Dagblaðið - 19.05.1978, Síða 3

Dagblaðið - 19.05.1978, Síða 3
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 19. MAÍ 1978. 3 Mengun frá slökkvi- Hðinu ekkert betri en fráÁlverinu Pétur hrinjidi: Mér finnast slökkviæfingar slökkvi- liðsins á Reykjavikurflugvelli keyra úr hófi suma dagana. Það má jafnan sjá kolsvartan reykjarmökkinn yfir vellinum þegar þeir eru að æfa sig. Um daginn var ég i Hafnarfirði og þá var greinilegt að þeir kveiktu fimm sinnum i. Kolsvartur reykjarmökkur- inn kom alla leið til Hafnarfjarðar. Svei mér þá. þetta er hata ekkert betra en mengunin frá Álverinu. Kolsvartur reykjarmökkurinn stígur upp frá slökkviliðsæfiniíunum á flug- vellinum. Raddir lesenda Hringiöísíma 27022millikl. 13-15 eðaskrifið Nýjar tillögur um nafn á nýju myntina Nýju seðlarnir eru óneitanlega ákal' lega „útlendingslegir” í útliti. Við eigum eftir að k.vnnast körlunum á seðlunum betur. Takið bara eftir hve vel það hljómar aðsegjat.d. lOz. 100/. lOOOzo.s.frv. Það hljómar t.d. ekki sem verst. ef talað er um Kröflu. að hún kostar núna ekki nema rétt eins og 17 milljarðaafz-um. En i sambandi við það sem „gamli maðurinn að austan” leggur til sem nafn á undireiningu myntarinnar leyfi ég mér að flytja honum minar alúðar- fyllstu þakkir fyrir þá nafngift og styð orðið „brandari" heilshugar. Brandarar eru alltaf ómissandi, jafnvel þótt þeir séu aðeins 5 „aura” virði. Þá finnst mér sjálfsagt að 100 brandarar yrðu i einni z. Það er bæði von min og fjallgræn vissa að þessi nafnbreyling á islenzku myntinni myndi stórauka virðingu fyrir henni, ckki aðcins meðal okkar Íslendinga hcldur einnig og miklu fremur úti i hinum stóra og litt kannaða heimi. ef svo óliklega vildi til að við þyrftum að leita þar lántöku einhvern tima i framtiðinni. Nú er svo komið að það beygir sig að sjálfsögðu enginn eftir krónu. En eftir nafnbreytinguna. hugsið ykkur hvað það verður lærdómsrikt fyrir æsku landsins að sjá ráðherra beygja sig eftir. þólt ckki væri nema einum „brandara”. Ætli við eigum ekki eftir að sakna gömlu vinanna okkar, Jóns Sigurðssonar og Einars Ben. Hver veit? ÞAÐ VÆRIALVEG „BRANDARI” EF MYNTIN YRÐI KÖLLUÐ „SETA” 7860—3739 skrifan í Dagblaðinu 10. maisl. vargreinar- korn eftir „gamlan mann að austan” sem vakti athygli mina enda bar greinarkornið yfirskriftina Virðing fyrir gjaldmiðlinum er mikilvæg. Undir þessa setningu tek ég heils- hugar, enda er ég lika „að austan”. Ég felli mig þvi miður hins vegar ekki við orðið sem „gamli maðurinn að austan” vill velja sem heiti á hina væntanlegu nýju mynt sem hann vill kalla „funnýja”. Mér finnst. og þar sem ég er líka „að austan”, miklu sjálfsagðara að kalla nýju myntina z. Það er aðeins einn stafur og fullkomlega sjáll'stæður. Það er líklega einn aldýrasti stafurinn i islenzkri tungu ef meta ætti hann til verðs í peningum miðað við þann tim'a sem hæstvirtir alþingismenn hal'a. virðingarfyllst og náðarsamlegast að sjálfsögðu. eytt af þingtimanum margsinnis i að ræða z-una. Hún hlýtur þvi að standa fyrir sinu. Að sjálfsögðu fórnuðu hæstvirtir alþingis- menn. af sinni alkunnu glöggskyggni. auðvitað siðustu minúlúm þing- timans. vonandi, i að ræða um z. Þvi ylli það mér. og e.t.v. fleirum. sárum vonbrigðum ef þingstyrkur fengist ekki fyrir að kalla nýju myntinaz. Ég vil leyfa mér- að bcnda á t.d. Sverri Hermannsson. af þvi að hann er 'þingmaður ,.að austan”. að flytja og fylgja eftir að koma z. unni inn sem heiti á nýju myntina. Póstsendum Opið föstudag til kl. 7, laugard. 9-12. Rautt leður Kr. 10.600.- Svartur, brúnn ogbláiij strigi ff Svart og Ijóst leður Kr.7.9 Brúnt og beige leður Kr. 10.600. Kr. 5.950.- Spurning dagsins --- —h Áttþú bíla? (Spurt í leikskólanum HUðaborg). Halldóra Halldórsdóttir 4 ára: Já. ég á marga niarga bila. Þeir heita Passat. Ég ferstundum i bilaleik meðstrákum. Sara Smart 4 ára: Ég á marga bila heima hjá mér. Stundum l'cr ég að lcika við Þórdisi. þá leikum við okkur með þá. Bilarnir minir hcita líka Citroen. Hafdís Ólafsdóttir 4 ára: Ég á enga bila. þeir eru bara l'yrir stráka. Mig hel'ur aldrei langað að eiga bil. Ég á margar dúkkur. KaroUna Steinbach 4 ára: Nei, ég á ekki bila. Frændi minn á marga bila. Þeir heita ekkcrt. hann er ckki búinn að skira þá. Guðrún Jónsdóttir 3 ára: Já. ég á marga bila. Ég veit ekki hvað þeir heita. ég held að það sé ckki búið að skira þá. Það er voða gaman að leika sérað þeim. Erna Hrönn Gcirsdóttir 3 ára: Nei. stelpur eiga ekki að leika sér að bilum. þeir eru bara fyrir stráka. Bróðir minn á alveg fullt af bilum. Stundum lcr ég að leika að bilunum hans. Bílarnir hans heita strákar eins og hann.

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.