Dagblaðið - 19.05.1978, Qupperneq 8

Dagblaðið - 19.05.1978, Qupperneq 8
8 DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 19. MAÍ 1978. BLAÐAMAÐUR mmiAna vill ráða til starfa 1. reyndan blaðamann og 2. háskólamenntaðan nýliða í blaðamennsku. Umsóknir, er tilgreini menntun og fyrri störf, skulu hafa borizt ritstjóra fyrir 6. júní nk. Eldri umsóknir verða því aðeins teknar til greina að þær verði endurnýjaðar við þetta tækifæri. DAGBLAÐIÐ, ritstjóri Síðumúla 12, Reykjavík BLAÐAMAÐUR Vikan Ítalía: Nærrí átta hundruð árásir hryðjuverka- manna frá áramótum — fjórtán lögreglumenn myrtir — Giulio Andreoiti forsætisráð herra Ítaliu sagði i ræðu sem hann hélt i gær að aukning ofbeldisverka á Ítaliu i fyrra hefði verið 78% ef miðað væri við árið 1976. Sama þróun hefði sýnt sig fyrstu mánuði þessa árs. Var for- sætisráðherrann þá að ræða um þau ofbeldisverk sem framin væru gegn stjórnmála- og embættismönnum eða þar sem stjórnmálaskoðanir væru til- efni hryðjuverkanna. Á fyrstu mánuðum þessa árs hafa 769 árásir verið tilkynntar. þar af I42 á skrifstofur stjómmálatlokka og 26 gegn ýmsum einstaklingum að sögn forsætisráðherrans. Á þeim rúmlega tveim mánuðum síðan Aldo Moro fyrrverandi forsætis- ráðherra ítaliu var rænt af meðlimum Rauðu herdeildarinnar voru gerðar 267 árásir af ýmsu tagi. þar af 38 þar sem byssum var beitl. Fjórtán lög- reglumenn hafa verið myrtir frá sið ustu áramótum sagði Andreotti. Hann sagði ennfremur að talið væri að af þeim 6I6! föngum i itölskum fangelsum. sem taldir væru tii hryðju- verkamanna væru I52 taldir vera meðlimir i Rauöu herdeildunum sem meðal annars stóðu fyrir ráni og morði Aldo Moros. — Við munum gera allt sem i okkar valdi stendur til að sigrast á of- beldi og hryðjuverkum og sjá til þess að regla og frelsi sigri — sagði Andre- otti i ræðu sinni. vill ráða til starfa 1. ritstjórnarfulltrúa og 2. blaðamann Umsóknir, er tilgreini menntun og fyrri störf, skulu hafa borizt ritstjóra fyrir 6. júní, nk. VIKAN, ritstjóri, Síðumúla 12, Reykjavík Aðalfundur Reykjavíkurdeildar Norræna félagsins verður í Norræna húsinu 23.maí 1978 kl. 20.30. Fundarefni: Venjuleg aðalfundarstörf. Stjórnin. Dagblaðið vantar umboðsmann í Hveragerði frá 1. júní. Upplýsingar hjá Sigríði Kristjáns- dóttur í síma 99-4491 og afgreiðslunni í síma 91-22078. MMBIAÐin Staða skólastjóra við tónlistarskóla Árnessýslu er laus til umsóknar. Starfið veitist frá 1. september nk. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf berist fyrir 1. júlí nk., til formanns tónlistar- félags Árnessýslu, Helga Helgasonar, Foss- heiði 11, Selfossi, sem einnig veitir nánari upplýsingar um starfið. Dráttarbifreið Volvo FB 88 árgerð 1968 með eða án malarvagns til sölu. Opið laugardag og sunnudag. Vagnhöfða 3, sími 85265. Anker Jörgensen forsætisráðherra Dana hefur verið i opinberri heimsókn i Noregi undanfarna daga. Hefur hann auðvitað rætt málin við hinn norska starfsbróður sinn, Odvar Nordli. Meðal annars hafa fiskveiðimál verið rædd þar. Danir eiga i nokkrum crfiðleikum vegna þess að gömul mið fískimanna þeirra á E.vstrasalti hafa verið aö hverfa inn fyrir fískveiðiland- helgi ríkja sem land eiga að Eystrasalti. Er skemmst að minnast er fískimenn frá Borgundarhólmi sigldu til Kaupmanna- hafnar til að leggja áherzlu á kröfur sínar vegna þess. Á myndinni eru þeir Anker Jörgensen og Odvar Nordli við komu hins fyrrnefnda til Oslo. Bretarhreyknir: (UR NIMROD ÞOTA H LANDHELGISBRJÓT í FYRSTA SKIPTlH Bretar eru helzt á þvi aö Nimrod þota við gæzlu fiskveiðilandhelgi þeirra hafi brotið blað i sögu slikrar gæzlu, þegar hún stóð spænskan togara að verki við ólöglegar veiðar innan marka i gær. Var þetta nærri þeim mörkum sem skipta hafsvæðinu á milli Bretlands og írlands. Strax og Nimrod þotan hafði komið auga á togarann tilkynnti hún fund sinn til nærstadds varðskips sem fylgdi honum til hafnar i Wales. Haft var eftir talsmanni varnar málaráðuneytisins brezka að þetta væri i fyrsta sinn sem skip hefði verið stöðvað samkvæmt skipun flugvélat við slikar aðstæður. Sagði hann að áhöfn Nimrod þotunnar mundi verða kvödd til að gefa skýrslu fyrir rétti ef málið færi þá leið. Bandaríkin: ÆTLA EKKIAÐ EYÐA ÖLLU EITURGASINU Bandarikin hafa ákveðið að halda el'tir um það bil 155 tonnum af taugagasi ætluðu til hernaðar en ætlunin hafði verið að eyða öllum slikurn birgðum. Ástæðan l'yrir þvi að nokkru magni af eitrinu verður haldið eftir er að sögn yfirmanna hersins sú að rétt þykir að eiga eitthvað ef ske kvnni að Sovétmenn notuðu það i hernaði. Að sögn bandariska hersins eiga Sovétmenn fimmtiu sinnum meira af eiturefnum til hernaðar en hinir fyrr- nefndu. Ákvörðun um að halda el'lir þessum 155 tonnum hel'ur verið samþykkt af æðsta herráði þar vestra. Eitursprengjurnar. sem eins og áður sagði vega 155 tonn. eru 900 talsins og gcymdar i vopnabúri i Coloradofylki. Ætlunin er að flytja þær meira úr alfaraleið og hefur litt byggt landsvæði i Utah orðið fyrir valinu. Fregnir hafa borizt um að nokkuð hafi borið á leka i eitursprengjunum Talsmaður hcrsins sagði að cin þcssarra sprengja hefði lekið en eitrið hel'ði aldrei komizt lcngra en úr yztu skelinni. Myndi sú sprengja verða eyðilögð og séð um að hún ylli ekki skaða. Hernaðaryfirvöld i Bandarikjunum hafa viljað koma sér upp eitur- vopnum, sem væru mun fullkomnari og að sögn öruggari en þau sem liingað til hafa verið framleidd. Ætlunin var til dæmis að þær sprengjur yrðu ekki virkar fyrr en búið væri að tengja saman tvo hættulausa hluti. Þessi hugmynd herstjórnarinnar hefur ekki fengizt staðfest af öldunga- deildinni i Washington. ÓG

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.