en
Á sama tima að ári sem Þjóðleikhúsið
sendi hingað um daginn okkur til
„menningarauka” eins og stóð i leik-
skránni. Nú fer sýningum að fækka á
Skjaldhömrum en fólk er hvatt til þess
að fara á þessa ágætu sýningu leik-
félagsins, sem ennþá einu sinni kemur
manni á óvart með enn einni heil-
steyptri leiksýningu.
Ásm.Bj.
SKJALDHAMRAR — Snædís Gunnlaugsdóttir og Benedikt Sigurdsson I hlutverkum sinum hjá Leikfélagi Húsavikur. —
Ljósmyndastofa Péturs.
Húsmóðir
efst hjá
Sjálfstæðis-
flokknum
á Húsavfk
Framboðslisti Sjálfstæðisflokksins á
Húsavík er skipaður eftirtöldum mönn-
um:
1. Katrín Eymundsdótt'r húsmóðir, 2.
Hörður Þórhallsson útgerðarmaður, 3.
Guðmundur A. Hólmgeirsson skipstjóri.
4. Jón Ármann Árnason trésmíða
meistari, 4. Sverrir Jónsson póstfulltrúi
6. Ingvar Þórarinsson bóksali, 7. Krist
inn Magnússon framkvæmdastjóri, 8.
I laraldur Jóhannesson mjólkur
Iræðingur, 9. Skúli Jónsson verkstjóri.
10. Reynir Jónasson kaupmaður, II.
Særún Jónsdóttir húsmóðir, 12. Haukur
Ákason rafvirkjameistari, 13. Benedikta
Steingrimsdóttir launafulltr., 14. Pálmi
Pálmason iþróttakennari. 15. Þröstúr
Brynjólfsson varðstjóri, 16. Dórothea
Guðlaugsdóttir húsmóðir, 17. Hákon
Aðalsteinsson sjómaður og 18. Jóhann
Kr. Jónsson bókari.
Við síðustu bæjarstjórnarkosningar
fengu sjálfstæðismenn 213 atkvæði og
tvo bæjarfulltrúa kjörna af niu.
A.Bj.
Alþýðubandalag
ogóháðirsaman
íMosfellssveit
Framboðslisti Alþýðubandalagsins og
annarra vinstri manna i Mosfellssveit er
skipaðureftirtöldum mönnum:
1. Ulfur Ragnarsson rannsóknar-
maður, 2. Ásdís Kvaran kennari, 3.
Sturlaugur Tómasson nemi 4. Aðal-
heiður Magnúsdóttir kennari, 5. Trausti
Leósson byggingafræðingur, 6. Þórður
Axelsson húsgagnasmiður, 7. Guðlaug
Torfadóttir skrifstofumaður, 8. Fróði
Jóhannsson garðyrkjubóndi, 9. Helga
Hólm húsmóðir, 10. Runólfur Jónsson
verkstjóri, 11. Sigriður Halldórsdóttir
kennari, 12. Anna S. Gunnarsdóttir
kennari, 13. Ásgeir Norðdahl verka
maðuf og 14. Sigurður A. Magnússon
rithöfundur.
Við siðustu sveitarstjórnarkosningar
fengu vinstri menn og óháðir 299
atkvæði og þrjá fulltrúa af sjö i hrepps-
nefnd Mosfellshrepps.
A.Bj.
Lenin og Stalín voru að flestu góðu
þekktir þó svo að hin nýja yfirstétt
hafi notað annan til þess að kenna sig
við en hinn til að klína eigin fólsku-
verkum á. Fólki eins og Mariu og
Morgunblaðsritstjórum, að ó-
gleymdri APN, hefur tekist að rugla
margan manninn. En sárafáir tengja
Sovétriki nútímans við sósíalismann,
nema til þess að sverta hann eða þá
fegra afturhaldið — þegar allt kemur
til alls.
Afturhald Sovétríkjanna, með eða
án Maríu, er ofurselt eyðingunni á
sama hátt og þaðer öruggt að þjóð-
frelsisöfl Afríku brjótast undan oki og
yfirráðum beggja risaveldanna og
afturhaldsins þar.
„Á reiðskapnum sést hvar heldri
menn fara” — María notar gamlan
málshátt i grein sinni. Ég tel víst að
margur alþýðumaðurinn sjái í gegnum
Brésneff og kó. Reiðskjótar hans eru
deyðandi vígvélar í öllum heims-
hornum i „nafni sósíalismans”, sovésk
fyrirtæki i öðrum löndum í „nafni
sósíalismans,” rányrkjutogarar sem
eyða fiskimiðum annarra þjóða í
„nafni sósialismans” og jafnvel
Cadilac frá vininum honum Carter —
auðvitað í „nafni „sósialismans”. Og
nú hefur María Þorsteinsdóttir
hlaupið undir bagga.
Svo ráðlegg ég Maríu að setjast
við skrifborðið strax, því 1. mai
beindust aðgerðir „Samfylkingar 1.
maí" m.a. gegn báðum risaveldunum
og þar var gestur — fulltrúi
þjóðfrelsishreyfinga Eritreu.
Ari Trausti Guðmundsson
formaður miðstjórnar EIK(m-l).
Hverfafundir
borgarstjóra
í apríl - maí 1978.
Birgir ísleifur Gunnarsson
borgarstjóri flytur ræðu og
svarar fyrirspurnum fundarcesta
Austurbær og Norðurmýri
Hlíða- og Holtahverfi.
Laugardaginn 6. maí kl. 14:30.
Domus Medica — Egilsgötu 3.
Á fundunum verður:
1. Sýning á líkönum og uppdráttum 2. Litskuggamyn'dir af helztu fram-
af ýmsum borgarhverfum og kvæmdum borgarinnar nú og
nýjum byggðacvæöum. a"ð undanförnu.
Fundarstjóri: Barði Friðriksson. hœstaróttarfög-
nrtaður. Fundarritarar Magnús Ásgeirsson,
viðskiptafræðinemi og Rúna Guðmundsdóttir,
verzlunarstjóri.
Reykvíkingar — tökum þátt í fundum borgarstjóra