Dagblaðið - 08.05.1978, Blaðsíða 11

Dagblaðið - 08.05.1978, Blaðsíða 11
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 8. MAÍ 1978. meðal annars: Eftir þvi sem mér hefur verið sagt þá skiptir engu máli samkvæmt dönskum lögum hvort ég geng í hjóna- band með Margréti Nielsen, sem er danskur rikisborgari. Slikt hefur enga stoð i dönskum lögum vegna þess að hún er kona. Aftur á móti mun þvi vera á þann veg háttað. að hvaða ókvæntur danskur karlmaður sem er má ganga að eiga mig. Þetta tel ég vera misrétti og ólög. Af þessu leiðir að við eigum aðeins tveggja kosta völ. Hinn fyrri er sá að önnur hvor okkar gerist kynskipt- ingur. Sá siðari að ég kvænist dönskum karlmanni, sem ég ber ekki ástarhug til. Helen Nash, bandariska lesbían sem að öllum likindum þarf að yfirgefa Danmörku cftir þrjá mánuði. Við stöllur höfum ákveðið að taka hvorugan þessarra kosta. Hinn fyrr- nefnda vegna þess að við erunr báðar ánægðar með að vera konur og hinn síðari vegna þess að samkvæmt dönskum lögum ber konu skylda til að búa með þeim manni sem hún kvænist. í viðtali við danska blaðið lnfor mation sagði Helen Nash, að svo virtist sem samkvæmt lögum og reglum i Danmörku gæti hún aðeins fengið þriggja mánaða dvalarleyfi í Danmörku. — Útlendingaeftirlitið hefur sagt okkur að siðan gætum við farið til annars lands og verið þar en siðan fengið aftur leyfi fyrir mig til dvalar i Danmörku í þrjá mánuði. Að því lokriu yrðum við að fara aftur af landi brott i sex mánuði ef við vildum halda áfram samveru okkar. Þannig yrðum við að halda áfram þar til sönnur hefðu verið færðar á að samband okkar yrði varanlegt. Helen Nash tók sérstaklega fram i viðtalinu að hún mundi ekki verða danska ríkinu neinn fjárhagslegur baggi. Einnig sagði hún að ekki hefði orðið vart við neina andúð á dvöl hennar i landinu frá neinum öðrum en útlendingaeftirlitinu. Að sögn embættismanna þar fer það mjög eftir aðstæðum i hverju einstöku tilviki hvort útlendingum er veitt dvalarleyfi. Þeir sögðu að þvi væri alls ekki svo háttað að beiðnum eins og þeirra Helen og Margrétar væri umsvifalaust hafnað. Ekki væri heldur nein föst regla til um hvenær fólk teldist hafa fært sönnur á vilja /íinn til að búa saman að staðaldri. Þó væri talið, að þvi lengur sem sambýlið hefði staðið væru likurnar fyrir varanlegri sambúð meiri og einnig þá möguleikar á leyfi til fastrar dvalarí Danmörku. Embættismennimir voru spurðir um hvernig þessar tvær konur, sem ekki hefðu leyfi til aðganga i lögfornv legt hjónaband, ættu að sanna vilja sinn til sambúðar. Þeir viðurkenndu, að á þvi væru vissir erfiðleikar og reyndar hefðu til felli sem þetta verið fátíð í Danmörku. Þar i landi eru nú meiri hömlur á aðflutningi erlends fólks til vinnu en áður. Þó fá ibúar landa Efnahags- bandalagsins og Norðurlandanna um- svifalaust bæði atvinnu- og dvalarleyfi þar. Leiklist Synges: Vopn frú Carrar er ný túlkun sömu hugmyndar. Þar er dauðinn sett- ur i þágu lífsins, lifinu lýst sem baráttu fyrir frelsi, jöfnuði, bræðraþeli. Vera má að þetta þyki skynugri lífskoðun en dulhyggjan hjá Synge. En hún setur leiknum óneitanlega ansi þröngar skorður, mest verður um vert að koma fram sönnun réttrar skoðunar sem aðeins getur verið ein, brýna menn til að standa nú endilega upp og berjast. En sem skáldskapur, leiktexti stenst Vopn frú Carrar hálf- illa samanburð við heilaga einfeldnina hjá Synge, hin nýja túlkun felur lika í sér takmörkun og einföldun efnisins viðsinnstaðogtima. En þetta tókst vel i Leikhúskjallar- anum, og það var aftur að þakka svip- mikilli og skapheitri túlkun aðalhlut- verksins. Bríet Héðinsdóttir leiddi skýrt i Ijós verðleika og takmarkanir Teresu Carrar, stritandi almúgakonu sem þegar þykist hafa misst og fórnað nógu. En þaðer bara ekki nóg, þaðer aldrei nóg: lífi manns getur verið svo háttað að ekki sé til vinnandi að lifa því. Við þau kjör búa Teresa Carrar ogsynir hennar. Eins og Þeir riðu til sjávar byggist Vopn frú Carrar upp um eina mikla mannlýsingu, annaðefni leiksins lýtur henni. 1 báðum leikjunum fór þetta einkar vel úr hendi í Leikhúskjallar- anum, fólk og atburðir dregið ljóst og skilmerkilega. Af öðrum þátttak- endum langar mig að nefna á nafn Þórunni Magnúsdóttir: Noru, yngri ÞEIR RIÐU TIL SJÁVAR. Ekkjan Marja (Guðrún Þ. Stephensen) stendur yfir sjóreknu líki sonar slns (Hákon Waage). Út að berjast Marja tregar sig í sátt við örlög sín í leik Synges, en það er lýðum ljóst hvað hún hefur misst og hversu hún hefur þjáðst. Leikurinn dregur siður en svo neina dul á þjáningu hennar og dætra hennar. Teresa Carrar i leikriti Bertolt Brechts um vopn frú Carrar, sér að sér i leiknum, fá réttan skilning á gildi lífsins, lífs i baráttu, og leggur vísvitað sitt eigið líf og sonar síns undir i baráttunni gegn ómennsku ofbeldi og ranglæti. Leikurinn er saminn í miðri borgarastyrjöldinni á Spáni, og það er umfram allt brýning til hluttöku í þeirra baráttu sem þar var háð. í lífs- baráttunni sjálfri er ekkert hlutleysi til, engin leið að skipa sér utan átaka. Það að lifa eins og maður felur í sér fúsan og frjálsan vilja til að fórna lif- inuefáþarfað halda. Svo nærtækt sem það virðist að sviðsetja saman leikþætti Synges og Brechts kann það á sinn hátt að vera miður nærgætnislegt við minningu Brechts, þess mikla leikhúsmanns. Kveikjan í leik hans er sótt i leik VOPN FRÚ CARRAR. Teresa Carrar (Briet Héðinsdóttir) fremst á myndinni. I bakgrunni: sonur hennar (Sigurður Sigurjónsson), ung stúlka (Guðrún Gísla- dóttir) og bróðir Teresu (Bjarni Steingrimsson). dótturina í Þeir riðu til sjávar, önnu Guðmundsdóttur: frú Perezog Bjarna Steingrimsson: Pedro, bróður Teresu í Vopn frú Carrar, til marks um raun- sæislega persónttsköpun, leikmáta sem ber uppi og færir sönnur á tilfinninga- og hugarheim þessara beggja leikja, svolíkirogólikir semþeireru. það öruggan leigusamning og sann- gjarna leigu. Þetta hafa kannanir staðfest. Hvað er til úrbóta, spyrja menn kannski. Bygging leiguíbúða á félags- legum grundvelli, er yfirleitt svarið. í því sambandi hefur verið minnst á að lífeyrissjóðir verkafólks geti fjár- magnað slíkar byggingar. Nú er hver verkamaður skyldur að vera i lífeyris- sjóði og greiðir árlega tugi þúsunda i skatt til þeirra. Eignalaust fólk fær þar lítið til baka, nema dulitla viðbót við tekjutrygginguna sina ef ellilaunaaldri er náð. Þeir sem eignir hafa að setja að veði, eiga hinsvegar kost á lánum úr lifeyrissjóði sínum. M.a. til að auka húseignir sinar. Þá fjármagna lífeyris- sjóðimir að miklum hluta hinn al- menna byggingarsjóð sem útdeilir svo- kölluðum húsnæðismálastjórnar- lánum. Þau lán fá hinir eignalausu ekki, en eru látnir borga fyrir hina. Viðurkennt er, að þrátt fyrir þetta ráði lífeyrissjóðirnir yfir verulegu fjár- magni sem látið er renna beint inní bankakerfið í formi venjulegra inn- lána. Þetta fé fer svo til almennra út- lána bankanna, m.a. í húseigna- braskið. Þetta fé væri hægt að nýta til að fjármagna byggingar eða kaup á leiguhúsnæði fyrir eignalausa meðlimi lifeyrissjóðanna. Þeir hefðu þá líkan hag af því og aðrir að vera i lífeyris- sjóðnunum. Nýting húsnæðis Annað mál er það að talið er vera nægilegt húspláss i Reykjavík, það sé aðeins illa nýtt. Vist er nýting húsnæðis í eldri hverfunum fyrir neðan allar hellur víða, meðan mikill fjöldi fólks er á biðiista hvar sem fram fer úthlutun ibúða til leigu eða-kaups á félagslegum grunni. Skattlagning fasteigna stuðlar mjög að þessu ástandi, ásamt algerum skorti á heppilegu húsnæði fyrir roskið fólk. Allt íbúðarhúsnæiði hér er skattlagt og eru engin frávik frá því, nema hvað fólk á eftirlaunaaldri getur fengið skattinn felldan niður að mestu, án Kjallarinn Jón fráPálmholti tillits til stærðar íbúðarinnar að því er virðist. I Noregi t.d. fást fasteignaskattar felldir niður af íbúðum fyrstu tuttugu árin meðan fólk er að greiða lánin niður. Einnig má lækka fasteignagjöld ef vextir af ibúðalánum hækka. Mér sýnist að réttlætanlegt sé að lækka hér eða jafnvel fella niður skatta af nauðsynjahúsnæði, en skattleggja i staðinn umframhúsnæði. Auðvelt á að vera að meta það hvað sé nauðsyn- legt húsnæði fyrir fólk. Ég tel að slikur lúxusskattur á umframhúsnæði, ásamt stóraukinni byggingu hentugs húsnæðis fyrir aldraða og aðra myndi stuðla að bættri nýtingu húsnæðis i eldri hverfunum. Sumir telja það mannvonsku að rífa fólk upp með rótum af heimili sinu og koma því fyrir annars staðar. Um það er varla að ræða, heldur hitt að gefa fólki kost á hentugra húsnæði og viðráðanlegra, þegar aldur færist yfir eða kringumstæður hafa að öðru leyti breyst. Margt gamalt fólk ræður alls ekki við húshald i þessum stóru íbúðum og verður að fá til þess opin- bera hjálp. Það á þess varla kost að breyta um meðan óbreytt ástand varir i þessum efnum. Og hvað með börnin sem alast verða upp í óviðunandi húsnæði og á hrakningi milli leiguibúða af ýmsu tagi. Hver er réttur þeirra? Spyrja má sömu spurninga varðandi sjúklinga og gamalmenni sem ekkert eiga að og holað er niður hér og hvar. oft við mjög ófullnægjandi aðstæður. Það verður líka að teljast almennt rétt- lætismál að skattleggja fremur lúxus en nauðsynjar. Húsaleiga og skattamál Þá má nefna að húsaleiga fæst ekki dregin frá tekjum til skatts. Algengt er að þeir sem leigja borgi hærri skatta en aðrir i svipaðri aðstöðu tekjulega. Þessu veldur einkum að þeir sem skulda fyrir eigin húsnæði fá vaxta- kostnað frádreginn og lækkar það skatta þeirra. Kostnaður við að koma sér upp eign fæst þá dreginn frá til skatts, meðan leiguliðinn verður að greiða fulla skatta af sinum kostnaði. Þá veldur núverandi fyrirkomulag umtalsverðum skattsvikum hjá mörgum leigusölum iveruhúsa, og ef til vill annarra. Ekki verður fyrir þessi skattsvik komist nema leigu sé skylt að telja fram. Margt hefur þróast á annan veg I þjóðmálum hjá okkur en i nálægum löndum. Ekki er efamál að séreigna- skipulagið á húsnæðismálum alþýðu hér á þarna hlut að máli. Hér þykir, sem kunnugt er, sjálfsagt að fólk steypi sér út i einskonar húsbygginga- fen og farast þar margir eða koma illa leiknir uppúr. Braskið er þarna alls- ráðandi og margir ánetjast því að fullu og sjá fátt annað í lifinu eftir það. Þetta hefur haft lamandi áhrif á verka- lýðsbaráttuna og deyft stéttarlegan skilning margra. Lánafyrirgreiðsla og möguleikar á henni fara þá að skipta meira máli en kaupið sjálft. í nálægum löndum er rekstur verka- mannaibúða með öðrum hætti en hér. Oftast í leiguformi eða fólk á kost á að kaupa með mjög góðum kjörum, t.d. svonefndum leigukaupum. Kemur þá greidd húsaleiga. sem greiðsla upp i kaupverð, og eftirstöðvar greiddar sem leiga. Fólk sem býr við þessi leigukjör og reyndar allir leigjendur í þeim löndum sem ég hef heimildir um, hefur verulegt öryggi í húsnæðis- málum. Þar tiðkast alls staðar húsa- leigudómstólar einhverskonar. Þeir geta ákveðið leigu og dæma um ágreining. Þar er alls staðar stranglega bannað að segja upp leigjanda til að fá leigu hækkaða eða kjör leigusala bætt með einhliða ákvörðun. Leigu- húsnæði er viðurkenndur og sjálf- sagður valkostur í öllum okkar nálægu löndum og leigjendafélög víða sterk samtök sem hafa mikil áhrif. Sjálfsagt þykir að leiga fari ekki yfir tuttugu af hundraði verkamannslauna og sumstaðar er markið fimmtán af hundraði. Fari húsaleigukostnaður yfir hámark er greiddur húsaleigu- styrkureftir vissum reglum. Auður og aðstaða ráða ekki manngildi Oft heyrist sú fullyrðing að fólk í leiguhúsnæði hljóti að vera af öðru sauðahúsi en hinir sem húsnæði eiga, sé jafnvel upp til hópa vandræðafólk. Ég hef fyrir satt að þetta undarlega islenska sjónarmið hafi ráðið mestu um að séreignastefna varð rikjandi hjá verkamannabústöðunum. Vitaskuld er alls staðar til eitthvert vandræða- fólk, en víst er að slíkt fólk býr ekki að jafnaði i leiguhúsnæði á frjálsum markaði einsogkjörin eru hér. Það ris einfaldlega ekki undir þeim kjörum sem þar er boðið uppá. Það er brýnt að kveða niður þann misskilning að fólk i leiguibúð sé eitthvað öðruvisi í háttum en annað fólk. Að auður og aðstaða i samfélaginu ráði manngildi. Vandræðafólk er ekkert siður að finna í röðum eignamanna og hátekjufólks, kannski frekar. Þá má oft heyra þá vit leysu að fólk sem leigir hjá opinberum aðilum sé einhverskonar styrkþegar á opinberu framfæri, og greiði aldrei leigu. Það þarf að gera fólki kleift að búa í leiguhúsnæði með fullum ráðstöfunar- rétti, öruggum samningi og sann- gjarnri leigu. Leigjendur hafa nú i undirbúningi stofnun félags til að gæta hagsmuna sinna. Allt fólk I leigu- húsnæði er eindregið hvatt til þátttöku i félaginu. Það er kominn timi til að fólkið sem borið hefur verðbólgubagg- ana bótalaust og aldrei séð neinn verð- bólgugróða, láti í sér heyra. Eignalaust alþýðufólk á ekki að sætta sig við hlut- skipti sitt i þessu samfélagi. Það er engin ástæða til þess. Jónfrá Pálmholti rithöfundur

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.