Dagblaðið - 08.05.1978, Blaðsíða 6

Dagblaðið - 08.05.1978, Blaðsíða 6
6 DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 8. MAÍ 1978. Troðfullt út úr húsi hjá borgarstjóra á Breiðholtsfundi: Framkvæmdir hafa aukizt en verðbólgan veldur erfiðleikum Borgarstjóri þurfti ekki að kvarta yfir lélegri fundarsókn Breiðholtsbúa á fundi sínum í gærdag. Fullt var út úr dyrum i salnum að Seljabraut 54 og margir létu sig hafa það að standa allan tímann til að hlýða á Birgi Ísleif. Alls voru taldir þarna310gestir. 4 klukkutímalangri ræðu rakti borgar- stjóri þróun siðustu ára í málefnum þeim sem borgin fæst við og hvað á stéfnuskrá væri næsta kjörtimabil. Ljóst mátti vera af ræðunni að framkvæmdir hafa aukizt jafnt og þétt en þó ekki alltaf nóg að sumra mati og spillir þá verðbólg- an helzt fyrir. 19% allra útgjalda borgarinnar fara í dagvistarmál barna. Byggð hafa verið ný dagheimili og leikskólar þrátt fyrir að börnum á forskólaaldri hafi fækkað í Reykjavik. Rými verður því sífellt meira. En mikið vantar enn á að þörf- inni sé fullnægt, meira að segja fá ein- stæðir foreldrar og aðrir forgangshópar ekki alltaf næg pláss á dagheimilum fyrir börn sín. Borgarstjóri gat þess að hlut- deild foreldra i kostnaði við rekstur dag- vistunarstofnana hefði farið minnkandi með árunum og þætti sér það ekki æski- leg þróun., sérlega hvað varðar leik- skóla, foreldrar mættu þar bera meira, en á þeð féllust verðlagsyfirvöld ekki. Aldraðir eru hlutfallslega fleiri í Reykjavík en annars staðar og því fer talsverður hluti útgjalda í að þjóna þeim. Núna á árinu verða teknar í notkun all- margar ibúðir fyrir aldraða þannig að þær verða alls orðnar 331 um árslok. Næst á dagskrá sagöi hann að byggja hjúkrunarheimili fyrir aldraða. Skólabyggingar stækka sífellt þótt börnum fækki en útþensla bæjarins kall- ar sifellt á nýjar skólabyggingar. Þessari þróun vill borgarstjóri snúa við með því meðal annars að gera mönnum betur kleift að kaupa sér íbúðir I gömlum hverfum. Jafnframt eru þóskipulögö ný hverfi og á þessu ári á að hefja fram- kvæmdir i Gufunesi ogá Keldnaholti. Græna byltingin, sem boðuð var fyrir síðustu kosningar, var einnig rædd. Sagði borgarstjóri hana hafa staðizt í öllum meginatriðum þó sumu hefði verið frestað vegna fjárskorts en aftur annað verið gert i staðinn. Það sem helzt vantar á núna eru gangstígar milli hverfa. Eftir ræðuna var orðið gefið laust og fundarmenn báru upp spurningar. Var þá auðvitað aðallega spurt um hin ýmsu mál í Breiðholtshverfinu sem slíku en það hverfi er ennþá ófullgert. Hét borgarstjóri því að málum þar yrði komið í lag innan skamms. - DS Svipmyndir á svipstundu Svipmyndir í hvert skírteini Svipmyndir sf. Hverfisgötu 18 • Gegnt Þjódleikhúsinu BREIÐHOLT KÓPAVOGUR Látiö kunnáttumennina smyrja bílinn á smur- stöðinni ykkar i—-—— SMURSTÖÐ ESSO Stórahjalla 2, Kópavogi Snjólfur Fanndal ■- SÍMI 43430 Rakarastofa Klapparstíg KLAPPARSTÍG 29 SÍMI 12725 HUNDGÁ í HÖLLINNI — Fjöldi sótti dýrasýningu í Laugardalshöllinni ígær Fyrir utan Laugardalshöllina var Höskuldur Skagfjörð leikari á gangi með ferfætling sinn, sem hann kvað xttaðan vestan af fjörðum og vera tófa i fjórða xttlið. Það hefur áður verið smellt mynd af ómerkari kynblendingi. DB- myndir: RagnarTh. Sýningardýrin I Laugardalshöllinni voru sum hver litt komin til ára sinna. Þessi litli kettlingur hefur enn litið séð af heiminum, en reynir þó að þefa af honum sem bezt hann getur. Slíkur var fjöldinn, sem sótti dýrasýn- inguna í Laugardalshöll i gær, að endur- taka varð sérstaka hundasýningu henni viðkomandi. Þeir, sem komu í góða veðrinu i Höllina, fengu að sjá sitt af hverju fyrir aurana sína. Mest áberandi voru þó hundar af öllum stærðum og gerðum, sem spásseruðu um sýningar- svæðið i fylgd eigenda sinna. Guðrún Á. Símonar, söngkonan góð- kunna, hafði sérstakan bás á dýrasýn- ingunni. Hún kom sér fyrir i básnum með merki í barminum, sem á var letrað: „Ég elska ketti". Guðrún sýndi þarna nokkra hreinræktaða siamsketti og aðra blandaða. Auk katta og hunda gaf að lita kanín- ur, naggrisi, hvitar rottur, tilraunamýs af ranpsóknarstofunni að Keldum og fleira. Mestu athyglina vakti þó hunda- sýningin, sem var bæði fróðleg og fjöl- breytt. Kynnir á henni var Gunnar Eyjólfsson leikari. Ágóði af dýrasýningunni rennur til styrktar Dýraspítala Watsons og bygg- ingar sjúkraskýlis fyrir hesta við hlið hans. - ÁT Sumir hundarnir gátu gert fleira en það eitt að ganga um og sýna sig. Það þurfti ekki miklar fortölur til að fá þennan „íslend- ing” til að leika listir sfnar. Sparisjóður Reykjavíkur og nágrennis— „banki heimilisins” >1 fkoman aldrei betri Afkoma Sparisjóðs Reykjavfkur og nágrennis á siðasta ári var með eindæm- um góð segir i fréttatilkynningu frá sparisjóðnum. Sjóðurinn á einkum við- skipti við almenning og lánar nær ein- göngu gegn veðum í fasteignum. Oft hefur Sparisjóðurinn verið kallaður „banki heimilisins" og ber það nafn e.t.v.meðrentu. fnnistæður jukust á siðasta ári meira en nokkru sinni, um 48.2%, sem er 5.2% meiriaukningenalmenntgerðist í bankakerfinu. Jukust heildarinnistæð- urnar úr 1426 milljónum í 2113 milljón- ir, sem er helmingi meiri aukning en á næsta ári á undan. Heildarútlánin jukust um 37% á árinu 1977 og voru i árslok 1461 milljón króna. Ný lán á árinu voru um þúsund. Einkum hafa verið veitt lán út á veð i íbúðum i Reykjavik, á Seltjarnarnesi og i Kópavogi. Nú hefur verið ákveðið að stækka og útvíkka svæðið þannig að Garðabær og Mosfellshreppur verða einnig með i dæminu. Þeir sem reglu- bundin viðskipti hafa við sparisjóðinn sitja að öllu jöfnu fyrir um lán, sem m , nema nú 2000 krónum á rúmmetra í hinni veðsettu eign og eru lánin til allt að 5 ára. hafa vió sparisjóðinn sitja að öllu jöfnu fyrir um lán, sem nema nú 2000 krónum á rúmmetra í ninni veðsetiu eign og eru lánin tiialltað5ára. Innistæða sparisjóðsins í Seðlabank- anum í árslok var mjög góð. Innistæðan á viðskiptareikningi var 207.7 milljón- ir. Lenti sparisjóðurinn aldrei á árinu í yfirdrætti í Seðlabanka fremur en áður. Bundið fé i Seðlabanka jókst i 441.6 milljónir, þannig að heildarinneignin reyndist vera 649.4 milljónir i árslok. Rekstrarhagnaður Sparisjóðs Reykja- víkur og nágrennis varð 37.9 milljónir króna eða meiri en nokkru sinni fyrr. í varasjóði á Sparisjóðurinn 106.2 miljljónir og er talið að hrein eign Spari- sjóðsins sé nú a.m.k. 375 milljónir króna. 1 stjórn voru kjörnir til eins árs þeir Jón G. Tómasson hrl., Sigursteinn Árnason húsasmiður og Hjalti Geii Kristjánsson forstjóri. Borgarstjórn Reykjavíkur kýs tvo menn í stjórn og eru þeir Ágúst Bjamason skrifstofustjóri og Sigurjón Pétursson borgarfulltrúi. Sparisjóðsstjóri er Baldvin Tryggvason. - JBP

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.