Dagblaðið - 08.05.1978, Blaðsíða 18

Dagblaðið - 08.05.1978, Blaðsíða 18
18 DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 8. MAÍ 1978. Iþróttir Iþróttir Iþróttír Iþróttir „Eitt lið á vellinum” er ípswich vann bikarinn! — Liðið hafði gífurlega yfirburði gegn Arsenal á Wembley á laugardag en sigraði þó aðeins 1-0 Það var aðeins eitt lið á vellinum I fimmtugasta úrslitalcik ensku bikar- keppninnar, sem háður er á Wembley- leikvanginum í Lundúnum. Það var samdöma álit þeirra, sem fjölluðu um leikinn 1 BBC á laugardag. En það var ekki það liðið, sem flestir höföu spáð sigri — Lundúnaliðið fræga — Arsenal. Nei, hinir kunnu Irikmenn Arsenal höfðu aldrei hina minnstu möguleika gegn snjöllu liði Ipswich Town frá hafnarhorginni í Suffolk, sem lék snilldarlega allan leikinn en sigraði þó aðeins með 1—0. 4—5 marka sigur Ipswich hcfði gefið miklu réttari mynd af gangi leiksins svo yfir- spilað var Arsenal-liðið, en frábær markvarzla írska landsliðsmark- varðarsins hjá Arscnal, Pat Jennings, og tréverkið f marki hans kom i veg fyrir algjört hrun Arsenal i lciknum. Slfkir yfirburðir hafa ekki sézt i úrslitaleik á Wembley lengi. Það kom flestum hinna 100 þúsund áhorfenda, sem sáu leikinn og greiddu i aðgangs- eyri 500 þúsund sterlingspund eða um 235 milljónir islenzkra króna, mjög á óvart. Alls staðar hafði Arsenal verið Spáð sigri i þessum niunda úrslitaleik félagsins i bikarnum. Ipswich lék i fyrsta sinn i úrslitum og aðeins örfáir leikmenn liðsins höfðu áður leikið á Jiinum mikla leikvangi. En það var ekki að sjá. Þeir voru meistarar á öllum sviðum á laugardag. Sigurmark leiksins skoraði Roger Osborne á 78. mfn. en áður hafði Paul Maríner átt skot f þverslá Arsenal-marksins á 12. mfn. og John Wark tvívegis stangar- skot. Auk þess varði Jennings hvað eftir annað en Paul Copper i Ipswich- markinu hafði Iftið sem ekkert að gera: eitt skot, sem hann þurfti að leggja sig fram við — og allan fyrri hálfleikinn átti Arsenal ekki skot á mark, sem hægt var að nefna þvf nafni. Strax eftir að Osborne hafði skorað mark Ipswich var hann studdur af leikvelli vegna meiðsla. Eftir leikinn sagði hann: „Það var spennan, sem átti mikinn þátt í því. Ég var alveg búinn, bæði líkamlega og andlega. ’ Framkvæmdastjóri Ipswich, enski landsliðsmaðurinn kunni hér áður fyrr, Bobby Robson (WBA) var mjög ánægður eftir leikinn. Hann sagði. „Ef við hefðum tapað þessum leik — þá hefðum við tapað honum sjálfir. Það gekk okkur allt í haginn í leiknum og Roger Osborne, lengst til hægri, skorar sigurmark Ipswich gegn Arsenal. þetta var stórkostlegur dagur fyrir okkur. Og við áttum sigurinn skilið — aðeins það, sem liðið verðskuldaði.” Stjóri Arsenal, Terry Neil, irskur landsliðsmaöur á árum áður og lengi fyrirliði Arsenal á leikvelli, sagði: „Þeir voru betri á þessum degi. Þeir áttu sigurinn skilið — ég held það hafi ekki verið nokkur vafi á þvi.” Arsenal byrjaði betur Eftir mikinn fjöldasöng lengi á Wembley hófst þessi mesti sýningar- Miðvörður Arscnal, Willie Young, átti i miklum erfiðleikum mað Paul Marineri úrsiitaleiknum. Á myndinni tapar hann einvígi og fellir Mariner. leikur knattspyrnu heimsins — þegar úrslit HM eru frátalin — klukkan tvö að íslenzkum tima. Sjónvarpað var beint til flestra landa Evrópu og víðar — og útvarpað beint til allra heims- álfa. Hundruð milljóna manna horfðu því á leikinn í sjónvarpstækjum sinum eða hlustuðu á útvarpslýsingu. Arsenal byrjaði betur. Dæmd var aukaspyrna á Ipswich eftir 20 sek. og knettinum spyrnt inn í vitateig Ipswich. Kevin Beattie skallaði i horn. Hornspyrna Arsenal eftir 30 sek. reyndist ekki hættuleg. Fyrstu sjö mín. var knötturinn að mestu á vallar- helmingi Ipswich — en liðið fékk þó bezta tækifærið til að skora. Paul Mariner komst í færi en gott skot hans smaug fram hjá stöng Arsenal-marks- ins neðst. Arensla lék rólega og tals- vert yfirvegað — en byrjunarkaflinn var hinn eini i leiknum, þar sem liðið hafði i fullu tré við Ipswich. Völlurinn var háll eftir mikla rigningu i Lundúnum alveg fram á laugardagsmorgun en þornaði fljótt, þegar sólin hellti geislum sinum yfir hann. En hann var hættulegur. Knötturinn spýttist áfram, þegar hann skall á viðkvæmum blettum — og yfir- leitt er talið erfitt að leika á Wembley. Hraðinn — vopn Ipswich En fljótt fóru leikmenn Ipswich að ná betri tökum á leiknum. Hraðinn var þeirra aðalvopn — þeir voru miklu fljótari en leikmenn Arsenal. Þá kom á óvart, að þeir Talbot, Osborne, sem var héri Liam Brady í leiknum, og Wark náðu miklu betri tökum á miðju vallarins en þeir Hudson, Brady og Price. Fyrir leikinn var talið að þessir þrír Arsenal-leikmenn myndu hafa mikla yfirburði. Ipswich nýtti hraða Clive Woods á vinstri kantinum vel og hann lék sér að Pat Rice. fyrirliða Arsenal. Það kom undirrituðum ekki á óvart eftir að hafa séð Rice nokkrum sinnum í leik, m.a. á Laugardalsvelli í írska iandsliðinu í fyrravor. Upphlaup Ipswich urðu stöðugt hættulegri og á 12. mín. náðu þeir Woods og hinn tvitugi, ljóshærði Geddis knettinum frá Willie Young, splundruðu vörn Arsenal, og gefið var á Osborne, sem var í góðu færi. Hann hitti knöttinn — rak hann raunveru- lega til Mariner, sem spyrnti á markið. Jennings hafði ekki möguleika á að verja — en knötturinn hrökk i þver- slána og út aftur. Tvívegis rétt á eftir lenti Jennings í miklum erfiðleikum, varð að hlaupa út úr vítateig til að bjarga — og siðan spretthlaup i markið á ný, þegar Ipswich-leikmenn náðu knettinum. Ólgusjór i vörn Arsenal. Og sóknarbylgjurnar gengu á Arsenal-markið. „Þetta er allt Ipswich,” sagði þulur BBC — Arsenal fékk ekki inn skot á mark. Um miðjan hálfieikinn fór Frank Stapleton illa að ráöi sinu, þegar Alan Hunter hafði hætt sér of framarlega. En miðverðir Ipswich, Beattie og Hunter, höfðu yfirleitt algjör tök á miðherjum 1 Arsenal, Stapleton og MacDonald. Enn einn slakur úrslitaleikur hjá Super-Mac á Wembley. Hann átti aðeins eitt skot á mark, sem Cooper varði. Kom sárasjaldan við knöttinn og þá oftar i vöm Arsenal. Ipswich yfir á stigum Iðulega voru allir leikmenn Arsenal i vörn nema Alan Sunderlánd i fyrri hálfieiknum — og Ray Clemence, enski landsliðsmarkvörður Liverpool, sem var meðal lýsenda BBC, sagði, að leikmenn Ipswich yrðu að gæta sín á að sækja ekki svona mikið. Það gæti skapað hættu i sambandi við skyndi- Knötturinn i markinu hjá Jennings. Osbornc, sem skoraði, sést ekki á myndinni. Fyrirliði Arscnal, Pat Rice, á marklinunni en Paul Mariner til vinstri. sóknir Arsenal. En hættan var við Arsenal-markið. Á 28. mín. varði Jennings mjög vel í horn frá Geddis — Woods skallaði fram hjá í góðu færi, og Jennings varði vel frá Beattie. Hinum megin spyrnti David Price yfir í einni af fáum sóknarlotum Arsenal. Hvað eftir annað sögðu þulir BBC: „Arsenal á i hræðilegum vandræð- um,” en einhvern veginn bjargaðist allt í fyrri hálfieiknum. Stangarskot — og aftur Arsenal fékk hornspyrnu i byrjun s.h. en síðan fór leikmenn Ipswich að sækja á ný. Á 51. min. átti John Wark gott skot á mark Arsenal — Jennings átti ekki möguleika að verja — en stöngin kom honum til hjálpar. Knötturinn hrökk i hana og út til Mariner, sem renndi knettinum innan- fótar fram hjá opnu markinu. Jennings var hvað eftir annað i eldlín- unni og var hetja liðs sins, bjargaði snilldarlega frá Mariner „og Ipswich

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.