Dagblaðið - 08.05.1978, Blaðsíða 1
i ^enpeace fulltrúar mættir.
Hvalastofninn
ákveðinn eins
og sfldin foröum
Parmender og Thornton ræöa við blaðamann DB i gærkvöldi. Þeir telja að nú sé
farið eins að hvalstofninum og sildinni áður. — DB-mynd R. Th. Sig.
4. ÁRG. - MÁNUDAGUR 8. MAÍ1978 — 95. TBL.
RITSTJÓRN SÍÐUMÚLA 12. AUGLÝSINGARÓG AFGREIÐSLA ÞVERHOLTI11. — AÐALSÍMI27022.
— veiðikvótar Alþjóðahvalveiðiráðsins byggjast ekki á neinum vísindalegum rannsóknum
„Aðferðir Alþjóðahvalveiðiráðsins
við ákvörðun á stærð hvalastofnanna
byggjast ekki á neinum vísindalegum
rannsóknum, heldur aðeins á talningu
þeirra hvala, sem veiðzt hafa árlega
nokkur siðastliðin ár,” sögðu fulltrúar
Greenpeace samtakanna, sem komnir
eru hingað til lands til að skýra mál
sitt og ástaeðumar fyrir því að þeir
ætla að berjast gegn hvalveiðum
íslendinga næsta sumar.
Fulltrúamir, Allan Thomton frá
Kaoada og Remi Parmentier frá
Frakklandi, bentu á að lslendingum
ætti að vera í fersku minni hvemig fór
fyrir sildarstofnum í Norður-Atlants-
hafinu.
Við ákvörðun á stofnstærð hvala
væri notuð sama aðferð og ríkti á
síldartímanum.
Fyrri veiðitölur segja ekkert um það
hve margir hvalir eru eftir i hafinu,
sögðu Greenpeace fulltrúamir. Þar
ko'ma ótal atriði önnur inn í, sem Al-
þjóðahvalveiðiráðið tekur ekkert tillit
til. Þeir félagar bentu einnig á að ráðið
hefði í öllum fyrri tilvikum tekið af-
stöðu með veiðimönnunum og reynsl-
an af veiðum í Kyrrahafi og Suður-ls-
haftnu sýndi Ijóslegast hvert stefndi
með hvalastofnana ef farið væri að
ráðum þess.
Veiðar á loðnu, sern hefðu hafizt að
einhverju marki fyrir nokkrum árum,
gætu hugsanlega haft afdrifarikar af-
leiðingar fyrir hvalastofninn. Og til
þess væri ekkert tillit tekið i áliti Al-
þjóðahvalveiðiráðsins um hvalastofna
við ísland.
Fulltrúar Greenpeace samtakanna
bentu á til dæmis um hve lítið væri
vitað um hvalastofnana, að ekki væri
vitað um hvernig þeir dreifðust um
hafið og hvort þeir héldu sig á sama
hafsvæði eða ferðuðust um.
Aftur á móti hefði komið í ljós um
þær hvaltegundir sem friðaðar hefðu
verið í Kyrrahafinu að af sjö tegund-
um, sem hætt hefðu verið komnar,
hefði aðeins ein sýnt nokkur merki um
fjölgun þrátt fyrir friðun. Betra væri
því að gæta sín gegn ofveiði i tima.
Það væri einmitt erindi þeirra hingað
til Islands að benda á þetta atriði.
Greenpeace samtökin hefðu á engan
hátt neitt á móti því að íslendingar
nýttu hvalastofnana eins og skyn-
samlegt væri en þau berðust aftur á
móti gegn ofveiði hans og útrýmingu.
Alþjóðahvalveiðiráðið væri á engan
hátt fært um að vera sá aðili, sem
ákvarðaði um hæftlegt veiðimagn. Þar
sætu i mörgum tilfellum fulltrúar
veiðiskipa og verksmiðjueigenda, sem
fyrst og fremst hugsuðu um sína hags-
muni. Líktu þeir þvi við að úlfurinn
væri látinn gæta sauðanna.
Upphaflega var ætlunin að togari sá
sem samtökin hafa fest kaup á og
koma mun I sumar til að trufla hval-
veiðarnar hér við land kæmi fyrst til
Reykjavíkur. Við það var hætt því for-
ustumenn samtakanna töldu það
óþarfa áhættu, hugsanlegt væri að
skipið yrði kyrrsett hér af einhverjum
ástæðum. -ÓG
A
V\AAAA/,
150áraafmæli
föður
Rauða krossins
Litli drengurinn var eitt af fórn-
arlömbum fellibyls á Filippseyjum.
Rauði krossinn hjálpaði honum
eins og milljónum annarra I starfi
sinu -sjábls.5
Jarövegsskrið í
Þrændaiögum:
Níu bóndabýli
hurfu
gjörsamlega
— sjá bls. 29
„Aðeinseitt lið
á vellinum”
— þegarlpswich
sigraði Arsenalí
úrslitum enska
bikarsins
— sjá íþróttirbls.
15,16,17,18
ogl9
JVJ kærir lögfræðinga sína:
KREFST OPINBERRAR
RANNSÓKNAR
Síðasta olíuskip fyrir bannið kemurí dag:
„Grípið til viðeigandi
ráðstafana" “$S2É-r
áætlun oliuskips verið breytt þannig að
skipið kemur til Reykjavíkur í dag.
Innflutningsbannið skellur á 11. mai
nk. Við þessari áskorun Fylkingarinnar
munekkiverða orðið.
Fylkingin skorar þá á þá félaga
Verkamannasambandsins, sem við
olíudælinguna eiga að vinna, að „grípa
til viðeigandi ráðstafana gegn þessu her-
bragði oliuinnflytjenda.”
ÓV.
„Það kom ekki til greina, aðgerð sem
þessi verður að boðast með löglegum
fyrirvara, annars kemur hún aftur í
hausinn á okkur,” sagði talsmaður
Verkamannasambands Islands i sam-
taldi við DB í morgun.
Fylking byltingarsinnaðra kom-
múnista hefur sent frá sér áskorun til
Verkamannasambandsins að lýsa yfir
tafarlausu innflutningsbanni, enda hafi
„Þóknun'mín er til umfjöllunar hjá
Lögmannafélaginu,” sagði Þorvaldur
Lúðvíksson hrl. í viðtali við Dagblaðið i
morgun, en Jón V. Jónsson, verktaki í
Hafnarfirði hefur krafizt opinberrar
rannsóknar á störfum tveggja lög-
fræðinga, Þorvaldar og Svans Þórs
Vilhjálmssonar, hdl. fyrir fyrirtæki sitt
á árunum 1975—77. Þá var Jón aðal-
verktaki á Grundartanga i Hvalfirði.
Stór hluti af fjárreiðum fyrirtækisins
var í höndum lögfræðinganna tveggja
og áttu þeir að sjá um innheimtur og
greiða kröfur. Segir Jón í kröfu sinni
um rannsókn, að þeir hafi ekki haldið
nægilega gott bókhald og ekki gert
nægilega góðagreinfyrir fjármunumi
endanlegu uppgjöri. -HP.
Tvær ungar Indlánastúlkur i dansi. DB-mynd Bjarnleifur.
Indíánar eru fremur sjaldgæfur
þjóðflokkur uppi á isa köldu landi. En
gær var krökkt af þeim í Reykjavík.
Flestir voru þeir smávaxnir og töluðu
islenzku, mörgum til furðu.
Við rannsóknir kom i Ijós að við
höfðum ekki orðið fyrir árás Indíána
heldur voru hér á ferðinni islenzk börn
sem fóru á grimuball hjá Dansskóla
Heiðars Ástvaldssonar. Venja er að
skóli hans haldi slik grimuböll vor
hvert í lok námskeiða fyrir yngri
börnin en þau eldri fara aftur á móti á
venjulegan virðulegan dansleik.
(jrimuböllin í gær voru tvö,
klukkan tvö fyrir 4—6 ára og klukkan
fimm fyrir 7—10 ára. Bæði voru
böllin í Tónabæ og sagði Heiðar að
það væri allra bezti staður sem til
væri til þess að halda bamaböll því
neyðarútgangur væri hvergi á landinu
betri. Og i Tónabæ væri bezta dans-
gólf á landinu. Það væri því grátlegt
að leggja ætti þennan stað niður.
-DS.
Laker býðurflugfarið London—
Los Angeles f y rir fjörutíu þúsund
Amin stingur lögreglumönnum
og fangavörðum í steininn
— Sjá erlendar f réttir blaðsíðum 8 og 9
Dýrasýningin:
Fjöldi manns og hundgá í Höllinni
— sjá bls. 6
Bfsi og Krimmi struku yf ir á bls. 4