Dagblaðið - 08.05.1978, Blaðsíða 19

Dagblaðið - 08.05.1978, Blaðsíða 19
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 8. MAÍ 1978. 19 Iþróttir íþróttir Iþróttir Iþróttir Jón Lof tsson hf. Hringbrautl21 Símil0600 gerir allt nema skora”, var viðkvæði þula BBC. Um miðjan hálfleikinn varð Brady að yfirgefa völlinn vegna meiðsla og Graham Rix kom í stað hans í Arsenal-liðið. Fyrstu 65 mín. leiksins átti Ipswich 13 skottilraunir á mark Arsenal — flestar góðar — Arsenal sjö, flestar framhjá. Á 71. mín. flaug knötturinn enn fram hjá Jennings, þegar Wark spyrnti á markið, en small í stöng og út aftur — og rétt á eftir varði Jennings hreint stórkostlega frá George Burley. Mark- varzla í heimsklassa og Ray Clemence sagði . „Þetta hefði enginn gert nema Jennings.” En þetta gat ekki gengið svona endalaust. Á 78. mín. lék Geddis með knöttinn inn að vítateig, gaf til hægri og af Young hrökk knötturinn til Osborne. Lágskot hans neðst í markið hafði Jennings enga möguleika að verja. Sigurmark leiksins eh Osborne fékk mikið stuð um leið og hann skoraði og varð að yfirgefa völlinn en Mike Lambert kom í hans stað. Tólf min. til leiksloka — og smálífsmark kom í Arsenal-liðið. Super-Mac átti skot á mark, sem Cooper varði auðveldlega — en siðan aftur yfirburðir Ipswich. Undir lokin fékk liðið nokkrar horn- spymur og í einni þeirra meiddist O’Leary. Leikurinn var stöðvaður um stund — og leikið var þrjár mín. fram yfir venjulega leiktíma. Arsenal átti ekki möguleika að jafna; hafði ver- ið sigrað af miklu, miklu betra liði. Flauta dómarans hljómaði i leikslok og leikmenn Ipswich voru innilega hyUtir. Tugþúsundir frá Suffolk voru meðal áhorfenda. Eftir leikinn tók fyrirliði Ipswich, Mick Mills, við bikarnum frá Elísabetu drottningu — og fögnuðurinn hélt lengi áfram á Wembley — síðar I Ipswich. Fyrirliðinn Mills, enski landsliðs- maðurinn, sem leikið hefur yfir 500 leiki með Ipswich í 13 ár — hans eina félag — var ein af hetjum leiksins, driffjöður i leik Ipswich. En allir leik- menn liðsins stóðu sig vel. Hunter og Beattie voru yfirburðamenn í vörn- inni og Osborne, Talbot og Wark hver öðrum betri á miðjunni. 1 sókninni voru Woods og Mariner óstöðvandi — og hinn ungi Geddis, sem kom í stað landsliðsmannsins Trevor Why- mark, sem er meiddur, lék mjög vel. Hann er enskur ungUngalandsliðs- maður fædduí I Carlisle — og kom þaðan sem ungur strákur til Ipswich eins og Kevin Beattie. Átta af leik- mönnum liðsins í úrslitaleiknum, en „aldir” upp hjá félaginu — aðeins þrir keyptir frá öðrum félögum. Mark- vörðurinn Cooper, Alan Hunter og Poul Mariner. Leikmenn Arsenal áttu slæman dag að þessu sinni. Aðeins tveir léku af eðUlegri getu. Jennings og hinn tvítugi irski landsliðsmaður, David O’Leary. MikU vonbrigði voru í sambandi við leik Brady, Hudson og MacDonald. Liðin voru þannig skipuð. Ipswich: Paul Cooper, George Burley, Mick Mills, Brian Talbot, eini leikmaður liðsins, sem fæddur er i Ipswich, Alan Hunter, Kevin Beattie, Roger Osbome, John Wark, Paul Mariner, David Geddis og Clive Woods. Varamaður Mike Lambert. Arsenal: Pat Jennings, Pat Rice, Sammy Neíson, David Price, David O’Leary , Willie Young, Liam Brady, Alan Hudson, Malcolm MacDonald, Frank Stapleton og Alan Sunderland. Varamaður Graham Rix. hsím. Belgar úr leik í UEFA í Póllandi — 2 stig til íslands — en ísland hefur ekki möguleika á að komast í úrslitakeppnina ísland vann sinn fyrsta sigur I úrsUtum Evrópukeppni ungUngalandsUða — sigraði Belgíu 3—0. Sigur íslands var þó um margt óvenjulegur. Sjö af belgísku pUtunum fengu matareitrun. Síðar léku þeir við Júgóslavíu — þá átta talsins en 15 komu til PóUands. Tveir leikmanna Beigiu meiddust í fyrri hálfleik gegn Júgóslövum og leikurinn var flautaður af í leikhléi þar eð aðeins 6 voru eftir. Belgiu var þvi dæmdur leikurinn tapaður, 0—3. Ákveðið var að Belgia biði lægrí hlut gegn íslandi og Ungverja- landi, 0—3. Belgísku piltarnir fóru þvi heim á laugardag — en Belgar eru núverandi Evrópumeistarar. íslenzkur sigur, 3—0 — án þess að leikið væri. ,-;5 ■' . ísland mætti á föstudag Ungverjum í Póllandi en beið lægri hlut 1—3. ísland hafði verið yfir 1—0 í leikhléi — Ingólfur Ingólfsson skoraði mark íslenzka liðsins. Ungverjar komu hins vegar ákveðnir til siðari hálfleiks og skoruðu þrivégis án svars frá íslenzka liðinu. Ungverjaland og Júgóslavía mættust í c-riðli og skildu þjóðirnar jafnar, 0—0. ísland á því enga möguleika á að komast áfram í úrslit en júgóslavneska liðið verður að sigra ísland með þremur mörkum til að komast áfram. Staðan í riðlinum er nú: Júgóslavía 2 110 3—0 3 Ungverjaland 2 110 3—1 3 ísland 2 10 14-32 Belgía 2 0 0 2 0—6 0 Sorgleg útkoma hjá belgíska liðinu. En lítum á aðra leiki. V-Þjóðverjar sigruðu ítali 5—3 í a-riðli. 1 sama riðli sigraði Skotland Portúgal 1—OenSkot- ar höfðu áður sigrað Þjóðverja. Staðan í a-riðli er nú: Skotland 2 2 0 0 2—0 4 V-Þýzkaland 2 10 1 5—4 2 Portúgal 2 0 11 0—1 I Ítalía 2 0 113-51 í b-riðli er baráttan milli Hollendinga og Sovétríkjanna. Sovétmenn unnu stóran sigur á Noregi, 4—0 en Holland og Grikkland skildu jöfn, 2—2. Staðan I b-riðli er: Sovétríkin 2 2 0 0 9—0 4 Holland 2 110 3-23 Grikkland 2 0 11 2—6 1 Noregur 2 0 0 2 0—5 0 í d-riðli hefur England forustu — sigraði Spán 1—0 en hafði áður gert jafntefli við Tyrki. Pólverjar sigruðu Tyrki 2—1 í gær en staðan í riðlinum er nú: England 2 110 2-13 Pólland 2 10 13-32 Spánn 2 10 1 2—2 2 Tyrkland 2 0 11 1—3 1 HOLLENZKIBIKARINN TILALKMAAR AZ ’67 Alkmaar var óvænt hollenzk- ur bikarmeistarí á föstudag, þegar liðið sigraði Ajax 1-0 í úrslitaleiknum i Amsterdam. Eina mark leiksins skoraði Henk van Rijnsoever á 58. mín. — mjög gegn gangi leiksins, þvi Ajax-liðið hafði að mestu verið i sókn. Rúmlega 45 þúsund áhorfendur voru á Olympíuleikvanginum i Amsterdam — og strax á fyrstu min. leiksins renndi Ruud Geels, miðherji Ajax, sem leikur með Anderlecht næsta keppnistímabil, knettinum i mark. Það var hins vegar dæmt af. Markvörður Alkmaar, Mesko- vic, hafði nóg að gera allan leikinn og stóð sig með.hinni mestu prýðL Maður- inn bakvið sigur liðs sins. Sigurmarkið kom á 58. min. eftir mistök bakvarðaríns Lerby og það sneri málunum við. Alk- , maar-tiðið sótti mun meira til leiksloka. ALLT ÞETTA ÁSÖMU HÆÐ HÆÐ JL- HÚSSINS Eldhúsinnréttingar— Eldhúsborð ogstólar— Heimilistæki— A lltf baðherbergið— Ljósf úrvali— Viðarþiljur

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.