Dagblaðið - 08.05.1978, Blaðsíða 4

Dagblaðið - 08.05.1978, Blaðsíða 4
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 8. MAÍ 1978. III Forstjóri Slippstöðvarinnar varð að viöurkenna vanmátt islcnzks skipasmíðaiðnaðar til að framkvæma stórviðgerðir á skömmum tima, en hans er ekki sökin. — DB-mynd: F. Ax. Landráð að hefta frekarþróunskipa- smíðaiðnaðarins hér Tannréttingasérfræðingar neita að ganga í sjúkrasamlagið: Foreldrar gjalda þess dýrum dómum Helga hríngdi: Mig langar til þess að bera fram fyrirspurn i sambandi við tannrétting- ar barna. Mér finnst ósanngjarnt að .annaðhvort sjúkrasamlagið eða tryggingarnar taki ekki þátt í þeim mikla kostnaði sem þeim er samfara. Þetta er eins og hver annar sjúk- dómur — miklu frekar en tann- skemmdir. En eins og alþjóð veit eru tannviðgerðir skólabarna ókeypis á islandi í dag. Ég hef þegar farið tvisvar sinnum með dóttur mína til tannréttinga- manns og greitt 30 þúsund fyrir, en ekki er enn byrjað að rétta tennurnar í barninu. Svo er mér sagt að þessi þjónusta sé greidd af „hinu opinbera” á Akureyri. Hjá Tryggingastofnun ríkisins fengust þær upplýsingar að tann- réttingar fengjust greiddar af stofn- uninni eins og aðrar tannlækningar ef tannréttingasérfræðingamir væru i samlaginu. Þeir tveir tannréttingasér- fræðingar sem starfa í Reykjavík hafa hingað til ekki viljað gerast aðilar að því. Einn tannréttingasérfræðingur starfar á Akureyri. Er hann aðili að samlaginu og því er greitt fyrir tann- réttingar sem framkvæmdar eru hjá honum. Það stendur sem sé ekki á „kerfinu” heldur á tannréttingasérfræðingunum sjálfum. láta lagfæia, lengja, eða byggja yfir skip sín. Því verður ekki á móti mælt, ef öll gögn eru skoðuð ofan í kjölinn, að viðkomandi lánastofnanir hafa virkað hvetjanþi á að slíkt sé fram- kvæmt erlendis. Vil ég flokka það undir óskiljanleg landráð, þótt það þyki sjálfsagt of sterkt orð fyrir dómstólum. Hér er þörf grundvallar hugarfars- breytingar, ekki hjá þeim mönnum, sem barizt hafa i uppbyggingu þessa iðnaðar innanlands, heldur hjá þeim mönnum sem útdeila verkefnum úr landi, jafnvel þegar íslenzku stöðvarnar hafa lítið eða ekkert að gera. Það eru ekki allir jafnheppnir og þessi unga stúlka að hafa svona beinar og fallegar tennur. Enga jarðstöð fyrr en símasamband er komið i viðunandi horf innanlands íslenzkur iðnáðarmaður skrifaði: Mér sárnaði þegar ég las viðtal við hinn ágæla framkvæmdastjóra Slipp- stöðvarinnar á Akureyri eftir brunann á Breka þar nú um daginn, er hann sagði að sér virtist sem viðgerð á skipinu yrði að fara fram erlendis til að spara tíma. Nú hef ég nóg lesið og heyrt til Gunnars til að vita að hann hefur ekki sagt þetta í þeirri meiningu að kasta rýrð á islenzka skipasmiði eða stöðvar. Heldur er hann einungis að benda á að svo hrapallega hefur verið staðið að uppbyggingu íslenzks skipasmíða- iðnaðar að hann er ekki megnugur að ráða við slik verkefni á skömmum tima. Orsakir þess að þessi iðnaður er ekki fær um það er óskiljanleg stefna í lána- málum til útgerðarfyrirtækja sem vilja Eitthvað I þessa veru mun jarðstöðin líta út hér á meöan ekki er hægt að ná eðlilegu símasambandi milli landshluta. Árangurslítill símnotandi skrifaði (náði ekki símasambandi): Þegar í stað þarf að stöðva allt kjai æði umjarðstöðhérogenn frekar þarf að sjá til þess að ekki verði lögð króna í slikt ævintýri á næstunni. Það er ekki svo að ég sé á móti þessu þarfa fyrirbæri, en yfirmenn fjarskipta eða símamála hér ættu að líta nefum sinum nær áður en út i slikt er ráðizt. Ástandið er nefnilega svo hörmulegt i simamálum hér innanlands að ekki verður lengur við unað og ekki verður þvi unað að fjármagn verði sett i jarðstöð á kostnað þess að við þurfum áfram að búa við þetta ástand. Ég bý á svæðisnúmeri 92 og stunda viðskipti. Hefur þetta komið hrapal- lega niður á viðskiptum mínum hvað eftir annað þar sem menn ná ekki sam- bandi við mig af Reykjavíkursvæðinu og ég get ekki náð til þeirra. Ekki hef ég gert mig að þvi fífli að krefja simann um neinar bætur því forráðamenn þar virðast alltaf koma af fjöllum við slíka gagnrýni. Skora ég nú á þá að eyða ekki tima sinum I að svara þessum tilskrifum með einhverju yfirklóri, heldur nota sama tima til að kanna i raun þetta á- stand og reyna svo að bregðast við því af alvöru.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.