Dagblaðið - 08.05.1978, Blaðsíða 32

Dagblaðið - 08.05.1978, Blaðsíða 32
„Mátti alltaf reikna með þess- um málalokumff — segirHaukurGuðmundsson „Það mátti auðvitað reikna með þessum málalokum, allt frá upphafi,”' sagði Haukur G'uðmundsson, fyrrver- andi rannsóknarlögreglumaður, i sam- tali við fréttamann biaðsins í gær um handtökumálið og fangelsun Hauks. Hann var látinn laus á föstudags- kvöld. „Það var mikið kapp lagt á að upplýsa málið,” sagði Haukur enn- fremur. „Nú er það leyst og því lokið, svo I rauninni er lítið um það að segja.” „Heldurðu að þessi úrslit hafi ekki komið mörgum á óvart?” „Nei, heldurðu það? Það getur verið. Áttu ekki allir von á þessu?” „Hefur þú hugleitt að kannski hafir þú brugðizt stórum hópi fólks?” „Ja, ég hef satt að segja ekki velt því fyrir mér, ég ímynda mér að það séu skiptar skoðanir um það. Annars er mér langefst í huga hvar sjálft málið, sem þetta er sprottið upp af, hvar Guðbjartsmálið er i dag. Það er náttúrlega bétra að tala varlega, en það á eftir að koma I ljós hvort ég hef brugðizt fólki. Það er náttúrlega mín eina vöm, hvaö kemur út úr því.” Haukur sagðist hafa verið sannfærður um það, að með tilliti til fenginnar reynslu hefði ekki verið hægt að hafa hendur í hári Guðbjarts Pálssonar „eftir troðnum slóðum.” Það voru öll mál hrifsuö af okkur jafn- óðum og þau voru opnuð, eins og spiramálið fyrsta,litasjónvarpsmálið, tollvarðamálið og svo framvegis.” Haukur sagði hafa verið ranglega látið að því liggja I blöðum, að fleiri en hann hefðu vitað um gildruna, sem hann lagði fyrir Guðbjart. „Ég lagði auðvitað rika áherzlu á að enginn vissi neitt um málatilbúninginn,” sagði Haukur. „En stúlkurnar, vissu þær að þú ætlaðir að handtaka Guðbjart?” „Ég þori ekkert að segja um það,” svaraði Haukur. Umjátiningu sína sagði Haukur, að — á eftir að koma í Ijós' hvort ég hef brugðizt fólki. — DB- mynd búið hefði verið að „blanda saklausum aðilum inn i málið og því var ekki um annað að ræða en að leggja spilin á borðið. Ég vildi ekki láta flækja sára- saklausum mönnum eins og Viðari Olsen og Viðari Péturssyni, Víkingi Sveinssyni og Skarphéðni Njálssyni, inn I þetta. Ég var tilneyddur að gera alveg hreint.” „Hvernig var maturinn í tugt- húsinu?” „Það er allt til mjög mikillar fyrir- myndar í Síðumúlafangelsinu. Þar er reglusemi og þrifnaður, allt með mikl- um ágætum.” -ÓV. áni kominn í heimahöfn sína um helgina með 200 tonn at sjö tnnanborðs. Skuttogarinn Júní hætt kominn vegna leka: Önnur dælan biluð — hin var í landi Hættuástand skapaðist um borð I skuttogaranum Júní frá Hafnarfirði aðfaranótt föstudagsins er mikill sjór flæddi i skipið og önnur aðal sjódælan bilaði, en hin var I landi til endur- nýjunar. Var því ekki annaö að gera en að sigla með sjóinn til hafnar, líklega :um 200 tonn. Sjórinn var aðallega á milliþilfari og fór halli skipsins upp i 21 gráðu. Að sögn fróðra manna er slíkt orðið varasamt. Skipið var að veiðum er lekans varð vart. Veður var slæmt. Er talið liklegast að op úr aðgerðarsal, til að kasta slógi fyrir borð, hafi ekki lokazt nægilega vel að aðgerð lokinni og sjórinn komið þar inn. Þegar grípa átti til dælunnar, sem fyrr' er getið, reyndist hún ekki starfa rétt. Er það var ljóst og hallinn jókst, var trollið híft inn og siglt í átt til lands. Þeirri hlið er niður hallaði, var beitt upp I vindinn til að vinna á móti hallan- um, en þegar skipið var komið inn í Faxaflóann var því ekki lengur við kom- ið og óx hallinn allt framundir að skipið kom til heimahafnar. Eitthvert tjón varð um borð af þess- um sökum, en búizt er við að skipið verði sjóklárt aftur I vikunni.Sjópróf eigaaðfara framídag. •G.S. STÚLKUR NÚ LÍKA MEÐ í BÍLSTULDUM 1 fyrsta sinn stóðu tvær stúlkur einar að bílþjófnaði I Njarðvík að- faranótt laugardags. Stúlkurnar, 16og 18 ára, voru ölvaðar á ferð við Fitja- nesti á mótum Reykjanesbrautar og Flugvallarvegar. Þar var og bíll sem eigandi hafði yfirgefið vegna bilunar og varð honum ekki ekið nema í ein- um gír. Lykil sem passaði fundu stúlkur öðrum bil. Héldu þær síðan af stað þó ökuleyftslausar og ölvaðar væru. Af tilviljun ók lögreglan fram á þær er þær höfðu farið um 2ja km leið. Þótti aksturinn einkennilegur að vonum i þessu eina ganghraðastigi sem nothæft var. ökuferðin varð ekki lengi — en stúlkurnar höfðu brotið blað I bila- þjófnaðarsögu á Suðurnesjum. - ASt LÍKFUNDUR í GRAFARVOGI Síðdegis I gær fannst lík í Grafar- taldi liklegast að um væri að ræða lík vogi. Að sögn lögreglunnar hefur það annars þeirra tveggja manna sem legið alllengi í sjó og hafði það ekki horfið hafa frá Kleppsspitalanum I örugglega þekkzt í morgun. Lögreglan vetur og vor. . ASt. ísafjörður: ÚTSÖLUSTJÓRIÁTVR LÆTUR AF STÖRFUM — geymdi tékka í skrífbprðsskúffunni Útsölustjóri Áfengis- og tóbaks- samtali við fréttamann DB í morgun. verslunar ríkisins á ísafirði, Jens Krist- Jón sagði útsölustjórann ekki hafa mannsson, hefur látið af störfum. Við auðgazt á tiltækinu sjálfan. „Tékk- endurskoðun í útsölunni fyrir nokkr- amir voru settir I banka og reyndust um dögum kom í ljós, að þar lágu allirgóðir,”sagðiJón. nokkrar ávisanir — að fjárhæð á að Ekki hefur verið ákveðið hvort minnsta kosti áðra milljón króna — kæra verður lögð fram á hendur út- sem þar áttu ekki að vera. sölustjóranum. Jens Kristmannsson skipar annað „Það hefur komið I ljós að útsölu- sætj framhoðslista sjálfstæðismanna stjórinn fór ekki að settum reglum og vjg bæjarstjórnarkosningarnar á Isa- því hefur hann sagt upp störfum frá og fjrði i vor og hefur átt sæti i bæjar- með 30. júní. Hann er nú I frii,” sagði stjórn ísafjarðar. Jón Kjartansson, forstjóri ÁTVR í . ÓV frjálst,óháð dagblsð MÁNUDAGUR 8. MAÍ 1978. „Drekkum í dag, iðrumst á morgun” Staurblankur utanbæjarmaður átti góða dagstund að Hótel Esju í gærmorg- un. Efndi hann þar til litillar einkaveiziu og veitti mat og drykk, unz hótelið fór að efast um efnahag hans. Um þrjú- leytið var hann leiddur út af lögreglu og skuldar hótelinu 23 þúsund krónur. Maðurinn kom skilríkjalaus og bað um gistingu. Staðfesti annar maður að hann væri utan af landi og var látið gott heita. Siðar pantaði maðurinn mat og drykk og bauð til sin konu utan úr bæ. Stóð veizlan fram á dag i gær er hún fékk áðurnefndan óvæntan endi. - ASt Hóf lyfja- sölu inni á Hótel Borg — Almenn ölvunar- skýrsla gefin um ástand á Austurvelli Ýmsum fannst sem ský drægi fyrir sólu yfir Austurvelli er klukkan nálgaðist þrjú í gær. Streymdu þá út á völlinn menn sem verið nöfðu gestir vinveitingahúsanna I hádegistimanum. Var kvartað yfir þessu við lögreglu og sá hún ástæðu til aðgeröa. Voru fimm mannanna settir I fangageymslu en hin- umdréift, Áfengismálin settu nokkuð svip sinn á gærdaginn. Rétt fyrir tvö var lög- reglan kvödd að Hótel Borg en þar var ungur maður sem bauð lyf til sölu. Var hann tekinn og afhentur fíkniefnadeild en álitið var þó að lyfin sem hann hafði til sölu væri „aðeins” lyf sem læknar hér gefaávísuná. Áður hafði ungur maður verið fluttur frá Óðali. Vakti athygli dyravarða að hann hafði flösku undir belti. Kom i ljós að flöskunni hafði verið stolið úr eldhúsi hússins. -Ast. Skákmótið íLas Palmas: Friðrik í6.-7.sæti Friðrik Ólafsson er nú eftir 6 umferðir i 6.-7. sæti ásamt Corral í alþjóðlega skákmótinu í Las Palmas. Jafnir og efstir eru þeir T ukmakov og Miles með 4 1/2 vinning, í 3.-5. sæti eru þeir Larsen, Sax og Steen, með 4 vinninga. Friðrik og Corral eru með 3 112 vinning. í 5. umferð vann Friðrik Panchenko, jafntefli varð hjá Chom og Rodrigues, Miles og Medina, Larsen vann Domingues, Sax vann Westerinen, Steen vann Sanz og Panchenko vann Padron. í 6. umferð gerðu þeir jafntefli Friðrik og Tukmakov, Miles og Chom, Rodrigues og Corral. Skák Medina og Mariotti fór í bið. 7. umferðin verður tefld í dag. - BS

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.