Dagblaðið - 08.05.1978, Blaðsíða 13

Dagblaðið - 08.05.1978, Blaðsíða 13
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 8. MAl 1978. 13 AÐSTAÐA TIL ÍÞRÓTTA- IÐKANA ERÍLÁ GMARKI — segir efsti maðurá lista Alþýðuflokksins iþróttaiðkana hefur farið stórversnandi.” „Áhugamál mitt í mörg herrans ár hefur verið iþróttir og að bæta aðstöðuna fyrir iðkun þeirra hér á ísafirði,” sagði Kristján Jónasson, fram- kvæmdastj. Djúpbátsins hf. á ísafirði í samtali við DB, en hann skipar fyrsta sæti lista Alþýðuflokksins við bæjar- stjórnarkosningarnar. „Hér er það alltaf vinnan sem situr í fyrirrúmi og frístundir til íþróttaiðkana því litlar, ekki sizt þegar aðstöðuna vantar til þess,” hélt Kristján áfram. „Aðstaðan hefur raunar farið versnandi hér miðað við aðra staði. Iþróttahúsið er t.d. frá 1944—45 og það er gjörnýtt. Okkur vantar hreinlega nýtt íþróttahús — og hafði verið lofað að það yrði byggt í tengslum við menntaskólann.” Kristján sagði framboð sitt stafa af áhuga sinum á að hafa áhrif á gang þessara mála á ísafirði, svo og annarra bæjarmálefna. Hann hefur verið flokks- bundinn Alþýðuflokksmaður frá ung- lingsárum og jafnan starfað mikið i iþróttahreyfingunni á tsafirði. „Ég hef reynt mikið þeim megin frá að fá eitt- hvað gert, en það hefur reynzt nær ómögulegt.” Kristján vék einnig að nauðsyn at- vinnuuppbyggingar á tsafirði og húsnæðisskortinum, sem er mjög til- finnanlegur í bænum. „Lausn beggja ‘þeirra mála verður að haldast i hendur,” sagði hann. DB spurði Kristján um kosninga- 'loforð hans við kjósendur. Hann svaraði: „Ég lofa ekki öðru en því að vinna að þessum málum eins og aðstæður frekast leyfa.” ÓV HÉR HEFUR LÍTIÐ FENGIZTk FYRIR MIKIÐ FÉ — segir efsti maðurá lista Alþýðubandaiagsins ; Fylkir Ágústsson: „Næg atvinna i kringum fiskinn, en alit annað i lágmarki.” VANTAR NÝJAN SUPP — rstt við annan mann á lista Framsóknarflokksins „Helztu framtiðarverkefnin hér eru tvímælalaust aukin fjölbreytni atvinnu- lífsins — helzt þarf að komá hér upp létt- um iðnaði. Það er næg atvinna í kringum fiskinn eins og alltaf, en allt annað er í lágmarki,” sagði Fylkir Ágústsson, skrifstofustjóri skipasmiða- stöðvar Marsellíusar Bernharðssonar á tsafirði, þegar DB ræddi við hann. Fylkir skipar annað sæti á framboðslista F ramsóknarflokksins. „Húsnæðisskortur hér er mjög til- finnanlegur, þrátt fyrir að talsvert hafi verið byggt á síðustu árum, en það er svo til eingöngu ungt fólk að byrja sinn búskap. Ég get nefnt sem dæmi, að þetta fyrirtæki sem ég vinn hjá hefur orðið að kaupa átta íbúðir í bænum til að geta séð starfsmönnum fyrir húsnæði.” Fylkir sagði að mjög mikilvægt væri að skapa fleiri möguleika fyrir iðnaðar- fyrirtæki á staðnum. „Slippurinn hér er til dæmis bilaður, þannig að við getum ekki tekið upp skuttogarana. Þeir leita til Akureyrar með næstum alla sína þjónustu. Þá er heldur ekki hægt að sinna smábátunum, því það svæði var tekið eignarnámi fyrir menntaskólann. Nú deila menn um hvar eigi að koma upp aðstöðu fyrir smábátana. Mér er engin launung á því, að þetta fyrirtæki stendur höllum fæti vegna þessa, en það er mjög brýnt að byggja nýjan slipp. Hins vegar fer ekkert einkafyrirtæki út i slikt stórvirki, helzt viljum við að ríkið taki þátt i því að 40%, enda myndi sá slippur þá þjóna öllum fjórðungnum.” ÓV. Aage Steinsson: „Manni stendur ekki á sama hvernig allt veitist.” Aage Steinsson, deildarstjóri hjá Orkubúi Vestfjarða, hefur verið full- trúi Alþýðubandalagsins í bæjarstjórn ísafjarðar tvö undangengin kjörtímabil. Hann skipar nú fyrsta sæti listans. „Maður fer náttúrlega í framboð vegna þess að maður hefur áhuga á bæjarmálefnum, manni stendur ekki á sama hvernig allt veltist,” sagði Aage er fréttamaður DB ræddi við hann. „Það er skoðun minnihlutans — sem raunar hefur ekki verið nema tveir full- trúar á móti sjö — að félagsleg þjónusta eigi að sitja í fyrirrúmi,” sagði Aage. „Frístundaaðstaða fyrir unglinga er hér nánast engin — böllin eru eina athvarfið með óeðlilega miklum látum og áfengis- neyzlu eins og alltaf fylgir þeim.” Sjálfstæðismenn hafa farið með meiri- hluta i bæjarstjórn tsafjarðar undan- farin 4—5 kjörtimabil. Aage taldi að í bæjarstjórnarkosningunum í vor yrði fyrst og fremst kosið um það hvort á ísa- firði fengist „góð og sterk stjórn, sem þorir að takast á við málin eins og þau liggja fyrir. Hér hefur lítið fengizt á undanförnum árum fyrir mikið fé, og það er fyrst og fremst fyrir hringlanda- hátt í stjórn bæjarmálanna,” sagði Aage Steinsson. ÓV EKKIDULBUIÐ SAMTAKA- FRAMBOÐ — segir annar maður á lista óháðra borgara „Ástæðan fyrir því að ég Reynir Adolfsson: gert.” „Mikið taiað, minna 1974 176-1 647-4 163-1 Urslit Í4 síðustu kosningum Framsóknarflokkur Sjálfstæðisflokkur Alþýðubandalag Alþýðuflokkur, Samtök fijálsl., og vinstrim., og óháðir borgarar 493—3 Alþýðuflokkur Alþýðufl., Alþýðubandalag og Framsókn 1970 276-2 526-4 154-1 1966 235-2 474-4 160-1 1962 574-4 337-2 323-2 636-5 fer i framboð er fyrst og fremst sú að ég hef áhuga á að reyna að bæta úr þeim mikla skorti, sem hér er á félagslegri aðstöðu. Hér hefur mikið verið talað en minna gert,” sagði Reynir Adolfsson, annar maður á lista óháðra borgara á Isafirði í samtali við fréttamann DB. Æskulýðsmál og dagheimilamál eru eiunnig ofarlega á baugi hjá Reyni. „Þau dagvistunarpláss sem hér eru duga hvergi nærri og það liggur í augum uppi hverjum vandræðum það veldur í bæ, þar sem byggt er svo mikið á vinnuafli kvenna.” Reynir er Akureyringur en hefur undanfarin sjö ár búið á ísafirði, þar sem hann er umdæmisstjóri Flugleiða. Hann hefur ekki áður tekið þátt I stjórnmála- starfi, en á J-listanum, lista óháðra, eru aðeins fjórir af átján sem áður hafa verið kenndir við stjórnmálasamtök, Samtök frjálslyndra og vinstri manna. „Þetta er þó alls ekki dulbúið Samtakaframboð," sagði Reynir. „Listinn byggist á mjög víðtækri samstöðu, sem á að duga fram yfir kosningar. Allir sem á listanum eru munu hittast fyrir hvern bæjarstjórnar- fund til að ræða málin og síðan heldur listinn opinn fund einu sinni í mánuði. Annars ræður pólitíkin mjög litlu hér i bæjarmálunum, allir geta verið sammála um aðalmálin, en það er frekar deilt um hvernig á að standa að þeim.” ÓV. 5 listar i kjori A-listi Alþýðuflokksins 1. Kristján Jónasson framkvæmdastjóri. 2. Jakob ólafsson deildarstjóri. 3. Snorri Hermóðsson húsasmiðameistari. 4. Anna M. Helgadóttir húsfrú. * 5.TryggviSigtryggsson vélvirki. 6. Karitas Pálsdóttir húsfrú. 7. Hreinn Pálssoneftirlitsmaður. 8. Guðlaug Þorsteinsdóttir húsfrú. 9. Hákon Bjarnason vélstjóri. 10. Sigriður Króknes húsfú. 11. Grétar Sigurðsson nemi. 12. Bjarni L. Gestsson sjómaöur. 13. Ástvaldur Björnsson múrarameistari. 14. BaldurGeirmundsson verkamaður. 15. Gunnar Jónsson umboðsmaður. 16. Kjartan Sigurjónsson skólastjóri. 17. Karl Sigurðsson vélstjóri. 18. Sigurður H. J. Sigurðsson húsvörður. B-listi Framsóknarmanna 1. Guðmundur Sveinsson netagerðarmeistari. 2. Fylkir Ágústsson skrifstofustjóri. 3. Magdalena Sigurðardóttir húsfrú. 4. Kristinn J. Jónsson rekstrarstjóri. 5. Einar Hjartarson smiður. 6. Kristján Sigurðsson framkvæmdastjóri. 7. Birna Einarsdóttir húsfrú. 8. Guðrún Eyþórsdóttir húsfrú. 9. Sigrún Vernharðsdóttir húsfrú. :10. Sigurjón Hallgrimsson útgerðarmaður. 11. Jakob Hagabnsson verkamaður. 12. Jóhann Júlíusson verkstjóri. 13. Sigurður Th. Ingvarsson eftirlitsmaður. 14. Friðgeir Hrólfsson vélvirki. 15. Páll Áskelsson verkamaður. 16. Jens Valdimarsson niðursuöufræðiogur. 17. Theodór Nordquist framkvæmdastjóri. 18. Jóhannes D. Jónsson framkvæmdastjóri. G-listi Alþýðubandalags 1. Aage Steinsson deildarstjóri, 2. Hallur Páll Jónsson verkamaður. 3. Margrét Óskarsdóttir kennari 4. Tryggvi Guðmundsson lögfræðingur 5. Jóhannes S. Eliasson 6. Elin Magnfreðsdóttiraðstoðarbókavörður. 7. Reynir Torfason sjómaður 8. Þuríður Pétursdóttir skrifstofumaður 9. Smári Haraldsson kennari 10. Ragna Sólberg húsfrú 11. Guðmundur Guðjónsson útgerðarmaður 12. IngibjörgGuðmundsdóttir félagsfræðingur 13. Lúðvik Kjartansson verkstjóri 14. Elísabet Þorgeirsdóttir nemi 15. Jón Kr. Jónsson útgerðarmaður 16. Þorsteinn Einarsson bakari 17. Helgi Bjömsson 18. Pétur Pétursson netagerðarmeistari D-listi Sjálfstæðisflokksins 1. Guðmundur H. Ingólfsson bæjargjaldkeri. 2. Jens Kristmannsson útsölustjóri 3. Óli M. Lúðviksson framkvæmdastjóri 4. Jón ólafur Þórðarson fulltrúi 5. Gunnar Steinþórsson rafvirkjameistari 6. GeirþrúðurCharlesdóttir húsfrú , 7. lngimar Halldórsson framkvæmdastjóri 8. Hermann Skúlason skipstjóri 9. Anna Pálsdóttir meinatæknir 10. Ásgeir S. Sigurðsson járnsmiðameistari 11. Óskar Eggertsson rafvirkjameistari 12. Jón Páll Halldórsson framkvæmdastjóri 13. Inga Þ. Jónsdóttir húsfrú 14. Sigurgeir Jónsson bóndi 15. Sigurður Pálmar Þórðarson verzlunarstjóri 16. Sævar Gestsson sjómaður 17. Þorleifur Pálsson skrifstofustjóri 18. Kristján J. Jónsson hafnsögumaður. J-listi óháðra kjósenda 1. Sturla Halldórsson yfirhafnarvörður 2. Reynir Adólfsson umdæmisstjóri Flugleiða 3. Ásgeir ErlingGunnarsson viðskiptafræðingur 4. ólafurTheódórsson tæknifræðingur 5. Veturliði Veturliðason vinnuvélastjóri 6. Eirikur Bjamason umdæmisverkfræðingur 7. Sverrir Hestnes verzlunarstjóri 8. Lára D. Oddsdóttir. skólastjóri kvöldskóla 9. Magnús Kristjánsson smiður 10. Hrafnhildur Samúelsdóttir húsmóðir 11. Samúel Einarsson hárskeri 12. Haukur Helgason forstjóri 13. María Mariusdóttir húsmóðir 14. Björn Hermannsson rafvirki 15. Karl Geirmundsson hljómlistarmaður 16. Ágúst Ingi Ágústsson sjómaður 17. Elin Jónsdóttir húsmóðir 18. Sigriður Jónsdóttir Ragnar kennari Spurning dagsins Hverju spáir þú um úrslit baejarstjórnarkosning- anna? Arnar Oskarsson menntaskólanemi: Ég spái þvi að Alþýðubandalagið fái tvo menn kjörna en óháðir og kratar aðeins tvo í stað þriggja áður. Annars á ég ekki von á að neinar meiriháttar breytingar verði á hlutfallinu hér. Sjálfur kýs ég Alþýðubandalagið. Helgi Björnsson yfirbakari: Sjálfstæðis menn missa örugglega einn mann, en hverjum það kemur til góða veit ég ekki. Oháðir fá tvo, kratar einn og Alþýðu- bandalagið einnig, en þeir bæta heldur ekki við sig. Sjálfur ætla ég ekki að kjósa. Ásdjs Magnúsdóttir hjúkrunarkona: Ég vil engu spá um úrslitin Ég hef engan áhuga á bæjarpólitíkinni núna. — Þú sérð nú ástandið í bænum okkar. Þjónustan er engin. Ég ætla ekki að kjósa að þessu sinni, enda hef ég ekki trú á að ástandið lagist með þvi liði sem nú býðursig fram. Jónas Sigurðsson verkamaður verður óbreytt — helzt að íhaldið tapi einhverju. Ég held reyndar að hér séu afar margir búnir að missa áhugann á pólitíkinni, en ekki veit ég hvers vegna. Gunnhildur Eliasdóttir húsmóðir: Eg þori engu að spá um þetta. Ég hef ekkert kynnt mér það og er þess utan tiltölulega nýflutt hingað., Bjarnveig Bjarnadóttir húsmóöir: vona bara að sami meirihluti haldist áfram. Ég er ánægð með þetta eins og 3að er og kýs hiklaust Sjálfstæðisflokk- inn.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.